Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 22
SKÝRSLAN UM BANKAHRUNIÐ22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Í fyrri greinum hef ég rætt
um þær staðreyndir, sem
fram koma í skýrslu minni um
bankahrunið fyrir fjármála-
ráðuneytið, að beiting bresku
hryðjuverkalaganna gegn Ís-
lendingum var óþörf og
ruddaleg, að breska stjórnin
braut reglur um innri markað
Evrópu með því að veita öll-
um breskum bönkum aðstoð í
fjármálakreppunni nema
þeim tveimur, sem voru í eigu
Íslendinga, og að bandaríski seðlabankinn
veitti öðrum norrænum seðlabönkum þá lausa-
fjárfyrirgreiðslu, sem hann neitaði hinum ís-
lenska um, og bjargaði það til dæmis Danske
Bank frá falli. Varpaði ég fram ýmsum hugs-
anlegum skýringum á þessu háttalagi. Nú sný
ég mér að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda
við þeirri þróun, sem varð við ýmsar ákvarð-
anir erlendra aðila.
Útþensla bankanna
Vinstri stjórnin 1988-1991 hóf einkavæðingu
banka árið 1990 með sölu Útvegsbankans, sem
rann inn í Íslandsbanka. Samstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks hóf aftur einka-
væðingu banka árin 1998-1999. Hún seldi
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í tveimur
áföngum og talsverðan hlut í almennu útboði í
þeim tveimur ríkisbönkum, sem eftir voru,
Landsbanka og Búnaðarbanka. Haustið 2001
var leitað að erlendum kaupendum að stórum
hlutum í bönkunum tveimur, en árangurslaust.
Sumarið 2002 lýsti fyrirtækið Samson hins
vegar yfir áhuga á að kaupa hlut í Landsbank-
anum, og var þá auglýst eftir kaupendum.
Ákveðið var að taka tilboðum Samsons í hlut í
Landsbankanum og S-hópsins svonefnda í hlut
í Búnaðarbankanum, en S-hópurinn seldi strax
Kaupþingi hlut sinn. Með aukinni velmegun
hafði orðið til verulegt fjármagn á Íslandi, og
höfðu bankarnir hafið útrás þegar fyrir einka-
væðingu, en hún færðist öll í aukana eftir sölu
bankanna og varð mjög hröð árin 2003 til 2005.
Auðveldaði hið góða orðspor Íslands, sem aflað
hafði verið með styrkri stjórn efnahagsmála
frá 1991, lánsfjáröflun á hagstæðum kjörum.
Davíð Oddsson, sem verið hafði forsætisráð-
herra 1991-2004, varð seðlabankastjóri í októ-
ber 2005. Skömmu eftir að hann tók við hinu
nýja starfi, settist hann niður með dr. Jóhann-
esi Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, og
kvaðst hafa áhyggjur af hinni öru útþenslu
bankanna. Hinn gamalreyndi forveri hans
sagði: „Ég er hræddur um, að þetta sé snjó-
bolti, sem sé að rúlla niður hlíðina, og þú eigir
eftir að verða undir honum. En það getur farið
enn verr að reyna að stöðva snjóboltann.“ Um
svipað leyti fóru fyrstu neikvæðu fréttirnar af
íslenskum bönkum að birtast erlendis. Þetta
sama haust bauð Davíð til sín í Seðlabankann
Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og
Geir H. Haarde utanríkisráðherra. Vakti hann
þá máls á því, að bankakerfið íslenska kynni að
hrynja, en viðmælendur hans töldu þær
áhyggjur ástæðulitlar. En í „páskakreppunni“
nokkrum mánuðum seinna, vorið 2006, voru ís-
lensku bankarnir hætt komnir, þegar erlendir
aðilar sögðu upp lánalínum og vogunarsjóðir
veðjuðu gegn bönkunum. Sluppu þeir þó í það
skipti.
