Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Það er athyglisvert
að lesa dagblöð á Ís-
landi frá því í ágúst
1941. Þannig segir
Alþýðublaðið, sem
var eftirmiðdagsblað,
frá því að Winston
Churchill hafi stigið
á land í Reykjavík kl.
10 30 um morguninn.
Ríkisstjórn fékk vitn-
eskju um komu for-
sætisráðherra Bretlands fyrr um
morguninn og dagblöðin fengu
vitneskju um að forsætisráð-
herrann væri væntanlegur. Kann
að vera að einhvern hafi grunað að
eitthvað væri í vændum, því fyrr
um morguninn hafði sést til orr-
ustuskips og sjö tundurspilla.
Sennilega hefur engan grunað að
um borð í orrustuskipinu Prince of
Wales væri forsætisráðherra Bret-
lands á leið af fundi sínum með
Roosevelt Bandaríkjaforseta. For-
setinn kom til fundarins með beiti-
skipinu Augusta. Fundurinn var
haldinn við herstöð Bandaríkja-
manna í Argentia við Placentia-
flóa við Nýfundnaland.
Það kom á daginn að sonur
Bandaríkjaforseta og nafni var
með í föruneyti forsætisráðherrans
auk forseta breska herráðsins,
yfirflotaforingja og yfirflugmar-
skálki. Jafnframt var með í för
ráðuneytisstjóri í breska utanrík-
isráðuneytinu.
Í fylgdarliði Roosevelts Banda-
ríkjaforseta á fundinum á Ný-
fundnalandi voru jafn háttsettir
foringjar í Bandaríkjaher auk
borgaralegra ráðunauta Banda-
ríkjaforseta.
Það sem er merkilegt við þenn-
an fund forystumanna hins frjálsa
heims á þessum tíma er að Banda-
ríkin höfðu ekki dregist inn í þá
styrjöld sem háð var í Evrópu
1941, nema á þann veg að banda-
rískt herlið hafði tekið að sér her-
vernd á Íslandi, í stað þess breska
herafla, sem gengið hafði á land á
Íslandi 10. maí 1940. Hin eiginlega
þátttaka Bandaríkjamanna í seinni
heimsstyrjöldinni hófst ekki fyrr
en með árás Japana í Pearl Harbo-
ur í desember seinna á árinu 1941.
Það er álitamál
hvort forystumenn
Bretlands og Banda-
ríkjanna geti talist til
forystumanna hins
frjálsa heims í dag.
Merkilegur fundur
og merkileg
heimsókn
Sá er þetta ritar tel-
ur að fundi þessara
miklu forystumanna
Breta og Bandaríkja-
manna í stríðinu hafi
alls ekki verið gefinn sá gaumur
sem hann verðskuldar.
Á fundinum var það skjalfest að
Bandaríkjamenn skyldu styðja við
Breta og bandamenn þeirra í stríð-
inu við nasista og fasista í Evrópu.
Vissulega voru Bretar í nauðvörn á
þessum tíma og kann að vera að
aðföng þeirra til styrjaldarreksturs
hafi verið á þrotum. Bandaríkja-
forseti sagði að vísu á blaðamanna-
fundi eftir heimkomu sína að Rúss-
ar þyrftu ekki á aðstoð að halda að
sinni. Rússar börðust við Þjóðverja
í Úkraínu og á fleiri stöðum. Orr-
ustan um Stalíngrad hófst í ágúst
ári síðar og stóð fram í febrúar
1943. Umsátrið um Leningrad
hófst mánuði eftir fund foringja
hins frjálsa heims og stóð í tvö og
hálft ár.
Atlantshafssáttmáli
Churchill og Roosevelt gerðu
með sér Atlantshafssáttmálann,
sem birtist í yfirlýsingu, sem er í
raun aðeins átta atriði.
Þau eru svo í þýðingu, sem birt-
ist í Alþýðublaðinu degi fyrir
heimsókn Churchills til Reykjavík-
ur:
„1) Bretland og Bandaríkin hafa
engar landakröfur á hendur öðrum
ríkjum.
