Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Edda var óvenju falleg kona
sökum glæsileika í útliti og stíl.
Það var eitthvað framandi og
heillandi við hana. Hún hafði mik-
ið auga fyrir stíl, bar sig fallega og
var mikil þokkagyðja. Allir muna
þegar þeir sáu Eddu fyrst, fegurð
hennar var af þeirri gráðu. Sjálf
man ég sem krakki þegar ég fór
gangandi í balletttíma og hún var
á heimleið að fólk sneri sér við á
götu til að horfa á hana.
Edda var hjá foreldrum mínum
á Egilsstöðum sem krakki og tal-
aði mamma oft um hve gott skap
hún hafði. Hún var bóngóð og létt-
lynd. Edda hafði afar góða nær-
veru, hallaði aldrei á nokkurn
mann í orði og alltaf var jafngam-
an að hitta hana, hún var góðum
gáfum gædd, ræðin og skemmti-
leg. Hún hafði líka stórt hjarta og
var afar hlý manneskja. Edda var
pjattrófa af guðs náð og eina sögu
kann ég sem ber því vitni. Hún fór
í útilegu ásamt annarri frænku
minni, Gurrý, og eftir að hafa
villst í þoku náðu þær loks áfanga-
stað og tjölduðu. Rúnar Júl og fé-
lagar voru með ball nálægt um
kvöldið og Edda bjóst til að taka
upp bjútíboxið sitt eins og fínar
dömur áttu í þá daga. Ekki fannst
bjútíboxið og það var eins og við
manninn mælt, Eddu leist ekki á
blikuna: „Gurrý, við tökum saman
og brunum í bæinn!“ sagði Edda
og strauk flötum lófanum til að
leggja áherslu á orð sín, varalita-
laus gat hún ekki verið í útileg-
unni.
Til að gera langa sögu stutta
endaði Edda uppi á sviði á ballinu
með Rúna Júl og söng þar hvert
lagið á fætur öðru við mikinn
fögnuð – varalitarlaus! Edda hafði
fallega, seiðandi mezzo-rödd.
Hana langaði að syngja djass
og sönglög í anda Díönu Ross,
eins og hún sagði einhvern tíma.
Hún söng með hljómsveit Ragga
Bjarna á Hótel Sögu og lærði söng
í Söngskóla Reykjavíkur en engin
leið var þá að læra hér þann söng-
stíl sem Eddu langaði að leggja
fyrir sig, hæfileikana vantaði ekki,
svo mikið er víst. Edda var snyrti-
fræðingur og setti á stofn ung
snyrtivöruverslunina Nönu og var
með helstu snyrtivörumerki og
náði í umboð fyrir gæða náttúru-
vörur eins og Crabtree og Evelyn.
En það er sitthvað gæfa og gjörvi-
leiki, líf Eddu var ekki alltaf auð-
velt. Hún stríddi við sína sjúk-
dóma sem hún tók af æðruleysi og
lést í faðmi fjölskyldunnar eftir
erfið veikindi. Edda átti barnaláni
að fagna og börnin hennar voru
henni allt. Hún var stolt og þakk-
lát fyrir þau og barnabörnin, en
Edda var mikil barnagæla. Hún
trúði á líf eftir þetta líf og óttaðist
ekki að fara héðan.
Við mamma mín, Ingibjörg, og
Hanna Gurra systir mín kveðjum
Eddu með þakklæti. Hennar er
sárt saknað en mestur er söknuð-
ur barna hennar og nánustu ást-
vina, missir þeirra er mikill.
Blessuð sé minning Eddu Sig-
urðardóttur.
Ragnheiður Linnet.
Það var í janúar 1962 sem ég
bankaði bakdyra á fyrstu hæðinni
á 33 (Hagamel) og spurði eftir
stelpunni. Þessi stelpa var Edda
sem við kveðjum hér í dag.
Þarna eignuðumst við vináttu
til lífstíðar sem aldrei hefur borið
skugga á, sem er nokkuð merki-
legt þar sem við erum í grunninn
mjög ólíkar.
