Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við tökum lítið núna, bara rétt til að
fá bragðið. Við höfum gaman af
þessu og viljum reyna að halda við
þjóðlegri matarhefð. Unga fólkið er
svolítið tregt að borða þetta en
finnst gott að smakka þegar það fær
slátrið nýtt upp úr pottinum,“ segir
Jakob Sigvaldi Sigurðsson, fyrrver-
andi verkstjóri í Njarðvík, en hann
og kona hans, Jónína Margrét Her-
mannsdóttir sem mikið hefur unnið
við matreiðslu, voru fyrst til að
kaupa slátur í sláturmarkaði SS og
Hagkaups í versluninni í Kringlunni
í ár. Markaðurinn var opnaður eftir
hádegið í gær og einnig sláturmark-
aður SS í Krónunni á Selfossi.
Þau hjónin tóku fimmtán til tutt-
ugu slátur á ári þegar þau voru með
stóra fjölskyldu. Núna taka þau að-
eins þrjú slátur og segir Jakob það
duga fyrir þau tvö. Fyrir tveimur ár-
um tóku þau það mörg að ekki þurfti
að taka slátur í fyrra. Það er líka
eina árið sem fallið hefur úr í slátur-
gerðinni á því heimili. „Það er allt
uppétið og þess vegna komum við
núna.“ Hann segir að þau kaupi
aukalega lifur og vambir til að gera
meira af lifrarpylsu en fæst með
slátrinu. Unga fólkinu þyki gott að
fá lifrarpyslu með grjónagrautnum
þegar það komi í heimsókn.
Mikill matur í þremur slátrum
Slátur er haustmatur og er gerður
í sláturtíðinni. Fyrr á öldum og fram
yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram
á hverju einasta heimili landsins.
Hún hefur minnkað mjög í þéttbýli.
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaups, bendir á
að þrjú slátur eigi að duga í um níu
máltíðir fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu ef allt hráefnið er notað og
gerð bæði lifrarpylsa og blóðmör.
Jakob segir að þau Jónína séu
yfirleitt ein í sláturgerðinni. Þó komi
fyrir að einhver líti inn til að fylgjast
með og læra handbragðið. Mikil-
vægt sé að vanda til verka, meðal
annars að þrífa vambirnar vel.
Um leið og þau komu heim lögðu
þau vambirnar í saltvatn til að fá
þær stamari. Gengið verður í slátur-
gerðina árdegis í dag og fyrsta suð-
an tilbúin um hádegið.
Þau ganga síðan frá matnum í
frysti.
Viljum halda við þjóðlegri matarhefð
Sláturmarkaður SS opnaður í Hagkaup í Kringlunni og Krónunni á Selfossi Jónína Hermanns-
dóttir og Jakob Sigvaldi Sigurðsson taka slátur á hverju ári Unga fólkið tregt að borða slátur
Morgunblaðið/Eggert
Sláturmarkaður Jónína Margrét Hermannsdóttir og Jakob Sigvaldi Sigurðsson ákváðu að mæta í Hagkaup strax
og slátursalan hófst. Það kom þeim á óvart að engin biðröð var nú en þau hafa oft þurft að bíða í röð eftir slátri.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra og formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, segist
engar athugasemdir gera við að
tveir þingmenn VG geri athuga-
semdir við fyrirhugaðar heræfingar
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
hér á landi í október og nóvember í
haust, en sé trú sínum stjórnarsátt-
mála.
Tveir þingmenn VG, þau Kol-
beinn Óttarsson Proppé og Stein-
unn Þóra Árnadóttir, hafa gert
athugasemdir við fyrirhugaðar
NATO-heræfingar hér við land og á
Íslandi á næstu tveimur mánuðum.
Forsætisráðherra var í gær spurð
hvað hún segði um athugasemdir
þingmanna sinna:
„Þingmenn VG geta að sjálfsögðu
lýst sinni skoðun á þessum efnum
sem öðrum, en ég vil einnig segja að
þessar heræfingar eru hluti af því
að taka þátt og vera hluti og með-
limur í Atlantshafsbandalaginu,“
sagði forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hluti af þjóðaröryggisstefnu
„Það liggur algerlega skýrt fyrir í
þeim stjórnarsáttmála sem þessi
ríkisstjórn gerði með sér að það
stendur ekki fyrir dyrum að breyta
þeirri þátttöku okkar, enda er hún
hluti af lýðræðislegri þjóðar-
öryggisstefnu frá því 2016,“ sagði
Katrín og bætti við:
„Þessar æfingar hafa oft farið
fram hér áður og eru auðvitað bara
hluti af þátttöku okkar í Atlants-
hafsbandalaginu. Þannig standa
málin og ég er bara trú mínum
stjórnarsáttmála, en ég geri vitan-
lega engar athugasemdir við það að
þingmenn tjái sig um sínar skoðanir
á þessum æfingum,“ sagði Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Er trú mínum
stjórnarsáttmála
Forsætisráðherra segir þingmenn VG
hafa heimild til að lýsa sínum skoðunum
Reyktur lax
í brunchinn
Söluaðilar:
Hagkaup, Iceland verslanir,
Melabúðin, Nettó, Samkaup kjör-
búðir, Samkaup krambúðir og Pure
Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni og
hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Jón G. Snædal, yfirlæknir á Land-
spítalanum, segir að gera megi ráð
fyrir að á næstu fimmtán til tuttugu
árum muni fjöldi Alzheimer-sjúk-
linga hér á landi fara frá um það bil 4-
5.000 manns sem nú er og upp í um 9-
10.000 manns. Hann segist hafa mikl-
ar áhyggjur af því að núverandi úr-
ræði séu ekki í samræmi við þörfina.
