Morgunblaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Anna Rakel Ró-bertsdóttirGlad, graf-
ískur hönnuður, út-
varpsmaður, fyrir-
sæta og diskótekari,
á 40 ára afmæli í
dag. Hún byrjaði ung
að starfa sem fyr-
irsæta og vann mikið
erlendis en starfar
núna aðallega sem
grafískur hönnuður.
Hún útskrifaðist úr
því námi árið 2007
og hefur starfað
sjálfstætt við það síð-
an.
„Ég er með mörg
járn í eldinum þar og
það er gaman að
vera með í verk-
efnum sem eru í startholunum og svo er ég einnig með fastakúnna eins
og veitingastaði. Ég hef líka unnið mikið með Jóni Karli Helgasyni kvik-
myndagerðarmanni og nú var að koma út önnur ljóðabókin með Svika-
skáldum sem er sex kvenna ljóðahópur en ég sá um umbrotið á henni.“
Anna hefur starfað við fjölmiðla gegnum tíðina og sér núna um Popp-
land á Rás 2 alla virka daga frá kl. 2 til 4. „Ég hef mikinn áhuga á tón-
list, er opin fyrir nýrri tónlist og elska gamla tónlist. Núna er ég að
hlusta á nýjustu plötuna með Valdimar. Það sem mér finnst fallegast við
tónlistina er hversu áhrifamikil hún getur verið. Tónlistin gleður, hríf-
ur, skilur, sameinar og segir sögur, í stóru og smáu samhengi. Það er að
segja, maður getur skoðað hana og hlustað þannig hvað er að gerast í
sögulegu, landafræðilegu og félagslegu samhengi á þeim tíma sem hún
er samin. Mér finnst tónlistarsagan í heild sinni svo skemmtileg og hef
verið að horfa á þættina Soundbreaking sem eru á RÚV en þeir eru um
hljóðblöndun. Önnur áhugamál eru heimildarmyndir, fjölskyldan, vinir
og hreyfing, jóga og að hjóla. Það er rétt að ég nefni hreyfinguna síðast
því hún hefur mætt afgangi.“
Það verður þriggja daga afmælisdagskrá hjá Önnu. „Það verður af-
mæliskaffi í dag eftir vinnu, svo förum við verðandi hjónin út að borða á
morgun og veisla á föstudaginn. Ég ætti að bæta einhverju við á laug-
ardaginn, hafa það allt er þegar fernt er í tilefni fertugsafmælisins.“
Anna er trúlofuð Agli Erni Rafnssyni, tónlistarmanni og leiðsögu-
manni. Sonur þeirra er Róbert Þrymur Egilsson Glad tveggja ára og
stjúpsonur Önnu er Helgi Rafn Egilsson átta ára. Þess má geta að Glad-
nafnið kemur frá föðurafa Önnu sem var finnskur.
Afmælisbarnið Anna Rakel Róbertsdóttir Glad.
Tónlistin sameinar
og segir sögur
Anna Rakel Róbertsdóttir er fertug í dag
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Á
sgerður Júníusdóttir
fæddist Reykjavík 26.9.
1968 og ólst þar upp.
Hún var auk þess í sveit
hjá föðursystur sinni í
Seljatungu í Flóa í nokkur sumur.
Ásgerður hóf tónlistarnám sex
ára, lærði á flautu og píanó fram yfir
unglingsaldur, hóf söngnám 19 ára
og stundaði það í 11 ár, í Reykjavík,
London og víðar. Hún lauk BA-prófi
í listfræði og bókmenntum, MA-prófi
í menningarstjórn og er að ljúka
MA-prófi í listfræði.
Ásgerður hefur verið söngkona í
tvo áratugi og komið fram víða um
heim. Helsti starfsvettvangur henn-
ar hefur þó verið hér heima, enda
hefur hún lagt sérstaka áherslu á
flutning íslenskrar tónlistar. Hún
hefur frumflutt fjölda nýrra tón-
verka, s.s. eftir Jórunni Viðar, Atla
Heimi Sveinsson, Karólínu Eiríks-
dóttur, Hauk Tómasson, Jóhann Jó-
hannsson o.fl.
Ásgerður gaf út þrjá geisladiska í
samvinnu við Smekkleysu en þeir
hlutu mikið lof og tilnefningar,m.a.
til Íslensku tónlistarverðlaunanna og
menningarverðlauna DV. Á geisla-
diskum sínum hefur Ásgerður leitast
við að feta ókannaðar slóðir í við-
fangsefnum og framsetningu. Hún
hefur dregið fram tónlist sem áður
var lítið eða ekkert flutt og má þar
nefna sönglög Magnúsar Blöndal Jó-
hannssonar en verk hans má finna á
tveimur diska Ásgerðar.
Á fyrsta diski hennar, Minn heim-
ur og þinn, má heyra lög og ljóð eftir
íslenskar konur og spannaði við-
fangsefnið 100 ár. Ásgerður hefur
unnið með fjölda fólks úr ólíkum
geirum tónlistar og blandað mark-
visst saman ýmsum tónlistarstílum
svo sem klassík, djass, raftónlist,
kvikmyndatónlist, poppi o.fl. á disk-
um sínum.
Ásgerður hefur sungið í ýmsum
óperum, nú síðast í óperunni Magnús
María eftir Karólínu Eiríksdóttur,
en sú sýning ferðaðist í nokkur ár og
var m.a. sett á svið í helstu óperu- og
leikhúsum Norðurlanda. Hún var
auk þess sett á svið í Þjóðleikhúsinu í
Ásgerður Júníusdóttir óperusöngkona – 50 ára
Söngur og bókmenntir Þau Ásgerður og Sjón eru virt og vel kynnt par í íslensku menningarlífi, hvort á sína vísu.
Í smiðjum íslenskra
samtímatónskálda
Ljósmynd/Júnía Líf M. Sigurjónsdóttir
Afmælisbarnið Ásgerður Júníus-
dóttir óperusöngkona.
Guðbjörg Pálsdóttir fæddist í
Reykjavík 26. september 1928.
Hún er dóttir Ingunnar Guð-
jónsdóttur og Páls Einarssonar
rafvirkjameistara, ein fjögurra
dætra þeirra. Guðbjörg giftist
Jóni Inga Rósantssyni árið
1949. Þau eignuðust fjögur
börn. Guðbjörg heldur upp á
níræðisafmælið með fjölskyldu
og vinum.
Árnað heilla
90 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is