Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
✝ Gunnar Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 13.
nóvember 1950.
Hann lést á heimili
sínu, Skipholti 40,
Reykjavík, 15.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Þorkelsson skrif-
stofustjóri, f. 20.8.
1912, d. 17.10. 1975,
frá Hamri í Gaulverjabæj-
arhreppi, og Friðgerður Frið-
finnsdóttir kvenklæðskera-
meistari, f. 21.7. 1914, d. 5.10.
1980, frá Kjaransstöðum í Dýra-
firði. Systkini Gunnars eru Jó-
hann líffræðingur, f. 11.3. 1948,
d. 13.10. 2015, og Sigríður Helga
íslenskufræðingur, f. 1.6. 1957.
Gunnar kvæntist Sigurbjörgu
Kolbrúnu Hreiðarsdóttur, f.
25.1. 1951. Þau slitu samvistir.
Eftirlifandi eiginkonu sinni,
Ingveldi Þorkelsdóttur sjúkra-
Lindargötuskólann og lagði um
tíma stund á nám í Kennaraskól-
anum. Síðar lauk hann námi
félagsliða frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti og Mími.
Frá því að Gunnar var ung-
lingur og fram til ársins 1978
vann hann hjá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar sem flutn-
ingabílstjóri. Á tímabili starfaði
hann við húsgagnasmíði hjá Á.
Guðmundssyni í Kópavogi og
um hríð vann hann við rann-
sóknarstörf hjá hringormanefnd
á vegum Hafrannsóknastofn-
unar Íslands. Á árunum 1981-
1989 vann Gunnar við auglýs-
inga- og kvikmyndagerð hjá Sýn
ehf. Hann vann næstu sex árin
sjálfstætt við smíðar og viðhald
ásamt eigin rekstri í glugga-
smíðum. 1996-2002 var Gunnar
sölumaður hjá Ellingsen. Síð-
ustu tólf ár Gunnars á vinnu-
markaði starfaði hann sem
félagsliði á geðsviði Landspít-
alans. Um áraraðir tók Gunnar
að sér viðgerðir á veiðihjólum
og -stöngum ásamt því að smíða
veiðistangir fyrir valda við-
skiptavini.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 28. september 2018,
klukkan 13.
liða, f. 20.6. 1953,
kvæntist Gunnar
29.12. 1978. Dóttir
hennar, ættleidd af
Gunnari, er Elva
Dögg Gunnars-
dóttir leikskóla-
kennari, f. 3.4.
1973. Faðir Elvu
var Garðar Páll
Brandsson tann-
læknir, f. 16.7.
1953, d. 27.8. 1984.
Eiginmaður hennar er Vagn
Leví Sigurðsson matreiðslu-
maður, f. 8.10. 1974. Börn þeirra
eru Gunnar Leví, f. 8.9. 2006, og
Una Ingveldur, f. 8.12. 2008.
Fyrir átti Elva Dögg synina
Hrannar Leví, f. 10.11. 1991, og
Þórstein Inga, f. 19.3. 1996.
Sonur Hrannars er Elvar Máni,
f. 26.4. 2014.
Gunnar ólst upp í Reykjavík
en var frá unga aldri í sveit flest
sumur, bæði á Galtastöðum og í
Holtsmúla. Gunnar gekk í
Með sorg í hjarta kveð ég
hjartans pabba minn.
Pabbi var alveg einstakur
maður, tilfinninganæmur, raun-
góður og allt þar á milli. Ég var
svo lánsöm að fá hann inn í líf
mitt þegar ég var þriggja ára og
allt frá upphafi naut ég góðs af
umhyggju hans sem ég fæ seint
fullþakkað. Hann var sá sem
vaknaði með mér lítilli og eldaði
hafragraut. Seinna meir kom
hann oft heim í hádeginu og
smellti í eggjaköku eða setti á
borðið jógúrt með hnetu- og
karamellubragði. Hann las alltaf
fyrir mig á kvöldin og gaf sér
tíma til útskýringa á flóknum
söguþræði eða hugtökum. Hann
kenndi mér að meta bókmenntir
og listir. Í seinni tíð ræddum við
oft bækur sem við höfðum lesið
og þá hvers vegna sumar þeirra
væru auðlesnari á meðan aðrar
væru hreint torf. Var sagan sögð
í fyrstu persónu eða flakkaði hún
of mikið í tíma? Þetta voru pæl-
ingar sem við pabbi höfðum un-
un af að spjalla um.
