Morgunblaðið - 26.09.2018, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2018
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Bruce Dickinson, söngvari hins goð-
sögulega málmbands Iron Maiden og
flugstjóri með meiru, mun troða upp í
Hörpu sunnudaginn 16. desember
næstkomandi. Ekki er um tónleika að
ræða, heldur einskonar eins manns
leikhúsgjörning eða spjallsýningu
undir yfirskriftinni, Hið talaða orð
(Spoken Word).
Sýningin er tvískipt; í fyrri hlut-
anum fjallar Dickinson í máli og
myndum um feril sinn en hann er
maður eigi einhamur, eins og þar
stendur. Auk þess að hafa verið
söngvari Iron Maiden í 37 ár (með
stuttu hléi á tíunda áratugnum) er
Dickinson atvinnuflugmaður, við-
skiptajöfur, bruggari, frumkvöðull,
rithöfundur, fyrirlesari, útvarps-
maður og fyrrverandi skylminga-
kappi á heimsmælikvarða, svo fátt
eitt sé nefnt. Frásögnin byggist að
mestu á endurminningum hans,
What Does This Button Do?, sem
Dickinson skrifaði ekki bara sjálfur,
heldur handskrifaði og komu út á síð-
asta ári. „Gestir mega eiga von á
óborganlegum sögum og vandræða-
legu myndefni,“ segir í kynningu.
Tekur við spurningum úr sal
Er það bara ég, eða minnir þetta á
einhvern hátt á spjallsýningar Kaffi-
brúsakarlanna í gamla daga? Nema
hvað þessi er einn á ferð, Kaffi-
Bruce-akarlinn.
Seinni hluti sýningarinnar er fyr-
irspurnatími, þar sem gestum gefst
tækifæri til að spyrja Dickinson
spjörunum úr. Hverjum miða fylgir
áritað eintak af endurminningum
hans. Hvor hluti stendur í um 45 til 50
mínútur.
What Does This Button Do? er
metsölubók bæði í Bandaríkjunum og
heimalandi Dickinsons, Bretlandi.
„Dickinson er eins og við var að búast
sögumaður fram í fingur-
góma ... ótrúlegur maður sem veitir
öðrum innblástur,“ skrifaði tímaritið
LOUD Magazine.
„Dickinson er ekki bara málm-
goðsögn. Hann er Málmgoðsögnin,“
skrifaði tímaritið Noisey.
Dickinson skrifaði einnig tvær sat-
írískar skáldsögur snemma á tíunda
áratugnum og handritið að kvik-
myndinni Chemical Wedding ásamt
leikstjóranum Julian Doyle en hún
var frumsýnd árið 2008. Dickinson
lék nokkur lítil hlutverk í myndinni.
Gera má ráð fyrir safaríkum sög-
um frá Íslandi á sýningunni en Dick-
inson hefur tengst landinu sterkum
böndum í hálfan annan áratug, eftir
að hann hóf að fljúga fyrir Iceland
sáluga Express og eins og margir vita
er breiðþotan sem Iron Maiden flýg-
ur á milli tónleika, Ed Force One, í
eigu Air Atlanta. Dickinson mun ein-
mitt hafa lokið við endurminning-
arnar um borð í henni á Book of So-
uls-heimstúrnum.
Dickinson var um tíma markaðs-
stjóri flugfélagsins Astraeus, sem
flaug einmitt fyrir Iceland Express,
en það lagði síðar upp laupana.
Líf kappans hefur ekki alltaf verið
dans á rósum en hann greindist með
krabbamein í tungu, af öllum stöðum,
árið 2015. Hann undirgekkst í kjölfar-
ið meðferð, þar sem komist var fyrir
meinið. Það var einmitt að meðferð
lokinni sem Dickinson lauk þjálfun á
Boeing 747-vélar, ásamt fleiri flug-
mönnum frá Air Atlanta. Eftir það
hefur hann flogið Ed Force One til 36
landa, vítt og breitt um heiminn. Þot-
an er merkt Iron Maiden í bak og fyr-
ir og hirðsveinn bandsins, hinn óg-
urlegi Eddie the ’Ead, brosir kankvís
við loftfarendum. Þá er bjór þeirra
Maiden-manna, Trooper, vel kynntur
á vélarskrokknum en hann hefur ein-
mitt fengist í Vínbúðinni undanfarin
misseri. Ekki þarf að spyrja að því að
Dickinson á heiðurinn af uppskrift-
inni ásamt bruggmeistara Rob-
insons-brugghússins í Stockport.
