Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Leyndur og týndur hæfileiki kemur
upp á yfirborðið í leiðilegu verkefni. Ef þú
bregður út af vananum færðu nýtt sjónar-
horn.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er hugsanlega rétti tíminn til þess
að kynnast nýjum hlutum, fara á sýningar,
söfn eða listviðburði. Þú keppist við að
kaupa jólagjafirnar svo þú getir slakað á í
desember.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt auðvelt með að sjá í gegn-
um aðra en vertu sanngjarn því aðrir geta
líka séð í gegnum þig. Leggðu þinn skerf til
mannúðarmála.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það kallar á heilmikið skipulag þegar
margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess.
Hafðu það hugfast að hver er sinnar gæfu
smiður.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hluti af því að vera dugnaðarforkur er
að mistakast stundum. Fólk finnur til örlætis
og þarf að fá tækifæri til að sýna það. Ef þú
stendur með þér kemstu eins langt og þú
vilt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sá friður sem þú býrð nú við á flest-
um sviðum kann að vera nokkuð brothættur.
Hættu nú að láta þig dreyma, tala og skrifa
– gerðu!
23. sept. - 22. okt.
Vog Vanalega ertu á undan áætlun, en
nokkrar óvæntar uppákomur geta breytt því.
Mundu að ástvinir þínir þekkja þig best og
eru því hæfastir til að gefa þér góð ráð.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Notaðu daginn til að slappa af í
kyrrð og ró. Farðu á kaffihús eða bjóddu vin-
um þínum heim. Trúðu því að þú munir á
endanum ná árangri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú skalt umfram allt hefjast
handa, þótt þér finnist erfitt að sjá fram á
verklok. Eyddu tíma í félagsskap barns og þá
sérðu hvernig þú átt að lifa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samskipti þín við aðra verða sér-
lega tilfinningaþrungin í dag. Reyndu að
forðast að taka stórar ákvarðanir næstu
dagana.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Yfirlýsingar sem gefnar eru
snemma dags móta það sem eftir er vik-
unnar. Einbeittu þér að málum heimilisins.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu af fremsta megni að halda
þig við áætlanir þínar þótt það kosti svita og
tár. Þér finnst þú vera utanveltu í vinnunni,
það mun breytast.
Síðan ég varð áttræður hef ég ákvöldin verið að blaða í bókinni
„Hverra manna“ eftir Árna Óla þar
sem hann segir frá lífi og ættum
sveitunga sinna og ættingja í
Kelduhverfi. Hann segir að það
mætti æra óstöðugan ef telja skyldi
alla hagyrðinga norður þar en
minnist sumra og birtir sýnishorn
af skáldskap þeirra. Erlendur Gott-
skálksson bjó á Garði um skeið en
saknaði þess að þurfa að fara þaðan
og kvað:
Yfir Garð ég auga brá,
á þann garð nam hyggja.
Þó ég Garði fari frá
fæ ég í garði að liggja.
Skömmu fyrir andlát sitt kvað
hann þessa vísu:
Hangir líf á hallri vog,
í heima tvenna rýnir.
Kvillum fullir, illir og
ellidagar mínir.
Jón Eldon var sonur hans og bjó
á Vegg, en var fluttur þaðan vegna
veikinda og var bærinn í eyði þar til
hann sneri aftur. En er hann
skyggndist um híbýli sín þótti hon-
um hafa orðið allmikil hvörf á ýms-
um hlutum:
Minnur sjúga menn úr legg
þá mergjarlaust er holið.
Eins er nú á vorum Vegg,
þar verður ei lengur stolið.
Við annað tækifæri orti Jón:
Ég hef þröngvan stað á stað,
staðnum lífs á vegi,
ég er hér að vaða vað,
vaðið finn þó eigi.
Ísak Sigurðsson á Auðbjargar-
stöðum orti við ferjustaðinn á Jök-
ulsá:
Hér við dvelja margur má,
mölina fótum glana.
Jökuls beljar áfram á,
illa er mér við hana.
