Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
✝ Jón RagnarEinarsson
fæddist 21. október
1928 í Lambhól við
Þormóðsstaði í
Skerjafirði. Hann
lést í Veiðivötnum
9. september 2018.
Foreldrar hans
voru Einar Stein-
þór Jónsson, f. 16.
október 1897, d. 13.
ágúst 1993, og Val-
gerður Eyjólfsdóttir, f. 16. júlí
1898, d. 17. júní 1969.
Systkini Jóns Ragnars eru
María Einarsdóttir, f. 4. október
1927, d. 29. júní 2017, Steinþór
Einarsson, f. 25. maí 1930, d. 3.
mars 2014, og Hrefna Einars-
dóttir, f. 20. janúar 1937.
Eiginkona Jóns Ragnars er
Erla Elíasdóttir, f. 10. september
fjögur barnabörn: 1) Æsu Björk,
f. 20. ágúst 1970, 2) Jón Emil
Guðmundsson, f. 10. júlí 1985,
maki Dórótea Høeg Sigurðar-
dóttir, f. 9. apríl 1986, 3) Álfheiði
Erlu Guðmundsdóttur, f. 2. des-
ember 1993, unnusti Valgeir
Daði Einarsson, f. 7. júlí 1993 og
4) Jón Ragnar Einarsson, f. 24.
júní 2004. Barnabarnabarn Jóns
Ragnars og Erlu er Sigurður
Høeg Jónsson, f. 29. júlí 2017.
Jón Ragnar var lærður húsa-
smíðameistari og starfaði við
það megnið af starfsævi sinni.
Hann ólst upp við Skerjafjörð og
bjó þar mestan hluta ævinnar.
Þar kynntist hann snemma sjó-
mennsku og veiði. Stundaði hann
Veiðivötnin ásamt vinum á
fimmtíu ára tímabili. Jón Ragnar
dvaldi langtímum saman með
fjölskyldu sinni á Ytra-Lágafelli
á Snæfellsnesi. Hann var lista-
maður í útskurði og rennismíði
og tálgaði smáfugla.
Útför Jóns Ragnars fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 21.
september 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
1932. Þau gengu í
hjónaband 11.
september 1954.
Börn Jóns Ragnars
og Erlu eru fjögur:
1) Bergljót Jóns-
dóttir, f. 13. mars
1954, maki Oddur
Bjarnason, f. 10.
apríl 1935, 2) Val-
gerður Jónsdóttir,
f. 22. október 1958,
maki Guðmundur
Emilsson, f. 24. apríl 1951, þau
skildu, 3) Fullburða, andvana
fætt stúlkubarn d. janúar 1965,
4) Einar Steinþór Jónsson f. 28.
ágúst 1966, maki Erna Lúðvíks-
dóttir, f. 25. nóvember 1965, þau
skildu. Unnusta Einars Steinþórs
er Arnhildur Reynisdóttir, f. 6.
september 1964.
Jón Ragnar og Erla eiga
Í dag kveð ég yndislegan
eiginmann.
Það var árið 1950 að ungur
maður bauð 17 ára sveitastelpu
upp í dans. Sá dans varð upphaf
göngu okkar í gegnum 64 ára far-
sælt hjónaband.
Ég var nýflutt úr sveitinni og
hafði fengið leyfi til að fara út á
lífið með vinkonu minni. Við fór-
um í Gúttó, sem þá var vinsæll
dansstaður. Ég man enn þegar
þessi fallegi strákur gekk yfir
gólfið og bauð mér upp í dans.
Við dönsuðum saman það sem
eftir lifði kvöldsins. Síðan þá höf-
um við gengið saman í gegnum
lífið. Við eignuðumst yndisleg
börn, barnabörn og barnabarna-
barn.
Þér var margt til lista lagt, þú
lærðir trésmíði og laukst meist-
araprófi í þeirri grein. Hagleik
þinn og kunnáttu nýttir þú til að
byggja fjölskyldunni heimili.
Handverk þitt má líka finna á öll-
um heimilum barnanna okkar,
hvort sem er á Íslandi eða í Nor-
egi.