Lögmætisreglan setti þröngar skorður
Frá vori 2006 til hausts 2008 áttu bankarnir
ekki eins auðvelt með að útvega sér lánsfé og
næstu ár á undan. Sérstaklega varð það erfitt
eftir að alþjóðleg fjármálakreppa hófst í ágúst
2007 og í ljós kom, að bankar um allan heim
höfðu lánað gáleysislega. Útþensla íslensku
bankanna hélt þó áfram. Seðlabankinn jók
mjög gjaldeyrisforða sinn, sem varð nú næst-
stærstur í heimi miðað við landsframleiðslu, en
tók fram opinberlega, að bankarnir gætu ekki
ætlast til þess, að hann tæki ábyrgð á útþenslu
þeirra. Á fundi Viðskiptaráðs 6. nóvember
2007 mælti Davíð Oddsson seðlabankastjóri
varnaðarorð: „Ísland er að verða óþægilega
skuldsett erlendis. Á sama tíma og íslenska
ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og
innlendar og erlendar eignir Seðlabankans
hafa aukist verulega, þá hafa aðrar erlendar
skuldbindingar þjóðarbúsins aukist svo mikið,
að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði
í samanburði við það. Allt getur þetta farið vel,
en við erum örugglega við ytri mörk þess sem
fært er að búa við til lengri tíma.“
Seðlabankinn hafði hins vegar ekki eftirlit
með bönkunum og því síður boðvald yfir þeim.
Hann gat því aðeins varað við hættum, ekki
mælt fyrir um viðbrögð við þeim. Í viðtali mínu
við Eirík Guðnason seðlabankastjóra
25. október 2011 lýsti hann því,
hvernig áhyggjur hans og starfs-
bræðra hans tveggja hefðu smám
saman aukist, en þá hefði jafnan ver-
ið veifað framan í þá lofi um bankana
í álitsgerðum matsfyrirtækja, end-
urskoðuðum ársreikningum bank-
anna og skýrslum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Á fundi seðlabankastjór-
anna með Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra og Þorgerði K. Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra í
Þjóðmenningarhúsinu seint á árinu
2007 komu þeir meðal annars orðum
að áhyggjum sínum, en Þorgerður
tók þeim fálega. Tvær staðreyndir settu Seðla-
banka, Fjármálaeftirliti og raunar ríkisstjórn-
inni líka þröngar skorður, eins og Kaarlo
Jännäri, fyrrverandi forstöðumaður finnska
Fjármálaeftirlitsins, benti á í skýrslu um
bankahrunið, sem hann samdi 2009 að til-
hlutan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fyrsta lagi
voru bankarnir mjög vinsælir og voldugir, og í
öðru lagi gilti á Íslandi eins og öðrum Norður-
löndum svokölluð lögmætisregla, en sam-
kvæmt henni má stofnun ekki gera annað en
hún hefur sjálf lögbundið vald til. Til dæmis
hélt Umboðsmaður Alþingis fund með lög-
fræðingum fjármálafyrirtækja 16. maí 2007,
þar sem hann hvatti þá til að leita til sín, teldu
þeir, að Fjármálaeftirlitið gætti ekki sanngirni
gagnvart fyrirtækjum þeirra, enda væri stofn-
unin ekki aðeins bundin af settum lögum, held-
ur líka óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins.
Sjálfhelda stjórnvalda og bankamanna
Íslensk stjórnvöld hafa verið óspart gagn-
rýnd fyrir andvaraleysi í aðdraganda banka-
hrunsins, en þá er horft fram hjá því, að þau
voru eins og íslensku bankamennirnir í eins
konar sjálfheldu, sem var sama eðlis og lýst
var í hinni frægu kvikmynd Catch-22: Þar
stunduðu menn ekki hættulegt árásarflug,
nema þeir hefðu skert veruleikaskyn. En ef
þeir reyndu að losna við flugið með þeim rök-
um, að þeir hefðu skert veruleikaskyn, þá
sýndu þeir einmitt, að þeir hefðu ekki skert
veruleikaskyn. Þeir stóðu frammi fyrir af-
arkostum. Seðlabankamenn máttu ekki aðhaf-
ast neitt það, sem veitti vísbendingu opin-
berlega um, að þeir teldu bankana í hættu.
Stjórnmálamenn gátu trauðla gengið gegn al-
menningsáliti, sem var hliðhollt bönkum og
stórfyrirtækjum. (Er því vel lýst í tveimur
bókum, Hamskiptunum eftir Inga Frey Vil-
hjálmsson og Nýja Íslandi eftir Guðmund
Magnússon.) Og bankamenn, sem vissu flestir,
að þeir væru komnir út fyrir hættumörk, gátu
ekki selt eignir, því að þeir fengu miklu minna
fyrir þær en una mátti við.
