Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Uppskerustörfin standa nú sem hæst hjá kartöflubændum landsins. Í Þykkvabænum má sjá dráttarvélar silast áfram með upptökuvélar í eft- irdragi í fjölda kartöflugarða. Af vél- inni hjá Óskari Kristinssyni og Sig- rúnu Björk Leifsdóttur sem eru með kartöflurækt kennda við Dísukot má sjá nágrannabændur taka upp kart- öflur í fimm görðum. „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar og það leynir sér ekki þegar kartöflurnar renna eftir færibandi upptökuvélarinnar og niður í stór- sekkina. Lítið hefur verið undir sum- um grasanna. Óskar segir að þetta ár sé versta uppskeruárið frá 2009 en þá frysti þegar vika var eftir af júlí og allur vöxtur stöðvaðist. Langir vinnudagar í törninni Rigningarnar í vor fóru illa með garðana, ekki síst úrfellið mikla um kosningahelgina. Óskar segir að víða séu dauðir blettir í görðunum, grösin hafi hreinlega drukknað. Það sé þó aðeins misjafnt á milli bæja og garða. Bændur fóru að taka upp kartöflur seinnipart sumars, til að koma fersk- um afurðum á markaðinn. Flestir byrjuðu ekki að taka upp kartöflur til að setja í geymslur fyrr en 5. til 10. september. Það er heldur seinna en venjulega, að sögn Óskars, því menn voru að bíða eftir sprettu, vona að eitthvað rættist úr uppskerunni. Það kom hins vegar frostnótt um mán- aðamótin sem felldi grösin í mörgum görðum en í öðrum voru aðeins stönglar og stöku blöð eftir. Þar eru kartöflurnar enn að vaxa eitthvað. En ekki var til setunnar búið með að hefja uppskerustörf af krafti. Óskar ræktar kartöflur á 22 hekt- urum og er það nálægt meðaltalinu í Þykkvabæ. Þau eru þrjú við haust- störfin sem taka um þrjár vikur. Dag- arnir eru langir hjá Óskari í þessari törn. Hann er mættur klukkan sjö á morgnana og er ekki kominn heim fyrr en upp úr klukkan níu á kvöldin. Yfir veturinn þarf síðan að flokka kartöflurnar og þvo, jafnóðum og markaðurinn kallar. Óskar er einn í því. Sigrún er í öðrum störfum. Fyrir áhættufíkla Óskar segir að þegar uppskeran er í meðallagi sé þokkaleg afkoma af kartöfluræktinni. Slök ár komi hins- vegar við pyngjuna. Hann segist verða á lélegum launum þegar líður á veturinn og launalaus næsta sumar. „Þetta er fínt fyrir áhættufíkla,“ segir Sigrún. Óskar selur sínar kartöflur til Sölu- félags garðyrkjumanna og kartöflu- verksmiðjunnar í Þykkvabæ. Hann segir að kartöflurnar seljist alltaf upp en verðið sé of lágt. „Kaupmaðurinn segir hvað við þurfum að fá fyrir kartöflurnar en ekki öfugt. Verðið til framleiðenda hefur ekki hækkað í þrjú ár.“ Þótt kartöflur séu hefðbundið með- læti eru alltaf sveiflur í markaðnum. Kolvetnakúrar koma og fara og svo vilja neytendur fá kartöflurnar til- búnar; bökunarkartöflur, sætar, soðnar og franskar kartöflur. Ekki er hægt að rækta sætar kartöflur hér en unnt að vinna margar aðrar tegundir. Bóndinn fær hinsvegar helmingi lægra verð fyrir þær afurðir sem seldar eru í vinnslu. Gullauga og rauðar íslenskar eru enn vinsælustu afbrigðin. Smælki af öllum tegundum er einnig orðið vinsæl vara og mik- ilvæg fyrir afkomuna. Það fer mikið til veitingastaða. Óskar óttast hins- vegar að vegna lélegrar sprettu í sumar verði of mikið af smælki. Uppskera Sigrún Björk Leifsdóttir og Óskar Kristinsson, kartöflubændur í Þykkvabæ, með hluta afraksturs dagsins. Í garðinum Dráttarvél með yfirbyggða upptökuvél silast eftir garðinum. Uppskeruvélar silast áfram  Þriðjungi minna af kartöflum úr Þykkvabænum en í meðalári Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Svalaðu ævintýraþránni Reimaðu á þig gönguskóna og upplifðu stórbrotna náttúru. Smakkaðu sjávarrétti í San Francisco og gæðakaffi í Seattle. Brunaðu eftir ströndinni með hlýjan vindinn í hárinu og komdu við í Portland, sem er alltaf með puttann á púlsinum. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins á Vesturströnd Bandaríkjanna. VESTURSTRÖND BANDARÍKJANNA Verð aðra leið frá 33.900 kr. Verð frá 52.200 Vildarpunktum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.