2) Bretland og Bandaríkin óska
engra breytinga á landamærum
frá því, sem var fyrir styrjöldina.
3) Bretland og Bandaríkin við-
urkenna rétt þjóðanna til að lifa
undir þeirri stjórn, sem þær sjálf-
ar kjósa sér.
4) Allar þjóðir, stórar eða smáar,
sigraðar eða sigurvegarar, skulu
njóta jafnréttis í viðskiptum og í
öflun hráefna.
5) Bretland og Bandaríkin vilja
vinna að samvinnu og framförum á
sviði fjármála og viðskipta, svo og
þjóðfélagslegu öryggi.
6) Þegar Bandamenn hafa unnið
fullan sigur á nazistum í þessu
stríði, skal áherzla lögð á það, að
allar þjóðir geti lifað í friði og ör-
yggi innan sinna eigin landamæra,
án þess að vera í sífelldri árásar-
hættu.
7) Öllum þjóðum skal vera
frjálst að sigla á höfunum.
8) Koma verður í veg fyrir árás-
arhættuna með því að afvopna
árásarþjóðirnar. Það verður að
hætta að beita valdi í viðskiptum
þjóða á milli. Frelsið í anda og at-
höfnum sé undirstaða menningar-
innar.“
Það var dagblaðið Daily Herald
sem gaf þessari yfirlýsingu heitið
Atlantshafssáttmáli. Skjalið sjálft
er ekki til í undirritaðri útgáfu.
Þær þjóðir, sem voru sammála
efnisatriðum Atlantshafsáttmálans,
stóðu að yfirlýsingu um hinar
Sameinuðu þjóðir, sem leiddi til
stofnunar Sameinuðu þjóðanna ár-
ið 1944. Ísland var ekki stofnaðili
að Sameinuðu þjóðunum, þar sem
forsenda þess að gerast stofnaðili
var yfirlýsing um stríð gegn mönd-
ulveldunum.
Undanfari þess sem kom
Þessi sáttmáli og yfirlýsing er
merkileg fyrir þær sakir að í raun
er ekkert sem vantar í yfirlýs-
inguna annað en yfirlýsing um
frelsi í flugi sem stefnt er að í
sáttmála Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar frá því í desember 1944.
Yfirlýsingin getur vel staðið sem
hornsteinn í samskiptum þjóða í
dag. Sannfæring þessara heiðurs-
manna um að frelsið sigri í styrj-
öldinni skín í gegn í yfirlýsingunni.
Betri heimur var í vændum.
Þau atriði sem nefnd eru um al-
þjóðaviðskipti í yfirlýsingunni eru
undanfari GATT, Almenns samn-
ings um tolla og viðskipti, sem er
undanfari WTO, Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar.
Þau atriði, sem nefnd eru um
fjármál, eru í raun undanfari þess
sem leiddi til stofnunar Alþjóða-
bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins undir lok heimsstyrjaldarinnar.
Láns- og leigukjör Bandaríkja-
stjórnar til bandamanna sinna í
styrjöldinni við nasista og fasista,
voru undanfari Marshall aðstoðar,
sem varð hornsteinn hagsældar í
Evrópu að lokinni styrjöldinni.
Hvað fannst Íslendingum
merkilegast?
Auðvitað er það stórmerkur við-
burður að þjóðarleiðtogi einu
frjálsu þjóðarinnar í Evrópu skyldi
leggja í það að koma við á útkjálk-
anum í Evrópu á leið sinni frá
fundi með Bandaríkjaforseta. Bret-
ar voru í raun eina frjálsa þjóðin í
Evrópu. Aðrar voru undir einsræð-
isstjórn, hernumdar eða einangr-
aðar í hlutleysi.
Íslendingum fannst heimsókn
Churchills í Alþingishúsið og um-
fjöllun hans um heitt vatn merki-
leg, svo og stærsta hersýning sem
hér hefur verið haldin.
