Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Venjuleg rúm en ekki sjúkrarúm
verða á sjúkrahótelinu við Landspít-
alann sem ætlunin er að taka í
notkun fyrir áramót. Alls 77 her-
bergi verða á hótelinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins vakti það athygli innan heil-
brigðisgeirans að ekki voru boðin út
sjúkrarúm á hótelinu. Þá meðal ann-
ars með hliðsjón af því að ekki sé víst
að allir sjúklingarnir verði ferðafær-
ir. Án sjúkrarúma verði örðugt að
aka sjúklingum milli herbergja.
Tenging við fæðingardeildina
Má benda á að hótelið er tengt við
fæðingardeild með tengigöngum.
Sólrún Rúnarsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og gæðastjóri á flæðisviði
Landspítalans, segir að við val á
rúmum hafi verið tekið mið af þörf.
Hún bendir á að hluti gesta muni
koma í rannsókn og verði því ekki
hefðbundnir sjúklingar.
„Þeir þurfa ekki sjúkrarúm. Þeir
sem búa í Reykjavík gætu til dæmis
verið heima hjá sér. Síðan er tölu-
verður hluti gesta aðstandendur og
foreldrar. Þarna mun aldrei verða
fólk sem er háð heilbrigðisþjónustu
að öllu leyti heldur fólk sem þarf lág-
marksþjónustu hjúkrunarfræðinga,“
segir Sólrún, sem kvaðst telja að
rúmin væru á hjólum. „En þau eru
ekki hefðbundin sjúkrarúm eins og
er á sjúkrastofum,“ sagði Sólrún. Á
vef Ríkiskaupa kemur fram að Fast-
us hafi verið meðal fyrirtækja sem
buðu í búnað á hótelinu.
Þær upplýsingar fengust hjá Fast-
us að gengið hefði verið til samninga
við fyrirtækið vegna rúma á sjúkra-
hótelinu. Almennt væru sjúkrarúm
margfalt dýrari en hefðbundin rúm.
Fram kom í almennum skilmálum
útboðsgagna að í hótelherbergi
sjúkrahótelsins var óskað eftir fjór-
um tegundum af rúmum. „Rúmin
skulu ýmist vera hæðarstillanleg
með rafmagnsstýringu eða föst. Þá
eru einnig barnarúm og gestarúm.
Þau rúm sem verða í hótelherbergj-
unum, hvort sem er rafdrifin eða
föst, skulu vera frá sama framleið-
anda,“ sagði orðrétt í útboðsgögnum.
Skyldu vera úr eik
Þá sagði í svonefndri kröfulýsingu
að leitað væri eftir „vönduðum hótel-
rúmum“. Í skýringum fyrir stök eins
manns rúm sagði að þau skyldu
„hafa rúmbotn á fótum úr massívri
eik, með töppum fyrir parketgólf“.
Jafnframt skyldu aukarúm vera
„sambrjótanleg 15 cm þykk spring-
dýna á stálgrind sem skal vera á fjór-
um sterkum hjólum og þarf að vera
auðvelt að fella saman og flytja á
milli herbergja“. Loks sagði að ung-
barnarúm skyldu hafa „rúmbotn á
fótum úr massívu beyki“.
Ekki sjúkrarúm á sjúkrahóteli
Keypt voru inn „hótelrúm“ en ekki sjúkrarúm á hótelið Sú ákvörðun hefur
vakið athygli í heilbrigðisgeiranum Leitað var eftir „vönduðum hótelrúmum“
Morgunblaðið/Hari
Tafir Sjúkrahótelið við Landspítalann verður mögulega opnað í haust.
Velferðarráðuneytið hefur enn ekki
brugðist við erindi stjórnar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sem
óskað hefur eftir því að gildistöku
laga um NPA-þjónustu við fatlað
fólk með langvarandi stuðnings-
þarfir verði frestað til áramóta. Lög-
in eiga að taka gildi 1. október.
„Ég á von á því að svar ráðuneyt-
isins verði sent mjög fljótlega,“ sagði
Margrét Erlendsdóttir upplýsinga-
fulltrúi. Hún hafði ekki upplýsingar
um hver afstaða ráðuneytisins væri.
Að mati sambandsins þurfa
stjórnvöld að gefa sér tíma til að
ljúka undirbúningi málsins. Þau
segja margt enn óljóst varðandi inn-
leiðingu þjónustunnar og fjár-
mögnun. Reglugerð skorti og hamli
það því að sveitarfélög setji eigin
reglur.
Samkvæmt lögunum eiga sveitar-
félög um næstu mánaðamót að hefja
gerð nýrra NPA-samninga sem eiga
að taka gildi um áramótin. Einnig
þarf að endurgera núverandi samn-
inga sem eru um 50 talsins. Ljúka á
við alla samninga vegna þjónust-
unnar, rúmlega 170 talsins, fyrir ár-
ið 2022.