Pabbi var mjög mikill fagur-
keri, með næmt auga fyrir upp-
setningu og litavali, enda bar allt
hans yfirbragð og umhverfi þess
merki. Gleraugnaumgjarðir voru
valdar af kostgæfni, hver og ein
var valin með hliðsjón af klæðn-
aði eða tilefni. Þess vegna átti
pabbi alltaf nokkur sett af gler-
augum. Það er líka skondið að
minnast þess þegar hann keypti
sér eins metra háan skúlptúr úti
á Madeira þegar hann var 65 ára
og flutti hann með sér heim, með
tilheyrandi millilendingum og
stoppum á hótelum. Svona var
pabbi, ekkert var honum ómögu-
legt enda sagði hann alltaf að
ekki væru til vandamál, bara
óleyst mál.
Pabbi var einstaklega mikill
handverksmaður þar sem ná-
kvæmni hans fékk sín notið. Það
var eiginlega sama hvað bilaði,
hann gat alltaf lagað, breytt eða
bætt þannig að hlutirnir urðu
eins og nýir. Hann bjó yfir ótrú-
legri þolinmæði þegar kom að
nákvæmnisvinnu þar sem
minnsta lega eða ró skipti máli,
vegna þessa var hann mikilsmet-
inn í viðgerðum á veiðihjólum og
-stöngum og í þeirri vinnu var
mikið að gera hjá honum yfir
sumartímann.
Pabbi var afar réttsýnn mað-
ur sem birtist til dæmis í hversu
fljótur hann var ætíð að taka upp
hanskann fyrir þann sem honum
þótti ómaklega að vegið. Rétt-
sýni hans litaði allan hans per-
sónuleika. Hann átti til að vera
afar langrækinn ef gert var á
hlut hans eða einhverra sem
honum þótti vænt um. Sagt er
um fólk í sporðdrekamerkinu, ef
einhver slítur rós úr þess garði
þá ekur hann yfir limgerði við-
komandi. Þetta á vel við um
pabba, alla tíð fann ég hversu
tilbúinn hann var til að vernda
sitt fólk ef gert hafði verið á hlut
þess. Alltaf gat ég treyst því að
pabbi stæði með mér og mínum,
sama hvað gekk á.
Pabbi var mikill húmoristi og
kímnigáfan var oft nokkuð kald-
hæðin. Síðustu daga pabba grín-
aðist hann oft með að hann væri
nú bara alveg morfínn og spurði
svo „er ég líklegur núna?“ Þetta
var hans húmor í hnotskurn sem
á eftir að ylja okkur öllum sem
elskuðum hann.
Með auðmýkt og þakklæti bið
ég góðan Guð að gæta pabba
alltaf og alltaf og kveð hann með
orðum úr uppáhaldsbókinni okk-
ar Bróðir minn ljónshjarta.
Við sjáumst í Nangiala,
þín elskandi táta,
Elva Dögg Gunnarsdóttir.
