Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 8
Gleði um Laufskála- réttarhelgina Laufskálarétt, sem kölluð hefur ver- ið drottning stóðréttanna, verður í Hjaltadal í Skagafirði á morgun, laugardag. Þetta er ein af hátíðum hestamanna og dregur hún að sér mikinn fjölda fólks. Gleðin hefst raunar í kvöld með stórsýningu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðár- króki. Gleðin í reiðhöllinni hefst klukkan 20.30 með bjórtölti og síðar verður árleg skeiðkeppni. Stóðið verður rekið úr Kolbeinsdal til Lauf- skálaréttar upp úr klukkan 11.30 á morgun og tekur fjöldi hestamanna þátt í rekstrinum. Réttarstörf hefj- ast klukkan 13. Opið hús er hjá mörgum hesta- búum í Skagafirði á laugardag og oft eru blómleg viðskipti þar og hestakaup og við réttina sjálfa. Ann- að kvöld verður Laufskálaréttarball í reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem Stuðlabandið ásamt Jónsa í Í svört- um fötum leikur fyrir dansi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Laufskálarétt Hestarnir eru í algerum minnihluta í réttinni í Hjaltadal. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 rsk@rsk.is Nánari upplýsingar á rsk.is Álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2018 er lokið Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 28. september til 12. október 2018 að báðum dögummeðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 28. desember 2018. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:0 442 1000 Björn Bjarnason fyrrverandimenntamálaráðherra segir: „óskiljanlegt er að borgaryfirvöld blási á allar ábend- ingar um að sýna beri fornum graf- reit virðingu. Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrum forseti Íslands, stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfs- dóttir kórstjóri og myndlistarmað- urinn Erró, heið- ursborgarar Reykjavíkur, rituðu undir áskorun sem var afhent Degi B. Eggertssyni borg- arstjóra og Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur, formanni borgarráðs, þriðjudaginn 25. september.    Skorað er á forráðamenn borg-arstjórnar að stöðva fyrirhug- aða hótelbyggingu í Víkurgarði, (Fógetagarði), gamla kirkjugarð- inum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar var síðast jarð- sett árin 1882 og 1883 og þar er að finna elsta gróðursetta tré borg- arinnar, Silfurreyni frá árinu 1884. Ætlunin er að rjúfa helgi kirkjugarðsins og gera garðinn að hluta anddyris hótelsins.“    Og Björn bætir við: „Óskiljan-legt er að borgaryfirvöld blási á allar ábendingar um að sýna beri fornum grafreit virð- ingu. Það er talið til marks um menningarstig þjóða hvaða virð- ingu þær sýna forfeðrum sínum. Þessi skipulega aðför að Víkur- kirkjugarði er aðstandendum hennar til skammar. Hér er um það að ræða að taka ákvörðun í þágu „mennsku og menningar“. Að það sé borgarstjóra og for- manni borgarráðs um megn er niðurstaða fundarins í ráðhúsinu 25. september megi marka fréttir af honum.“ Aumingjadómur STAKSTEINAR Friðrik Ólafsson Vigdís Finnbogadóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Stefið í uppboðum Færeyinga er ætíð hið sama, lítil hlutdeild er boðin upp og fá fyrirtæki hirða stærsta hluta heimildanna. Stundum eru fyr- irtækin einungis tvö og jafnan er þar um að ræða stærstu sjávarútvegsfyr- irtækin. Aukin samþjöppun er því augljós fylgifiskur uppboða og þau eru síst til þess fallin að styðja mark- mið íslenskrar fiskveiðistjórnunar um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þannig segir meðal annars í grein á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi um uppboð á fiski sem að hluta hafa verið notuð í Færeyjum við fiskveiðistjórnun og innheimtu veiði- gjalda. Segir þar að færeysk stjórn- völd hafi gert tilraunir með uppboð á þremur deilistofnum og botnfiski í Barentshafi. Ekkert hafi hins vegar enn verið boðið upp á heimamiðum sem Færeyingar hafa umráðarétt yf- ir. Það komi ekki á óvart enda hafi ástand þorskstofnsins þar verið lélegt og því lítið að bjóða upp. Rifjað er upp að eitt markmið upp- boða á aflaheimildum í Færeyjum hafi verið að auka nýliðun í atvinnu- greininni. Enginn nýr aðili hafi hins vegar tekið þátt í þeim uppboðum sem þegar hafi farið fram. Í uppboð- um í ágústmánuði hafi átta þúsund tonn af makríl verið boðin upp í Fær- eyjum, samtals um 8% af heildar makrílkvóta sem gefinn hefur verið út í Færeyjum. Tvö fyrirtæki hafi fengið allar heimildirnar og verðið sem fékkst hafi að jafnvirði verið á bilinu 80-97 íslenskra króna á kíló og ljóst sé að engar rekstrarforsendur gætu staðið undir viðlíka gjaldi hér á landi. Hefur ekki gefið góða raun „Annað slagið berast fréttir af til- raunum færeyskra stjórnvalda til að innheimta veiðigjald vegna fiskveiða, með uppboðum. Slíkt hefur verið reynt í öðrum löndum en ekki gefið góða raun, og frá því í öllum tilvikum fallið. Þrátt fyrir þetta telja einstaka aðilar hér á landi uppboð lausn allra mála. Það má ætla tálsýn,“ segir í greininni. aij@mbl.is Aukin samþjöppun fylgir uppboðum  SFS fjalla um uppboð á fiski í Færeyjum Færeyjar Siglt inn til Þórshafnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.