Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samtök atvinnulífsins (SA) telja æski-
legt að umfjöllun um spillingu í
skýrslu starfshóps um eflingu trausts
á stjórnmálum og
stjórnsýslu verði
endurskoðuð.
Samtökin telja
umfjöllunina vera
misvísandi og ein-
ungis byggða á
fræðilegri umfjöll-
un að takmörkuðu
leyti. Í ítarlegri
umsögn SA eru
gerðar athuga-
semdir við að skortur á trausti sé
skýrður með vísan til meintrar spill-
ingar og benda á að í þeim hluta
skýrslunnar þar sem fjallað er um
spillingu hérlendis er vitnað í umfjöll-
un fréttamiðla um niðurstöður rann-
sókna í stað rannsóknanna sjálfra.
„Umfjöllun um spillingu virðist
byggja að miklu leyti á frásögnum
fjölmiðla (Vísis og Ríksútvarpsins) af
erindi Gunnars Helga Kristinssonar á
fundi í Háskóla Íslands í janúar 2016
án þess að vitna í erindið sjálft eða
leita eftir niðurstöðunum hjá fyrirles-
aranum,“ segir í umsögn SA. Í
skýrslu starfshópsins er vitnað til ný-
legrar könnunar um að yfir 70% þjóð-
arinnar telji spillingu í stjórnkerfi og
atvinnulífi vera mikla eða frekar
mikla. SA benda á að í sömu könnun
kemur fram að innan við 20% hafi
persónulega reynslu af mismunun og
mun færri hafi beina reynslu af því
sem kallað er alvarleg spilling. En það
hafi verið meginniðurstaða rann-
sókna Gunnars Helga án þess að
fjallað sé um það í skýrslunni. Segja
SA einnig að einungis traust til lög-
reglu, forseta Íslands og Landhelg-
isgæslunnar hafi mælst hærra en til
eigin vinnuveitanda meðal Íslendinga
í júlí 2017.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, segir í samtali
við Morgunblaðið, að það sé hrópandi
misræmi milli þess sem skýrslan
dregur fram og þess sem erlendir
skoðunaraðilar, sem birta lista yfir
gagnsæi og spillingu, segja um Ís-
land. „Þegar Íslendingar líta inn á við
draga þeir upp allt aðra mynd en þeg-
ar útlendingar sem eru að meta þessa
hluti á milli landa sjá, þegar þeir líta
inn til landsins. Þetta er staðfest í
hverri könnun á eftir annarri þar sem
Ísland vermir alltaf efstu sæti, alveg
sama þótt það varði litla spillingu,
gæði heilbrigðiskerfisins, eða lífskjör
þjóðarinnar.“
Alþjóðlegum kvörðum
ber ekki saman
Hann segir aðalatriðið í alþjóðleg-
um mælikvörðum hvað varðar spill-
ingu ekki vera það að lenda í fyrsta,
öðru eða fjórða sæti, heldur vera með-
al efstu þjóða. Samkvæmt Corruption
Perceptions Index sem Transparency
International gefur út er Ísland 13.
minnst spillta landið af 180 löndum.
„En innlend orðræða er oft með þeim
hætti að hér sé spilling og það hefur
eflaust áhrif á upplifun fólks. Erlendir
sérfræðingar sem horfa inn til lands-
ins finna hinsvegar einfaldlega ekki
þá spillingu sem margir innlendir að-
ilar virðast hafa áhyggjur af.“
Staðhæfingar án röksemda
SA segja einnig að sumar staðhæf-
ingar skýrslunnar standi án þess að
sett séu fram dæmi eða rök með þeim.
Í skýrslunni stendur m.a. að sterkir
sérhagsmunaaðilar nái ákveðnu tang-
arhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á
þau með viðbrögðum sínum við ein-
stökum ákvörðunum. „Til þess að svo
þungar ávirðingar séu marktækar
verður að styðja þær með dæmum og
hverjir aðilarnir séu og hvernig þeir
hafa fengið ákvörðunum breytt og í
hverju tangarhaldið hafi verið falið,“
segir í umsögn SA. „Það er ekki nefnt
dæmi eða þá undir hvaða horni menn
hafi tangarhald á einstökum aðilum
og á meðan það er ekki nefnt þá er
ekki hægt að taka mark á þessum
kafla skýrslunnar,“ segir Halldór og
bætir við að það séu margir umdeil-
anlegir hlutir í skýrslunni og hluti af
henni hljóti að kalla á endurskoðuð
vinnubrögð.
