Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
W W W. S I G N . I S
Ég hef þá venju að taka mér frí á afmælinu mínu og ég ætla ekkiað bregða út af þeim vana í ár. Ég geri ráð fyrir að dagurinnbyrji á afmælissöng frá börnunum. Dagurinn verður hins veg-
ar heldur ólíkur öðrum afmælisdögum þar sem ég þarf líklega að nýta
hann í að undirbúa afmælisveislu sem verður á laugardaginn,“ segir
Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur sem fagnar 40 ára afmæli sínu í
dag.
Ásdís er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við
erum að greina stöðuna í efnahagslífinu og það snýr að þáttum eins
og samkeppnisstöðu fyrirtækja og skattastefnu stjórnvalda sem
dæmi.“ Varðandi stöðuna í efnahagslífinu segir Ásdís að ótrúlegur
árangur hafi náðst á síðustu tíu árum. „Hér hefur verið samfelldur
hagvöxtur undanfarin ár, hagvöxtur drifinn áfram af útflutnings-
greinum. Á sama tíma hefur tekist að greiða niður skuldir, sem er
mjög mikilvægt, einkum þegar til aðlögunar kemur í þjóðarbúinu.“
Ásdís hefur mjög gaman af því að ferðast og reynir fjölskyldan að
ferðast sem mest innanlands á sumrin. „Við förum líka mikið á skíði
yfir vetrartímann en börnin okkar eru loksins öll orðin skíðafær, sem
er mjög gaman. Það hafa verið óvenjumargar utanlandsferðir á dag-
skrá þetta sumarið. Í vor heimsóttum við fjölskyldan breska smábæi,
sem var æðislegt. Þá fórum við stórfjölskyldan til Costa Brava á Spáni
í tilefni af afmæli móður minnar sem á sama afmælisdag og er 65 ára í
dag. Svo var ég að koma úr ógleymanlegri ferð með 24 vinkonum
mínum sem ég hef þekkt frá því í menntaskóla og sumar jafnvel leng-
ur. Við fórum til Sitges til að fagna fertugsafmælisárinu okkar.“
Eiginmaður Ásdísar er Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri
hjá Gamma. Börn þeirra eru tvíburarnir Thelma Sigríður og Tómas
sem eru tíu ára og Kristján sem er tæplega sjö ára.
Fjölskyldan Ásdís, Agnar Tómas og börn stödd á Akureyri í sumar.
Tekur sér venjulega
frí á afmælisdaginn
Ásdís Kristjánsdóttir er fertug í dag
S
igþór Sigurðsson fæddist í
Litla-Hvammi í Mýrdal
28.9. 1928 og ólst þar
upp. Hann gekk í Barna-
skólann í Litla-Hvammi
sem þar var starfræktur til ársins
1968.
Sigþór stundaði almenn sveita-
störf á unglingsárunum en var auk
þess í vegavinnu. Þá sótti hann ver-
tíðir í Vestmannaeyjum: „Það var
mjög algengt á árum áður að ungir
menn úr Mýrdalnum og undan
Fjöllunum færu til Eyja á vertíð og
ég var þar þrjár vertíðir, hvort
tveggja til sjós og lands.“
En svo rerirðu einnig á opnum
bátum frá Dyrhólaey um árabil?
„Já, þaðan reri ég fjölda vertíða,
allt til árins 1962. Vetrarvertíðin þar
hófst ekki fyrr en á góu og stóð
fram á lokadag. Þarna er mikið
brim og erfitt að lenda vélbátum.
Þess vegna rerum við upp á gamla
mátann á áttæringi og aldrei brúk-
uð segl, einungis róið, svona yfirleitt
um klukkutíma róður á miðin.“
Sigþór réðst í símavinnu sumarið
1953 og vann við það síðan en hann
varð fastur starfsmaður hjá Lands-
símanum 1956: „Ég var fyrst bíl-
stjóri hjá línuflokki sem fór m.a. á
Vestfirði og um Norðurland, en
varð síðan eftirlitsmaður með síma-
línum frá Skeiðará að Markarfljóti
og verkstjóri á þessu svæði. Þetta
var oft erilsamt og slarkferðir í
ófærð um hávetur, jafnvel óvissu-
ferðir um Mýrdalssand. En ég er nú
ekki einn þeirra sem hræðast Kötlu
gömlu.“
Sigþór hætti störfum hjá Pósti og
síma er hann varð sjötugur, 1998.
Sigþór sat í hreppsnefnd um ára-
bil, er stofnfélagi Lionsklúbbsins
Suðra, situr í stjórn Byggðasafnsins
í Skógum frá 1983 og hefur starfað
mikið að uppbyggingu þessa veg-
lega safns. Hann var félagi í kirkju-
kór Skeiðflatarsóknar í 68 ár og hef-
ur fengist nokkuð við ritstörf. Hann
Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi, fv. starfsm. Pósts og síma – 90 ára
Við hliðið Sigþór með börnunum sínum. Hann hefur búið í Litla-Hvammi eins og foreldrar hans og afi og amma.
Sótti sjó á opnum ára-
bátum frá Dyrhólaey
Afmælisbarnið Sigþór Sigurðsson.
Í dag, föstudaginn 28. september,
eiga hjónin Björg Lára Jónsdóttir
og Kristján Helgason úr Ólafsvík
60 ára brúðkaupsafmæli. Þau
munu fagna þessum tímamótum
með fjölskyldunni.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.