Morgunblaðið - 26.09.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA
26. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.7 110.22 109.96
Sterlingspund 143.96 144.66 144.31
Kanadadalur 84.69 85.19 84.94
Dönsk króna 17.295 17.397 17.346
Norsk króna 13.493 13.573 13.533
Sænsk króna 12.49 12.564 12.527
Svissn. franki 114.33 114.97 114.65
Japanskt jen 0.9736 0.9792 0.9764
SDR 153.97 154.89 154.43
Evra 129.04 129.76 129.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.7833
Hrávöruverð
Gull 1198.75 ($/únsa)
Ál 2032.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.97 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Á hluthafafundi
smásölurisans N1
var ákveðið í gær
að félagið tæki upp
nafnið Festi. Þar
með hefur N1 tekið
upp nafn félagsins
sem það nýlega
festi kaup á en
undir hatti þess
eru m.a. reknar
verslanirnar Krón-
an, Nóatún og Elko, ásamt félögunum
Festi fasteignum og Bakkanum vöru-
hóteli. Á hluthafafundinum var einnig
samþykkt ný samkeppnisstefna sem
byggist á sátt við Samkeppniseftirlitið
og þá var endurskoðuð starfskjara-
stefna samþykkt. Þannig er m.a. gert
ráð fyrir að kaupauki forstjóra geti að
hámarki numið þriggja mánaða laun-
um í stað sex mánaða eins og áður.
Margrét Guðmundsdóttir verður áfram
stjórnarformaður. Með henni í stjórn
verða Björgólfur Jóhannsson, Guðjón
Karl Reynisson, Kristín Guðmundsdóttir
og Þórður Már Jóhannesson.
Uppstokkun hjá N1 og
félagið skiptir um nafn
Margrét Guð-
mundsdóttir
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fjórir heimsþekktir erlendir fyrir-
lesarar fjalla á morgun á Hilton Nor-
dica um nýjar áskoranir í stjórnun,
að því er Ásta Sigríður Fjeldsted,
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís-
lands, segir í samtali við Morgun-
blaðið. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem
er samstarfsverkefni Manino og Við-
skiptaráðs, er „Bylting í stjórnun“.
Aðspurð segir Ásta að breytt viðhorf
til vinnu og framþróun í tækni og
þekkingu starfsfólks sé að breyta
starfsháttum í fyrirtækjum og stofn-
unum. „Það má segja að þessi sígilda
miðlæga stjórnun eins og þekkja má
af verksmiðjugólfinu sé löngu orðin
úrelt. Kröfur til stjórnenda, hvort
sem það eru forstjórar, verkefna-
stjórar í litlum teymum eða aðrir,
eru orðnar allt aðrar,“ segir Ásta.
Hún segir sem dæmi að íslenska
þjóðin sé í dag orðin hámenntuð, og í
12. sæti á lista Framfarastofnunar
Evrópu, OECD, yfir þjóðir með
hæsta hlutfall háskólamenntaðra.
„Við vitum að þetta er mestmegnis
þekkingarstarfsfólk, sem vill vinna
sjálfstætt og vill frelsi og sveigjan-
leika í vinnunni. Þá vilja þessir ein-
staklingar fá aukna ábyrgð og hika
ekki við að færa sig til í starfi ef eitt-
hvað betra býðst annars staðar.“
Laun ekki aðalmálið
Hún segir að í þessu samhengi séu
það ekki endilega launin eða vinnu-
tíminn sem öllu máli skipti. Aðalmál-
ið sé að fólk vinni að einhverju
skemmtilegu, störf þess hafi þýðingu
og fólk njóti sín í starfi. „Til að það
geti gerst þarf að skapa umhverfi og
menningu á vinnustað sem styður við
það markmið. Þarna er traust lyk-
ilorðið. Að fólki sé treyst til að vinna
með hag fyrirtækisins að leiðarljósi.