Það vill til, að til er mynd af
Churchill á heiðurspalli í Sogamýri
við Elliðaárveg og Langholtsveg.
Með grein þessari birtist mynd,
sem er í raun „sagnfræðileg föls-
un“, því húsin við Gnoðarvog höfðu
ekki risið. Beðist er velvirðingar á
að blanda saman fortíð og nútíð.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Íslendingum fannst
heimsókn Churchills
í Alþingishúsið og um-
fjöllun hans um heitt
vatn merkileg, svo og
stærsta hersýning sem
hér hefur verið haldin.
Vilhjálmur Bjarnason
Atlantshafssáttmáli og Churchill á Íslandi
Höfundur var alþingismaður.
Höfunundur Samsetningar: Páll
Samsett mynd af hersýningu í Sogamýri 1941 og Suðurlandsbraut 2018
Núgildandi aðferð
við álagningu veiði-
gjalds er háð marg-
víslegum annmörkum.
Einn sá veigamesti er
sú staðreynd að
álagning gjaldsins er
ekki í neinum takti
við afkomu sjávar-
útvegsfyrirtækja
enda byggð á um
tveggja ára gömlum
upplýsingum. Þá hefur réttilega
verið á það bent að öll stjórnsýsla
með álagningu gjaldsins er bæði
flókin og ógegnsæ. Loks má nefna
að reiknistofn veiðigjaldsins er
verulega háður gengissveiflum sem
hefur leitt til óeðlilegra sveiflna á
fjárhæð gjaldsins sem samræmast
illa rekstrarafkomu sjávarútvegs-
fyrirtækja. Það sem veldur því í
núverandi fyrirkomulagi er að
hreinn hagnaður fiskveiða hefur
meðal annars ráðist af endurmati á
virði lána þannig að til hefur orðið
veruleg tekju- eða gjaldafærsla
sem þó er aðeins bókhaldsleg.
Í mínum huga er óboðlegt að
búa einni af undirstöðuatvinnu-
greinum okkar Íslendinga skilyrði
sem þessi og hef ég skynjað ríkan
vilja til að bæta úr þessum ann-
mörkum, bæði meðal þeirra sem
starfa við íslenskan sjávarútveg og
einnig á vettvangi
stjórnmálanna.
Álagning færð
nær í tíma
Í samræmi við
stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar er eitt
helsta markmið nýs
frumvarps um veiði-
gjald að færa álagn-
ingu gjaldsins nær í
tíma svo það verði
meira í samræmi við
afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.
Ákvörðun veiðigjalds verður þann-
ig byggð á árs gömlum gögnum í
stað um tveggja ára líkt og nú er.
Það sem gerir þetta mögulegt er
m.a. sú breyting að færa ábyrgð á
úrvinnslu veiðigjaldsins til Ríkis-
skattstjóra og leggja niður veiði-
gjaldsnefnd. Jafnframt má nefna
þá breytingu í þessu samhengi að
veiðigjald verður ákvarðað á
grundvelli rekstrarupplýsinga sem
sjávarútvegsfyrirtæki skila til
RSK í stað þess að notast við hag-
tölur Hagstofu líkt og nú er. Þann-
ig verður gjaldtakan byggð á hald-
bærari gögnum og með þessu
verður reiknistofn veiðigjalds
gegnsærri og auðskiljanlegri en
reiknistofn gildandi laga.
Veiðigjald einfaldað
Í frumvarpinu er að finna marg-
víslegar breytingar sem eru til
þess fallnar að einfalda gjaldtök-
una og draga úr flækjustigi. Þann-
ig er lagt til að hagnaður fisk-
vinnslu komi ekki til útreiknings
veiðigjalds líkt og nú er en núver-
andi fyrirkomulag hefur verið
gagnrýnt með vísan til þess að
fiskvinnsla sé ekki hluti af auð-
lindanýtingu. Þá er einnig lagt til
að tegundir utan aflamarks verði
undanskildar veiðigjaldi (að frá-
töldum makríl). Með þessu fækkar
nytjastofnum sem bera veiðigjald
úr 46 í 27. Nytjastofnar sem ekki
eru í aflamarki veiðast oftast sem
meðafli og gjaldtaka á þessar teg-
undir getur dregið að nauðsynja-
lausu úr sókn og aukið hættu á
brottkasti. Loks má nefna að út-
reikningur aflaverðmætis frysti-
skipa vegna vinnsluþáttar er ein-
faldaður í frumvarpinu.
