Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókbindarasafnið á Landsbókasafni
Íslands - Háskólabókasafni í kjall-
ara Þjóðarbókhlöðunnar við Hring-
braut í Reykjavík varð til fyrir til-
stilli Sigurþórs Sigurðssonar
bókbindarameistara. „Það er rétti
staðurinn til þess að varðveita verk
meistaranna,“ segir hann.
Sigurþór rekur bókbandsfyrir-
tækið Bókbandsverk við Laugaveg.
Vinnustofan er lítil en þar er öllu
haganlega fyrir komið. Sigurþór
hefur bundið inn skrá yfir um 1.000
íslenska bókbindara og ágrip af
sögu bókbandsins er í sama bóka-
skáp. Safn bóka bíður eftir að vera
bundið inn, en handtökin eru vel æfð
og vel gengur að vinna á staflanum.
Nóg er líka af nauðsynlegum tólum
og tækjum, meðal annars mikið safn
stimpla og gyllingaráhalda. „Ég hef
nóg að gera, einkum við að binda inn
gamlar bækur fyrir safnara,“ segir
hann.
„Ég var hálfgerður bókaormur,
þegar ég var unglingur, en tilviljun
réð því að ég fór út á þessa braut,“
segir Sigurþór um ástæðu þess að
hann ákvað að leggja bókband fyrir
sig. „Til að byrja með fór ég á nám-
skeið í Myndlista- og handíðaskól-
anum til þess að læra að binda inn
mínar eigin bækur, það átti vel við
mig og í kjölfarið ákvað ég að leggja
þetta starf fyrir mig.“
Alltaf unnið við bókband
Sigurþór hefur unnið við bókband
alla tíð. Hann lærði handbragðið í
prentsmiðjunni Gutenberg í Þing-
holtsstræti og útskrifaðist sem bók-
bandsmeistari frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1986. Hann sérhæfði sig í
listbókbandi á Englandi veturinn
1994-1995 og starfaði um hríð í
Landsbókasafni Íslands. Nú er hann
í hálfu starfi á bókbandsstofu Seðla-
banka Íslands á móti vinnu á eigin
stofu. Hætt er að binda inn blöð og
tímarit hjá Seðlabankanum og því
lýkur vinnu hans þar um áramót.
„Þá hef ég vonandi betri tíma til
þess að vinna að bókinni um bók-
band og bókbindara,“ segir hann.
Handverk hans hefur víða vakið
athygli og hann hefur unnið til
margra viðurkenninga og verðlauna.
Konunglega sænska bókasafnið í
Stokkhólmi fékk hann til dæmis til
þess að binda inn fyrstu bókina í
nýju norrænu bókbandssafni 2003
og hann hefur meðal annars bundið
inn tvær Guðbrandsbiblíur og eina
Þorláksbiblíu upp á gamlan máta.
Bókbindarasafnið er Sigurþóri
hugleikið og hann beinir því til fólks
að það komi gömlum bókum til
safnsins. Jökull Sævarsson, umsjón-
armaður sérsafna Landsbókasafns-
ins, tekur í sama streng. „Við viljum
eiga bókband eftir alla bókbindara,“
segir hann. „Hjá okkur er það útlitið
sem skiptir máli en ekki innihaldið.“
Útlitið er
málið en ekki
innihaldið
Bókbindarasafnið tekur við verkum
meistaranna í iðninni til varðveislu
Morgunblaðið/RAX
Á vinnustofunni Sigurþór Sigurðsson bókbindari gefur sér varla tíma til þess að líta upp frá vinnunni.
MVinnur að bók … »BaksíðaBókbindarasafnið Jökull Sævarsson við safnið og flettir bók úr því.
Skemmtu þér konunglega
Skelltu þér á völlinn og hvettu þitt uppáhaldslið. Skrepptu á tónleika eða í leikhús.
Röltu um hallargarða og forna kastala og kynntu þér nýjustu strauma og stefnur í
matargerð, listum og tísku. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í Bretlandi.
BRETLAND
Verð aðra leið frá 13.900 kr.
Verð frá 21.400 Vildarpunktum