Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Menning
ogmatur
Fjölbreytt viðburðadagskrá
Opið alla daga vikunnar.
Viðburðardagatal á norraenahusid.is
AALTOBistro
Dómsuppkvaðning i Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fagnaðarlæti brutust út eftir að sýknudómur var kveðinn upp
í Hæstarétti í gær. Aðstandendur dómfelldu, verjendur þeirra
og aðrir sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu með
einhverjum hætti ræddu við fjölmiðlafólk, sem fjölmennti í
dómhús Hæstaréttar við Arnarhól, en í gær leyfði rétturinn í
fyrsta sinn beinar útsendingar frá dómsuppkvaðningu.
Á myndinni að ofan má sjá Tryggva Rúnar Brynjarsson,
barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar, eins dómfelldu, ræða
við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing, en hinn síðarnefndi
lagði mat á játningar dómfelldu. Í bakgrunni er Jón Steinar
Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Jón
Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars, sagði rannsóknir Gísla
hafa verið gríðarlega þýðingarmiklar. Þær hefðu opnað augu
margra fyrir því að ekki væri endilega hægt að byggja á játn-
ingum heldur þyrfti að skoða fleiri atriði.
Morgunblaðið/Hari
Fjölmargir lögðu leið sína í Hæstarétt Íslands til að hlýða á dómsorðið
Magnús H. Jónasson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Verjendur sakborninga í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu lýstu
yfir ánægju með sýknudóm Hæsta-
réttar í gær. Þeirra á meðal var
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi
Guðjóns Skarphéðinssonar.
„Ég hefði hins vegar viljað fá í
forsendur dómsins afstöðu Hæsta-
réttar til málsmeðferðarinnar allt
frá því þetta fólk var handtekið á
sínum tíma og þar til dómur gekk
árið 1980. Þannig væru send skila-
boð til dómstóla framtíðarinnar um
að gæta þess að gera ekki svo stór-
felld mistök sem gerðust í þessu
máli,“ sagði hann.
Ragnar krafðist þess að lýst yrði
yfir sakleysi dómfelldu, en það gerði
Hæstiréttur ekki. „Ég gerði mér
ekki miklar vonir um að slíkt áræði
og kjarkur kæmi fram í dómnum en
að sjálfsögðu tel ég að það hefði ver-
ið samkvæmt lögum að lýsa því yf-
ir,“ sagði hann og benti á að for-
dæmi væru fyrir því í öðrum
löndum að lýsa sakborninga sak-
lausa í endurupptöku eftir 20 ára
fangelsi.
„Sýknaður maður er saklaus“
Jón Steinar Gunnlaugsson, verj-
andi Kristjáns Viðars Viðarssonar,
lýsti einnig yfir ánægju með sýknu-
dóminn. „Það er loksins búið að ná
réttlætinu fram í þessu máli. Þessir
sakborningar eru sýknaðir af þess-
um ákæruefnum eins og hefði átt að
gera strax árið 1980 að mínum
dómi,“ sagði hann, en Jón Steinar
telur sýknudóm fullnægjandi dóm
fyrir ákærðu. „Sýknaður maður er
saklaus samkvæmt íslenskum lög-
um og öllum sjónarmiðum,“ sagði
hann og benti einnig á að lexía fæl-
ist í málinu fyrir þjóðina.
„Af þessu skelfilega máli ætti
þjóðin að geta dregið þær ályktanir
að láta ekki einhvern meintan al-
mannaróm eða viðhorf almennings
ráða dómum dómstólanna,“ sagði
hann. „Það megum við aldrei gera
og hér í dag var undið ofan af alveg
hræðilegu dæmi um að dómstólar
hafi látið undan slíku. Vonandi læra
menn af því,“ sagði hann.
Ríkið greiði leið fyrir bætur
Jón Magnússon, verjandi
Tryggva Rúnars Leifssonar, úti-
lokar ekki að farið verði fram á að
dómfelldu verði bætt tjón sitt.
Leggjast þurfi yfir það með hvaða
hætti það geti verið hægt. „Það er
næsta mál að skoða það. Mér finnst
eðlilegt að ríkisvaldið greiði leið fyr-
ir það að greiddar séu bætur þegar
svona illa er farið að einstaklingum.
