Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
SKODAOCTAVIA COMBI 4WD
nýskr. 05/2016, ekinn 74 Þ.km, dísel, 6 gíra.
Verð 2.890.000 kr.
Raðnúmer 258456
VWPASSAT ALLTRACK 2,0TDI
nýskr. 06/2016, ekinn 156 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
mikið af aukahlutum! Verð 3.790.000 kr.
Raðnúmer 258430
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
SUZUKI SWIFT GL
nýskr. 06/2015, ekinn 99 Þ.km, bensín,
SJÁLFSKIPTUR. Verð 1.490.000 kr.
Raðnúmer 380133
VOLVO XC60 SUMMUMD5
nýskr. 06/2015, ekinn 21 Þ.km, dísel (D5, 215hö),
sjálfskiptur, leður ofl. Einn eigandi, einkabíll!
Verð 5.790.000 kr. Raðnúmer 257765
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
nýskr. 06/2010, ekinn 158 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Glæsilegt eintak!Verð 4.440.000 kr.
Raðnúmer 380096
Bílafjármögnun Landsbankans
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber
Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík,
Dalshrauni 11, Hafnarfirði
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Umferðin hér í gegnum Búðardal
er mikil, hraðinn er oft mikill og af
því höfum við íbúarnir oft haft
áhyggjur. Sitthvað hefur verið reynt
til úrbóta, en í
sannleika sagt
hefur ekkert
virkað jafn vel og
þessi dulbúni lög-
reglubíll. Við höf-
um oft séð bíla
koma á fullri ferð
inn í þorpið en
svo snarhægir
fólk á sér þegar
það telur lögguna
vera að góma sig.
Fælingarmátturinn er alveg skýr,“
segir Karl Ingi Karlsson, sem á og
rekur bílaverstæðið KM-þjónustuna
í Búðardal.
Vestfjarðavegur liggur þvert í
gegnum Búðardal og við þessa fjöl-
förnu leið er aðsetur KM-þjónust-
unnar. Þetta er í norðurhluta þorps-
ins og þegar efnt var til bæjar-
hátíðar fyrir sex árum voru íbúar í
þeim bæjarhluta beðnir um að
skreyta hús sín og umhverfi í rauð-
um og bláum lit. Hver hafði sinn
háttinn en Karl Ingi fór sínar eigin
leiðir.
Eitt af kennileitunum
„Ég var hér með í geymslu gaml-
an hvítan Mitsubishi Lancer árgerð
1989, bíl sem átti að afskrifa enda
búinn að skila sínu. En svo datt mér
í hug að setja á hann bláar og hvítar
rendur og smella bláum ljósum á
toppinn. Þetta var gert, bíllinn svo
settur út við veg þar sem hann hefur
vakið mikla athygli. Þarna er bíllinn
alveg frá vori og stundum langt fram
á haust og er sjálfsagt orðinn eitt af
kennileitum bæjarins. Ferðamenn
stoppa oft þarna til að taka myndir,“
segir Karl Ingi um ökutækið þar
sem lögregluþjónn í samfestingi sit-
ur undir stýri. Sá er þó ekki lifandi;
innan klæða er bóluplast og blaðra
er andlitið sem broskall er teiknaður
á. Og raunar brosa flestir af þessu
tiltæki, sem lögreglan í Búðardal
gerir engar athugasemdir við.
Íbúar í Búðardal hafa lengi óskað
eftir því að settar verði upp hraða-
hindranir þegar ekið er inn í þorpið.
Þótt íbúðarhúsin séu flest neðan
þjóðvegar þarf fólk sitthvað að
sækja upp fyrir veg, þar sem verslun
bæjarins er. „Fólk hefur eðlilega
áhyggur af þessum mikla hraða,
kannski má líta á lögreglubílinn sem
okkar viðleitni til að bregðast við
þeim vanda. En svo er líka gagn-
rýnivert að löggæsla hér í Dölunum
er ekki nógu öflug. Hér býr og starf-
ar aðeins einn lögreglumaður og all-
ir sjá að slíkt dugar ekki,“ segir Karl
Ingi.
Dulbúinn lögreglubíll heldur niðri hraða
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mitsubishi Meintur lögreglubíll fer ekki fram hjá neinum þar sem hann stendur svið þjóðveginn í gegnum bæinn.
Bíll í Búðardal í óvenjulegu hlut-
verki Lögregluþjónn fylltur plasti
Karl Ingi
Karlsson
Formenn þriggja svæðisfélaga
Landssambands smábátaeigenda
hafa harðlega gagnrýnt tillögur um
að banna handfæraveiðar á tiltekn-
um svæðum í Faxaflóa og Breiða-
firði. Á heimasíðu LS er haft eftir
formönnum félaganna á Akranesi
og í Reykjavík að það úr tillögunum
sem eigi við um Faxaflóa sé bein
aðför að smábátaútgerð frá Akra-
nesi og Reykjavík. Kæmu þær til
framkvæmda yrðu það endalok
þessa útgerðarforms við Faxaflóa,
svo alvarlegt væri málið.
Formenn félaganna í Reykjavík
og á Akranesi segja að lokanir
veiðisvæða vegna handfæraveiða
eigi aldrei rétt á sér. Hand-
færaveiðar séu ekki og geti ekki
orðið vandamál sem vinni gegn upp-
byggingu fiskistofna á Íslandsmið-
um. Þá hefur Snæfell – félag smá-
bátaeigenda á Snæfellsnesi,
mótmælt tillögunum.
Gætu kollvarpað áætlunum
Umræddar tillögur er að finna í
lokaskýrslu starfshóps sem hafði
það verkefni að gera faglega heild-
arendurskoðun á regluverki varð-
andi notkun veiðarfæra, veiðisvæða
og verndunarsvæða á Íslandsmið-
um. Fjallað var um skýrsluna í
Morgunblaðinu á miðvikudag og
kom þar fram að lagt er til að 13
veiðisvæðum á grunnslóð við landið
verði lokað.
Á heimasíðu LS eru félagsmenn
hvattir til að kynna sér innihald
skýrslunnar þar sem einstaka til-
lögur hópsins, komist þær í fram-
kvæmd, geta hæglega kollvarpað
framtíðarplönum smábátaeigenda.
aij@mbl.is
Bein aðför að
smábátaútgerð
Hörð gagnrýni á
tillögur um bann á
tilteknum svæðum
Morgunblaðið/RAX
Ótti Lokun gæti haft mikil áhrif.