Það sem þú gerðir fyrir fjöl-
skylduna þína sýnir best hvað
hún skipti þig miklu máli, þú
varst vakandi og sofandi yfir
henni alla tíð. Ef þú vissir að það
þyrfti að leysa eitthvert vanda-
mál komu alltaf frá þér góðar
hugmyndir, þú veltir hlutunum
fyrir þér þar til lausnin var
fundin.
Þú varst fljótur að eignast vini
og kunningja og ég man vel eftir
þér sitjandi á bryggjusporðinum
með grískum sjóara á eyjunni
Paros í Grikklandi.
Þið voruð í hrókasamræðum
sem fóru fram á grísku og ís-
lensku en að mestu á táknmáli.
Eftir að samtalinu lauk gastu
sagt okkur hinum margt um líf
sjómannanna á eyjunni!
Þú heillaðist af sveitinni minni,
Ytra-Lágafelli og þar höfum við
fjölskyldan átt margar unaðs-
stundir. Afrakstur eljusemi
þinnar blasir þar við hvert sem
litið er. Í síðustu ferðinni okkar
vestur vildir þú endilega bera vel
á útihurðirnar sem þú smíðaðir
fyrir gamla húsið. Þú nostraðir
við að bera á þær svo þær þyldu
nú vetrarveðrið og gladdist yfir
því að þær væru nú bara „nokkuð
vel smíðaðar“. Þær bera sannar-
lega vitni um vandvirkni þína.
Veiðivötnin hafa átt hug þinn
og hjarta í áratugi. Það var alltaf
ljúft að fylgjast með tilhlökkun
þinni þegar leið að ferð í vötnin.
Þar hefur þú lifað sælar stundir
við veiðar með syni þínum og
góðum vinum í 50 ár.
Þakklátur, sæll og glaður lagð-
ist þú til hvíldar eftir góðan dag í
vötnunum umvafinn gamla góða
svefnpokanum þínum í síðasta
sinn.
Erla Elíasdóttir.
Elsku pabbi. Ferðalögunum
okkar er lokið. Veiðiferðirnar,
hjólaferðirnar og smíðaferðirnar
verða ekki fleiri.
Á ferðum okkar kenndirðu
mér að hlusta á fuglana, lesa í
skýin, dást að litlu mosatónni
sem af einhverri óskiljanlegri
þrautseigju er búin að vaxa og
dafna þar sem henni ætti að vera
það ómögulegt. Þú fórst með mig
inn á hálendið þar sem við veidd-
um í þeim fallegustu ám sem
landið okkar geymir. Þú fórst
með mig, sex ára gutta, inn í
Veiðivötn og kenndir mér að
elska þann stað.
Þar kenndirðu mér að bera
virðingu fyrir náttúrunni og
bráðinni. Þú kenndir mér að það
skiptir ekki máli þó að maður
veiði ekki mikið. Þú kenndir mér
gildi þagnarinnar alltumlykjandi
sem krían rýfur stöku sinnum
með stuttu og hljóðlátu gaggi þar
sem hún svífur yfir vatninu í leit
að æti. Saman dáðumst við að
himbrimanum þar sem hann kaf-
aði í kringum okkur, skaut svo
upp kollinum skammt frá og
vatnið perlaði á glansandi fjöðr-
unum.
Þú kenndir mér að aldur er af-
stæður þegar þú komst með okk-
ur í óbyggðir Grænlands til að
fagna áttræðisafmælinu þínu. Þú
hikaðir ekki við að sofa í tjaldi í
sex nætur til að upplifa það stór-
kostlega land. Minn aldur var
líka afstæður þegar þú tókst mig
með þér í tvo langa hjólreiðatúra
þegar ég var 12 og 13 ára strák-
ur. Í Skaftafell og svo til Akur-
eyrar með viðkomu í uppáhalds-
ánni okkar, Seyðisá á Kili.
Þú kenndir mér að beita skóflu
og haka og að hræra steypu, þú
kenndir mér að vanda mig við allt
sem ég geri. Þú reyndir að kenna
mér að saga en ég er hræddur
um að ég hefði þurft nokkur ár í
viðbót svo sögin hefði farið að
syngja rétt. Þú kenndir mér
sjálfstraust þegar kemur að því
að framkvæma ýmis verkefni. Þú
kenndir mér líka auðmýkt:
„Mundu bara að leita ráða hjá
þér reyndari mönnum,“ nokkuð
sem þú gerðir óspart sjálfur,
jafnvel þó að þú værir reyndastur
þeirra allra.