Misvísandi umfjöllun um spillingu
SA telur æskilegt að kafli um spillingu í skýrslu starfshóps forsætisráðherra verði endurskrifaður
Hluti skýrslunnar umdeilanlegur og hljóti að kalla á vandaðri vinnubrögð, segir framkvæmdastjóri SA
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, afhenti Bjarna Bene-
diktssyni fjármálaráðherra skýrslu
sína um erlenda áhrifaþætti banka-
hrunsins í fjármálaráðuneytinu í gær.
„Skýrslan sýnir hversu grátt Íslend-
ingar voru leiknir af grannþjóðun-
um,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is
í gær.
Skýrslan er á ensku og telur end-
anleg útgáfa hennar um 180 blaðsíð-
ur. Hannes vann að skýrslunni í um
fjögur ár og dróst útgáfa hennar tals-
vert, meðal annars vegna þess að
stytta þurfti skýrsluna úr um 600
blaðsíðum í upphaflegri gerð hennar.
Ruddaleg og óþörf framkoma
Hannes sagði að helstu niðurstöður
skýrslunnar væru þær að beiting
hryðjuverkalaga gegn Íslandi hefði
verið bæði ruddaleg og óþörf aðgerð
gagnvart Íslendingum vegna þess að
breska fjármálaeftirlitið hefði sent til-
skipun til útibús Landsbankans í
Lundúnum, sem var gefin út fimm
dögum áður en hryðjuverkalögin
voru sett. „Þar var Landsbankanum
bannað að flytja fé úr landi nema með
samþykki fjármálaeftirlitsins. Þetta
hefði alveg nægt til þess að hindra
ólöglega fjármagnsflutninga úr landi,
en það var tilgangur hryðjuverkalag-
anna,“ sagði Hannes.
Þá hefði beiting laganna einnig ver-
ið mjög ruddaleg þar sem hún hafði í
för með sér þungar búsifjar fyrir Ís-
lendinga, auk þess sem hún var dóna-
skapur við gamla grannþjóð. „Það
sést líka hversu ruddaleg hún var
þegar haft er í huga að gegn Þjóð-
verjum, sem bjuggu við sömu aðstæð-
ur, var engum hryðjuverkalögum
beitt, heldur var þeim veitt lán.“ Þetta
hefði verið gert þegjandi og hljóða-
laust án nokkurrar milliríkjadeilu.
Mismunuðu eftir þjóðerni
Hannes sagði einnig að önnur meg-
inniðurstaða skýrslunnar væri að
Bretar hefðu beitt Íslendinga mis-
rétti með því að loka tveimur bresk-
um bönkum sem voru í eigu Íslend-
inga, Kaupthing Singer &
Friedlander og Heritable Bank, á
sama tíma og öllum öðrum breskum
bönkum var bjargað frá falli með að-
stoð ríkisins.
„Síðan kemur í ljós þegar þessir
bresku bankar sem voru í eigu Íslend-
inga voru gerðir upp að þeir áttu báð-
ir fyrir skuldum. Þeir voru alls ekki
gjaldþrota og það var alveg að ósekju
sem þeim var lokað.“ Hannes veltir
fyrir sér hvers vegna framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hafi ekki
tekið málið upp því þarna hafi Íslend-
ingum augljóslega verið mismunað á
grundvelli þjóðernis. „Það fengu allir
bankar í Bretlandi aðstoð nema þeir
tveir bankar sem voru í eigu Íslend-
inga.“
Viðeigandi tímasetning
Nokkur dráttur hefur orðið á birt-
ingu skýrslunnar og nefndi Hannes
að hann hefði skilað af sér 600 bls.
skýrslu á tilsettum tíma, en að hann
hefði séð í samráði við Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Íslands að hún væri
allt of löng og því ákveðið að skera
hana niður í 320 bls. Það hefði einnig
reynst of langt og því hefði tekist í
þriðju atrennu að skera skýrsluna
niður í 180 bls.
Þá sagði Hannes að sér þætti einn-
ig viðeigandi að skýrslan kæmi út
núna, en sem kunnugt er verða brátt
tíu ár frá hruninu.
Vorum grátt leiknir
af Bretum í hruninu
Beiting hryðjuverkalaganna bæði „ruddaleg og óþörf“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skýrslan Hannes Hólmsteinn Gissurarson afhendir hér Bjarna Benediktssyni skýrslu sína um bankahrunið.
