Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 18

Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meginreglanvið skipunbanda- rískra alríkisdómara og þar með og þá ekki síst hæsta- réttardómara er að fulltrúi almennings er þar í lykilhlutverkinu. Enginn verður skipaður í þessar stöður nema æðsti maður framkvæmda- valdsins, í tilviki Bandaríkja- manna forsetinn, í tilfelli Íslands dómsmálaráðherrann, hafi mest um það að segja og enginn verður dómari nema hann hafi í upphafi tilnefnt hann. Forsetinn tilnefnir dómaraefni og öldungadeild þingsins þarf að staðfesta það. Í langflestum til- vikum hefur þingið staðfest til- lögu forsetans. Meirihluti deildar- innar getur hafnað tillögu forseta en þá gerir forsetinn nýja tillögu og eru yfirgnæfandi líkur til að hún verði samþykkt, því mikil stjórnmálaleg áhætta fylgir því að hafna fleiri en einni tillögu for- seta. Ágreiningur um dómaraskipun hefur orðið algengari og hat- rammari en áður. Demókratar hafa enn ekki jafnað sig eftir tap í síðustu forsetakosningum. Stór hluti þingmanna þeirra hefur sagt opinberlega að þeir muni aldrei samþykkja dómara sem Trump tilnefni! Gauragangurinn nú síð- ast vegna dómarans Kavanaugh stefnir í að verða jafnniðurlægj- andi fyrir demókrata og þingið í heild eins og árásir demókrata á dómarann Clarence Thomas fyrir 27 árum og Robert Bork nokkrum árum fyrr. Demókratar hafa ekk- ert komist áfram með efnislega eða fræðilega gagnrýni, né á þá nærri 300 dóma dómaraefnisins sem liggja fyrir. Þess vegna var efnt til sirkussýningar. Sirkusinn hófst með því að smalað var mót- mælendum í nefnd- arsalinn með spjöld og hávaða og sjálfir voru nefndarfull- trúar demókrata með sífelld framíköll við nefndarformann- inn á meðan hann bauð dómarann, konu hans og dætur velkomin til þingsins. Litlu dætrum hans varð svo mikið um ólætin að fylgja varð þeim úr saln- um. Eftir að lögregla hafði vísað, ýtt eða borið mótmælendur út úr húsi spurðu fréttamenn nokkra þeirra hvers vegna þeir væru að mótmæla tilnefningu þessa dóm- ara. Kom þá í ljós að fæstir mót- mælenda áttu svör við því, enda var um svokallaða leigumótmæl- endur að ræða, sem hægt er að panta sér í þessu lausnamiðaða kapítalíska landi. Það vakti mikla athygli þegar Ruth Bader Ginsburg, núverandi hæstaréttardómari, 85 ára gömul, fordæmdi opinberlega framgöngu þingsins gagnvart dómaraefninu og uppþotin í þinginu. Ekki síst var svo mikið eftir þessu tekið því að Ginsburg er demókrati og hef- ur lengi verið talin lengst til vinstri af sitjandi dómurum. Bill Clinton tilnefndi Ginsburg á sín- um tíma og hún hefur þann skiln- ing á stjórnarskránni að dómarar Hæstaréttar geti bætt úr „vönt- un“ ákvæða þar eða ef þeir telja að ákvæði hennar taki ekki til þess álitaefnis sem leysa þurfi úr og þá megi rétturinn ákveða niðurstöðu sem byggist á reglu sem fram að því var ekki til og ekki sett með stjórnskipulegum hætti. Slíkar skoðanir eru eitur í beinum repúblikana. En það breytti ekki því að tilnefning Ginsburg var samþykkt með 96 atkvæðum gegn 3 og því ljóst að nær allir repúblikanar í þingdeild- inni greiddu henni atkvæði sitt. Spurningin er hve- nær þeir sem töpuðu kosningum í nóvem- ber 2016 ná áttum} Ekki góð sjón að sjá Inngrip snjall-tækninnar í dag- legt líf ágerist jafnt og þétt. Hægt er að rekja ferðir fólks hvert sem það fer gangi það með síma í vasanum. Líf margra er eins og opin bók á netinu. Slík lýsing á eftirlitsríki hefði þótt hrollvekjandi fyrir nokkrum ár- um, en þykir það ef til vill ekki lengur. Í það minnsta láta menn þetta allt yfir sig ganga ótil- neyddir. Nú hefur eitt skref verið stigið til viðbótar. Bandaríska líftrygg- ingafélagið John Hancock hefur gefið út að það muni einungis selja „gagnvirkar“ tryggingar þar sem hinn tryggði gengur með snjall- tæki á borð við úr á sér til að safna heilsufarsupplýsingum. Fyrirtækið hafði áður boðið upp á slíka tryggingu sem kost, en nú verður aðeins boðið upp á slík- ar tryggingar. Hyggst