Lífið kenndi þér útsjónarsemi
sem þú svo reyndir að kenna
mér. „Það er alltaf eitt ráð eftir“
var einn af uppáhaldsfrösum þín-
um þegar mér virtist allt vera
komið í óefni og ég minnist þess
ekki að þú hafir nokkurn tíma
orðið ráðþrota.
Þú gerðir það sem þú ætlaðir
þér og hikaðir ekki við að yfir-
vinna ýmsar hindranir til að kom-
ast að settu marki. Það sást vel í
síðustu ferðinni okkar inn í Veiði-
vötn, daginn sem þú kvaddir okk-
ur. Þú vildir reyna við þann stóra
í Ónefndavatni, vitandi að þetta
væri líklega í síðasta sinn. Þrátt
fyrir mæðina gengum við saman
þann spöl sem þurfti til að kom-
ast á þúfuna þína þar sem þú gast
setið við hlið hvannarinnar. Á
þúfuna þar sem við á síðustu ár-
um plönuðum næstu skref fyrir
vestan milli þess sem við horfð-
um á himbrimana fljúga yfir eða
fylgdumst með stangartoppnum
kippast til þegar þeir stóru voru
að spá í beituna. Þér varð að ósk
þinni í þessari hinstu veiðiferð.
Hjartað tók gleðikipp þegar
stöngin fór að titra og Veiðivötn-
in færðu þér þína síðustu gjöf.
Einar Steinþór Jónsson.
Elsku pabbi. Á kveðjustund
birtast minningar um einstakan
öðling og mannkostamann. Þú
varst alltumvefjandi og um-
hyggjusamur faðir og afi sem
stóðst vaktina fram á síðasta dag,
ávallt reiðubúinn að miðla af lífs-
sýn þinni, gefa góð ráð og rétta
hjálparhönd. Þú varst mannvin-
ur, listamaður og náttúruunn-
andi, einstök fyrirmynd sem
gekkst götuna fram eftir veg af
hógværð og lítillæti. Elsku pabbi,
ég geymi í hjarta mér elsku þína
alla og kveð þig með ljóði Jó-
hannesar úr Kötlum, Jarðerni (úr
Tregaslag, 1964).
Af þér er ég kominn undursamlega
jörð:
eins og ljós skína augu mín á blóm þín
eins og snjór hylja hendur mínar um
grjót þín
eins og blær leikur andardráttur minn
um gras þitt
eins og fiskur syndi ég í vatni þínu
eins og fugl syng ég í skógi þínum
eins og lamb sef ég í þínum mó.
Að þér mun ég verða undursamlega
jörð:
eins og sveipur mun ég hverfast í
stormi þínum
eins og dropi mun ég falla í regni þínu
eins og næfur mun ég loga í eldi þínum
eins og duft mun ég sáldrast í þína
mold.
Og við munum upp rísa undursamlega
jörð.
Valgerður Jónsdóttir.
Elsku afi. Nú þegar þú ert
floginn frá okkur eins og farfugl-
arnir minnist ég allra góðu stund-
anna okkar saman.
Á grunnskólaárum mínum
vörðum við mörgum gæðastund-
um saman. Ég bjó um hríð hjá
ykkur ömmu á Seltjarnarnesi og
eignaðist þar margar góðar
minningar. Það var gaman að
kynnast fjörunni með ykkur. Þú
kenndir okkur öllum að virða
náttúruna og að taka eftir fegurð
hennar. Við tíndum skeljar og
steina og upplifðum kraftinn í
sjónum. Það var líka mjög gaman
að vera úti í bílskúr hjá þér og fá
að smíða með þér. Þú varst alltaf
svo vandvirkur, flinkur og sér-
staklega góður leiðbeinandi. Þú
keyrðir mig í söngtíma og aðrar
tómstundir í hverri viku. Í hvert
skipti beiðst þú þolinmóður eftir
mér og á leiðinni heim sungum
við alltaf saman lögin sem ég
hafði lært í tímanum. Þegar tími
gafst fórum við stundum á
skauta. Þú varst sá allra flottasti
á svellinu og ég var alltaf svo stolt
af að fá að skauta þér við hlið. Þú
talaðir svo oft um augnablikið
þegar stelpur komu til okkar á
svellinu og spurðu mig hvort ég
ætlaði að verða klár á skautum
eins og þú, þá svaraði ég víst,
„nei, ég ætla sko að verða söng-
kona“.