Ísland situr í 13. sæti á lista um spillingu í ríkjum heims, samkvæmt
Corruption Perceptions Index sem Transparency International gefur út á
hverju ári. Ísland fær þar 77 stig af 100 mögulegum. Í efsta sæti listans
er Nýja-Sjáland með 89 stig. Ísland hefur aldrei farið neðar en í 14. sæti
listans. Þá telur The Business Anti-Corruption Portal (BACP), sem við-
skiptanefndir Sameinuðu þjóðanna líta m.a. til, litla hættu stafa af spill-
ingu á Íslandi.
Í 13. sæti af 180 löndum
SPILLING Á ÍSLANDI
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Í frumvarpinu um veiðigjöld sem
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra lagði fram í
gær eru gerðar ýmsar breytingar á
því hvernig gjaldið verður reiknað út
og lagt á. Fyrirhugað er að frumvarp-
ið taki gildi um áramótin, en þá munu
fyrri lög um veiðigjöld renna út.
Í fréttatilkynningu frá atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu er
greint frá því að breytingarnar sem
gerðar eru á forsendum veiðigjaldsins
eigi að leiða til þess að minni sveiflur
verði á álagningu veiðigjalds, þannig
að meira samræmi verði á milli af-
komu sjávarútvegsfyrirtækja og fjár-
hæðar gjaldsins á hverjum tíma.
Þar segir einnig að helsta breyt-
ingin sem verði í útreikningi gjald-
anna sé sú að veiðigjaldið verður bæði
fært nær í tíma og ákveðið fyrir
almanaksár. Ákvörðun veiðigjaldsins
verður þannig byggð á ársgömlum
gögnum um afkomu sjávarútvegs-
fyrirtækja í stað gagna sem eru um
tveggja ára gömul líkt og nú er, en
fyrirtæki í sjávarútvegi hafa oft gagn-
rýnt að sá háttur sé hafður á, þar sem
aðstæður í greininni geti oft breyst
hratt, og veiðigjaldið þá jafnvel komið
niður á útgerðinni þegar þróunin hef-
ur verið til hins verra.
Reiknistofninn gegnsærri
Þá verður veiðigjaldanefnd lögð
niður en útreikningur veiðigjalds og
álagning þess fært til Ríkisskatt-
stjóra, sem mun einnig árita allar
upplýsingar í greinargerð með skatt-
framtali sem rekstraraðilar í sjávar-
útvegi skila þegar hún er opnuð, en
þannig á að auðvelda eigendum fiski-
skipa þessi skil.
Um leið er markmiðið að gera
reiknistofn veiðigjaldsins gegnsærri
og auðskiljanlegri en reiknistofn gild-
andi laga, meðal annars með því að
veiðigjaldið mun núna byggjast á
rekstrarupplýsingum sem sjávar-
útvegsfyrirtæki skila inn samhliða
skattframtali sínu. Einnig er lagt til í
frumvarpinu að hagnaður af fisk-
vinnslu komi ekki til útreiknings
veiðigjaldsins líkt og verið hefur, þar
sem fiskvinnslan sé ekki hluti af auð-
lindanýtingu.
Þá er hugmyndin sú að draga úr
flækjustigi veiðigjaldsins, meðal ann-
ars með því að einfalda veiðigjald á lít-
ið veiddar tegundir og undanskilja
tegundir utan aflamarksins, að frá-
töldum makríl.
Sér ýmislegt jákvætt
Jens Garðar Helgason, formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarp-
inu sem lagt var fram í gær, eins og þá
fyrirætlan að færa viðmiðunarár
gjaldsins nær í tíma. „Við höfum oft
bent á þá skekkju sem felst í því að
borga gjald sem miðast við afkomu
greinarinnar jafnvel tveimur árum
áður,“ segir Jens Garðar.
„Við höfum séð það núna hvað
rekstrarskilyrði greinarinnar geta
breyst stórkostlega á örskömmum
tíma, bæði hvað varðar gengi, verð á
erlendum mörkuðum eða kvóta,
þannig að það er mjög hvimleitt að
þurfa að greiða gjald sem er með við-
miðunarár svona langt aftur í tím-
ann.“
Hann bætir við að svo séu aðrir
þættir í frumvarpinu sem þurfi að
reikna út hvaða áhrif muni hafa á
greinina. SFS muni svo senda um-
sögn í kjölfarið.
Laga annmarka
og minni sveifla
á veiðigjaldinu
Veiðigjaldanefnd verður lögð niður
Morgunblaðið/Eggert
Veiðigjöld Frumvarpið á að ein-
falda stjórnsýslu veiðigjaldanna.