„Þau eru það ekki í dag, og verða það
ekki á næstunni nema eitthvað meira
komi til,“ segir Jón.
Hann bætir við aðspurður að þetta
sé auðvitað spurning um aukið fjár-
magn en segir að í þessum efnum séu
ýmis úrræði sem grípa megi til, sem
leiði til þess að dýrari úrræði þurfi
ekki í sama mæli.
„Við erum eftir á að mæta eftir-
spurninni og það þarf að gefa í á
næstunni. Það er hins vegar ekki víst
að til lengdar muni þurfa eins mikið
fjármagn. Það þarf átak í því, en
varðandi framhaldið er hægt að
skipuleggja þetta þannig að fjár-
magnið nýtist sem allra best.“
Erfitt að þróa ný lyf
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
lyfjaiðnaðurinn hafi lent í vandræð-
um upp á síðkastið með þróun lyfja
gegn sjúkdóminum en tekur fram að
ekki sé rétt að túlka það svo að bar-
áttan gegn sjúkdóminum sé á fall-
anda fæti, en AFP-fréttastofan
franska orðaði það svo í úttekt sinni á
málefnum sjúkdómsins í gær. Lyfja-
fyrirtækin séu hins vegar að breyta
nálgun sinni á það hvernig þau ætli
að takast á við sjúkdóminn. „Ég held
að það sé komin nokkuð ljós hug-
mynd um það hvers vegna þau lyf
sem var verið að prófa hafa ekki virk-
að sem skyldi. Þau hafa ekki verið
nógu sértæk, hafa bundist við fleira
en það lyfjamark sem menn bjuggust
við. Það er rétt að því leyti að þetta
hefur ekki verið auðvelt og virðist
ekki ætla að vera það,“ segir Kári og
bætir við að það erfiðasta sem mað-
urinn geri sé að búa til góð lyf.
Hann tekur þó fram að nú sé vitað
mun meira um orsakir Alzheimer-
sjúkdómsins en áður sem muni auð-
velda mönnum að finna lausnir á hon-
um. „Ég er mjög bjartsýnn á að það
takist að finna aðferð til þess að fyrir-
byggja og meðhöndla Alzheimer-
sjúkdóminn. Ástæðan er ósköp ein-
faldlega sú að við vitum svo mikið um
það hvernig sjúkdómurinn verður
til,“ segir Kári.
Þá sé Alzheimer-sjúkdómurinn
þeirri náttúru gæddur að hinn sýkti
heilavefur sé mjög frábrugðinn heil-
brigðum heilafrumum, sem aftur
bjóði upp á miklu meiri möguleika í
meðferð. „Ég held, bæði vegna þess
og vegna þess hvað við vitum mikið
um sjúkdóminn, að við eigum mjög
góða möguleika,“ segir Kári.
Þarf að mæta fjölguninni
Líklegt að fjöldi Alzheimer-sjúklinga muni tvöfaldast á
næstu 15-20 árum Eigum góða möguleika á að finna lyf
Morgunblaðið/Ómar
Alzheimer Alzheimer-sjúklingum
mun fjölga mjög mikið.
Veður víða um heim 20.9., kl. 18.00
Reykjavík 5 léttskýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 3 rigning
Nuuk 2 skúrir
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 15 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Helsinki 16 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 23 léttskýjað
Dublin 9 rigning
Glasgow 12 skýjað
London 20 rigning
París 24 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 24 heiðskírt
Berlín 28 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 19 heiðskírt
Algarve 27 léttskýjað
Madríd 24 heiðskírt
Barcelona 28 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 23 rigning
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 9 alskýjað
Montreal 12 alskýjað
New York 20 alskýjað
Chicago 22 rigning
Orlando 32 léttskýjað
21. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:09 19:34
ÍSAFJÖRÐUR 7:13 19:40
SIGLUFJÖRÐUR 6:55 19:23
DJÚPIVOGUR 6:38 19:04
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Minnkandi norðanátt og bjart með
köflum sunnan- og vestanlands, en él fram eftir degi
norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast á
Suðurlandi, en víða næturfrost.
Norðan 10-18 m/s. Slydda eða snjókoma nyrðra og rigning eða slydda eystra og snjókoma á
heiðum, en þurrt syðra og vestra. Norðvestanstormur á Suðausturlandi fram á eftirmiðdaginn.