Þú varst svo mikill sögumaður
og þú deildir oft með okkur eft-
irminnilegum sögum úr lífi þínu.
Sumar sögurnar og brandarana
vorum við farin að þekkja mjög
vel en í hvert skipti nutum við
þess að hlusta á þig. Þegar við
keyrðum vestur á Snæfellsnes
var yndislegt að ræða um heima
og geima við ykkur ömmu. Við
vorum nefnilega ekkert að flýta
okkur og þegar amma sagði við
þig að þú gætir nú kannski aðeins
gefið í, þá sagði ég við þig að það
væri algjör óþarfi, „þú ert alltaf
fremstur í röðinni, afi minn“.
Þetta fannst ykkur mjög fyndið.
Þú varst mikill fuglaáhuga-
maður, kenndir mér að meta feg-
urð þeirra og að krunka eins og
krummi. Þegar ég sé fugla hugsa
ég til þín. Fyrir vestan fylgdumst
við með ungunum í hreiðrunum
og töluðum við maríuerluna,
hrossagaukinn, kríurnar niðri í
fjöru og alla hina fuglana. Svo
máluðum við saman fuglana. Þú
varst svo mikill listamaður og
náttúruunnandi. Seinna meir
fórst þú að skera út fugla á listi-
legan hátt og allir vildu eignast
þessi fögru listaverk þín. En þú
hugsaðir ekki bara til fuglanna
heldur passaðir þú líka að músin í
skemmunni fengi matarbita. Þú
varst alltaf svo hugulsamur.
Þannig mun ég ávallt minnast
þín, elsku afi. Þú varst umvefj-
andi og sýndir öllum þínum nán-
ustu mikla athygli. Þú hvattir
okkur til dáða og kenndir okkur
að vanda okkur og flýta okkur
hægt. Fyrir það er ég óendanlega
þakklát. Þú féllst frá eftir yndis-
legan dag með Einsa þínum í
Veiðivötnum. Það eru nú ekki
margir níræðir afar sem keyra
yfir ár og veiða fisk eins og þú
gerðir þennan síðasta dag þinn.
Ég vona að þú njótir þess að
fljúga með fuglunum, elsku afi.
Ég veit að vænghaf þitt er það
allra hlýjasta. Þín afastelpa og
síli.
Álfheiður Erla
Guðmundsdóttir.
Látinn er mikill heiðursmaður,
Jón Ragnar Einarsson, nágranni
okkar Elínar ásamt ágætri konu
sinni Erlu, til margra ára. Jón
tók á móti mér á svæðið á Sel-
tjarnarnesi fyrir tæpri hálfri öld,
þegar ég var niðri í skurði að
moka fyrir grunni húss okkar El-
ínar, og bauð okkur velkomin í
nágrennið. Tókum við þegar tal
saman og er ekki að orðlengja að
þá strax tókst með okkur Jóni, og
reyndar konu hans einnig, af-
skaplega góður vinskapur sem
aldrei sló skugga á. Jón var mikið
góðmenni og greiðvikinn með af-
brigðum. Maður hafði það á til-
finningunni að hans mesta yndi
væri að geta glatt aðra. Hann var
húsasmíðameistari og gerði sér
gjarnan far um að ráðleggja sér
óreyndari manni í ýmsu sem þá
grein varðaði þegar við Elín stóð-
um í byggingaframkvæmdum.
Við Jón áttum það til að setjast
á steina sem umluktu lóð hans og
taka tal saman þegar svo bar við.
Okkar á milli töluðum við um að
setjast á steinana og vissu báðir
hvað við var átt. Ekki vorum við
alltaf sammála, en það kom alls
ekki að sök nema síður væri.