Þetta er mikill sársauki, erfiðleikar
og í rauninni pyntingar sem áttu sér
stað hjá þessu fólki,“ sagði hann.
Oddgeir Einarsson, lögmaður
fjölskyldu Sævars Ciesielskis,
kvaðst ánægður, en hann gerði ekki
kröfu um það fyrir hönd Sævars að
lýst yrði yfir sakleysi hans líkt og
hluti verjenda gerði. „Dómkrafan er
sýkna og það er fallist á hana. Ég
reyndar óskaði eftir því að það yrði
fjallað efnislega um málið, en það er
nokkuð sem er mat Hæstaréttar.
Mér sýnist á lestrinum að dómurinn
hafi bara sýknað af þeirri ástæðu að
bæði ákæruvaldið og verjendur
kröfðust sýknu,“ sagði hann. Fjöl-
skylda Sævars vonaðist til þess að
efnislega yrði farið ofan í málið að
sögn Oddgeirs, en hann segir aðal-
atriðið að sakborningar séu hreins-
aðir af sökunum. „Með þessum dómi
teljast þeir saklausir af þessu og
það er aðalatriðið,“ sagði hann.
Stærsti sigur sakaðs manns
Davíð Þór Björgvinsson, settur
ríkissaksóknari í málinu, sagði að
niðurstaðan kæmi ekki á óvart.
Fljótt á litið færi Hæstiréttur stystu
leið og sýknaði í samræmi við kröf-
ur ákæruvaldsins. Spurður hvort
dómurinn hefði mátt vera ítarlegri
hvað varðar þá meðferð sem sak-
borningar fengu áður en dómur féll
árið 1980 sagði Davíð Þór að það
yrðu verjendur dómfelldu að meta.
„Eins og ég sagði í ræðu minni
þegar ég flutti málið í dómsal, þá
getur sakaður maður ekki unnið
stærri sigur í dómsal en að vera
sýknaður,“ sagði hann og benti á að
málið ætti sér mjög langan aðdrag-
anda. „Til að ná fram þessari lög-
fræðilegu niðurstöðu hefur málið
verið margrannsakað. Hvort þeir
sem standa að dómfelldu, og nú
sýknuðu, telji þetta vera fullnægj-
andi, það er auðvitað þeirra að
meta. Ég hef engin tæki og tól til að
gera meira en gert hefur verið hér í
dag,“ sagði hann.
Aðalatriðið að sýkna hafi
verið niðurstaða dómsins
Verjandi segir eðlilegt að ríkið greiði leið fyrir bætur
Morgunblaðið/Hari
Verjendur Eftir dómsuppkvaðningu tókust verjendur dómfelldu í hendur.
„Þetta er auðvitað tilfinningaríkt
augnablik og mikill léttir að Hæsti-
réttur skuli hafa, án fyrirvara,
sýknað,“ sagði Erla Bolladóttir,
einn sakborninga í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu, eftir að dóms-
úrskurður lá fyrir. Erla var sú eina
af þeim sem voru sakfelld á sínum
tíma sem ekki fékk endurupptöku
máls síns. Hún var ekki sakfelld
fyrir morð og hvarf Guðmundar
Einarssonar og Geirfinns Einars-
sonar heldur fyrir meinsæri. Sá
hluti málsins var eini hluti þess sem
ekki var endurupptekinn.
„En þetta er auðvitað ekki búið.
Sigur réttlætis er ekki kominn fyrr
en búið er að sýkna alla af meinsæri
líka. Við erum þrjú sem sitjum eftir
með meinsæri, núna kæri ég niður-
stöðu endurupptökunefndar því
hún var í hæsta máta vafasöm í
mínu máli,“ sagði Erla.
Hún sagðist myndu fara með
málið fyrir Héraðsdóm og að undir-
búningur þess væri hafinn. „Ég
vildi óska að það hefði verið hægt
að klára þetta allt núna. Þetta er
orðið ofboðslega langt,“ sagði Erla.
mhj@mbl.is
„Vildi óska að það
hefði verið hægt
að klára þetta“
Morgunblaðið/Hari
Erla Bolladóttir Hún sagði niður-
stöðuna vera mikinn létti.