Edda var afspyrnu hress og
skemmtileg með góðan húmor og
þægilega nærveru. Við höfðum
svipuð áhugamál, þótti báðum
mjög gaman að syngja og eyddum
flestum stundum í stofunni á 1 að
hlusta á Bítlana, Stones, Moody
Blues og síðast en ekki síst Nat
King Cole. Edda söng lögin hans
af þvílíkri innlifun og krafti að un-
un var á að hlusta. Síðan komu
táningsárin með öllu sem því
fylgir, og þau voru tekin út með
stæl.
Lífið snerist um föt og aftur föt,
böll og stuð. Farið var í Lídó, Búð-
ina, Glaumbæ, Hótel Borg og svo
Hótel Sögu þegar við gerðumst
aðeins settlegri, en það var ein-
mitt þar sem Edda gerði garðinn
frægan og söng með Ragga
Bjarna.
Árin liðu og lífið tók aðra
stefnu, við tóku barneignir og
meiri alvara. Edda vinkona mín
eignaðist fimm börn, hvert öðru
mannvænlegra og bera þau öll
mömmu sinni gott vitni. Vinkona
mín valdi ekki alltaf auðveldustu
leiðina í lífinu og lenti oft í dimm-
um dal. En það sem upp úr stend-
ur er að hún tapaði aldrei barninu
í sér né umhyggjunni fyrir náung-
anum. Edda var einstaklega um-
talsgóð, gjafmild bæði á tíma og
veraldleg gæði og traustur vinur.
Fyrir það þakka ég.
Um leið og ég óska vinkonu
minni góðrar ferðar á nýjar slóðir,
þar sem ég veit að hún fær góðar
móttökur, votta ég börnum henn-
ar, barnabörnum, móður, bræðr-
um og systrum samúð mína.
Vertu guði falin, elsku hjartagull,
og takk fyrir allt. Svo kveð ég þig
eins og við kvöddumst alltaf í síma
Ég elska þig, Edda mín.
Ásta Michaelsdóttir.
Ljósin í salnum gáfu frá sér
gulleitan bjarma, ys og þys barst
frá sviðinu, þar sem listamennirn-
ir voru að koma sér fyrir. Ragnar
Bjarnason grípur snögglega
hljóðnemann.
„Komið þið sæl. Mig langar að
kynna til sögunnar söngkonu
kvöldsins, Eddu Sigurðardóttur.
Takið vel á móti þessari elsku.“
Edda stígur á sviðið – hljóm-
sveitin byrjar að spila og Edda og
Raggi syngja dúett – lagið eftir
Don Gibson „I can’t stop loving
you“ sem Ray Charles gerði
frægt.
Djúpir fallegir tónarnir berast
um salinn á sama tíma og karlpen-
ingurinn í salnum steinþagnar og
horfir allur í sömu átt. Skvaldur
kvennanna hættir einnig fljótlega.
Þetta var fallegan haustdag ár-
ið 1978.
Hjartkær vinkona mín Edda
Sigurðardóttir kvaddi þessa jarð-
vist 10. september, nýlega 67 ára.
Minningarnar streyma fram.
Við kynntumst í Hagaskóla.
Mig minnir að ég hafi farið til
hennar í frímínútum til að spyrja
hvar hún hefði fengið þessa
hekluðu húfu og peysu í undur-
fallegum flöskugrænum lit. Hún
sagði að amma hennar, Jóhanna
Linnet, hefði heklað hvort
tveggja og bætti við: „Viltu
kannski að ég spyrji ömmu hvort
hún geti heklað svona fyrir þig?“
Þannig byrjaði vinátta okkar og
það kom strax í ljós þörfin fyrir að
gleðja.
Það var margt brallað á ung-
lingsárunum, við að svindla okkur
inn í Glaumbæ með því að breyta
nafnskírteinum í gamalli Olivette-
ritvél, með tölustafina hoppandi
upp og niður á hvítum flötunum,
það virtist engu breyta, við flug-
um alltaf inn.