Ekki vissi ég til að Jón væri
flokksbundinn stjórnmálaflokki
neins staðar, en ég upplifði hann
sem mikinn jafnaðarmann. Þrátt
fyrir það var hann þannig gerður
að Elín sagði gjarnan að meiri
sjálfstæðismanni en honum Jóni
hefði hún aldrei kynnst, og átti þá
við að hann væri of sjálfstæður til
að vilja vera upp á aðra kominn,
hann vildi bjarga sér sjálfur, og
það gerði hann svo sannarlega.
Jóni var margt til lista lagt.
Hann var hagleikssmiður og
bæði skar út og renndi ílát og
skrautgripi úr tré; þetta var hans
frístundaiðja alveg fram undir
það síðasta. Hann var einnig
mjög músíkalskur, þótt ekki vissi
ég til að hann spilaði á önnur
hljóðfæri en sög; en það gerði
hann vel. Þessi tónlistaráhugi
kemur meðal annars glöggt fram
í öllum börnum þeirra hjóna. Jón
bar mikla virðingu fyrir öllu jarð-
nesku lífi og unni náttúrunni.
Hann var dýravinur mikill; kisan
okkar, hún Lúsý, elskaði Jón og
hljóp alltaf á móti honum þegar
hann kom á svæðið, enda átti Jón
trillu sem hann gerði út í mörg ár
frá Ægisíðunni og lumaði oftar
en ekki á fiski handa kisu.
Jón var hógvær og hæglátur
en hörkuduglegur og seigur
verkmaður, orðvar en lét þó vita
ákveðið en hávaðalaust ef honum
mislíkaði. Sérstaklega ef honum
þótti að gengið væri á hlut minni
máttar. Jón var bindindismaður á
áfengi allt sitt líf. Hann var yfir-
leitt fremur alvarlegur í bragði,
en þegar hann ræskti sig var
viðbúið að nú lumaði hann á skop-
legri athugasemd. Og þá
hlustuðu nærstaddir.
Jón náði háum aldri en bar sig
vel og var heilsuhraustur fram
undir það síðasta, svo einhvern
veginn fannst mér hann aldrei
gamall. En dauðinn kemur
óvænt, og nú syrgjum við góðan
dreng.
Blessuð sé minning Jóns R.
Einarssonar.
Elín og Agnar.
Jón smiður sem kallaði mig
síli.
Ég kynntist Jóni smið held ég í
fyrstu ferð minni í Veiðivötn árið
1998. Einar vinur minn Jónsson
var oft búinn að tala um þessa
veiðiparadís og svo var mér boðið
að koma með þeim feðgum til
veiða. Ég komst ekki fyrr en að
kvöldi fyrsta veiðidagsins í slag-
veðursrigningu og fann þá feðga
við Grænavatn. Skildi ekkert
hvað menn væru að gera þarna í
þessu óveðri í svarta myrkri þar
til ég sá þá draga stóra urriða,
hvern af öðrum upp úr öldu-
rótinu. Þetta var fyrsta af árleg-
um veiðiferðum í Vötnin með
þeim feðgum og hafa þær verið
ómissandi hluti af sumrinu æ síð-
an. Félagsskapur feðganna var
stór hluti af upplifuninni og ekki
síst fyrir krakkana mína sem
fengu síðar að slást í hópinn.
Veiðiferðir með Jóni voru líka
sérlega barnvænar því krökkun-
um fannst hann svo skemmtileg-
ur og þetta voru líka einu veiði-
ferðirnar þar sem varla sást
áfengi. Jón hafði aldrei smakkað
vín og það átti ekki heima í þess-
um ferðum þó að hann hefði aldr-
ei orð a því.
Jón átti mörg smiðshandtök
fyrir mig bæði í sumarbústaðn-
um þar sem hann smíðaði fallega
eldhúsinnréttingu með meiru og
eins á Kvisthaganum. Við sátum
þar eitt sinn yfir kaffibolla og Jón
útlistaði fyrir mér möguleikana í
stöðunni þar sem nokkrir
gluggar voru orðnir fúnir. „Ungu
mennirnir myndu nú bara skipta
um gluggana en það kostar mikið
og það er alveg hægt að stykkja
þetta, sem kostar miklu minna.
