Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 36

Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 36
Kvikmyndin Kona fer í stríð í leik- stjórn Benedikts Erlingssonar verð- ur framlag Íslands til Óskarsverð- launanna 2019. Myndin var valin af meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) í rafrænni kosningu sem lauk aðfara- nótt fimmtudags. Kosið var á milli níu íslenskra kvikmynda og sam- kvæmt upplýsingum frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, var metþátttaka í kosningunni nú. Kona fer í stríð fram- lag Íslands til Óskars FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Fylkir og Keflavík hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeild kvenna í fótbolta fyrir keppnistímabilið 2019 eftir að hafa endað í tveimur efstu sætum 1. deildar. Morgunblaðið fjallar ítar- lega um þessi tvö lið í opnu íþrótta- blaðsins í dag og ræðir við fyrirlið- ana, Berglindi Rós Ágústsdóttur hjá Fylki og Natöshu Anasi hjá Keflavík. »2-3 Eru nýliðarnir klárir í slaginn í efstu deild? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Ed Sheeran heldur tónleika á Laug- ardalsvelli laugardaginn 10. ágúst 2019. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaferðalagi Sheerans sem hefst í maí á næsta ári og lýkur í ágúst. Með- al viðkomustaða eru Frakkland, Portúgal, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Rússland og Danmörk en ferðinni lýk- ur í Bretlandi. Miðasala fyrir alla tónleika tón- leikaferðalags- ins hefst fimmtudaginn 27. september kl. 9. Miðasalan á Íslandi fer fram á Tix.is/ ED. Ed Sheeran á Laugar- dalsvelli í ágúst 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurþór Sigurðsson bókbindari hef- ur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upp- lýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. „Ég vinn fyrst og fremst við það að binda inn bækur, ekki síst fyrir bókasafnara,“ segir hann og vísar til þess að hann rekur Bókbandsverk, eigið bókbandsfyrirtæki í Reykja- vík, og vinnur þar hálfan daginn auk þess sem hann er í hálfu starfi hjá Seðlabanka Íslands við sömu iðju. Sigurþór hefur sankað að sér gíf- urlega miklum upplýsingum um ís- lenska bókbindara fyrri alda og bók- band þeirra með það að leiðarljósi að gefa út bók um sögu bókbandsins. „Einn þáttur í því er að hafa uppi á gömlu bókbandi sem hinir ýmsu bókbindarar hafa bundið inn,“ segir hann. Með varðveisluna í huga stofn- aði hann svokallað bókbindarasafn sem er sérsafn í Landsbókasafni Ís- lands. „Bókband eftir yfir 100 bók- bindara er í safninu,“ áréttar hann. Einn af þeim síðustu Bókband á sér langa sögu og margir bókbindarar, jafnt heima sem erlendis, hafa getið sér gott orð fyrir verkið. Bókbindarar eru engu að síður ekki á hverju strái. „Þeim fer fækkandi,“ segir Sigurþór. „Ég er með um 1.000 bókbindara á skrá hjá mér frá síðustu 500 til 600 árum, en ég er einn af þeim síðustu í hand- bandinu.“ Sigurþór hefur kynnt sér vel bókaútgáfu í landinu með bókband og bókbindara í huga. Hann hefur keypt margar bækur og segist hafa fengið aðstoð við að fjármagna kaup- in á dýrari bókum, sem allar enda á bókbindarasafninu. „Ég kaupi líka gamlar bækur, ef þær eru í gömlu bandi, þótt ég viti ekki hver batt þær inn, í þeirri von að ég geti fundið út úr því hver bókbindarinn var.“ Sigþór segir að pappírsskortur fyrr á öldum komi sér gjarnan vel. „Bókbindarar notuðu tiltækan papp- ír í saurblöðin og oft voru þetta bara sendibréf til þeirra. Þannig get ég séð nafn viðtakanda sem líklega er jafnframt bókbindarinn.“ Grúsk á Þjóðskjalasafninu hefur líka opnað ýmsar dyr. „Þar hef ég rekist á ýmislegt sem hefur komið mér á sporið,“ segir hann. Fyrir um 20 árum tók Sigurþór saman og gaf út ágrip af sögu bók- bandsins í örfáum eintökum en hann segir að ritun bókarinnar gangi seint vegna fjárskorts. „Ég hef sótt um styrki til útgáfunnar án árangurs en ég ræð ekki við þetta einn,“ segir hann. Morgunblaðið/RAX Bókbindarinn Sigurþór Sigurðsson við um aldargamlan pappírsskurðarhníf á vinnustofu sinni í gær. Vinnur að bók um bók- band og bókbindara  Sigurþór Sigurðsson forðar verðmætum frá glötun MÚtlitið er málið en ekki … »7 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verðmiðast viðMyWOWaðild ogWOWBasic aðra leiðmeð sköttum ef greitt ermeðNetgíró. Gildir þegar bókað er flug báðar leiðir. SÓL Í VETUR TENERIFE FRÁ 16.999kr.* Tímabil: nóv.–des. Upplifðu einstaka veðursæld á ævintýraeyjunni Tenerife í vetur. Njóttu þess að virða fyrir þér stórbrotna náttúru, ganga um gullfallegar strand- lengjur og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Hafðu það notalegt með WOW í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.