Ég hef áður rakið, hvernig Seðlabankinn fór
bónleiður til búðar árið 2008, þegar hann
reyndi að afla aukins lausafjár með gjaldeyris-
skiptasamningum við aðra seðlabanka, og
hvaða tillögur seðlabankastjórarnir settu fram
til að minnka bankakerfið. Einnig kemur fram
í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að
seðlabankastjórarnir gengu árið 2008 marg-
sinnis á fund ráðherra til að vara við útþenslu
bankanna og vantrausti á þá erlendis: 13. jan-
úar, 7. febrúar, 1. apríl, 16. apríl, 7. maí og 8.
júlí. Viðbrögð voru misjöfn. Þeir Geir H.
Haarde forsætisráðherra og Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra tóku viðvaranir seðla-
bankastjóranna alvarlega, þótt þeir gætu lítið
gert í þeirri sjálfheldu, sem þeir voru í, en ut-
anríkisráðherrann, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, skrifaði hjá sér eftir einn fundinn, að
hann hefði verið „eins manns útaustur“. Einn-
ig fékk Seðlabankinn enska fjármálafræðing-
inn Andrew Gracie frá Englandsbanka til þess
í febrúar 2008 að gera skýrslu um hættuna á
bankahruni, og taldi Gracie bankana geta
hrunið í október, þegar Glitnir þyrfti að greiða
af stórum lánum. Var skýrslu hans komið
áleiðis til ríkisstjórnarinnar.
Sögulegur fundur 30. september 2008
Andrew Gracie reyndist hafa rétt fyrir sér.
Glitni tókst ekki að endurfjármagna lán sín og
leitaði til Seðlabankans um neyðarlán, en hann
synjaði um það. Þess í stað varð að ráði, að rík-
ið keypti 75% hlut í bankanum fyrir þá upp-
hæð, sem Glitni vantaði. Rannsóknarnefnd Al-
þingis taldi, að seðlabankastjórarnir hefðu
sýnt af sér vanrækslu með því að gera ekki ná-
kvæmt verðmat á Glitni, en auðvitað var þess
ekki kostur á þeim fáu dögum, sem voru til
stefnu. Ég tel sjálfur, þótt ég láti þá skoðun
ekki beint í ljós í skýrslu minni, að hin raun-
verulega vanræksla í Glitnismálinu hafi verið
að kveðja ekki ráðherra bankamála, Björgvin
G. Sigurðsson, til fundar, er ákveðið var að
kaupa hlut í Glitni. Þegar seðlabankastjórarnir
heyrðu, að hann ætti ekki að sækja fundinn,
þar sem þetta yrði lagt fyrir, krafðist Davíð
Oddsson þess að heyra það sjálfur af munni
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem stödd
var í New York. Hringdi Geir H. Haarde í
hana af skrifstofu fjármálaráðherra, og stað-
festi hún það við Davíð, að hún óskaði eftir því,
að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
tæki þátt í ráðagerðum, en ekki Björgvin.
Glitniskaupin voru tilkynnt á eins óheppileg-
um tíma og hugsast gat, mánudaginn 29. sept-
ember, því að þá riðaði fjármálaheimur heims-
ins til falls. Seðlabankinn í New York opnaði
allar gáttir og lét dali af hendi við banka gegn
hvers kyns veðum, jafnvel óskráðum verð-
bréfum og hlutabréfum. Hlutabréf í evrópsk-
um bönkum hríðféllu í verði. Þennan dag og
hinn næsta færðu matsfyrirtæki niður láns-
fjárhæfismat íslensku bankanna, og erlendir
viðskiptavinir þeirra sögðu upp lánalínum.
Eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við
Seðlabankastjórarnir gerðu ýmsar tillögur
um minnkun bankakerfisins og gengu
mörgum sinnum á fund ráðamanna til að
vara við útþenslu bankanna. Í bankahruninu
beittu þeir sér fyrir hugmyndinni um varn-
arvegg og innstæður sem forgangskröfur.