Og allt eru þetta nú veiðileyfi,
Brjánn minn,“ klykkti hann út
með. Sú speki kemur mér oft í
hug þegar talið berst að pening-
um og hvernig þeim er best varið.
Ég hélt um tíma að Jón meinti
þetta bókstaflega en skildi seinna
að veiðileyfi voru í hans huga
tákn fyrir allt sem er skemmti-
legt og gefur lífinu gildi.
Jón átti sínar rætur á Ægisíð-
unni og sagði margar sögur af
uppvextinum og síðar útgerðinni
þar. Það lá því beint við þegar
Guðrún dóttir mín átti að skrifa
ritgerð um Ægisíðuna að heim-
sækja Jón og Erlu til að afla
heimilda. Frásögn Jóns varð
uppistaðan í ritgerðinni sem varð
verðlaunasmíð í Melaskólanum.
En Jón hafði frá því Guðrún
mundi eftir sér verið sérstakur
fyrir það að vera með svo mikla
veiðidellu að hann kallaði lítil
börn síli!
Jón var lítillátur, ljúfur og kát-
ur og hafði sérlega góða nær-
veru. Hann var góður sögumaður
og gerði ekkert til þótt maður
heyrði sumar sögur oftar en einu
sinni. Það var mikil gæfa að fá að
kynnast honum og eignast fyrir-
mynd að því hvernig er hægt að
eldast án þess að verða gamall.
Brjánn Ingason.
Mig langar að minnast vinar
okkar með nokkrum orðum.
Okkar leiðir lágu saman fyrir yfir
30 árum, ljúfur maður skráði sig í
veiði í Veiðivötnum. Við tengd-
umst strax góðum vináttu-
böndum. Alltaf mátti vonast eftir
yndislegu veðri þegar von var á
Jóni og syni hans Einari, en Ein-
ar gladdi oft okkur og gesti Veiði-
vatna með trompetleik. Jón var
snillingur í höndunum, gaf hann
mér gripi sem hann var að vinna
við í ellinni, prjónastokk, skálar
og síðast lóu, sem hann vissi að
ég dáði. Hann var aldrei ánægður
með verkin sín, enda lítillátur.
Rósir eru ekki rósir nema rauðar
séu sagði hann og færði mér vönd
í síðasta sinn.
Botnfylli af kaffi og hálfan
sykurmola þáði hann, svo voru
sagðar sögur um dásemdir lands-
ins okkar. Ég fullyrði að síðasti
dagur okkar kæra Jóns var full-
kominn, þeir feðgar nutu hans
saman hér í Veiðivötnum, fiskur í
Ónefndavatni og Skyggnisvatni,
þaðan sem Jón fékk að keyra
heim nýja LCR-inn hans Einars.
Síðan tekur við alvara lífsins,
tíminn liðinn, sár söknuður en
vissa um betri tíma, það að vakna
við sól og tvöfaldan regnboga lýs-
ir best Jóni vini mínum. Megir þú
hvíla í friði, kæri vinur.
Bryndís Hanna Magnúsdóttir.
Jón Ragnar
Einarsson
Hrafnhildur var
ung að aldri þegar
hún gekk inn um
dyrnar á Verzlun-
arbankanum og setti um leið
svip sinn á umhverfið þar sem
hún starfaði alla tíð síðan. Hún
lét af störfum hjá bankanum,
sem síðar varð Íslandsbanki árið
Hrafnhildur
Magnúsdóttir
✝ HrafnhildurMagnúsdóttir
fæddist 18. febr-
úar 1938. Hún lést
7. september 2018.
Útför Hrafnhildar
fór fram 20. sept-
ember 2018.
2003, þá 65 ára
gömul.
Samstarfsfélagar
hennar minnast
hennar sérstaklega
sem kraftmikillar og
skemmtilegrar
konu. Hún var góð í
hópi og tilsvörin
hennar þóttu
skemmtileg, enda
var hún óhrædd við
að segja sína skoð-
un, sem er mikill kostur.
Bankinn þakkar fyrir áratuga
samleið og við sendum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Birna Einarsdóttir.