Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
Misty
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
VERÐ BH • 4.000 KR. • 3.000 KR. • 2.000 KR.
VERÐ BUXUR • 1.500 KR. • 1.000 KR. • 500 KR.
Útsölulok
3 FYRIR 2
af öllum útsöluvörum
SAMFELLUR
VERÐ • 2.500 KR.
ALLT FRÁ PUMA
40% AFSLÁTTUR
A
995.-
KÁP
19.9
æsilegar
aust
vörur
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Gl
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Landsþing Sambands íslenskra
sveitarfélaga (SÍS) hófst á miðviku-
daginn og verður ný stjórn ásamt
nýjum formanni stjórnar kosin í
dag. Í framboði til formanns eru
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar og Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Þau sátu bæði í stjórn SÍS á síðasta
kjörtímabili en Halldór Halldórs-
son, fyrrverandi borgarfulltrúi í
Reykjavík, er fráfarandi formaður.
Sameining sveitarfélaganna hef-
ur verið aðal-umræðuefnið á yfir-
standandi þingi. Formannsfram-
bjóðendur hafa ólíka sýn á hvernig
eigi að standa að sameiningu og
hvort setja eigi skilyrði um lág-
marksíbúafjölda í sveitarfélögum.
„Það er ekkert leyndarmál að ég
var í starfshópi, sem ráðherra skip-
aði, og skilaði tillögum árið 2017
um að sett yrði ákvæði um lág-
marksíbúafjölda í sveitarfélögum.
Það tæki gildi yfir ákveðið árabil og
færi stigvaxandi þangað til öll
sveitarfélögin yrðu með 1000 íbúa.
Að þessari tillögu stóð ég en aftur á
móti er það jafn skýrt að ég muni
vinna eftir þeim ákvörðunum og
samþykktum sem hér verða lagðar
fram á þinginu og það eru auðvitað
sveitarstjórnarmenn sem leggja lín-
una hér og ég mun að sjálfsögðu
fara eftir henni,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir.
Hún segir sameiningu sveitarfé-
laganna hafa vera „mál málanna“ á
þinginu og vonar að þingfulltrúar
beri gæfu til þess að komast að nið-
urstöðu. „Í grunninn eru flestir
sammála um að það þarf eitthvað
að gerast ef fleiri verkefni eiga að
fara til sveitarfélaga. Ef við viljum
ekki sjá þriðja stjórnsýslustigið
verða til þá verðum við sjálf að
leggja einhverjar línur um hvernig
við viljum sjá sveitarstjórnarstigið
þróast.“
Hún leggur að auki áherslu á að
sveitarfélögin komi fram sem sterk
heild, sérstaklega í samskiptum við
ríkið. „Verkefni sveitarfélaga eru
mikilvæg og því er nauðsynlegt að
fá aukna tekjustofna til sveitarfé-
laganna og tryggja að þeim verði
dreift þannig á öll sveitarfélög að
þau geti veitt sem sambærilegasta
þjónustu.“
Fyrsta konan í framboði
Aldís er fyrsta konan sem býður
sig fram til formanns í 80 ára sögu
Sambandsins og enginn kona hefur
gegnt embættinu. „Ég heyri öflug-
ar raddir um að ásýnd sveitar-
stjórnarstigsins þurfi aðeins að
breytast. Færast úr þessari jakka-
fataklæddu ásýnd. Ég held að það
sé tímabært að við færum okkur
nær nútímanum og þeim umræðum
sem orðið hafa um stöðu
kynjanna.“
Lýðræði ráði sameiningu
Spurður hvort þörf sé á frekari
sameiningu sveitarfélaga segir
Gunnar Einarsson að íbúar hvers
félags ættu að fá að kjósa um sam-
einingu. „Þau eru vissulega mjög
mörg, 300 þúsund manna samfélag
með 72 sveitarfélög, en ég undir-
strika það að það er ekki til nein
vísindaleg niðurstaða um hver
stærðin eigi að vera og ég er frekar
á þeirri línu að sveitarfélögin efli
með sér samstarf, landshlutasam-
tökin eflist og sameiningar, þar
sem það á við, verði gerðar í sam-
ráði við íbúana,“ segir Gunnar.
Hann nefnir sameiningu Garða-
bæjar og Álftanesbæjar í þessu
samhengi. „Ég hefði ekki viljað
þvinga Álftnesinga til okkur í
Garðabæ og öfugt. Þetta var bara
lýðræðisleg niðurstaða sem við gát-
um unnið vel úr.“
Jöfnunarsjóður til hvatningar
Þar að auki leggur hann áherslu
á að formgera betur samskiptin við
ríkið og reyna að eyða þeim gráu
svæðum þar sem hvorugur aðilinn
telur sig bera ábyrgð. Í öðru lagi að
mjókka þá gjá sem hann segir milli
höfuðborgarsvæðisins og lands-
byggðarinnar. „Ég er á þeirri skoð-
un að aðili af höfuðborgarsvæðinu,
eins og ég í þessu tilfelli, geti náð
þar góðum árangri, og í þriðja lagi
að efla sveitarstjórnarstigið með
aukinni samvinnu sveitarfélaga og
efla landshlutasamtökin og þvinga
ekki sveitarfélögin til sameiningar
heldur leyfa íbúum að kjósa um það
og líka þá að jöfnunarsjóðurinn
hvetji til sameiningar.“
Morgunblaðið/RAX
Þing Á landsþingi SÍS var rætt um hvort sameina eigi minni sveitarfélög.
Kosið um stjórn á 32. landsþingi SÍS
Gunnar
Einarsson
Aldís
Hafsteinsdóttir
Sameining
sveitarfélaga
„mál málanna“
Gróflega má áætla að heildartekjur
af miðasölu á tónleika enska tónlist-
armannsins Eds Sheerans á Laug-
ardalsvelli 10. ágúst 2019 séu um 550
milljónir króna, en 30 þúsund miðar
seldust upp á tveimur tímum á vef-
síðunni Tix.is í gærmorgun og tæp-
lega 18 þúsund þurftu frá að hverfa,
miðalausir. U.þ.b. 3,5 miðar seldust
á mann. „Það hefur aldrei sést neitt í
líkingu við þetta á Íslandi. Þetta er
algjörlega nýtt „level“ á alla kanta,“
segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá
Senu Live og bætir við að 23 þúsund
manns hafi verið í stafrænni biðröð
þegar miðasalan
var opnuð.
Tæplega 10
þúsund miðar
voru seldir í sæti
og um 20 þúsund
í stæði, en miða-
verð á tónleikana
er frá 15.990
krónum að 29.990
krónum.
Spurður út í
möguleika á aukatónleikum segir Ís-
leifur að setjast verði yfir þau mál.
Hægt er að koma á framfæri ósk um
aukatónleika á vefsíðu Tix og hvetur
hann fólk til þess. „Okkur datt ekki í
hug í eina sekúndu að það væri hægt
að selja 60 þúsund miða í 330 þúsund
manna landi,“ segir hann og nefnir
að setjast þurfi yfir tölfræðina og fá
skýrslu frá Tix varðandi næstu
skref. „Það er ekki hægt annað en að
senda þessar upplýsingar til útlanda
og ræða málin,“ segir hann.
„Það er ekkert lítið mál að slá í
aukatónleika með Ed Sheeran, aðra
30 þúsund manna tónleika á Íslandi,
en við munum setjast yfir þetta og
ræða málin,“ segir hann.
550 milljónir af miðasölunni
Ísleifur B.
Þórhallsson