Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Þrándur í götu Hópur spakra gæsa hefur haldið til við hringtorg nálægt Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík síðustu daga og iðulega sýnt aðdáunarverða biðlund þegar bílar eru að flækjast fyrir.
Kristinn Magnússon
Hvað á að gera þeg-
ar ríkisfyrirtæki sem
fær rúmlega 4,1 millj-
arð króna frá skatt-
greiðendum á þessu
ári, fer ekki að lögum?
Er þá rétt að fjárveit-
ingavaldið – Alþingi –
taki ákvörðun um að
hækka framlögin um
535 milljónir króna á
komandi ári?
Í frumvarpi til fjárlaga 2019 er
gengið út frá því að gert verði vel
við Ríkisútvarpið og að skattgreið-
endur láti meira af hendi rakna og
tryggi ríkisfyrirtækinu rúmlega 4,6
milljarða króna árið 2019. Hækk-
unin er svipuð og það kostar að reka
Menntaskólann á Egilsstöðum.
Hækkunin er töluvert meiri en
verja á í framkvæmdaáætlun í mál-
efnum fatlaðs fólks og 110 millj-
ónum hærri en sú fjárhæð sem
Þjóðskjalasafn Íslands fær á kom-
andi ári.
Fyrirhuguð hækkun á rekstr-
arframlögum til Ríkisútvarpsins
verður örugglega samþykkt með yf-
irgnæfandi meirihluta atkvæða á Al-
þingi – enda eiga fáar stofnanir eða
ríkisfyrirtæki jafnmarga stuðnings-
menn í þingsal og Ríkisútvarpið. Við
afgreiðslu fjárlaga munu þingmenn
sjá í gegnum fingur sér við Ríkis-
útvarpið sem fer ekki
eftir skýrum lagafyrir-
mælum.
Ekki farið að lögum
Í liðinni viku vakti
ég athygli á því í þing-
sal að samkvæmt 4.
grein laga um Ríkis-
útvarpið væri ríkisfyr-
irtækinu skylt að að-
skilja allan sam-
keppnisrekstur (s.s.
sölu auglýsinga og út-
leigu á myndveri, tækj-
um og húsnæði) frá rekstri sem skil-
greindur er sem fjölmiðlaþjónusta í
almannaþágu og er rökstuðningur
fyrir því að lagður er á nefskattur á
flesta Íslendinga og alla lögaðila.
Í 4. grein segir meðal annars:
„Ríkisútvarpið skal stofna og reka
dótturfélög, sem að fullu leyti eru í
eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá
sem kveðið er á um í 3. gr.“
Lög um Ríkisútvarpið voru sam-
þykkt í mars 2013. Ríkisútvarpinu
var, með bráðabirgðaákvæði, veitt
tímabundin heimild til „að afla
tekna með viðskiptaboðum, sölu og
leigu á vörum sem tengjast dag-
skrárefni þess og annarri þjónustu
sem fellur undir 4. gr. þar til dótt-
urfélög hafa verið stofnuð og eru
tekin til starfa“.
Í desember 2015 voru sam-
þykktar breytingar á lögum um
Ríkisútvarpið og þar kemur skýrt
fram að „4. gr. öðlast gildi 1. janúar
2018“. Með öðrum orðum: Tíma-
bundin heimild var felld úr gildi
með liðlega tveggja ára fyrirvara.
Ríkisútvarpið hafði þannig tvö ár
til að undirbúa stofnun dótturfélaga
og gera aðrar þær ráðstafanir sem
nauðsynlegar kunnu að vera, til að
uppfylla skýr fyrirmæli laga. En
ekkert var gert. Haldið var áfram
eins og ekkert hefði í skorist og þó
ekki alveg. Ríkisfyrirtækið herti á
samkeppninni við sjálfstæða fjöl-
miðla – þurrkaði upp auglýs-
ingamarkaðinn í skjóli Heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu. Og hefur
nú snúið sér af hörku að því að
keppa við einkaaðila á sviði tækja-
leigu og útleigu myndvers.
Þagnarmúr
Það hefur vakið athygli mína
hversu fáir virðast hafa áhyggjur af
því að ríkisfyrirtæki, sem er með yf-
irburðastöðu á markaði, skuli ekki
fylgja skýrum fyrirmælum laga.
Engu er líkara en sérstakur þagnar-
múr sé reistur í hvert skipti sem
bent er á eitthvað sem miður fer í
rekstri Ríkisútvarpsins. Samtök iðn-
aðarins standa utan við múr þagn-
arinnar og hafa sent stjórn ríkisfyr-
irtækisins bréf þar sem meðal annars
er bent á að forsenda heilbrigðis
markaðar og samkeppni sé að allir
starfi eftir sömu leikreglum, þar á
meðal ríkisrekin fyrirtæki. Þess
vegna sé mikilvægt að í starfsemi
ríkisrekinna fyrirtækja sem að miklu
eða öllu leyti eru fjármögnuð af rík-
isfé, sé greint á milli almanna-
hlutverks þeirra og samkeppn-
isreksturs.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins
í liðinni viku benda Samtök iðnaðar-
ins á að það sé skylda stjórnar
Ríkisútvarpsins, að sjá til þess að
skipulag og starfsemi sé í „réttu og
góðu horfi“ og sú hógværa ósk sett
fram að stjórnin sjá til þess að koma
starfsemi ríkisfjölmiðilsins „þegar í
stað í lögmætt horf með því að setja
allan samkeppnisrekstur í dóttur-
félög“:
Í frétt Morgunblaðsins er haft
eftir útvarpsstjóra að verið sé að
vinna að útfærslu þessarar laga-
greinar [4. grein] í samstarfi við
menntamálaráðuneytið: „Það eru
ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf
lausn á áður en næstu skref verða
tekin.“
Bráðabirgðaskjólið er farið
Sá er þetta skrifar hefur ekki
hugmyndaflug til að átta sig á því
hvaða lagalegu álitaefna útvarps-
stjóri vísar til. Ákvæði 4. greinar
laganna eru skýr og einföld. En ef
það er rétt að einhver álitaefni séu
eða hafi verið uppi, þá hafði Ríkis-
útvarpið (í samstarfi við mennta-
málaráðuneytið) liðlega 24 mánuði
til að finna „lausn“ á þeim áður en
lagaákvæðið tók gildi 1. janúar síð-
astliðinn, samkvæmt ákvörðun Al-
þingis 2015. Skjólið sem Ríkisút-
varpið hafði í bráðabirgðaákvæði,
er ekki lengur fyrir hendi. Það er
því rangt hjá útvarpsstjóra að
halda því fram að núverandi fyrir-
komulag á rekstri Ríkisútvarpsins,
sé heimilt – sé í samræmi við lög.
Þegar ég gerði lögleysuna í
Efstaleiti að umtalsefni í þingsal
lauk ég málinu mínu með eftirfar-
andi:
„Núna þegar september er svo
gott sem hálfnaður bólar ekkert á
því að Ríkisútvarpið taki ákvörðun
um það að fara að lögum. Svo getum
við velt því upp hér hvernig við ætl-
um að styðja við og reyna að styrkja
starfsemi frjálsra fjölmiðla, sjálf-
stæðra fjölmiðla. Við munum örugg-
lega taka til umræðu tillögur
menntamálaráðherra í þeim efnum.
En er ekki best að byrja þá á því,
herra forseti, að láta ríkisstofnanir
fara almennt að lögum?“
Eftir Óla Björn
Kárason » Það vekur athygli
hversu fáir virðast
hafa áhyggjur af því að
ríkisfyrirtæki, með yfir-
burðastöðu á markaði,
skuli ekki fylgja skýrum
fyrirmælum laga.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Að fara að lögum eða fara ekki að lögum