Stjórn Landssamtakanna Þroska-
hjálpar hefur sent frá sér ályktun
þar sem frestunarbeiðninni er mót-
mælt. Stjórnin bendir á að velferðar-
ráðuneyti og sveitarfélög hafi haft
marga mánuði til að undirbúa gildis-
töku og framkvæmd ákvæðanna.
Mikilsverð réttindi og gríðarlega
miklir hagsmunir fatlaðs fólks séu í
húfi. gudmundur@mbl.is
Beðið viðbragða ráðuneytis
við ósk um frestun NPA
Sveitarfélög vilja frestun til áramóta
Morgunblaðið/Golli
NPA Velferðarráðuneytið svarar
ósk um frestun fljótlega.
Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir í
Bolungarvík hefur sex mánuði til
að leiðrétta stöðu sína í krókaafla-
marki, en hlutdeild fyrirtækisins er
verulega umfram leyfilegt hámark,
að því er fram kemur á heimasíðu
Fiskistofu. Fyrirtækið ræður yfir
6,42% krókaaflahlutdeildar, en
leyfilegt hámark er 5%. Í þorski er
fyrirtækið með 6,08% hlutdeild og
7,77% í ýsu, en hámarkið er 4% í
þorski og 5% í ýsu.
Í næstu sætum í krókaaflamarki
á eftir Jakobi Valgeiri eru Grunnur
í Hafnarfirði með 4,6% og Einham-
ar Seafood með 4,1% hlutdeild.
Litlar breytingar eru á því hvaða
fyrirtæki eru í efstu sætum í afla-
marki frá því sams konar upplýs-
ingar voru birtar í mars sl. í kjölfar
úthlutunar aflamarks í deilistofn-
um um áramót og ákvörðunar á
aflamarki í loðnu. Þar er miðað við
að heildaraflahlutdeild fiskiskipa í
eigu einstakra eða tengdra aðila
fari ekki yfir 12% af samanlögðu
heildarverðmæti aflahlutdeildar
allra tegunda.
HB Grandi og Samherji
Eins og undanfarin ár eru HB
Grandi og Samherji í tveimur efstu
sætunum. HB Grandi er með um
10,4% af hlutdeildinni en var í mars
með 10,9%. Samherji er með 6,7%.
Samanlagt ráða þessi tvö stærstu
útgerðarfyrirtæki landsins því yfir
17,6% af hlutdeildinni í kvótakerf-
inu, segir á vef Fiskistofu. Í 3. til 5.
sæti eru Síldarvinnslan í Neskaup-
stað, FISK-Seafood á Sauðárkróki
og Þorbjörn í Grindavík.
Fiskistofa hefur eftirlit með því
að yfirráð einstakra aðila yfir afla-
hlutdeild fari ekki umfram þau
mörk sem lög kveða á um. Á heima-
síðu stofnunarinnar er að finna
lista yfir þær útgerðir sem höfðu
mesta aflahlutdeild og krókaafla-
hlutdeild 1. september. aij@mbl.is
Jakob Val-
geir upp úr
kvótaþakinu
Litlar breytingar í
aflamarki á milli ára
Morgunblaðið/Halldór
Bátar Við bryggju í Bolungarvík.
Óvenjumikið líf var við höfnina á
Tálknafirði í gær. Þar voru tíu
dráttarbílar samtímis með jafn-
marga fjörutíu feta gáma með
minkafóðri sem þeir fluttu síðan í
skip á Ísafirði.
Klofningur er með fiskþurrkun á
Suðureyri, Ísafirði og Tálknafirði
og safnar þangað úrgangi frá fisk-
vinnslum. Þegar búið er að hirða
hausa, hryggi og fleira sem hægt er
að vinna og þurrka sérstaklega fyr-
ir erlenda markaði er afgangurinn
hakkaður í loðdýrafóður og fryst-
ur. „Það hefur verið mottóið hjá
okkur að nýta allan fiskinn,“ segir
Guðni Einarsson, framkvæmda-
stjóri Klofnings.
Guðni segir að fyrirtækið hafi
flutt út hráefni í loðdýrafóður frá
árinu 2006. Flutt eru út 3-5 þúsund
tonn á ári. Önnur fyrirtæki vinna
loðdýrafóður og flytja út frá öðrum
stöðum.
Flutningabílarnir tíu eru frá
Eimskip. Þeir tóku um 260 tonn alls
í ferðinni í gær og nokkrir þeirra
koma aftur í dag til að taka meira
fóður. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Tíu stórir
flutningabíl-
ar við höfn