Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Til stendur að bæta hæð ofan á húsið
nr. 73 við Hafnarstræti á Akureyri
og reisa stigahús norðan núverandi
byggingar. Hafa bæjaryfirvöld í
tengslum við það kynnt breytingu á
deiliskipulagi svæðisins, svokallaðs
Drottningarbrautarreits. Frestur
íbúa til að gera athugasemdir er til
24. október nk.
Húsið er steinsteypt í klassískum
stíl, byggt 1923 undir starfsemi Ak-
ureyrarbíós af Hallgrími Kristjáns-
syni og Ragnari Ólafssyni. Smjörlík-
isverksmiðjan Akra var á jarðhæð.
Húsið var um tíma samkomuhús
frímúrara og síðar í eigu Karlakórs
Akureyrar, Geysis, sem nefndi það
Lón. Tónlistarskóli Akureyrar var
stofnaður í húsinu 1946 og starfaði
þar til 1972. Síðan var húsið nýtt sem
félagsmiðstöð undir ýmsum nöfnum,
lengst af sem Dynheimar. Leikfélag
Akureyrar nýtti húsið undir leiksýn-
ingar í nokkur ár undir nafninu
Rýmið. Þar hefur síðustu árin verið
rekið gistihús undir nafninu Hótel
Akureyri Dynheimar. Hugmyndin
með breytingunni er að stækka gisti-
rýmið og uppfylla betur skilyrði um
slíkan rekstur.
Í húsakönnun á Drottningar-
brautarreit frá 2012 segir að ein-
kenni Hafnarstrætis 73 sé boga-
dregnar umgjarðir um glugga
annarrar hæðar sem ná frá hæðar-
skilum og vel upp fyrir glugga.
Framhlið er samhverf en glugga-
setning á suðurgafli ekki. Glugga-
umgjarðir þriggja glugga á miðri
langhlið eru hærri en umgjarðir ann-
arra glugga. Hæðarskilalisti er
steyptur með kúptu formi eins og
gluggaumgjarðir. Neyðarútgangur,
opinn stálstigi, er frá 2. hæð mót
brekkunni að aftanverðu. Húsið er
sagt varðveisluvert sem mikilvægur
hluti húsaraðar og götumyndar.
Bæjaryfirvöld hafa haft samráð
við Minjastofnun Íslands um breyt-
ingarnar eins og skylt er varðandi öll
hús sem byggð eru fyrir 1925. Hefur
stofnunin samþykkt þær breytingar
sem lagt er til að gerðar verði.
Fram kemur í deiliskipulagsaug-
lýsingunni að húsið er innan afmark-
aðs hættusvæðis vegna ofanflóða.
Beri að taka mið af því við hönnun og
styrkingu bygginga auk þess sem
viðhalda ber trjágróðri í brekkunni
ofan húsanna. gudmundur@mbl.is
Hæð bætt ofan á Hafnarstræti 73
Steinsteypuklassík í miðbæ Akureyrar Var byggt fyrir Akureyrarbíó og
smjörlíkisgerð árið 1923 Húsið stækkað til að rýma betur hótelrekstur
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Hafnarstræti 73 Áberandi hús í miðbæ Akureyrar. Margvísleg starfsemi frá 1923. Nú verður þarna hótel.
Ljósmynd/Af vef Akureyrarbæjar
Breyting Teikning sem sýnir framhlið hússins eftir að hæð er bætt ofan á.
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og jafnréttismálaráðherra, og Andr-
és Proppé Ragnarsson sérfræðingur
undirrituðu í gær nýjan samstarfs-
samning velferðarráðuneytisins og
verkefnisins Heimilisfriðar. Gild-
istími samningsins er eitt ár.
Um er að ræða meðferðarúrræði
fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í
nánum samböndum, sem sálfræð-
ingar hafa veitt um árabil sam-
kvæmt samningi við stjórnvöld, áður
undir heitinu Karlar til ábyrgðar.
Að því er fram kemur á vef
Stjórnarráðsins býður Heim-
ilisfriður gerendum, körlum og kon-
um, upp á meðferð með einstaklings-
viðtölum og hópmeðferð. Í
meðferðinni er miðað að því að ger-
endur viðurkenni ábyrgð á hegðun
sinni og vinni að breytingum.
Samkvæmt ákvæðum samnings-
ins veitir ráðuneytið þeim sérfræð-
ingum sem að verkefninu koma
styrk til þjálfunar eða endurmennt-
unar til að styrkja þekkingu þeirra
og stuðla að þróun þjónustunnar og
frekari gæðum hennar.
Samið við
Heimilisfrið
Samið Andrés Proppé Ragnarsson
og Ásmundur Einar Daðason, fé-
lags- og jafnréttismálaráðherra.
Meðferðarúrræði
fyrir ofbeldisfólk
Andaðu að þér fersku fjallaloftinu
Brunaðu niður drifhvítar brekkurnar og upplifðu fullkomið frelsi. Skálaðu í heitu
kakói og njóttu útsýnisins. Gerðu síðan vel við þig og þína í mat og drykk þegar
kvölda tekur. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins á skíðasvæðum
Evrópu og Norður-Ameríku.
SKÍÐAÁFANGASTAÐIR
Verð aðra leið frá 17.900 kr.
Verð frá 27.600 Vildarpunktum