Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 10

Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. „Það hafa stór orð verið látin falla í þessu máli og mér finnst alveg tilefni til þess að þeir sem hafa gert það sýni úr hverju þeir eru gerðir og biðjist afsökunar á þeim,“ sagði Bragi Guð- brandsson, fyrr- verandi forstjóri Barnaverndar- stofu, í samtali við mbl.is í gær í kjöl- far þeirrar niður- stöðu úttektar velferðarráðuneytisins að hann hafi ekki farið út fyrir verksvið sitt í að- komu sinni að barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem Bragi átti í sam- skiptum við föðurafa barns sem grunur var um að hefði verið beitt kynferðisofbeldi. Velferðarráðuneytið komst upp- haflega að þeirri niðurstöðu í febrúar síðastliðnum að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi en hefði farið út fyrir verksvið sitt í málinu. Í maí var síðan ákveðið að framkvæma áð- urnefnda úttekt sem framkvæmd var af Kjartani Björgvini Bjarnasyni dómara og Kristínu Benediktsdóttur dósent leiddi í ljós að ráðuneytið hefði ekki verið í aðstöðu til þess að fullyrða að Bragi hefði farið út fyrir verksvið sitt í málinu. Þá hefði verið brotið bæði gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og andmælarétti hans. Fram kemur í niðurstöðu velferð- arráðuneytisins að misbrestur hafi orðið á málsmeðferð ráðuneytisins sem leitt hafi til fyrri niðurstöðu þess í febrúar þar sem ekki hafi verið far- ið að grundvallarreglum stjórnsýslu- réttarins og var sú niðurstaða felld úr gildi. Þá verði, eftir athugun á gögnum málsins og framgöngu Braga, ekki séð að hann hafi sem for- stjóri Barnaverndarstofu farið út fyrir verksvið sitt. „Þessar ávirðingar hafa núna hvílt á mér í tíu mánuði og ég hef tekið þær nærri mér þar sem ég hef helg- að líf mitt baráttunni fyrir bættum rétti barna og vernd þeirra,“ sagði Bragi og bætti við að hann teldi nið- urstöðuna hafna yfir allan vafa. „Sýni úr hverju þeir eru gerðir og biðjist afsökunar“ Bragi Guðbrandsson  Bragi segir niðurstöðu úttektarinnar hafna yfir allan vafa BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Að undanförnu mun hafa verið grunnt á því góða á milli þingmanna Pírata og ýmissa ann- arra þingmanna á Alþingi. Þetta hefur Morg- unblaðið eftir nokkrum þingmönnum, bæði stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum, sem hafa fullyrt í eyru blaðamanns að Píratar væru afskaplega erfiðir í samstarfi. Píratar sem Morgunblaðið hefur rætt við vísa því á bug, að þeir séu erfiðir í samstarfi. Einn þingflokksformaður sem rætt var við orðaði þetta svo: „Píratar eru mjög flóknir í samskiptum. Varðandi gang mála hér á þinginu þurfa menn að eiga alls konar samstarf og sam- ráð, bæði formlegt og óformlegt. Í haust hafa Píratar verið alveg sérstaklega erfiðir í sam- skiptum og viljað hafa allt í mjög föstu formi, sem getur virkilega þvælt ákvarðanatöku og af- greiðslu mála.“ Stopul mæting Meðal þess sem þingmenn hafa gagnrýnt í fari Pírata er hversu mæting þeirra Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pír- ata og Halldóru Mogensen, varaformanns þing- flokksins, hafi verið stopul á fundi formanna þingflokka með forseta Alþingis nú í haust og einhver annar þingmaður Pírata hafi mætt í þeirra stað. Þetta hafi orðið til þess að þingmenn Pírata hafi á stundum ekki verið með á nótunum hvað varðar dagskrá þingsins og hleypt vissum óróa í þingsal af þeim sökum. Auk þess er það gagnrýnt hversu umboðslausir þeir Píratar eru, sem mæta á fundina, því þeir verði að geta borið allt skriflega undir þingflokk sinn áður en til samþykkis komi. Þetta flæki mál á stundum verulega. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, flutti ræðu á Alþingi sl. þriðjudag, undir liðnum Störf þingsins. Þar sagði Helgi Hrafn m.a.: „Í umræðum á fundum forsætisnefndar og fund- um þingflokksformanna með forseta hefur í fjöl- mörg skipti verið gengið að samþykki þing- flokksformanna eða þingflokka vísu með tilvísan í hefðir þar um. Nýlegt dæmi er ætlað samþykki varðandi skertan umræðutíma um skýrslur ráð- herra. Þingflokkur Pírata samþykkti eftirfarandi ályktun á þingflokksfundi mánudaginn 24. sept- ember 2019: „Samþykki þingflokks og þing- flokksformanns Pírata við tillögu forseta Al- þingis eru veitt skriflega en liggja að öðrum kosti ekki fyrir.