Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert
Veiðigjöld Skipverjar á Stefni IS 28 frá Ísafirði huga að skipinu í Reykjavíkurhöfn, en það er á leiðinni í slipp.
Stefán Gunnar Sveinsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, lagði í gær
fram nýtt frumvarp um veiðigjöld á
Alþingi, en meginmarkmið þess er að
færa álagningu veiðigjalda nær í tíma,
þannig að miðað verði við afkomu
sjávarútvegsfyrirtækja eitt ár aftur í
tímann í stað tveggja eins og nú er. Þá
á frumvarpið að gera stjórnsýsluna
um álagningu veiðigjaldsins einfald-
ari, skilvirkari, gegnsærri og áreið-
anlegri, en álagning veiðigjalda, upp-
lýsingaöflun og meðferð þeirra verður
í höndum Ríkisskattstjóra, verði
frumvarpið að lögum.
„Þetta er miklu einfaldara og auð-
skiljanlegra. Við erum að einfalda
stjórnsýsluna og færa álagningu
veiðigjalds nær í tíma,“ sagði Krist-
ján Þór í samtali við mbl.is í gær.
Hann sagðist bjartsýnn á að sátt
myndi ríkja um regluverkið sjálft, en
að skiptar skoðanir yrðu eðlilega um
upphæð gjaldsins.
Jens Garðar Helgason, formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
segir nokkra þætti í frumvarpinu vera
til hins betra, eins og þá fyrirætlan að
færa viðmiðunarár veiðigjaldsins
nær, en að auðvitað séu einnig þar
inni þættir þar sem þurfi að reikna
áhrifin á greinina áður en SFS veiti
umsögn sína um frumvarpið.
Einfalda stjórnsýslu veiðigjalda
Veiðigjaldið
verði fært „nær í
tíma“ Álagning
á hendi RSK
MLaga annmarka »6
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 226. tölublað 106. árgangur
Á FLÆKINGI MEÐ
ÖMMU UM MIÐ-
AUSTURLÖND
LOFAR SAFA-
RÍKUM SÖGUM
FRÁ ÍSLANDI
CLOÉ BEST Í
PEPSI-DEILD
KVENNA
BRUCE DICKINSON 30 FÉKK 18 M ÍÞRÓTTIRVERA ILLUGADÓTTIR 12
MIÐASALA HEFST Á MORGUN KL. 9!
MIÐASALA Á TIX.IS/ED – NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SENALIVE.IS/ED
LAUGARDALSVÖLLUR 10. ÁGÚST 2019
Áform eru uppi um sameiningu
prestakalla á sjö stöðum á landinu á
næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar
hefur sent tillögur um sameiningu
til sóknarnefnda og fleiri til umsagn-
ar. Málið verður svo til umfjöllunar á
kirkjuþingi í nóvember.
Tillögurnar eru hluti af stærra
máli; hugmyndum biskupafundar
um breytta skipan prestakalla á
landinu öllu. Samkvæmt þeim er
gert ráð fyrir að svonefnd einmenn-
ingsbrauð leggist flest af í fyllingu
tímans. Meginreglan verður sú að í
hverju kalli verði þrír þjónandi
prestar; þar með talinn sóknar-
prestur, sem hefur eins konar verk-
stjórn og leiðtogahlutverk með
höndum.
Meðal þess sem lagt er til er að Bú-
staða- og Grensásprestaköll í Reykja-
vík sameinist í eitt Fossvogspresta-
kall með þremur prestum. »18
Morgunblaðið/Kristinn
Bústaðakirkja Lagt er til að Bústaða- og
Grensásprestaköll sameinist í eitt Foss-
vogsprestakall með þremur prestum.
Leggja til samein-
ingu prestakalla á
sjö stöðum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Framkoma Breta í garð Íslendinga,
þegar þeir beittu fyrir sig hryðju-
verkalöggjöf í bankahruninu 2008,
var þeim til minnkunar að mati Mer-
vyns Kings, lávarðar og þáverandi
seðlabankastjóra, og lá hann ekki á
þeirri skoðun sinni í einkasamtölum
á þeim tíma. Þetta kemur fram í að-
sendri grein Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar í
blaðinu í dag þar
sem hann rekur
helstu niður-
stöður skýrslu
sinnar um er-
lenda áhrifaþætti
bankahrunsins og
ástæður þess að
Bretar beittu
hryðjuverkalög-
unum.
Þá kemur einnig fram í grein
Hannesar að breskir embættismenn
hafi séð fljótlega að í útibúi Lands-
bankans í Lundúnum voru margar
verðmætar eignir og því væri rétt að
tryggja því lausafé. Englandsbanki
lánaði því útibúinu 100 milljónir
punda hinn 12. október 2008, þrátt
fyrir að Landsbankinn væri þá á
opinberum lista breska fjármála-
ráðuneytisins yfir hryðjuverka-
samtök.
Hannes afhenti í gær Bjarna
Benediktssyni fjármálaráðherra
skýrsluna, en hún hefur verið í
vinnslu í um fjögur ár. Sagði Hannes
í samtali við mbl.is að skýrslan sýndi
hversu grátt Íslendingar hefðu verið
leiknir af grannþjóðum sínum.
Skýrslan telur um 180 síður og náði
Hannes að stytta hana úr þeim 600
blaðsíðum sem hún var upphaflega.
Var Bretum til minnkunar
Skýrsla Hannesar Hólmsteins um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins afhent í gær
Hannes H.
Gissurarson MSkýrslan »6 og 20-21