Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 32
Í tilefni sýningarloka Undraveraldar Kron by Kronkron býður Hönnunar- safn Íslands gestum á dansiball annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Þar leikur salsahljómsveitin Mabolitos fyrir dansi, en sveitina skipa Alexandra Kjeld söngkona á kontrabassa, Daníel Helgason á gít- ar, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk og Sigrún Kristbjörg Jóns- dóttir á básúnu og fiðlu. Gestir hvattir til að skella sér í dansskóna MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Íslenska karlalandsliðið í körfu- bolta mátti þola afar svekkjandi 80:77-tap fyrir Portúgal ytra í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. Ísland var með tveggja stiga forskot þegar skammt var eftir, en Portúgal reyndist aðeins sterkara á lokakaflanum. Martin Her- mannsson var stigahæstur í ís- lenska liðinu með 20 stig. »1 Sárt þriggja stiga tap í Portúgal í fyrsta leik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Íslandsmeistarar Vals léku á als oddi í 5:1-sigri sínum á ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fót- bolta í gærkvöldi. Eyjamenn skor- uðu fyrsta markið en fjögur mörk Vals á tíu mínútum í síðari hálfleik sneru leiknum algörlega við. Patrick Ped- ersen skoraði þrjú þeirra og er hann orðinn marka- hæstur í deildinni með 16 mörk. Með sigrinum náði Valur fjögurra stiga for- skoti á toppi deild- arinnar, en Stjarnan á leik til góða. » 4 og 5 Íslandsmeistararnir skoruðu fimm mörk Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Elinóra ritstýra auglýsti eftir þátt- takendum á Twitter og við stukkum allar til. Þannig varð þessi hópur til og hann er sístækkandi,“ segir Ey- dís Blöndal, einn aðstandenda Flóru, nýs femínísks veftímarits sem hóf göngu sína í síðustu viku. Vilja meiri fjölbreytni Flóra er óháð femínískt veftímarit sem stofnað var í sumar. Fyrsta út- gáfa Flóru samanstendur af níu greinum og einum myndaþætti og mun efnið birtast á vefsíðunni www.flora-utgafa.is, ein til tvær greinar á dag yfir vikutímabil. Á bak við Flóru stendur flokkur kvenna sem vilja vanda til verka í gerð fjöl- miðlaefnis og kalla eftir meiri fjöl- breytni í fjölmiðlum landsins, að því er fram kemur í kynningu á útgáf- unni. Konur framkvæma útgáfu vef- ritsins, hanna það, forrita, mynd- skreyta, skrifa og hugsa. Hægt að gera miklu betur „Þó að við séum að kalla eftir auknu femínísku efni og bættu fjöl- miðlaumhverfi er ekki þar með sagt að við séum sjálfar yfir gagnrýni hafnar. Ætlunarverk Flóru er þó einfalt: Við viljum benda á að það er hægt að gera svo miklu betur. Hætt- um að gefa okkur að kynin hafi ólík- an smekk, kyns síns vegna, og ger- um fjölbreytt fjölmiðlaefni fyrir alla,“ segir í kynningu. Elinóra Guðmundsdóttir er rit- stýra Flóru en auk hennar skipa rit- stjórnina þær Berglind Brá Jó- hannsdóttir, Eva Sigurðardóttir, Eydís Blöndal, Sóla (Ásta Sólhildur) Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Hafliðadóttir. Þá leggja pistlahöf- undar útgáfunni einnig lið. Tókum málin í okkar hendur Eydís segir í samtali við Morgun- blaðið að mikilvægt sé að rödd kvenna heyrist. „Hugmyndin var að segja okkar sögu á okkar for- sendum. Okkur hefur þótt vanta rödd sem við getum samsamað okk- ur við í fjölmiðlum þannig að við tók- um málið í okkar hendur,“ segir hún. Í hópnum eru konur á milli tvítugs og þrítugs. „Það hefur svolítið borið á því í fjölmiðlum að þar birtist „kvennagreinar“ sem ýta undir hlut- gervingu og því fögnum við ekki. Við viljum fjalla um hlutverk okkar í samfélaginu á okkar eigin for- sendum.“ Sumar þeirra eiga börn og Eydís segir að það móti skrifin. „Það er mikilvægt að rödd mæðra heyrist líka. Þær eiga það til að einangrast inni á heimilinu og eru skildar út undan í samfélagsumræðunni.“ Ljósmynd/Eva Sigurðardóttir Ritstjórn Flóru Hópur kvenna á milli tvítugs og þrítugs skipar ritstjórnina. Eydís Blöndal er þriðja frá hægri. Segjum okkar sögu á okkar eigin forsendum  Flóra, nýtt og óháð femínískt veftímarit, hefur göngu sína N o r ð u r - A t l a n t s h a f G r æ n l a n d s h a f Norðurhe imskautsbaugur Vopnafjörður Þórshöfn Egilsstaðir GRÆNLA Ilulis Kulu N Narsars GRÆNLAND Nerlerit Inaat FÆREYJAR Tórshavn . Ke Í S L A N D kureyri Grímsey Ísafjörður YKJAVÍK ND sat suk uuk uaq 50 m ín. 40 m ín . Þegar upp er staðið hefur þú meiri orku og rýmri tíma til að gera það sem þig lystir. airicelandconnect.is Nýttu tímann og fljúgðu á vit ævintýranna Innanlandsflug frá 7.680 kr. aðra leiðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.