Fjárfestingar og
minni sveiflur
Í frumvarpinu er lagt til að tekið
verði tillit til fjárfestinga í skipum
og tækjabúnaði í sjávarútvegi við
útreikning á gjaldstofni veiði-
gjalds enda felast sameiginlegir
hagsmunir ríkisins og útgerðar til
langframa í öflugum fjárfest-
ingum. Þannig er tekið tillit til
eðlilegs vaxtakostnaður af fjár-
festingum á sama tíma og geng-
isáhrif, sem valdið hafa miklum
sveiflum, eru tekin út. Þessar
breytingar á forsendum veiði-
gjaldsins leiða til þess að minni
sveiflur verða á álagningu veiði-
gjalds en það hefur verið ein
helsta gagnrýnin á núverandi
álagningu. Þannig verður meira
samræmi á milli annars vegar af-
komu sjávarútvegsfyrirtækja og
hins vegar fjárhæðar veiðigjalds á
hverjum tíma.
Óbreytt gjaldhlutfall
Samkvæmt frumvarpinu verður
veiðigjald reiknað þannig að það
nemi 33% af reiknistofni hvers
nytjastofns. Er það óbreytt gjald-
hlutfall frá núgildandi lögum. Með
því gjaldhlutfalli liggur fyrir að
veiðigjöld samkvæmt frumvarpinu
hefðu skilað sambærilegri fjárhæð
til ríkissjóðs á árunum 2009-2018
ef það kerfi hefði verið í gildi (64,2
ma. kr.) og heildarfjárhæð veiði-
gjalds var raunverulega á þessu
sama tímabili (63,7 ma. kr.). Með
þessu gjaldhlutfalli má því segja
að byggt sé á ákvörðunum Alþing-
is um veiðigjald á þessum árum,
sem hafa verið umbrotaár í ís-
lensku atvinnu- og stjórnmálalífi,
en veiðigjöld hafa verið til umræðu
á flestum eða öllum löggjafar-
þingum þessa tíma.
Forsvarsfólk sjávarútvegsfyrir-
tækja hefur lýst yfir vonbrigðum
með þetta hlutfall. Það sé of langt
gengið að ríkið taki til sín 33% af
hagnaði við fiskveiðar til viðbótar
við 20% tekjuskatt og aðra gjald-
töku. Því sjónarmiði sýni ég fullan
skilning. Á sama tíma koma fram
stjórnmálamenn sem segja að það
ætti að ganga lengra – að ríkið
ætti að taka stærri hlut af afkomu
sjávarútvegsfyrirtækja en lagt er
til í frumvarpinu. Það verður verk-
efni næstu vikna og mánaða að
fara yfir þessi sjónarmið.
Málefnaleg umræða
Ég bind vonir við að umræða
um frumvarpið verði með þeim
hætti að við stöndum uppi með
traust og öflugt kerfi við álagningu
veiðigjalds. Við getum þannig
stuðlað að meiri sátt um framtíð-
arfyrirkomulag þessarar gjaldtöku.
Þjóðin fái réttlátan hlut af arðsemi
auðlindarinnar en jafnframt verði
gætt að samkeppnishæfni íslensks
sjávarútvegs. Þannig tryggjum við
hagsmuni þjóðarinnar allrar til
lengri tíma.
Traustari álagning veiðigjalds
Eftir Kristján Þór
Júlíusson
» Þjóðin fái réttlátan
hlut af arðsemi
auðlindarinnar en
jafnframt verði gætt
að samkeppnishæfni
íslensks sjávarútvegs.
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.