Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 21

Morgunblaðið - 26.09.2018, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018 forráðamenn KSF sér til þeirra og spurðu hvort þeir gætu fengið sömu fyrirgreiðslu og aðrir breskir bankar. „Þetta fé er ekki ykk- ur ætlað,“ sagði þá forstjóri breska Fjár- málaeftirlitsins. Þennan sama dag lokaði Fjármálaeftirlitið KSF með þeim afleið- ingum að móðurfélagið uppi á Íslandi, Kaup- þing, fór í þrot. Í viðtali, sem ég tók við Al- istair Darling á skrifstofu hans í Lundúnum 11. desember 2013, spurði ég hann, hvers vegna hann hefði bjargað RBS, Royal Bank of Scotland, en ekki KSF. „RBS var breskur banki,“ svaraði Darling. „Það var KSF líka,“ sagði ég. Örlítið hik kom á Darling en síðan sagði hann: „En RBS var kerfislega mikil- vægur.“ Raunar björguðu bresk stjórnvöld bönkum sem voru ekki kerfislega mikilvægir og jafnvel í eigu spænskra banka. En þegar slitastjórn Kaupþings höfðaði mál gegn breska fjármálaráðuneytinu fyrir að hafa lokað KSF og bakað þannig Kaupþingi stór- kostlegt tjón var vörn ráðuneytisins að KSF hefði verið kerfislega mikilvægur banki og samþykkti breskur dómstóll það. Í skýrslu minni bendi ég á ýmsar aðrar mótsagnir og villur í dómsorðinu. Ég færi rök fyrir því í skýrslu minni að með aðgerðum sínum 7. og 8. október 2008 hafi bresk stjórnvöld brotið gegn þeim reglum um innri markað sem gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, jafnt í Evrópu- sambandinu og Noregi, Íslandi og Liechten- stein. Þau mismunuðu bersýnilega bönkum eftir þjóðerni, björguðu öllum breskum bönkum nema þeim tveimur sem voru í eigu Íslendinga. Það er undrunarefni hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem á að vaka yfir því að engin óeðlileg mis- munun eigi sér stað á innri markaði Evrópu, skuli ekki hafa tekið þetta mál til meðferðar. Er það af því að Bretland er stórt og Ísland lítið? Það hefur ekki heldur vakið þá athygli sem skyldi að uppgjör bankanna tveggja sýna að þeir áttu vel fyrir skuldum og lokun þeirra var því óréttmæt. Endurheimtur í KSF eru 87% og í Heritable 98%. Nam þó endurskoðunar- og lögfræðikostnaður ótrú- legum upphæðum, í KSF 136 milljónum punda eða 19 milljörðum króna og í Her- itable Bank 43 milljónum punda eða sex milljörðum króna. Englandsbanki lánar „hryðjuverkasamtökum“! Allar fullyrðingar breskra ráðamanna í samtölum við íslenska starfsbræður þeirra um ólöglega fjármagnsflutninga frá Bret- landi til Íslands reyndust haldlausar. Ræki- leg rannsókn á íslensku bönkunum í Bret- landi leiddi ekkert misjafnt í ljós. Raunar höfðu breskir embættismenn ekki verið nema fimm daga í útibúi Landsbankans í Lundúnum þegar þeim varð ljóst að eignir þess voru margar verðmætar og rétt væri því að tryggja því lausafé. Lánaði Englands- banki útibúinu 100 milljónir punda 12. októ- ber 2008. Varpar þetta skæru ljósi á fárán- leikann að baki beitingar hryðjuverkalaganna: Englandsbanki lánaði fyrirtæki, sem var á opinberum lista breska fjármálaráðuneytisins um hryðjuverka- samtök, 100 milljónir punda! Í næstu grein- um ræði ég um hvers vegna seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum neituðu íslenska seðlabankanum um sömu fyrirgreiðslu og aðrir seðlabankar fengu, reifa ýmsa almenna lærdóma af viðbrögðum íslenskra stjórn- valda við bankahruninu og greini nokkra sið- ferðilega þætti bankahrunsins. » Beiting hryðjuverkalag- anna hafði tafarlaus áhrif. Fjármagnsflutningar og vöru- sendingar til Íslands stöðv- uðust nær alveg enda sagði Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, … að ríkis- stjórnin væri að „frysta eigur íslenskra fyrirtækja í Bret- landi alls staðar, þar sem það væri hægt“. Morgunblaðið/RAX Bretum til minnkunar Ljósmynd/Ken Jack/Alamy Skosku stjórnmálamennirnir Alistair Darling fjármálaráðherra og Gordon Brown forsætisráðherra höfðu áhyggjur af velgengni skoskra sjálf- stæðissinna, sem töluðu um velsældarbogann frá Írlandi um Ísland til Noregs, og ætti Skotland þar heima. Þeir vildu sýna skoskum kjósendum fram á hættuna af sjálfstæði. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og höfundur nýrrar skýrslu á ensku til fjármálaráðuneytisins um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Ísland hefur aldrei farið með hernaði gegn öðrum þjóðum, og landið hefur átt vinsam- legt samband við Bretland öldum saman. Engu að síður setti stjórn breska Verka- mannaflokksins íslenskar stofnanir og fyrirtæki á opinberan lista breska fjár- málaráðuneytisins um hryðjuverkasamtök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.