Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 26

Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Þór Már Valtýsson kennari á 75 ára afmæli í dag. Hann er fædd-ur Akureyringur og kenndi þar lengst af en ólst upp við Laxár-virkjun í Þingeyjarsýslu. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri en hóf starfsferilinn sem kennari í Reykjaskóla í Hrútafirði, kenndi síðan í sex ár í Hagaskóla í Reykjavík en flutti svo til Akureyrar 1977. „Þar var ég meira og minna þar til ég flutti til Reykjavíkur 1. októ- ber 2008 þegar blessað hrunið hófst.“ Þór kenndi við Oddeyrarskóla og síðan við Gagnfræðaskóla Akureyrar sem var sameinaður Barna- skóla Akureyrar og heitir nú Brekkuskóli. Þór er mikill skákáhugamaður og hefur tvisvar orðið skákmeistari Akureyrar, árin 1999 og 2003. „Ég hef mjög gaman af því að tefla og það er mikið skáklíf í Reykjavík fyrir eldri borgara. Margir skák- klúbbar eru víða í bænum og ég gæti verið að tefla á hverjum degi ef ég vildi. Ég tefli mest hjá Félagi eldri borgara í Stangarhyl. Þar er alltaf teflt á þriðjudögum og mæta um 30-35 manns.“ Taflið hefst klukkan eitt og er teflt fram eftir degi, en hlé er tekið um hásumarið. Auk þess lætur Þór sig aldrei vanta á Íslandsmót skákfélaga og teflir þar fyrir Skákfélag Akureyrar. Þór er fráskilinn en á tvö börn, Þorbjörgu Lilju og Pál, og fjögur barnabörn. „Þorbjörg og Páll eru bæði kennarar og tefldu mikið sem krakkar og Páll teflir ennþá en hann er líka bridsari og hefur orðið Íslandsmeistari í brids.“ Í tilefni afmælisins verður Þór með kaffiboð fyrir sína nánustu. Morgunblaðið/Ómar Skákmeistarinn Þór að tafli við Lenku Ptácníková, margfaldan Ís- landsmeistara kvenna. Við hlið Þórs er Pálmi R. Pétursson. Mikið skáklíf meðal eldri borgara Þór Valtýsson er 75 ára í dag J ón Birgir Péturssn fæddist í Reykjavík 21.9. 1938 og ólst þar upp: „Við vorum í Litla-Skerjó sem lenti norðanverðu við flugbraut- ina þegar hún var lögð og klauf Skerjafjarðarbyggðina. Ég var þriggja ára að leika mér að kubbum í glugganum heima þegar ég horfði á hervél hlekkjast á í lendingu, lenda á olíubíl og kveikja í honum og næsta húsi. Einn úr áhöfninni, klemmdist inni í vélinni, brenndist illa og ég held að hann hafi verið skotinn á staðnum. Svona var stríðið. En Litli-Skerjó var nú samt eins og lítið vinalegt þorp með flugbraut á aðra hönd en Tívolí á hina og stutt niður í Miðbæ.“ Jón Birgir lauk stúdentsprófi frá VÍ 1959. Hann starfaði hjá Flugfélagi Íslands um fjögurra ára skeið, skrif- aði um íþróttir í Þjóðviljann 1957-62, tók síðan við íþróttaskrifum í Vísi og var fréttamaður á Vísi frá 1963. Hann var fulltrúi forstjóra Hafskipa hf. 1965-66, fréttastjóri Vísis 1966 og fréttastjóri Dagblaðsins 1975-79, óháður blaðamaður og starfrækti Blaða- og fréttaþjónustuna að Hamraborg 1 í Kópavogi í áratug, var fréttastjóri Alþýðublaðsins 1990, blaðamaður við Tímann 1994, við Dag-Tímann og Dag og var blaða- maður við DV frá hausti 1998 en lét af störfum 2003. Jón Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyf- ingarinnar. Hann sat í stjórn KRR, var ritari Þróttar og sat í unglinga- nefnd KSÍ. Þá sat hann í stjórn Hjartaheilla, Reykjavík og í stjórn HL-stöðvarinnar. Auk óteljandi blaðagreina hefur Jón Birgir komið við útgáfu bóka sem höfundur, skrásetjari og þýðandi. Síðast kom út um síðustu jól ævisaga Guðmundar Arasonar, stálkaup- manns og boxara, Stálmaðurinn. Bækur frá hendi Jóns Birgis munu vera 15 talsins. Jón Birgir Pétursson, fv. blaðamaður – 80 ára Karlakvöld Arnar, Jón Birgir Eiríksson, afmælisbarnið með Emil Kára, Ari Karlsson og Karl með Grím á hnénu. Við öflun frétta og fréttastjórn í hálfa öld Sól og sæla Jón Birgir og Fjóla Emelía á suðrænum slóðum. Hafnarfjörður Jakob Már Jakobsson fæddist 21. október 2017 kl. 21.02. Hann vó 3.408 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Ragnhildur Reynisdóttir og Jakob Lárusson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.