Eitt skiptið vorum við heima
hjá Eddu ásamt fleiri – Dagnýju
og Ástu ef ég man rétt. Edda var
eins og filmstjarna í glænýrri
buxnadragt. Ég dauðöfundaði
hana og gaf til kynna að mig lang-
aði svo mikið í svona dragt. Edda
hentist úr dragtinni, Anna
mamma hennar útvegaði okkur
efni sem hún sótti inn í skáp og
Edda lagði sína dragt ofan á efnið
og byrjaði að klippa. Við fórum
glaðar út í nóttina þetta kvöldið í
nýjum buxnadrögtum. Lífið var
ljúft.
Við urðum eldri, eignuðumst
börn, bjuggum hvor í sínu landinu
en vináttan hélst. Edda eignaðist
fimm firnaflott börn, ól upp fjög-
ur, þau áttu hug hennar allan.
Hún stappaði í þau stálinu,
hvatti með ráðum og dáð og talaði
mikið við þau á opinn og hrein-
skiptinn hátt. Ég votta börnum
hennar og móður Eddu, frú Önnu
Linnet, mína dýpstu samúð.
Það skiptust á skin og skúrir í
lífi Eddu – góð tímabil og önnur
erfiðari eins og gengur.
Edda var listræn eins og marg-
ir í fjölskyldunni. Hún hafði djúpa
fallega söngrödd og hafði oft orð á
því hve mikið hana langaði til að
læra söng.
Edda var harðdugleg, vann
lengst af sem auglýsingastjóri hjá
Fróða og var alltaf söluhæst. Það
sem var sérstakt í fari Eddu var
að hún hallmælti aldrei fólki né
síður öfundaði það.
Hún kunni vel að samgleðjast
öðrum.
Efalítið er sungið í himnaríki.
Ef svo er þá berst söngur hennar
um allt himinhvolfið djúpur og
fallegur og ef vel er að gáð þá
heyrist kannski „My way“ eða „I
can’t stop loving you“.
Oktavía Guðmundsdóttir.
✝ Haukur Otter-stedt fæddist á
Akureyri 1. mars
1933. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eiri 16. sept-
ember 2018.
Foreldrar Hauks
voru Lena Otter-
stedt, f. 25. septem-
ber 1899, d. 14.
mars 1989, og Knut
Otterstedt, f. 11.
desember 1891, d. 1. apríl 1980.
Bróðir Hauks var Knútur
Otterstedt, f. 13. desember
1927, d. 12. febrúar 2013. Blóð-
foreldrar Hauks voru Að-
alsteinn Jónas Tómasson, f. 10.
maí 1899, d. 7. nóvember 1980,
og Friðrika Steinunn Guð-
mundsdóttir, f. 3. ágúst 1901, d.
7. mars 1990. Haukur átti þar
ellefu systkini.
Haukur var giftur Birnu
Kristjönu Bjarnadóttur, f. 27.
Grétar Pétursson, f. 23. júlí
1970, og eiga þau þrjú börn.
Stjúpsonur Skúli Garðarsson, f.
19. febrúar 1955, d. 22. júní
2005, eiginkona Sigþrúður Sig-
fúsdóttir, f. 25. ágúst 1961. Eftir
lát Þórdísar kynntist Haukur
Ólafíu Jónsdóttur, f. 2. sept-
ember 1943, d. 12. júlí 2007, og
átti hún tvær uppkomnar dætur.
Haukur ólst upp á Akureyri
og lék fótbolta með KA. Einnig
iðkaði hann skíði í Hlíðarfjalli
og var um tíma í Skíðaráði
Akureyrar.
Haukur var menntaður vél-
stjóri. Hann hóf ungur störf við
sjómennsku og vann við það í
nokkur ár. Einnig starfaði hann
sem línumaður hjá Rafveitu
Akureyrar og um tíma í Kröflu-
virkjun. Lengst af vann hann
skrifstofustörf hjá G. Þorsteins-
son og Jónsson, sem síðar varð
Árvík. Þar starfaði Haukur þar
til hann hætti störfum vegna
aldurs.
