Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is NÝ R Hyundai I10 Comfort Navi 7“snertiskjár og íslenkst leiðsögukerfi ofl. Eigum til sjálf- og beinskipta. 100 % lán mögulegt. 5 ára ábyrgð, margir litir í boði. Verð frá kr. 1.790.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum Fyrirtækið 4th Planet logistics vinnur nú að því að þróa leiðir til að kortleggja og gera hella á tunglinu og Mars byggilega í Stef- ánshelli í Hallmundarhrauni, að því er fram kemur í umfjöllun á mbl.is. Undanfarna viku hafa Michael Chalmer Dunn, stjórnandi 4th Planet logistics og Martin Gasser, jarðfræðingur sem stýrir vett- vangsrannsóknum fyrirtækisins hér á landi, dvalið á vettvangi og gert prófanir með drónum og fjar- stýrðum könnunartækjum. Þá hef- ur Dunn í áraraðir unnið við þróun lífvænlegs umhverfis við erfiðar aðstæður. Margt mælir með hellum Dunn segir ýmislegt mæla með því að nota hella sem fyrstu híbýli fólks í geimnum. Með því að vera neðanjarðar fæst skjól fyrir geisl- un og smærri lofsteinum en ekki síst þá sé mikill kostur að þurfa ekki að ferðast með burðarvirki bygginga út í geim. Það muni um að spara hvert kíló af búnaði og farangri þegar kemur að ferðum til að mynda til Mars og tunglsins. Sífellt er að bætast við þekkingu vísindamanna á hellakerfum á tunglinu og Mars og möguleikinn á að skapa vistarverur í uppblásnum tjöldum í hellum þykir að sama skapi sífellt vænlegri. Fáir að skoða híbýli Verkefnið er unnið í samstarfi við landeigendur og á næstu árum er markmiðið að fá erlendar stofn- anir á borð við geimvísindastofnun Evrópu, ESA, og geimvísinda- stofnun Bandaríkjanna, NASA til að koma að verkefninu ásamt öðr- um erlendum fyrirtækjum í sama geira Mikil samkeppni er í því að þróa geimflaugar og búnað tengdan ferðalögum í geimnum. Hinsvegar hafi færri beint sjónum sínum að því hvernig eigi að bera sig að þegar á áfangastað er komið, að sögn Dunn. Í myndskeiði á mbl.is er rætt við þá Dunn og Gasser en þeir voru á opnum fundi Stjörnufræði- félags Seltjarnarness á laugardag- inn. Þá verður Dunn einnig á Explorers-hátíðinni sem haldin verður á Húsavík 22. september. Búseta í geimnum Við vettvangsathugun í Surtshelli. Þróa geimhíbýli í íslenskum helli  Kostur að þurfa ekki burðarvirki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tjón fyrirtækisins Kræsinga vegna „nautabökumálsins“ er metið á um 200 milljónir króna. Matvælastofnun neitar stöðugt að greiða framleiðand- anum skaðabætur þrátt fyrir að fyrir- tækið hafi fengið skaðabótaskyldu stofnunarinnar viðurkennda fyrir dómstólum og þrátt fyrir mat dóm- kvaddra matsmanna á tjóninu. Málið má rekja til þess að í febrúar 2013 lét Matvælastofnun (Mast) rannsaka nokkrar vörur frá mismun- andi framleiðendum með það fyrir augum að athuga hvort hrossakjöti hefði verið blandað í kjötið. Það var gert í kjölfar umræðu í Evrópu um sölu á kjöti sem hrossakjöti hafði ver- ið blandað saman við. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að innihald í tveimur afurðum frá Gæðakokkum í Borgarnesi var ekki í samræmi við innihaldslýs- ingu. Birti stofn- unin tilkynningu um niðurstöðurn- ar á heimasíðu sinni 27. febrúar 2013 þar sem áhersla var lögð á að ekkert kjöt hefði verið í „Nauta- böku“ frá Gæðakokkum. Hefur lagt allt undir Fyrirtækið heitir nú Kræsingar. Það var sýknað í máli sem leiddi af kæru heilbrigðiseftirlits og vann síð- an mál á hendur Mast til viðurkenn- ingar bótaskyldu vegna þess tjóns sem fyrirtækið varð fyrir. Endurskoðunarfyrirtæki mat tjón fyrirtækisins rúmar 100 milljónir en Matvælastofnun neitaði að greiða eða semja um greiðslu skaðabóta. Magn- ús Nielsson, eigandi fyrirtækisins, segir að hann hafi því orðið að fara með innheimtumál fyrir dómstóla. Dómkvaddur matsmaður mat tjónið tvöfalt hærra, samkvæmt upplýsing- um blaðsins. Enn neitar Mast að greiða. Magnús segir að málið haldi áfram og segist viðbúinn því að ríkið haldi áfram að neita að greiða. Hægt sé að fara fram á yfirmat sem honum skilst að sé síðasta skrefið. „Þeir fara alla leið í þeirri von að ég gefist upp. Mér skilst á þeim sem til þekkja að ríkið haldi áfram alla leið, í skjóli valdsins, þótt það viti að það þurfi að greiða að lokum,“ segir Magnús. Hann segir að enginn bilbugur sé á sér. Hann sé búinn að leggja allt sitt að veði í þessu máli, fá aukalán út á húsið til að standa undir kostnaði og rekstri fyrirtækisins. Dýrt sé að þurfa að standa í svona málarekstri. Matvælastofnun neitar að greiða skaðabætur  Tjón Kræsinga vegna „nautabökumálsins“ metið 200 millj. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.