Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur óskað eftir því að Isavia láti
nefndinni í té „trúnaðargögn“ um
mánaðarlegan farþegafjölda og
sætanýtingu hvers flugrekanda sem
fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017
vegna kæru vefmiðilsins Túrista til
nefndarinnar.
Isavia hefur synjað ítrekuðum
upplýsingabeiðnum Túrista um
fjölda flugferða og flugfarþega til og
frá Keflavíkurflugvelli með þeim
rökum að þær upplýsingar séu við-
kvæmar út frá viðskipta- og sam-
keppnissjónarmiðum og fyrirtækinu
sé því óheimilt að veita þær á grund-
velli upplýsingalaga. Isavia leitaði
afstöðu Icelandair og WOW air til
upplýsingabeiðnanna og lögðust þau
bæði gegn afhendingu gagnanna.
Úrskurðarnefndin hefur tekið
kæruna fyrir og veitti Isavia frest til
17. september til að koma á framfæri
umsögn um kæruna og rökstuðning.
Þá óskaði nefndin eftir því að henni
yrði veittur aðgangur að gögnunum
„í trúnaði“.
Hafnar rökstuðningi Isavia
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri
Túrista, hafnar alfarið þeim rök-
stuðningi Isavia að upplýsingarnar
séu viðkvæmar út frá viðskipta- og
samkeppnissjónarmiðum og telur af-
stöðu Isavisa ganga þvert gegn til-
gangi upplýsingalaga enda séu þær
gríðarlega mikilvægar almenningi.
Í kærunni segir að vissulega megi
fallast á að ítarlegar upplýsingar um
farþegafjölda geti í einhverjum
skilningi talist viðskiptaupplýsingar
í tiltekinn tíma og nauðsynlegt sé að
taka tillit til þess að um verðmynd-
andi upplýsingar geti verið að ræða.
Þá geti skyldur skráðra félaga á
markaði um upplýsingagjöf haft
þýðingu í þessu samhengi. Aftur á
móti geti slíkar upplýsingar ekki tal-
ist viðkvæmar um óendanlegan tíma.
„Umbeðnar upplýsingar geta
t.a.m. með engu móti talist viðkvæm-
ar eða verðmyndandi þegar flugrek-
andi hefur skilað uppgjöri vegna
tímabilsins og allar upplýsingar aðr-
ar liggja fyrir um starfsemina, t.d. í
ársreikningi eða árshlutauppgjöri,
enda er farþegafjöldi aðeins ein af
fjölmörgum breytum sem ráða af-
komu flugfélaga,“ segir einnig í kær-
unni.
Upplýsingarnar mikilvægar
„Ég er ekki að falast eftir þessu til
að svala eigin forvitni. Þetta eru
nefnilega upplýsingar sem gætu
auðveldað greiningu á komum ferða-
manna hingað til lands og einnig
nýst stjórnvöldum, t.d. í tengslum
við aðgerðir ef flugfélögin á Kefla-
víkurflugvelli lenda í vanda. Ekki
bara þau íslensku heldur líka þau er-
lendu,“ segir Kristján í skriflegu
svari til Morgunblaðsins.
Hann bætir því við að viðhorf Ice-
landair og WOW air um að leggjast
gegn afhendingu upplýsinganna sé á
margan hátt sérkennilegt því sam-
bærileg gögn séu opinber víða ann-
ars staðar, t.d. í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Danmörku.
Kristján tekur sem dæmi gögn
sem hann hefur fengið frá sam-
göngustofu Bandaríkjanna.
Þau sýni að Icelandair flutti rétt
um 10% fleiri farþega en WOW air,
milli Íslands og Bandaríkjanna, á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
„Ég gæti leitað víðar að svona
upplýsingum en eðlilegra væri að
Isavia veitti aðgang að þessum gögn-
um. Í Bandaríkjunum væri talan
ekkert leyndarmál. Hún er það hins
vegar á Íslandi og það er ókostur í
landi þar sem ferðaþjónusta og flug-
rekstur eru jafn mikilvægar atvinnu-
greinar og raun ber vitni,“ bætir
Kristján við.
Í skriflegu svari Þórdísar Kol-
brúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferða-
málaráðherra til Túrista segir hún
meðal annars: „Mér finnst umhugs-
unarvert að meiri upplýsingar skuli
vera veittar í ýmsum öðrum löndum
og það gæti verið vísbending um að
við ættum að endurskoða okkar
nálgun. Hugsanlega eru að ein-
hverju leyti eðlilegar skýringar á
þessu en ég hallast að því að við get-
um gert betur í upplýsingagjöf en við
gerum í dag og ég tel eðlilegt að
ræða það.“
Krefst gagna frá Isavia
Morgunblaðið/Hari
Kæra Isavia neitar að gefa upplýsingar um fjölda flugferða og farþega.