Útför Hauks fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 21. september
2018, klukkan 13.
júlí 1935, d. 27. apr-
íl 2004. Þau skildu.
Dóttir þeirra er
Hanna Margrét Ot-
terstedt, f. 20. júlí
1955, eiginmaður
hennar er Kristján
Sveinsson, f. 6. des-
ember 1954, og
eiga þau tvö börn
og tvö barnabörn.
Haukur giftist síð-
ar Þórdísi Guðna-
dóttur, f. 3. apríl 1929, d. 18.
febrúar 1995. Börn þeirra: Guð-
rún Kolbrún Otterstedt, f. 26.
ágúst 1967, hennar eiginmaður
er Eyjólfur Ingi Hilmarsson, f.
28. ágúst 1967, og eiga þau þrjú
börn. Lena Kristín Otterstedt, f.
3. janúar 1969, hennar eigin-
maður er Jón Ásgeir Einarsson
og eiga þau þrjú börn og eitt
barnabarn. Steinunn Erna
Otterstedt, f. 13. mars 1970,
hennar eiginmaður er Kristján
Elsku pabbi, nú ertu farinn frá
okkur og kominn til mömmu.
Síðustu ár hafa verið erfið
vegna veikinda og sérstaklega
þar sem þú hættir að geta stund-
að golf, sem var þín ástríða.
En þú fylgdist vel með öllum
golfmótum sem fóru fram hér-
lendis sem og erlendis í sjónvarp-
inu, og það sem þú gast rætt við
okkur systur um allt sem tengd-
ist golfíþróttinni. Einnig hafðir
þú brennandi áhuga á fótbolta og
misstir ekki af neinum leikjum
sem voru í gangi, hvort sem það
var í enska boltanum eða þeim ís-
lenska, þó að uppáhaldsliðin þín
hafi alltaf verið KA og Arsenal.
Einnig fylgdist þú vel með
íþróttaiðkun afabarnanna.
Við eigum margar góðar minn-
ingar frá okkar yngri árum þar
sem við ferðuðumst mikið bæði
norður til ömmu og afa á Oddeyr-
argötunni og í allar tjaldútileg-
urnar.
Það hefur ekki alltaf verið auð-
velt að ferðast með okkur systr-
um, þar sem við áttum það til að
verða bílveikar á leiðinni og ansi
oft þurfti að stoppa, en þú tókst
þessu alltaf með stökustu ró og
yfirvegun.
Einnig var einstaklega gaman
að fara með þér á skíði í Skála-
felli og Bláfjöllum og allar göngu-
ferðirnar sem þú dröslaðir okkur
í.
Reglulega var farið út á
Granda að skoða hvaða bátar
væru í höfn og öll kaffihúsin sem
farið var á, og ekki má gleyma
Reykjavíkurflugvelli að kíkja á
flugvélarnar (það gerðu amma og
afi alltaf á sunnudögum á Akur-
eyri).
Það var notalegt að sitja hjá
þér, elsku pabbi, og horfa á fót-
bolta og golf með þér og ræða um
gömlu dagana. Við eigum eftir að
sakna þín en við hittumst aftur
síðar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar dætur
Hanna, Guðrún,
Lena og Erna.
Það var fyrir rúmum tuttugu
árum sem Haukur Otterstedt
kom inn í fjölskylduna okkar er
hann og mamma okkar fóru að
draga sig saman. Fljótlega kom í
ljós að þau áttu vel saman, en á
milli þeirra ríkti gagnkvæm virð-
ing og mikil væntumþykja. Þau
áttu margt sameiginlegt, svo sem
áhuga á golfi og ferðalögum, og
ferðuðust þau töluvert bæði
innanlands og utanlands. Síðar
eignuðust þau fallegt heimili
saman, en þangað var ávallt gott
að koma í heimsókn.