Það er óraunverulegt að þú
sért farinn frá okkur, elsku
bróðir, þú sem alltaf hefur verið
hluti af lífi mínu enda næstum
sjö árum eldri en ég. Ótal minn-
ingar streyma fram, þær fyrstu
um hrokkinhærðan fjörkálf, við-
kvæman og hlýjan, stundum dá-
lítið styggan, sem fannst kannski
nóg um hve litla systir fékk
mikla athygli. Þú varst leitandi
framan af ævinni, náðir ekki fót-
festu í skóla þótt ekki skorti þig
námshæfileika. Ég var oft hissa
á hve vel þú varst heima á mörg-
um sviðum, kannski skorti þig
staðfestu því ég veit að hefðir
getað náð langt í námi. En þú
varst sannkallaður þúsundþjala-
smiður, gast tekið til hendinni
við hvaða framkvæmd sem var
og gert við tæki og tól. Ein-
hverju sinn rétti ég þér brotinn
bolla úr sparistellinu mínu sem
þú færðir mér fljótlega eins og
nýjan. Minnisstætt er þegar þú
varst að gera upp gamlan bíl úti
í bílskúr í Bólstaðarhlíð 39 og
einhverjar konur komu til þín til
að segja þér frá Guði og heims-
enda. Þið spjölluðuð lengi og þú
lést þær auðvitað rétta þér verk-
færi og aðstoða á meðan. Þú
varst nefnilega ekki bara verk-
laginn heldur varstu líka laginn
við fólk. Alltaf var hægt að leysa
málin með góðu spjalli, stundum
kannski nokkuð löngu. Börn
hændust að þér enda fengu þau
athygli þína óskipta, þú gast
bæði gantast við þau og útskýrt
fyrir þeim það sem var til um-
ræðu.
Þú varst náttúrubarn og góð-
ur veiðimaður. Þú stundaðir sjó-
stangaveiði, veiddir í ám og
vötnum og fyrr á árum fórstu
líka á gæs. „Hvernig geturðu
haft svona gaman af að drepa
fugla?“ spurði ég þig einu sinni
fyrir löngu. Og þú komst mér í
skilning um það hvað heillaði þig
við veiðimennskuna; að komast í
kyrrðina, fylgjast með dagrenn-
ingunni, bíða og hlusta á náttúr-
una vakna til lífsins. Eða hvernig
þú lýstir fyrir mér litunum,
gróðrinum og fegurðinni í sjón-
um þegar þú kafaðir í gamla
daga. Og mikið áttuð þið Inga
margar góðar stundir norður á
Skaga þar sem hægt var að
renna fyrir silung í vötnum.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur og ég er viss um að mesta
gæfa þín í lífinu var að kynnast
Ingu, hún varð þinn styrki lífs-
förunautur, og kannski veitti nú
ekki af á þeim tímapunkti í lífi
þínu sem þið kynntust. Allra
best var samt að með Ingu fylgdi
Elva Dögg og kærara samband
feðgina veit ég varla. Með tím-
anum færði Elva þér stóra fjöl-
skyldu og um hana snerist til-
vera þín enda býr
stórfjölskyldan í sama húsi.
Þótt við tækjumst stundum á
þegar við vorum yngri var taug-
in milli okkar alltaf sterk og hlý
og styrktist æ betur með árun-
um. Þú kunnir að gleðjast með
mér á góðum stundum en þegar
syrti í álinn áttir þú hlýjan faðm
og blíð orð við hæfi.
Seinustu árin voru þér erfið,
bakverkirnir oft óbærilegir og
svo snarpa glíman við krabba-
meinið sem tók bara tvo mánuði
og þú varðst að lúta í gras fyrir
þótt þú ætlaðir þér það alls ekki.
Ég hugga mig við að það verður
tekið vel á móti þér fyrir hand-
an.
Elsku Inga, Elva, Vagn og
börn, Guð gefið ykkur styrk til
að halda áfram með ylinn í
hjarta yfir öllu sem Gunnar var
ykkur.
Sigríður Helga
Þorsteinsdóttir.
Í dag kveð ég hann Gunna
frænda. Gunni var svo góður,
blíður og hjálpsamur og ég gat
alltaf leitað til hans. Ég átti það
til að hringja í hann eða koma til
hans með hin ýmsu vandamál og
vissi ég að ég gat alltaf fengið
þau svör sem mig vantaði hjá
honum. Ég nefndi vandamálið og
hann byrjaði nánast alltaf á
þessari setningu „bíddu nú við“
og svo útskýrði hann allt fyrir
mér. Að mínu mati vissi Gunni
frændi allt.
