Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Kristín Berta Guðnadóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræð-ingur, á 40 ára afmæli í dag. Hún er sérfræðingur hjá Barna-húsi og vinnur þar við áfallameðferð barna og unglinga. „Við tökum inn börn frá þriggja og hálfs árs aldri til átján ára sem hafa greint frá ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir. Þá fá þau viðtöl og meðferð hjá okkur. Á hverju ári koma um og yf- ir 300 börn í Barnahús. Árið 2017 voru 310 börn sem fengu þjónustu okkar og þar af 134 sem greindu frá ofbeldi og fengu greiningu og meðferð.“ Barnahús varð nýverið 20 ára. Kristín er einnig jóga- kennari og er í fram- haldsnámi í jógakenn- arafræðum. Enn fremur er hún kennari í list- sköpun með ásetningi (in- tentional creativity) og er með heimasíðuna salar- list.is og Facebook-síðu til að halda utan um starf sitt utan Barnahúss. „Ég elska að kenna landanum að nota listsköpun sér til ánægju og yndisauka. Það geta allir skapað og það er frábær leið til að finna ró. Ég blanda þessu síðan öllu saman í minni vinnu innan Barnahúss og utan. Jóga og sköpunarkrafturinn eru frábær verkfæri í meðferð.“ Í frístundum sínum sinnir Kristín fjölskyldunni, fer út að ganga með hundinn sinn úti í náttúrunni og málar. „Ég nota mest akrýl og vatnsliti og mála algjörlega fyrir sjálfa mig.“ Eiginmaður Kristínar er Hörður Sveinsson húsasmiður og rekur hann eigið fyrirtæki, Smiðshöggið, ásamt félaga sínum. Börn þeirra eru Leonharð, f. 1996, stjúpsonur Kristínar, Lilja Berglind, f. 2003 og Patrekur f. 2008. Einnig býr hjá þeim Kjartan Helgi, f. 2000, systur- sonur Kristínar, en móðir hans er látin. „Það eru mörg stórafmæli í fjölskyldunni þetta árið, móðir mín verður sjötug í október og við erum að undirbúa það. Ég hugsa að ég slaki bara á og borði góðan mat í faðmi fjölskyldunnar í dag. Það er um að gera að halda upp á afmæli, það er gjöf að fá að eldast.“ Fjölhæf Kristín Berta Guðnadóttir. Kennir listsköpun með ásetningi Kristín Berta Guðnadóttir er fertug í dag A ri Kristinn Jónsson fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 17.9. 1968: „Það varð stuttur stans fyrir norðan því ég flutti nokkurra vikna til Þýskalands með foreldrum mínum þar sem faðir minn stundaði dokt- orsnám í stærðfræði. Við bjuggum fyrst í Göttingen og síðar í Mainz en komum aftur heim 1973, er ég var fimm ára. Þá var sest að í Vest- urbænum í Reykjavík.“ Ari Kristinn gekk í Melaskóla og Hagaskóla: „Ég bar út blöð í hverfinu en þegar hjólreiðum, fótbolta og öðr- um leikjum sleppti voru reglulegar heimsóknir til ömmu Obbu í Skeið- arvoginum og til afa og ömmu á Ak- ureyri fastur hluti tilverunnar.“ Ari Kristinn útskrifaðist úr MR sem semi-dux árið 1987, á þremur ár- um, og fékk því tækifæri til að stunda nám í eitt ár við UCLA-háskólann í Los Angeles. Hann lærði tölv- unarfræði og stærðfræði í háskóla, fyrst í UCLA og síðan við HÍ, útskrif- aðist með BS-próf í stærðfræði 1990 og BS-próf í tölvunarfræði 1991, en vann jafnframt hjá Raunvísinda- stofnun og var eitt sumar fram- kvæmdastjóri tölvusýningar tölv- unarfræðinema, „Tölvur á tækniöld“, sem haldin var í ókláraðri Þjóðar- bókhlöðunni. Þá kenndi hann eitt ár í MR í hálfri stöðu. Ari Kristinn fór í doktorsnám í tölvunarfræði við Stanford-háskóla 1991 og lauk því árið 1997. Hann lagði áherslu á gervigreind í doktorsnám- inu og vann samhliða námi á rann- sóknarstofu í gervigreind, auk þess að vera í eitt ár í hlutastarfi hjá Rock- well sem þá var hluti af Boeing. Ari Kristinn var ráðinn til NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, strax að loknu doktorsnámi. Hann var staðsettur í rannsóknamiðstöð- inni Ames Research Center en vann mikið með Jet Propulsion Laboratory í Pasadena og Johnson Space Center í Houston. Meðal verkefna hans hjá NASA voru: þróun gervigreind- artækni til ákvarðanatöku; þróun gervigreindarhugbúnaðar fyrir til- raunafarið Deep Space One; stjórn þróunar hugbúnaðar til að aðstoða Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík – 50 ára Í sólskinsskapi Fjölskyldan í gönguferð. Frá vinstri: Jón Eiríkur, Sarah Julia, Leifur Finnian og Ari Kristinn. Í fremstu röð á spennandi sviði vísinda og tækni Ræða Ari Kristinn hefur verið rekt- or Háskólans í Reykjavík frá 2010. Vinirnir Karl, Jónas, Bragi og Sigríður Dúna smíðuðu nammivél úr pappakössum og seldu sælgæti til styrktar Rauða krossinum. Söfn- unin fór fram við Lang- holtsskóla og söfnuðust alls 5.098 kr. Á mynd- inni eru Karl og Jónas. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.