Úrskurðarnefnd óskar eftir umsögn og rökstuðningi frá Isavia vegna kærumáls
Isavia hefur hafnað upplýsingabeiðnum fjölmiðils vegna viðskiptasjónarmiða
milljörðum yfir tímabilið. Segir í
fréttatilkynningunni að opnun
sænska fatarisans H&M hérlendis í
ágúst í fyrra kunni að skýra vöxt-
inn að hluta til og meiri kaup-
máttur. Aukning í netverslun Ís-
lendinga hjá innlendum net-
verslunum með föt jókst á sama
tímabili um 29% og nam 379 millj-
ónum í samanburði við 11 milljarða
í búðum. Nam netverslun því 3,4%
af kortaveltu flokksins.
peturhreins@mbl.is
Kortavelta Íslendinga í innlendri
fataverslun jókst um 13,1% í ágúst
síðastliðnum og nam tæpum 2,2
milljörðum en var rúmir 1,9 millj-
arðar í ágúst í fyrra. Þetta er á
meðal þess sem fram kemur í nýj-
um hagtölum Rannsóknaseturs
verslunarinnar en tölurnar byggj-
ast á kortanotkun og greiðslumiðun
á Íslandi. Kortavelta í fataverslun
hefur aukist um 17% frá apríl til
ágúst árið 2017 miðað við sama
tímabil í ár. Aukningin nemur 1,6
Aukinn gangur í íslenskri fataverslun
Fataverslun jókst um 13% í ágúst
Morgunblaðið/Ófeigur
Fataverslun Opnun sænska fatarisans H&M kann að skýra aukninguna.
● Helmingur íslenskra fyrirtækja með
að lágmarki 10 starfsmenn greiddi fyrir
auglýsingar á netinu. Þetta er á meðal
þess sem kemur fram í nýlegri rann-
sókn Hagstofu Íslands um kaup fyrir-
tækja á auglýsingum á netinu. Fjórð-
ungi birtingarkostnaðar var að meðal-
tali varið til auglýsingakaupa hjá
erlendum fyrirtækjum. Rannsóknin var
lögð fyrir 959 fyrirtæki sem voru að
lágmarki með 10 starfsmenn í þeim at-
vinnugreinum sem upplýsingatækni-
rannsóknir ná yfir samkvæmt aðferða-
fræði hagstofu Evrópusambandsins.
Svarhlutfallið var 80% en vænta má
frekari niðurstaðna síðar.
25% birtingarkostnaðar
til erlendra aðila
21. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.54 110.06 109.8
Sterlingspund 144.48 145.18 144.83
Kanadadalur 84.62 85.12 84.87
Dönsk króna 17.163 17.263 17.213
Norsk króna 13.426 13.506 13.466
Sænsk króna 12.329 12.401 12.365
Svissn. franki 113.15 113.79 113.47
Japanskt jen 0.974 0.9796 0.9768
SDR 153.53 154.45 153.99
Evra 128.04 128.76 128.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.6288
Hrávöruverð
Gull 1203.0 ($/únsa)
Ál 1980.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.97 ($/fatið) Brent
Danska fjármálaeftirlitið hyggst
enduropna rannsókn á hendur
Danske Bank fyrir meint pen-
ingaþvætti. Þetta staðfesti Jesper
Berg, forstjóri eftirlitsins við sjón-
varpsstöðina TV2 í gær daginn eftir
að Thomas Borgen sagði af sér sem
bankastjóri. Í skýrslu sem unnin var
af innra eftirliti bankans og kom út í
fyrradag segir að bankinn hefði
fengið aðvaranir frá eistneska fjár-
málaeftirlitinu árið 2007 sem og
rússneska seðlabankanum um að
„grunsamlegar“ fjárhæðir streymdu
í gegnum útibú bankans í Eistlandi.
Í frétt AFP kemur fram að sú upp-
hæð nemi 200 milljörðum evra.
„Þegar það koma nýjar upplýsingar
kíkjum við allaf á þær og athugum
hvort eitthvað þarfnist nánari athug-
unar,“ sagði Berg. „Nú setjum við
allt á fullt.“ peturhreins@mbl.is
Enduropna
rannsókn
Fjármálaeftirlitið
rannsakar Danske
● Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent
Landsrétti athugasemdir vegna máls
Byko ehf. og Norvíkur hf. gegn Sam-
keppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Mál-
ið snýst um ákvörðun Samkeppniseft-
irlitsins frá 2015 sem gerði Norvík hf. að
greiða 650 milljóna króna sekt fyrir brot
dótturfyrirtækis síns, Byko ehf., á sam-
keppnislögum. Héraðsdómur tók málið
fyrir árið 2016 og þá lagði ESA einnig
fram athugasemdir sínar. Athugasemd-
irnar fjalla um hvenær á að beita sam-
keppnisreglum EES-réttar og um varn-
aðaráhrif sekta í samkeppnismálum.
Athugasemdirnar eru ráðgefandi fyrir
dómstólinn. thor@mbl.is
ESA áréttar athuga-
semdir til dómstóla
STUTT