Þegar þau höfðu átt nokkur
góð ár saman dró ský fyrir sólu
er móðir okkar greindist með
krabbamein. Barátta hennar stóð
í tæp sjö ár og komu mannkostir
Hauks þá glöggt í ljós.
Hann sýndi henni einstaka
natni og umhyggju á meðan á
veikindum hennar stóð, þrátt fyr-
ir að hann væri sjálfur ekki heill
heilsu. Fyrir það erum við honum
ævinlega þakklátar. Haukur
sýndi okkur systrum og börnun-
um okkar ávallt hlýju og velvild
og var okkur öllum mjög kær.
Við teljum það ekki hafa verið
neina tilviljun að hann hafi fengið
það hlutverk að fylgja tveimur
konum í gegnum langar og erf-
iðar krabbameinsmeðferðir, þar
sem hann bjó yfir miklu jafnaðar-
geði og var mjög þolinmóður.
Það sem okkur þykir einkenna
Hauk umfram annað var einstök
hógværð, kímnigáfa, glaðværð og
lítillæti yfir öllum sínum góðu
kostum. Aldrei heyrðum við hann
kvarta yfir hlutskipti sínu þrátt
fyrir að hin síðustu ár hafi reynt
á sökum bágrar líkamlegar
heilsu.
Við þökkum Hauki fyrir góða
samfylgd og vonum að hann hafi
fengið góða heimkomu. Dætrum
Hauks og fjölskyldum þeirra
vottum við okkar dýpstu samúð.
Kristín Hrönn og
Ingibjörg Þráinsdætur.
Haukur Otterstedt
og áttum við margar gleðistundir
þar sem Óli spilaði á gítar og þeir
sungu saman óteljandi lög og
dægurvísur, til dæmis á ættar-
mótum í Lyngbrekku og víðar og
víðar.
Þegar fjölskyldurnar stækkuðu
og það komu bæði börn og síðan
tengdabörn og barnabörn þeirra
systkina, voru mjög margir sem
tengdust Jobba sterkum böndum,
sem entust vel.
Elsku Jobbi okkar, sem við
kveðjum nú eftir langa samferð í
gegnum gleði og sorgir liðinna
ára, alltaf mun brosið þitt blíða og
hjartahlýjan ylja okkur áfram,
fullum þakklætis fyrir alla þína
vinsemd.
Þegar ljósin fara að dofna
og lífsins kraftur þverr.
Gott þá er að fá að sofna,
ó, Guð, í örmum þér.
(Höf. ók.)
Aðstandendum öllum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur
Sæunn, Sigurður, Helga
María, Elín og Björk
Þorsteins- og Önnubörn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
BRAGI ÞORSTEINSSON,
Vatnsleysu, Biskupstungum,
sem lést miðvikudaginn 12. september,
verður jarðsungin frá Skálholtskirkju
laugardaginn 22. september, klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Halla Bjarnadóttir
Ingunn Birna Bragadóttir
Ragnheiður Bragadóttir Eymundur Sigurðsson
Kristrún Bragadóttir Björn D. Þorsteinsson
Bragi Steinn, Sigurður og Halla Eymundsbörn
og Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elskulegur faðir minn og bróðir okkar,
FINNUR V. BJARNASON,
matreiðslumeistari,
lést mánudaginn 17. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 24. september klukkan 10.30.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði miðvikudaginn
26. september klukkan 15.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild
Sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða umönnun og umhyggju.
Grétar Hafsteinn Finnsson
Hallfríður Bjarnadóttir
Tryggvi Bjarnason
Svava M. Bjarnadóttir
Bjarney L. Bjarnadóttir
Friðrik Bjarnason
og fjölskyldur
Ástkær frænka okkar,
ERLA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Vallargötu 3, Siglufirði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
aðfaranótt 15. september.
Útförin verður frá Siglufjarðarkirkju
mánudaginn 24. september klukkan 13.30.
Systkinabörn og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar