Morgunblaðið - 26.09.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
✝ María ErnaÓskarsdóttir
fæddist á Brú í
Biskupstungum 4.
október 1940. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 20.
september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ósk-
ar Tómas Guð-
mundsson, f. 2.8.
1905, 29.7. 1989, og Marta Aðal-
heiður Einarsdóttir, f. 13.1.
1909, l. 5.11. 2004. Þau byrjuðu
búskap sinn í Vestmannaeyjum,
fluttust þaðan að Arngeirs-
stöðum í Fljótshlíð, að Brú í
Biskupstungum þar sem bjuggu
lengi vel og loks til Reykjavíkur.
María Erna ólst upp á Brú í
Biskupstungum en fluttist síðar
til Reykjavíkur.
Systkini Maríu voru: Þor-
björg Erna, f. 2.1. 1934, Þorleif-
ur Kristján f. 19.11. 1935, l.
21.12. 2009, Ingibjörg, f. 11.6.
1937, Guðmundur Hermann, f.
24.12. 1938, Lilja Jóhanna, f.
25.3. 1946, og Grétar, f. 16.7.
1949.
Börn Maríu Ernu eru fjögur:
Mörtu er Hannes Svanur Grét-
arsson, f. 29.9. 1959 og eiga þau
saman synina: a) Grétar, f. 6.9.
1980, og eiginkona hans er Edda
Ósk Ólafsdóttir, f. 16.3. 1981. b)
Hermann, f. 9.10. 1987, og sam-
býliskonan hans er Henný
Lindqvist, f. 10.1. 1975. Dóttir
þeirra er Freyja Nikki Lind-
qvist, f. 9.11. 2008. c) Anton
Helgi, f. 20.4. 1993, sambýlis-
kona hans er Ingunn Lára Krist-
jánsdóttir, f. 11.12.1992. 3)
Þórður Ágúst Hlynsson, f. 18.8.
1974, fyrrverandi sambýliskona
hans er Þóra Leifsdóttir, f. 9.6.
1980. Eiga þau saman dæturnar:
a) Birta María, f. 13.12. 2002, b)
Júlía Ósk, f. 28.3. 2007. Þórður
kvæntist síðar Astou Boye
Mbaye Hlynsson, f. 14.1. 1980 og
eiga þau saman börnin: c) Nahla
Rós, f. 21.6. 2013, d) Aron Fadel
Hlynur, f. 20.3. 2015, e) Abby
Lovísa, f. 30.11. 2016. 4) Aðal-
heiður Lilja Hlynsdóttir f.
5.2.1979, fyrrverandi sambýlis-
maður hennar er Elvar Örn
Reynisson, f. 22.3. 1977, og eiga
þau saman dæturnar: a) Marta
Rut, f. 27.8. 2006. b) Rebekka
Ýr, f. 15.7. 2008. Þau Þórð og
Aðalheiði átti María Erna með
fyrrverandi eiginmanni sínum,
Hlyni Smára Þórðarsyni, f. 5.10.
1946.
Úför Maríu Ernu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 26.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1) Hermann Svanur
Sigurðsson, f. 8.3.
1958, l. 9.11. 1980.
Skildi hann eftir sig
einn son, Guðjón
Svan, f. 11.9. 1977,
sem hann átti með
fyrrverandi sam-
býliskonu sinni,
Hólmfríði Hjördísi
Guðjónsdóttur, f.
6.6. 1958. Guðjón
Svanur á tvö börn
með fyrrum sambýliskonu sinni,
Hrefnu Björg Björnsdóttir, f.
9.8.1977: a) Aníta Ösp Waage, f.
29.8. 1997, og á hún einn son
með fyrrverandi sambýlismanni
sínum Friðriki Högnasyni, f.
1.10. 1996, Emanúel Mána, f.
25.11. 2016. Núverandi sam-
býlismaður hennar er Kristófer
Guðmundsson, f. 29.9. 1998. b)
Hermann Svanur, f. 13.2. 1999.
Núverandi sambýliskona Guð-
jóns Svans er Lilja Dögg
Schram Magnúsdóttir, f. 25.6.
1981. 2) Helga Marta Helgadótt-
ir, f. 7.12. 1961, en hana átti
María Erna með fyrrverandi
sambýlismanni sínum, Helga
Kolbeinssyni, f. 22.5. 1927, d.
8.1.2016. Eiginmaður Helgu
Elsku mamma, sárt er að
kveðja.
Í hvern á ég nú að hringja á
morgnana? Og heyra rödd þína
segja „já“. Þannig svaraði þú
ávallt.
Þú varst mikil baráttukona
og hafðir afar sterkar skoðanir
og litla þolinmæði gagnvart ein-
hverju kurteisishjali; þinn stíll
var að segja hlutina bara eins
og þeir voru. Þú varst mikill
dugnaðarforkur, vannst mikið
og kvartaðir aldrei.