Þetta snýst m.a. um að dreifa ákvarð-
anatöku, hætta að mynda flöskuhálsa
hjá yfirstjórnendum og ýta ákvarð-
anatöku niður píramídann.“
Fyrirlesararnir fjórir koma hver
úr sinni áttinni að sögn Ástu. Hún
segir að Alexander Kjerulf sé t.d.
nokkurs konar „hamingjugúrú“ Dan-
merkur, en fyrirlestur hans nefnist
Happiness at Work eða Hamingja á
vinnustaðnum. „Hann segir til dæmis
að „Happy Hour“ eigi í raun að vera á
milli kl. 9 og 17 á daginn á vinnu-
staðnum með það fyrir augum að
vellíðan auki framleiðni starfsfólks.“
Yfirskrift fyrirlesturs Benju Stig
Fagerland er SHEconomy, eða
HÚNhagfræði. Ásta segir að út-
gangspunktur Fagerland sé að
breyta þurfi kerfinu, ekki konunni.
„Hún segir að konur séu að verða
stærsti nýmarkaður í viðskiptum í
heiminum og menn verði að gefa því
gaum eða heltast úr lestinni ella.“
Joost Minnaar mun svo tala m.a.
um það að sögn Ástu að fyrirtæki
ættu að hætta eilífri langtímamark-
miðasetningu en auka frekar til-
raunastarfsemi. Að lokum ræðir Jos
De Blok meðal annars um það að
sjálfstæð teymi einstaklinga með
ólíkan bakgrunn starfi best séu þau
gerð ábyrg fyrir sínum eigin
árangri.
Treysta þarf starfsfólki til
að vinna að hag fyrirtækis
Erindi Alexander Kjerulf, Benja Stig Fagerland, Jos De Blok, Ásta Fjeldsted, Helga Arnardóttir og Joost Minnaar.
Bylting í stjórnun
» Það eykur vellíðan á vinnu-
stað ef starfsmenn fá aukna
ábyrgð.
» Hámarksfjöldi á vinnustað
ætti að vera 60 manns.
» Fyrirtæki ættu að hætta í
langtímamarkmiðum en gera
frekar meiri tilraunir.
» Breyta þarf kerfinu, ekki
konunni.
» Nú stendur yfir alþjóðleg
vika hamingju á vinnustað.
Fjórir erlendir fyrirlesarar á stjórnunarráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands
Greiningardeild Arion banka gerir
ráð fyrir mjög lítilli fjölgun ferða-
manna á næstu árum, eins og það var
orðað á morgunfundi deildarinnar í
gærmorgun um íslenska ferðaþjón-
ustu, og sagði Erna Björg Sverris-
dóttir sérfræðingur að komið væri
að kaflaskilum í greininni.
Í spá greiningardeildarinnar er
gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi
um 4,5% á þessu ári, 1,4% árið 2019,
2,4% árið 2020 og 2,7% árið 2021.
Í máli sérfræðinga deildarinnar
kom fram að flugfargjöld Icelandair
og WOW air þyrftu að hækka, enda
væri rekstrartap, EBIT, Icelandair
og WOW air í ár um 1.000 kr. á hvern
flugfarþega. Þó gæti 10% hækkun
flugfargjalda leitt til „skells“ sem
hefði í för með sér töluvert minnk-
andi heildarneyslu ferðamanna hér á
landi, fækkun starfa í ferðageiranum
og minni útflutningtekjur þjóðarinn-
ar, sem aftur þýddi að viðskiptajöfn-
uður færi úr því að vera jákvæður
yfir í viðskiptahalla.
AirBNB-eignum fækkar
Eignum sem boðnar eru til leigu
hér á landi á gistisíðunni AirBNB er
tekið að fækka, að því er kom einnig
fram á fundinum, og vísbending er
um að ferðamenn séu að færa sig úr
AirBNB yfir í hótelgistingu.
Þarna spilar inn í, að mati sér-
fræðings deildarinnar, sterkt raun-
gengi, hert regluverk og aukin sam-
keppni við hótel. Allt þetta hafi
mögulega dregið úr hvatanum til að
leigja út eignir í gegnum AirBNB.
Þá hafi hvati húseigenda til að selja
fasteignir sínar í stað þess að leigja
þær út aukist vegna hækkandi fast-
eignaverðs. tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Herbergi Gistinóttum á AirBNB
fækkað 5 mánuði í röð í borginni.
Spá 1,4% fjölgun
ferðamanna 2019
Kaflaskil í ferða-
þjónustunni að
mati Arion banka