Hann hafði einstakt lag á
börnum, gaf sér alltaf tíma til
þess að spjalla við strákana
mína. Það er nú ekki oft sem
mínir strákar eru rólegir og
hlusta á fólk en hann gat fengið
þá til þess að vera rólega, hlusta
og spjalla við sig.
Ég vil minnast elsku Gunna
frænda sem mannsins sem kom
með mikla gleði inn í líf mitt,
hann sjálfur og afkomendur
hans. Hann kom með Elvu Dögg
„hrænku sín“ inn í mitt líf og
með henni fékk ég allt hennar
fólk. Takk, elsku Gunni frændi,
fyrir hana Elvu Dögg því þú ólst
hana vel upp og hefur hún alltaf
verið til staðar fyrir mig. Henn-
ar gleði, hlátur og ráðleggingar
hafa gert mikið fyrir mig og mun
ég endalaust vera þakklát fyrir
það og fyrir fjölskyldu mína. Við
erum fámenn fjölskylda en frá-
bær erum við.
Ég veit að amma, afi, pabbi og
systir mín taka vel á móti þér og
miðað við sögurnar sem ég hef
heyrt af þér og pabba þegar þið
voruð ungir pjakkar þá verður
fjör.
Elsku Inga, Elva Dögg og
fjölskylda, megi guð og englarn-
ir vaka yfir ykkur og gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
Tárin mýkja og tárin styrkja.
Í þeim speglast fegurð minninganna.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guðrún Ása og synir.
Það voru óbærilegar fréttirn-
ar sem bárust úr Skipinu einn
morgun í september. Áhöfnin
hafði misst einn af sínum bestu
skipverjum allt of snemma.
Gunni hefur verið í mínu lífi
frá fyrstu stundu. Þegar pabbi
Garðar dó var sleginn þéttur
hringur kringum okkur systurn-
ar og í þessum hring var Gunni.
Hann og Inga voru alltaf til stað-
ar og létu sig mína velferð miklu
skipta enda áttu þau mikið í Bi-
nikku Bökk. Það gat samt stund-
um verið flókið fyrir litla stúlku
að útskýra fyrir öðrum eða skil-
greina í hvaða flokk Inga og
Gunni féllu hjá mér. Þegar öllu
var á botninn hvolft voru þau
mér að einhverju leyti sem ann-
að sett af foreldrum og sumu
leyti sem amma og afi – enda var
nú Gunni kornungur með fallega
grátt hár og gat því eiginlega
ekki verið annað en afi! Ég átti
samt nú þegar einn afa Gunna
og Gunna datt ekki í hug að
rugla mig með því að ég ætti tvo
afa Gunna. En þannig var það nú
eiginlega samt.
Þau Inga buðu mér reglulega
til sín í pössun og næturgistingu
og þessar stundir með Elvu syst-
ur, Ingu og Gunna mætti segja
að væru pabbahelgarnar sem ég
fékk aldrei með mínum pabba.
Fyrst í Daltúninu og svo í
Dverghömrunum. Þar mátti sko
kúra á morgnana með sængina
frammi og horfa á My Little
Pony meðan Ella gagga systir
svaf á sínu græna. Og ef ég var
sérlega heppin hafði Gunni veitt
villibráð og dýrindis gæsasúpa í
matinn.
Þegar ég eignaðist son minn
fékk hann að kynnast Gunna
sem var fljótur að komast að því
að uppáhaldsmaturinn hans var
bjúgu en þau fékk hann aldrei
heima hjá sér enda féllu sperðl-
arnir ekki alveg að heilsusam-
lega mataræðinu sem móðir
hans reyndi að bjóða upp á.
Gunni stofnaði þá hið íslenska
Bjúgnavinafélag hvers félagar
voru hann sjálfur, Baltasar og
Una systurdóttir mín og var
reglulega fundað í Skipinu við
góðar undirtektir. Ég áttaði mig
ekki á því þá en þetta grín var
Gunna leið til þess að hitta okk-
ur reglulega og kynnast Baltas-
ar betur. Því þannig var hann
Gunni.