Börnin voru mörg sem fengu
að kúra í fanginu á þér, en í yfir
30 ár starfaðir þú sem dag-
mamma, þar sem börnin sem þú
passaðir voru farin að koma
með sín börn í pössun. Þá var
handavinna þitt mesta áhuga-
mál, sérstaklega prjónaskapur.
En á hverju hausti var haldið í
Kolaportið til að selja afrakstur
ársins og var það mikil stemn-
ing.
Þú varst alltaf mikil dama,
elskaðir glamúr, gull og gling-
ur, hælaskó og fallega kjóla.
Vildir helst hvít eða litrík föt í
fataskápinn þinn og skammaðir
okkur systurnar fyrir að ganga
bara í svörtu.
Okkur Hannesi er í fersku
minni ferðin okkar til Spánar
2005 með Öllu systur, Elvari og
Antoni Helga.
Það var sérstaklega góð
minning þegar þú lást á bekkn-
um í sólinni og vildir helst ekki
hreyfa þig, þú hafðir borgað
fyrir sól og þú ætlaðir sko að
vera í sól.
Sumarið 2017 fengum við
fréttirnar um að þú værir kom-
inn með krabbamein. Þá hófst
mikil barátta sem þú ætlaðir
sko ekki að tapa, allan tímann
trúðir þú því að þú myndir
vinna þennan gest og barðist að
öllum mætti. Þú þráðir lífið
þrátt fyrir að vera orðin fárveik
og ætlaðir ekki að tapa. En
sumt getum við ekki ráðið við,
elsku mamma. Þín verður sárt
saknað en ég veit að vel verður
tekið á móti þér fyrir handan.
Hemmi bróðir verður með út-
breiddan faðminn. Þú hefur
loksins fengið frið í hjarta þínu,
en alla tíð hefur sorgin verið
mikil yfir missi sonar þíns.
Elsku mamma, nú er komið
að skilnaðarstund, ég kveð með
söknuði og mun varðveita minn-
ingu þína.
Helga Marta Helgadóttir.
Litlar gjafir
sem gefa lífinu lit.
Stöð 2 í bakgrunni
og símaspjall.
Áramótapartí
fyrir fjölskylduna
fram á rauða nótt
og veitingar með öllu
Kaffi í pela
þrátt fyrir allt.
Spjall um daglega lífið
fram á seinustu stund.
Krepptur hnefi.
Þú gafst ekki upp.
Baráttan dó aldrei
og lifir enn...
(AHH)
Anton Helgi Hannesson.
Elsku besta amma Mæja
okkar.
Það er erfitt að hugsa til þess
að við fáum ekki að sjá þig aft-
ur. Við settumst niður með
mömmu og rifjuðum upp fullt af
góðum minningum um þig. Þú
varst alltaf svo góð við okkur og
hugsaðir vel um okkur alveg frá
fæðingu, enda varstu dag-
amman okkar þegar mamma og
pabbi fóru að vinna.
Það var alltaf svo gott og
gaman að koma til þín og fá að
gista hjá þér. Saman áttum við
óteljandi kósíkvöld þar sem við
kúrðum saman yfir skemmti-
legri bíómynd og borðuðum
nammi saman, þú varst algjör
nammigrís alveg eins og við. En
þrátt fyrir allt nammið sem þú
gafst okkur var það alltaf soðna
ýsan þín sem var okkar uppá-
hald. Enginn sýður ýsuna eins
og amma Mæja og ekki
skemmdu kartöflurnar og
smjörið.
Þú gast alltaf fengið okkur til
að hlæja því þú varst alltaf svo
fyndin. Þú gerðir mikið grín að
sjálfri þér og það fannst okkur
skemmtilegast. T.d. þegar sjón-
in þín var að fara og þú komst
heim frá augnlækninum með
risastór gleraugu sem þú ætl-
aðir sko aldrei að nota. En þú
settir þau upp fyrir okkur bara
svo við gætum hlegið. Og það
sem við hlógum. Og þegar þú
varst orðin veik núna síðasta
vetur og farin að missa hárið
gastu samt gert grín að því og
fengið okkur til að brosa í gegn-
um tárin.
Þú dekraðir stöðugt við okk-
ur. Það var alltaf gaman að fara
með þér í Kringluna um helgar
því við komum alltaf heim með
ný föt og ný leikföng. Og þegar
við heimsóttum þig í Kolaportið
laumaðir þú alltaf að okkur smá
pening og sagðir okkur að
kaupa okkur eitthvað fallegt.
Þú áttir líka alltaf til nóg af lit-
um og litabókum þegar við
komum til þín og það fannst
okkur gaman.
Þú hafðir gaman af að halda
matarboð og komum við alltaf
til þín á jólum og páskum. Alltaf
laumaðir þú að okkur páskaeggi
þegar við fórum frá þér á pásk-
unum og á jólunum var alltaf
mest spennandi að opna gjaf-
irnar frá þér, þær voru líka allt-
af flestar frá þér. Og ekki voru
afmælisgjafirnar okkar minni.