Trooper kom á markað árið 2013 og
varð fljótt vinsælasti bjór framleið-
andans. Fleiri tegundir hafa bæst við
undir hatti Trooper, meðal annars
hinn fágæti 666 en áfengishlutfallið í
honum er að sjálfsögðu 6,66%.
Fjárfestir líka í flugi
Dickinson flýgur ekki bara sjálfur,
hann hefur einnig komið að fjárfest-
ingum í fluggeiranum. Hann hefur til
að mynda tekið þátt í endurreisn afr-
íska flugfélagsins Air Djibouti og á
hlut í stærsta loftskipi heims, helíum-
fylltu loftfari sem flogið getur mann-
laust vikum saman. Þá er hann einn
af fjárfestunum á bak við svokallaðan
„fæðudróna“ sem hefur þann eig-
inleika að koma fæðu og lyfjum til
fólks í neyð. Loks mun Dickinson
vera að leggja drög að geimferða-
skrifstofu. Dagsatt. Útfærslan liggur
ekki fyrir í smáatriðum.
Af Iron Maiden er það að frétta að
bandið hefur nýlega lokið við Evr-
óputúr, þar sem Spitfire-flugvél lék
stórt hlutverk á sviðinu, en næstu
mánuði mun Dickinson einbeita sér
að spjallsýningunni, þar sem Norð-
urlöndin og Ástralía eru undir.
Að sýningunni stendur norskt fyr-
irtæki, Catwork. Miðasala hefst á
föstudaginn kemur á harpa.is.
Ljósmynd/John McMurtrie
Flugstjórinn Bruce Dickinson fyrir framan Ed Force One, hirðþotu Iron Maiden, sem er í eigu Air Atlanta.
Ljósmynd/John McMurtrie
Söngvarinn Dickinson á sviði með Iron Maiden. Ef vel er hlustað má heyra
hann syngja slagarann The Trooper en eftir honum heitir bjór kappans.
Kaffi-Bruce-akarlinn kemur
Bruce Dickinson, söngvari málmbandsins Iron Maiden og flugstjóri með meiru, fer yfir litríkan
feril sinn í máli og myndum á spjallsýningu í Hörpu í desember Lofar safaríkum sögum frá Íslandi
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, og Markús
Þór Andrésson, deildarstjóri sýn-
inga og miðlunar, fjalla um sýn-
inguna Einskismannsland – Ríkir
þar fegurðin ein? í hádegisfyrir-
lestri á vegum Listfræðafélags Ís-
lands, í dag, miðvikudag, kl. 12 í
Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Einskismannsland – Ríkir þar
fegurðin ein? er viðamikil sýning
sem staðið hefur yfir í tveimur
safnahúsum Listasafns Reykjavík-
ur, Hafnarhúsinu og á Kjarvals-
stöðum, frá því í júní. Þar má sjá
listamenn allt frá því í byrjun síð-
ustu aldar til dagsins í dag takast á
við hálendið á ólíkan hátt.
Fjölbreytt Verk eftir Pétur Thomsen og
Katrínu Sigurðardóttur á sýningunni.
Fjalla um Einskis-
mannsland í dag
Útvarpskonan Una Margrét Jóns-
dóttir flytur erindi um leiki barna
frá fyrri tíð í Bókasafni Kópavogs í
dag kl. 12.15. Una mun stikla á
stóru í sögu íslenskra leikjasöngva
allt frá 18. öld og fram yfir alda-
mótin 2000, að því er fram kemur í
tilkynningu. „Meðal þess sem kem-
ur við sögu er stríðnisrím frá 18.
öld, rómantískir söngdansar frá
aldamótunum 1900 og klappleikir
frá síðustu áratugum,“ segir þar.
Viðburðurinn er liður í dagskrá
Menningarhúsanna í Kópavogi sem
fer fram í Bókasafni Kópavogs,
Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu
Héraðsskjalasafni eða í Salnum í
hverri viku. Viðburðurinn hlaut
styrk frá nefnd um fullveldisafmæli
Íslands og aðgangur að honum er
ókeypis.
Fróð Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona
flytur fróðlegan fyrirlestur.
Erindi um leiki
barna frá fyrri tíð