Sonur hans Indriði í Keldunesi
kvað einnig um ána:
Mórauð bæði og mikilfeng,
mettuð klakafylli,
leggur æði sterkan streng
stórra jaka milli.
Grímur í Garði orti í brúðkaupi
frænda síns Þórarins Sveinssonar í
Kílakoti en í Kelduhverfi voru Þór-
arinnar kallaðir Tónar:
Allt þér tjónið færist fjær,
fáðu úr sjónum afla,
raðist krónur, kýr og ær
kringum Tóna í skafla.
Björn Þórarinsson Víkingur orti
þessa gátu um hring:
Vinargjöf ég eina á,
ást og tryggð hún boðar,
eins og sólin er að sjá
ef þú litinn skoðar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vel er ort í Kelduhverfi
Í klípu
„EINN GÓÐAN VEÐURDAG MUN MÓÐIR
ÞÍN EIGNAST HELMINGINN AF ÞESSU
ÖLLU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞESSI NÁUNGI SEM HLEYPUR Í SKARÐIÐ
FYRIR ÞIG Í VINNUNNI ER HRIKALEGA
DUGLEGUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hann
mun dá þig óháð aldri
þínum.
ÞESSI MYND ER
SVO SORGLEG
HVERNIG VAR
STEFNUMÓTIÐ
ÞITT?
HRÆÐILEGT! ÉG VARÐ AÐ
HÖGGVA MIG LAUSA!
EN ÉG ÞURFTI SEM BETUR FER
EKKI AÐ HÖGGVA HANN!
Víkverji er friðarins kona, já eðamaður allt eftir því hvernig á
það er litið. Víkverji veltir því stund-
um fyrir sér af hverju öll dýrin í
skóginum séu ekki vinir. Af hverju
þurfi krísufundi eins og bangsapabbi
hélt með dýrunum í Hálsaskógi til
þess að virða hvert annað.
x x x
Hvað er það í mannskepnunni semveldur því að hún deilir um alla
skapaða hluti. Hvers vegna getum
við ekki skipt gæðum jarðar betur á
milli okkar? Nóg er nú til. Af hverju
vex græðgin sem aldrei fyrr og
hvers vegna er það í lagi að sumir fái
miklu meira en þeir þurfa á að halda
á meðan aðrir skrimmta?
Þrátt fyrir mikla skynsemi sem
Víkverji hefur til að bera á hann ekki
einhlítt svar við þessum vangavelt-
um sínum.
x x x
Kannski er ástæðan sú að þjóðinaskortir samhygð. Að við lifum á
þeim tíma þar sem allir telja að þeir
eigi rétt á öllu, alveg sama hvað, og
hver sé sinnar gæfu smiður. Að við
höfum það einfaldlega of gott og get-
um ekki lengur sett okkur í spor
annarra. Eflaust eiga samfélags-
miðlar sinn þátt í því að búa til vænt-
ingar og tilbúnar þarfir sem allir
þurfa að fá uppfylltar til þess að vera
menn með mönnum, já eða konur
með konum.
Víkverji vildi óska þess að hann
hefði svör á reiðum höndum. En eitt
veitt hann og það er að enginn getur
allt og allir geta gert eitthvað. Það
væri því verðugt verkefni fyrir okk-
ar litlu þjóð að líta í eigin barm og
kanna hvað við getum gert til þess
að stuðla að meiri jöfnuði.
x x x
Fyrsta skrefið væri að allir stæðuskil á þeim sköttum og skyldum
sem þeim ber. Að allir legðu sitt til
samfélagsins. Annað skrefið væri að
slá af græðgisvæðingunni og hugsa
til framtíðar en ekki um skyndigróða
hvað svo sem það kostar land og
þjóð. Eitt hljóta allir að vera sam-
mála um en það er að við erum nógu
rík þjóð til þess að allir ættu að hafa
þak yfir höfuðið og greiða fyrir það
sanngjarnt verð. vikverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum.
(Sálm: 18.31)
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar fyrir heimilið
Sendum
um
land allt