Í brúðkaupinu mínu sat hann
á fremsta bekk, auðvitað sól-
brúnn eins og alltaf þótt aðeins
væri komið fram í miðjan maí. Í
glænýjum fötum úr Herragarð-
inum með þverslaufu og betur
klæddur en allir ungu mennirnir
í kirkjunni. Síðan lék hann als
oddi í veislunni og við sögðum
hvort öðru hvað okkur þætti
vænt um hvort annað.
Það er í eðli mannfólksins að
vilja skilgreina alla skapaða hluti
og setja alla í sinn flokk. En það
þarf ekki að skilgreina ást. Fjöl-
skyldan okkar samanstendur af
þeim sem eru alltaf til staðar
fyrir okkur, burtséð frá því
hvort eða hvernig við erum blóð-
skyld.
Elsku Gunni minn. Takk fyrir
allt og allt. Ég veit að pabbi hef-
ur tekið vel á móti þér enda átt
þú heldur betur inni hjá honum
fyrir að hugsa svona vel um
stelpurnar hans.
Þín
Brynja Björk.
Hingað til Danmerkur barst
sú harmafregn að minn gamli
vinur, Gunnar Þorsteinsson,
væri genginn á vit feðra sinna.
Við vissum að hann hafði um
hríð glímt við veikindi og að þau
höfðu ágerst undanfarið en
fregnin kom engu að síður eins
og högg.
Leiðir okkar lágu saman í
Hlíðunum á sjöunda áratug í
gegnum vinahóp í hverfinu sem
ég datt inn í sem nemandi í MH.
Við nutum lífsins saman eins og
þá var siður með gagnkvæmum
heimsóknum og partíum, spilum
og spili og söng og vorum örugg-
lega ekki hljóðlátasti hópurinn í
Hlíðunum á þeim tíma. Gunnar
var þá þegar orðinn mikill
áhugamaður um veiðar og við
fórum stundum út fyrir borgina,
einkum til skotveiða, þegar ein-
hverjum tókst að herja út bíl að
láni. Ein þeirra var farin vestur
á land haustið 1973 þar sem okk-
ur urðu á leiðinni á þau vand-
ræðalegu mistök að ruglast á
gæsahópi og gervigæsum á túni
við bæ í Hvalfirði. Það endaði þó
allt betur en á horfðist á tímabili.
Við áttum bókaða nótt á hót-
elinu í Borgarnesi og höfðum
pantað vakningu klukkan fimm
en eftir skemmtilegt kvöld, þeg-
ar við loks mættum upp á hótel,
spurði dyravörðurinn: „Átti ekki
að vekja ykkur klukkan fimm?“
– Við svöruðum því játandi en þá
kom svarið: „Hún er að verða
hálfsex!“
Þegar við svo loksins komum
okkur af stað um morguninn
skullu leifarnar af fellibylnum
Ellen á landinu svo þar sluppu
einhverjar gæsir billega.
Sumarið 1975 fórum við Heidi
með Gunnari og fyrri konu hans
Kollu í mikla ævintýraferð ak-
andi frá Danmörku til Þýska-
lands og Austurríkis með við-
komu í Frakklandi. Fjárráðin
voru ekki sérlega björguleg en
við gátum þó gert og skoðað ým-
islegt með ýtrustu sparsemi og
gistingu í einu tjaldi og allur
matur var eldaður og útbúinn á
tjaldsvæðinu, engin ráð til ann-
ars. Þar var hvorki byssa né
veiðistöng með í för eins og
Gunnar var þó vanastur og ég
man að hann renndi stundum
girndarauga til fugla í góðu færi
og veiðilegra áa og vatna sem á
vegi okkar urðu.
Árin liðu og samverustundum
fækkaði með nýjum skyldum og
verkefnum en alltaf urðu fagn-
aðarfundir þegar við hittumst og
sögðum frá því sem á dagana
hafði drifið síðan síðast. Viku áð-
ur en Gunnar lést fékk ég skila-
boð um að hann væri kominn á
sjúkrahús svo ég hringdi til að
leita frétta og færa honum styrk.
Þar sat Inga hjá honum og var
honum sú stoð og stytta sem hún
alltaf var. Hann sagðist vera á
heimleið fljótlega og svo biði
ströng meðferð en að henni kom
þó ekki og verður ekki úr þessu.
Við Heidi sendum öllum að-
standendum og ástvinum Gunn-
ars Þorsteinssonar innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng mun lifa.
Matthías Kristiansen.
Góðar minningar um heil-
steyptan dreng, Gunnar Þor-
steinsson, koma upp í hugann
við sárt fráfall hans eftir hetju-
lega baráttu um nokkra hríð við
illvígan sjúkdóm. Þar sýndi hann
sannkallað æðruleysi og dugnað
og alltaf fundum við hve umhug-
að honum var öllum stundum um
velferð fjölskyldu sinnar. Konan
hans, hún Inga, stóð sem klettur
við hlið hans og létti honum
stundirnar með sínu glaðværa
fasi.
Kynni okkar af þeim hjónum
hófust seint á áttunda áratugn-
um þegar fjölskyldur okkar
bjuggu í blokkinni Engihjalla 9.
Góð vinátta tókst með okkur
fjölskyldunum í annríkinu við að
koma sér upp íbúð og ala upp
börnin í nábýli hver við aðra. Oft
var glatt á hjalla, sérstaklega
þegar rætt var um skotveiði og
veiðiskap í ám og vötnum, en þar
kom vel fram einstæð þekking
og reynsla Gunnars á þessu
sviði. Síðan hélt hver fjölskylda
sína leið í aðra íbúð og árin liðu,
en alltaf var samband milli okk-
ar öðru hverju. Það var svo um
tuttugu árum síðar að vináttu-
böndin urðu ennþá sterkari, þeg-
ar við hófum samstarf um leigu á
vatnasvæði á Skaga.
Þar varð til sannkallaður
sælureitur fyrir stóra sem smáa
við silungsveiðar í fallegri nátt-
úrunni. Veiðihús var sett upp og
menn voru einhuga í rekstri þess
og allri umgengni um fagra nátt-
úruna.
Verkkunnátta Gunnars og út-
sjónarsemi við að leysa málin í
uppbyggingu og viðhaldi veiði-
hússins kom fljótlega í ljós og
varð til þess, að hann tók að sér
fyrir okkur að skipuleggja árleg
viðhaldsverkefni. Gunnar var
Gunnar
Þorsteinsson
Nú hefur þú
fengið friðinn, elsku
amma mín. Ég,
Maríus og dætur
okkar munum
ávallt vera þakklát fyrir allar
minningarnar sem við eigum um
þig. Við munum minnast þín og
ylja okkur við þessar minningar
þegar söknuðinn ber að garði.
Takk fyrir alla prjónavett-
lingana og -sokkana sem þú
prjónaðir á Freyju og Yrsu, það
sem þeir hafa komið sér vel og
stelpurnar í skýjunum með þá.
Kristín Pálsdóttir
✝ Kristín Páls-dóttir fæddist
24. júlí 1932. Hún
lést 22. ágúst 2018.
Útför hennar fór
fram 10. sept-
ember 2018.
Takk fyrir jóla-
teppið og jólasokk-
ana, þvílíkur lista-
maður sem þú varst
í handavinnu. Ég
lærði aldrei að gera
bleiku kökuna með
þér eins og mig lang-
aði alltaf en það fæ
ég að læra hjá öðr-
um í fjölskyldunni
sem kunna.
Þú varst þrjósk,
sterk og dugleg kona sem ég mun
alltaf líta upp til. Ég vona að Ein-
ar afi hafi tekið vel á móti þér í
himnaríki og að þar séuð þið á ný
sameinuð eftir langa fjarveru.
Hafðu það gott, elsku amma
mín, ég kveð þig nú.
Þitt barnabarn,
Dóra Lind Pálmarsdóttir
og fjölskylda.