“... Svo það sé alveg skýrt er þetta ekki tillaga til umræðu heldur ákvörðun sem þingflokkur Pí- rata hefur tekið. Við ráðum því ekki hvernig hlutir fara fram hér en við ráðum því hins vegar sjálf hvað við samþykkjum....“ Hvorki þingflokksformenn né þingmenn úr forsætisnefnd, að undanskildum Píratanum Jóni Þór Ólafssyni, sem er 5. varaforseti Alþing- is, vildu tjá sig um þessa ræðu Helga Hrafns. Þeir töldu að slíkt væri einungis til þess fallið að stökkva olíu á eldinn og sögðust ekkert vilja segja, sem reitt gæti Pírata til reiði. Eitthvað virðist þó hafa sljákkað í þingmönn- um, þar með töldum Pírötum, því Jón Þór Ólafs- son sagði m.a. í ræðu á Alþingi í fyrradag undir liðnum störf þingsins: „Hæstv. þingforseti, Steingrímur J. Sigfússon, hitti þingflokk Pírata hér áðan og við ræddum ákveðin álitamál sem verið hafa uppi varðandi ákvarðanir og upplýs- ingagjöf. Þar kom mjög skýrt fram lausnamiðuð nálgun í því hvernig við gætum gengið betur upplýst inn á fundi til að geta tekið ákvarðanir og þurfum ekki að vera óviss um það eftir á og hlaupa síðan upp í ræðustól og rífast um það. Þetta eru fagleg vinnubrögð. Takk.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var í gær spurður hvort samstarfið við Pírata hefði gengið svo brösuglega, að erfitt hefði reynst að ákveða hvaða þingmál væru sett á dagskrá. Steingrímur kvaðst vera í þeirri stöðu sem forseti þingsins, að hann myndi seinastur allra manna tjá sig um slík mál, væri þeim á annað borð til að dreifa og baðst undan því að tjá sig um samstarf þingflokksformanna og forsætis- nefndar. Óformlegt gott spjall Forseti var spurður hvað hann vildi segja um ræðu Helga Hrafns á þingi á þriðjudag og álykt- un þingflokks Pírata um að samþykki Pírata væru veitt skriflega: „Ég átti fínan fund með þingflokki Pírata í gær (miðvikudag). Það var óformlegt gott spjall sem við áttum. Við fórum yfir þessa ályktun þingflokksins og fleira og málin skýrðust. Hvað mig varðar, er því málið í góðum farvegi að vinna úr,“ sagði Steingrímur. „Ætli megi ekki segja að þessi ályktun þing- flokks Pírata sé sprottin af því að þau vilja meiri formlegheit í sambandi við það hvernig það er staðfest að ákvarðanir hafa verið teknar. Þrátt fyrir að þetta séu Píratar, sem sumir hafa haldið að væri anarkískur flokkur, þá eru þau mjög upptekin af forminu, þegar til kastanna kemur. Ég er alveg sannfærður um að þetta er ekki ein- hver illvilji af hálfu Pírata, heldur hitt, að þau eru mjög upptekin af því að öll svona afgreiðsla sé í mjög föstu formi og ekki sátt við að mál séu afgreidd munnlega. Mér hefur að vísu ekki þótt slík afgreiðsla vera neitt vandamál, því á fund- um formanna þingflokkanna, eru tíu vitni að því sem þarna fer fram, átta þingflokksformenn og tveir embættismenn, auk forseta, þannig að það er sæmilega stór hópur sem er vitni að því sem þarna er rætt og ákveðið,“ sagði Steingrímur. Píratar sagðir erfiðir í samstarfi  Forseti Alþingis segist hafa átt fund með þingflokki Pírata og mál séu nú komin í góðan farveg Alþingi 149. löggjafarþing Íslendinga var sett 11. september sl. Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, í ræðustól á setningarathöfninni. Helgi Hrafn Gunnarsson Morgunblaðið/Hari Jón Þór Ólafsson Steingrímur J. Sigfússon Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi for- stöðumaður ein- staklingsmark- aðar hjá Orku náttúrunnar (ON), og Helga Jónsdóttir, starf- andi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hittust á fundi síðdegis í gær. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON, dótturfélagi OR, fyrir um hálfum mánuði og hefur hún gagnrýnt Bjarna Má Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, fyrir óviðeigandi hegðun gagn- vart starfsfólki fyrirtækisins. Lögmaður Áslaugar, lögmaður OR og Berglind Rán Ólafsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri ON, sátu fundinn einnig, en samkvæmt heimildum mbl.is er Áslaug Thelma bundin trúnaði um efni hans. Áslaug Thelma fundaði með forstjóra OR OR Húsakynni Orkuveitunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.