Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á leik Frumsýning Silja Sjöfn og Edda Völva voru í hópi þeirra fyrstu. Gestir Vilborg Þórarinnsdóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er forvitnilegt að skoða með augum sagnfræðingsins hvernig hugmyndir kristinna manna um Jesúm frá Nasaret hafa þróast og mótast í gegnum aldirnar. „Jesús er mjög áhugaverð persóna, en hugmyndin um Krist er ekki síður áhugaverð og mótar alla menningu og sögu Vesturlanda bæði í forn- öld, á miðöldum og í nútímanum,“ segir Sverrir Jakobsson sagnfræð- ingur. „Þrátt fyrir það er þróun Kristshugmyndarinnar ekki á allra vitorði, og fólk veit sjaldan hvern- ig sú mynd sem við höfum af Kristi nú á dögum tók á sig það form sem við þekkjum.“ Sverrir er höfundur bókarinnar Kristur: Saga hugmyndar sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Bókin er 306 síður að lengd og segir Sverrir að hann hafi langað til að skrifa stutt yfirlit þar sem rakið væri í stórum dráttum hvernig hugmyndin um Krist hef- ur þróast. Ekki er um guð- fræðilegt rit að ræða heldur væri réttara að lýsa bókinni sem hug- myndasögulegri tilraun til að kort- leggja og skýra meginstefnur og strauma kristninnar fram til árs- ins 451 þegar kirkjuþingið í Khalkedon leiðir til þess að kirkj- an klofnar. Guð eða maður? Að sögn Sverris má strax á fyrstu áratugunum eftir dauða Jesú greina þrjá meginstrauma í hugmyndum postulanna um Jesúm frá Nasaret. „Fyrst má nefna hug- myndir Páls postula sem leggur ríka áherslu á dauða Krists; að Jesús hafi dáið fyrir mannfólkið en risið upp og sigrast á dauð- anum fyrstur manna. Jesús er, í huga Páls, frelsari mannanna og dauði hans forboði þess að heims- endir sé í nánd,“ útskýrir Sverrir og miðar hér einkum við þau bréf Páls sem líklegt er að séu eftir postulann sjálfan. Talið er að sum þau bréf sem eru eignuð Páli í Nýja testamentinu séu eftir seinni tíma höfunda sem kenndu sig við hann, og gefi því ekki rétta mynd af skoðunum postulans. Í Markúsarguðspjallinu eru áherslurnar af allt öðrum toga, og endurspegla annan meginstraum: „Þar er mjög lítið talað um dauða og upprisu Krists, og á meðan Páll lítur svo á að Jesús eigi erindi við alla menn þá staðsetur Markús hann fremur innan gyðingasiðar,“ segir Sverrir. „Í þriðja lagi er svo ræðuheimildin, glatað rit sem finna má leifar af í Matteusar-, Lúkasar- og Tómasarguðspjalli. Þar fær ævisaga Jesú minni at- hygli en þeim mun meira er lagt upp úr boðskap hans s.s. að sælir séu fátækir og að hinir síðustu Matteusar- og Lúkasarguðspjallið eru fulltrúar yngri hugmynda um Krist, og segja t.d. frá hvernig hann fæddist í Betlehem til að sanna að hann væri Messías gyð- inganna í samræmi við spádóma Gamla testamentisins,“ útskýrir Sverrir. „Síðan sjáum við í skrif- um mælskufræðingsins Pliníusar til keisarans í Róm í upphafi ann- arar aldar að kristnir menn eru farnir að trúa á Jesúm eins og guð og tilbiðja hann sem slíkan. Í Jó- hannesarguðspjallinu sjáum við einnig merki um þessa sýn á Krist. Þar finnum við hugmyndina um „Orðið“ og þá skoðun að Krist- ur hafi alltaf verið til, verið guð frá upphafi og sé eilífur en hafi tekið á sig mannsmynd á jörðinni. Uppruni þess Krists sem við þekkjum  Í nýrri bók rekur Sverrir Jakobsson hvernig hugmyndir okkar um Jesúm Krist tóku á sig mynd  Kirkjunni var vandi á höndum enda ólík sýn af Kristi í textum Nýja testamentisins verði fyrstir. Öll þessi rit eiga þó sammerkt að gert er ráð fyrir því að heimsendir sé á næsta leiti.“ Í yngri guðspjöllunum má líka sjá hvernig hugmyndin um Jesúm þróast uns farið var að líta á hann sem guð. „Sú hugmynd var ekki orðin skýr á allra fyrsta skeiði kristninnar og í huga Páls postula var Jesús maður eins og við öll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.