Elsku amma okkar. Mikið
eigum við eftir að sakna þín. En
við kveikjum nú ljós hvert kvöld
fyrir þig og rifjum upp það góða
sem þú gafst okkur. Alla þína
ást og hlýju knúsin. Takk fyrir
að hafa verið amman okkar, við
elskum þig.
Marta Rut og Rebekka Ýr
Elvarsdætur.
Amma mín, ég trúi ekki að þú
sért farin. Allar minningarnar
okkar. Það var alltaf svo gaman
að fara með þér í Kolaportið og
hjálpa þér að selja það sem þú
hafðir prjónað. Ég fékk alltaf
að gista hjá þér helgarnar sem
ég kom með þér í Kolaportið,
það var svo gaman. Við komum
alltaf heim pöntuðum pitsu eða
fórum á Aktu taktu, horfðum
svo á fréttirnar sem mér fannst
ekki það gaman en það var allt-
af svo fyndið hvað þú gerðir
grín að öllu sem kom fram í
fréttunum. Þegar fréttirnar
voru búnar horfðum við á ein-
hverja mynd eða þátt, stundum
tvo eða þrjá, og fórum alltaf að
sofa eftir miðnætti því við töl-
uðum alltaf svo mikið saman.
Þegar við vorum komnar upp í
rúm kl. svona eitt töluðum við
svo lengi saman að við sofn-
uðum ekki fyrr en kannski kl.
tvö eða þrjú.
Allar Kringlu- og Smára-
lindarferðirnar okkar, alltaf að
fara með ömmu Mæju í Kringl-
una og Smáralindina og svo
keyptum við ekkert nema mat,
nammi og ís. Ég gat líka talað
við þig um allt sem ég vildi og
það var alltaf bara á milli mín
og þín, það var svo gott að vita
að ég hafði þig til að tala við um
alls konar mál.
Ég elska þig svo mikið og er
svo miður mín að þú sért farin
en þú varst orðin svo pirruð á
þessu krabbameini og þú ert
komin á miklu betri stað og til
Hemma þíns.
Ég mun alltaf muna eftir öll-
um góðu minningunum okkar
og þú verður alltaf til staðar í
mínu hjarta.
Kveðja,
Birta María.
María Erna
Óskarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns,
föður, afa og langafa,
SVEINS SNORRASONAR
hæstaréttarlögmanns.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ellen Snorrason
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
SVÖVU SJAFNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Ásvegi 1,
Hvanneyri.
Pétur Jónsson
Ómar Pétursson Íris Björg Sigmarsdóttir
Kristján Ingi Pétursson Anna Sigríður Hauksdóttir
Kristín Pétursdóttir Øyvind Kulseng
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTRÚN ELLERTSDÓTTIR,
Eyjabakka 14, Reykjavík,
lést á kvenlækningadeild Landspítalans
laugardaginn 22. september. Útför hennar
verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Kolbrún Þorsteinsdóttir Matthías Loftsson
Þorsteinn R. Kjartansson
Lilja Björg Kjartansdóttir Erlendur Ingi Jónsson
og langömmubörn
Faðir okkar og tengdafaðir,
STEFÁN KEMP,
Skagfirðingabraut 23,
sem lést þriðjudaginn 4. september, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 28. september klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elísabet Kemp Jón F. Hjartarson
Helga Kemp Jean Gudeman
Jean Gudeman Guðni Kristjánsson
Birna Kemp Ragnar G. Þórðarson
Föðurbróðir okkar,
BJÖRN Þ. SIGURÐSSON,
Bangsi,
Höfðabraut 1, Hvammstanga,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga
laugardaginn 22. september.
Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 12. október klukkan 15.
Birgir, Anna, Ósk Jónsbörn
Ástkæra sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma, dóttir mín og systir
okkar,
LAUFEY DÍS EINARSDÓTTIR,
Vogagerði 1
Vogum á Vatnsleysuströnd,
sem lést á heimili sínu mánudaginn
17. september verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í
Reykjavík, föstudaginn 28. september klukkan 13.
Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson
Ríkharður Leó Magnússon Ingibjörg Árnadóttir
Telma Dögg Magnúsdóttir Óli Sigdór Konráðsson
Margrét Erla Gísladóttir Sigurður Lúther Lúthersson
Elísa Hafdís Hafþórsdóttir Þráinn Júlíusson
Mikael Leó Antonsson
Ríkharður Leonard Ríkharðsson
Ragnar Týr Ríkharðsson
Margrét Erla Einarsdóttir
og systkini
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir
og systir,
JÓHANNA RÓS F. HJALTALÍN
Stekkjartúni 28, Akureyri,
lést sunnudaginn 23. september á
heimili sínu. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 28. september klukkan 13:30.
Dagur Magnússon
Fannar Magnússon Helga Margrét Ólafsdóttir
Friðgeir V. Hjaltalín Salbjörg S. Nóadóttir
Eydís F. Hjaltalín
Jófríður Friðgeirsdóttir Steinar Þór Alfreðsson
og fjölskylda
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.