fyrirtækið bjóða þeim, sem tryggja sig með þessum hætti, upp á afslætti og umbun á borð við gjafakort nái þeir tilteknum markmiðum í heilsu- rækt. Tryggingafélög krefjast þegar mjög rækilegra upplýs- inga um heilsufar viðskiptavina þegar þeir kaupa líf- eða sjúkratryggingar og er iðu- lega gengið nærri friðhelgi einka- lífsins. Málið tekur hins vegar á sig aðra mynd ætli tryggingafyrir- tæki að gera viðskiptavinum þá kröfu að þeir verði búnir snjall- tækjum þannig að fylgjast megi með því í rauntíma hvort þeir mæti reglulega í ræktina eða trassi líkamann. Hér er eitt stærsta trygginga- félag Bandaríkjanna á ferð þannig að ekki er ólíklegt að fleiri muni fylgja í kjölfarið. Þá fer ugglaust að styttast í að tryggingafélög neiti að selja tryggingar nema þau fá eða græða örflögu í viðskipta- vininn. Mun snjalltæknisam- félagið einnig láta það möglunar- laust yfir sig ganga? Bandarískt trygg- ingafélag krefst að allir viðskiptavinir gangi með snjallúr} Inngrip snjalltækninnar Í haust kynnti ríkisstjórnin áform sín í loftslagsmálum. Er talað um stórátak enda hefur verið tekin ákvörðun um að stórauka framlög til umhverfismála frá því sem áður var. Loftslagsbreyt- ingar birtast okkur með ógnarþunga á hverjum degi víða um heim en við skulum muna að lofts- lagið á sér engin landamæri heldur er þetta sameiginleg auðlind allra jarðarbúa. Í kynningu ríkisstjórnar á stórátaki sínu er fjallað nokkuð um kolefnisjöfnun, hvernig á að binda kolefnislosunina með skógrækt, með endurheimt votlendis og fleira en stærsta átak- ið hlýtur að vera að minnka kolefnislosun því það er ekki bara mikilvægasti þátturinn heldur standa okkar skuldbindingar gagnvart Par- ísarsamkomulaginu einmitt þar, að minnka los- un. Hið nýkynnta stórátak veldur því von- brigðum enda sáralítið fjallað um hina miklu mengun sem stafar af einkabílnum og aukast enn vonbrigðin þegar ný- framlagt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar er lesið, en um er að ræða önnur fjárlög stjórnarinnar. Styrkir til almenningssamgangna á landinu öllu hækka um 161 milljón króna og er þetta fjármagn sérstaklega ætlað til að styðja við þegar gerða samninga um almenn- ingssamgöngur á landsbyggðinni. Ekkert er fjallað um fjármagn til nýframkvæmda í almenningssamgöngum og ekkert um langstærsta byggðakjarna landsins, höf- uðborgarsvæðið hvar um 70% landsmanna búa, fyrir utan alla ferðamennina. Ekkert er þar ritað um að stórefla al- menningssamgöngur til að sýna að ríkisstjórn- inni sé alvara með stórsókn í loftslagsmálum en almenningssamgöngur verða ekki reistar á einni nóttu og því verður að hefjast handa. Kolefnishlutleysi verður náð með varanlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en einkabíllinn framleiðir helming þess útblásturs sem hér myndast. Þegar það fer svo saman við fjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins er það aug- ljóst mál að ríkið á að taka hugmyndum sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um Borg- arlínu fagnandi. Borgarlína hefur verið í vinnslu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri og nú á bara eftir að fá úr því skorið hvernig ríkið ætlar að koma að fjár- mögnun þess mikilvæga verkefnis því ekkert er um það í stefnuplaggi ríkisstjórnarinnar, sjálfu fjárlagafrumvarpinu. Þegar saman fer svo mikil mengun og löngu sprungið gatnakerfi, sér í lagi á stofnæðum inn og út úr höfuðborginni þá vekur undrun hvernig ríkisstjórnin sleppir alveg að hugsa út í það mik- ilvæga skref að fækka einkabílum á götum höfuðborg- arsvæðisins. Er óhætt að segja að ef ekki eiga sér stað al- vöru framlög ríkisins til þessa nauðsynlega verks þá getum við pakkað þessu stórátaki í loftslagsmálum strax ofan í skúffu og stimplað „falleg orð á blaði en lítið í verki“ í boði ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Stórátak í loftslagsmálum? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen kall er ekki mestur, en frekar tækin og búnaðurinn sem þarf að vera til staðar. „Allar okkar sveitir eru í sjálfboðastarfi en það sem kostar mest í útkallinu er kannski stuðn- ingur vinnuveitenda. Flestir hleypa fólki á launum til þess að sinna hjálparstarfinu,“ segir Jón. Hálendisvaktin gegnir mik- ilvægu starfi en staðsetning hennar er breytileg. Bættar samgöngur hafa dregið úr þörf hennar á nokkr- um stöðum en heimsóknarstaðir ferðamanna geta aukið þörfina ann- ars staðar. „Þetta stýrist mikið af fjölda ferðamanna en líka þessum aðstæðum í náttúrunni sem kalla á þetta,“ segir Jón. Forvarnir hafa skilað árangri Slysavarnadeildir Lands- bjargar gegna ekki síður mikilvægu hlutverki en björgunarsveitirnar. Forvarnir og fræðsla fyrir ferða- menn er að skila sér vel, að sögn Jóns. Aðstoðarbeiðnum hafi fækkað en þó sé almennt strembið að mæla forvarnir og árangur þeirra. Í þættinum verða birtar myndir frá raunverulegum æfingum og verður farið yfir hvers eðlis útköllin eru. Þá gefst fólki tækifæri á að hringja og gerast bakverðir eða styrkja starfið með frjálsum fram- lögum. „Það er náttúrlega aldrei of- þakkað hvernig samfélagið keyrir þetta með okkur, þetta er orðið þjóðareign og nokkurs konar sam- einingartákn,“ segir Jón. Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina Morgunblaðið/Eggert Útkall Verkefnin sem björgunarsveitarmenn sinna eru misjöfn og krefjandi. SVIÐSLJÓS Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Söfnunarþáttur fyrir Slysa-varnafélagið Landsbjörgverður sýndur á Stöð 2 í op-inni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bak- verði sem styrkja félagið með mán- aðarlegum framlögum. Þátturinn mun einnig varpa ljósi á óeig- ingjarnt starf björgunarsveita og slysavarnadeilda um land allt. „Við höfum stundum kallað bakvarðasveitina stærstu björg- unarsveit landsins,“ segir Jón Svan- berg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir framtakið mikilvægt fyrir Landsbjörg og ekki síður land- ann sem Landsbjörg hefur þjónað í áraraðir. Stuðningur landsmanna skiptir sköpum fyrir félagið að sögn Jóns, sem bætir við að félagið yrði ekki rekið með sjálfboðavinnu yfir öll 90 árin nema með öflugum stuðn- ingi fyrirtækja og einstaklinga í landinu. 3-5 útköll á dag Að meðaltali sinnir Landsbjörg 3-5 útköllum á dag en öllum útköll- um sinna sjálfboðaliðar sem þurfa gjarnan að skreppa úr vinnu þegar kallið kemur. Aukin þörf hefur verið á stærri og flóknari leitaraðgerðum hjá Björgunarsveitinni sem útheimt- ir mikinn mannskap og tækjabúnað. Þar má nefna nýlegt dæmi þar sem ferðamaður varð strand á Torfajökli þar sem aðstæður á svæðinu voru orðnar lífshættulegar og miklir vatnavextir á svæðinu. Lið Lands- bjargar kom úr tveimur áttum og náði þannig að bjarga manninum. „Við getum sýnt fram á það að á bak við útkall í hverja klukkustund á mann liggur að minnsta kosti tólf klukkustunda vinna, t.d. fjáraflanir, menntun, þjálfun og æfingar og svo lengi mætti telja. Atriðið er að geta brugðist hratt við og það kostar mikla peninga að hafa allt sem þarf til reiðu,“ segir Jón. Hann bætir við að t.d. standi til að hefja viðamikla endurnýjun á björgunarbátaflot- anum. Breyttir tímar og umhverfi kalli á hentugri búnað. Jón segir að algengur misskiln- ingur sé að mestir fjármunir fari í útköllin. Kostnaðurinn við hvert út- Slysa- varna- félagið Landsbjörg hefur starfað í 90 ár en félagið hélt upp á 90 ára afmæl- ið 29. jan- úar síðastliðinn. Félagið varð til í núverandi mynd 2. október ár- ið 1999 með sameiningu Slysa- varnafélags Íslands, sem stofn- að var 1928 og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita sem varð til 1991. Þar með urðu til ein stærstu samtök sjálf- boðaliða á Íslandi, með um 18 þúsund félögum. Innan björgunarsveita félags- ins starfa þúsundir meðlima sem ávallt eru tilbúnir þegar kallið kemur, en það hefur vakið athygli víða um heim, að því er fram kemur á heimasíðu Lands- bjargar. BJÖRGUNARSVEITIR OG SLYSAVARNIR Sjálfboða- starf í 90 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.