Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018
SKECHERS HARPER HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM
INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST EINNIG BRÚNIR.
HERRASKÓR
KRINGLU OG SMÁRALIND
13.995
„Prestsverkin eru mörg hver afar
ánægjuleg. Það er auðvitað alveg
undursamlegt að syngja messu og
mér finnst yfirleitt gaman að prédika
þótt það gangi misvel að skrifa pré-
dikanir,“ segir Elínborg. „Svo er ég
alltaf innilega glöð þegar ég er beðin
um að skíra barn, því það er fallegt
og hátíðlegt og svo gaman að taka
þátt í gleði fjölskyldunnar yfir nýju
barni sem er boðið velkomið í heim-
inn. Fermingarnar eru frábært tæki-
færi til að halda tengslum við ungu
kynslóðina og vera í takt við það
hvernig tímarnir breytast. Unglingar í
dag pæla í mörgu; þetta eru klárir og
skemmtilegir krakkar.“
Á unglingsárum og fram á þrítugs-
aldur var Elínborg virk í stúdenta-
pólitík og samfélagsmálum. Að því
kom svo að hún fékk nóg af pólitísku
starfi og dró sig alfarið út úr því.
„Ég hef heyrt sagt að pólitík og
prestskapur séu um margt náskyld
verkefni; í báðum tilvikum séu sam-
skipti við fólk rauði þráðurinn í starf-
inu og að tala fyrir góðum boðskap
sem fjöldinn ætti að fylgja. Þetta er
ef til vill kjarni málsins. En varðandi
stjórnmálin þá ólst ég upp við að fólk
í minni fjölskyldu var áberandi í
stjórnmálum sem getur orðið þreyt-
andi, svo ég ákvað á mjög meðvit-
aðan hátt að halda mig frá kastljós-
inu. En þegar ég hafði verið í prest-
skap í nokkur ár rann upp fyrir mér
að þjónusta við kirkjuna og stjórnmál
eiga margt sameiginlegt.“
Pólitík og prestskapur eru náskyld verkefni
Fjöldinn fylgi góðum boðskap
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Innsetningarathöfn Frá vinstri Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur, Elín-
borg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson, prestar við Dómkirkjuna.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
B
iblían, sem er margar bækur,
fjallar náttúrlega um allt sem
snertir mannlegar tilfinningar og
líf. Í mínum huga ætti það að vera
partur af almennri klassískri
menntun að þekkja til Biblíunnar,“ segir sr.
Elínborg Sturludóttir. „Sögurnar eru líka
þannig að fólk getur speglað sig í þeim og not-
að þær sem tæki til að dýpka skilning sinn á
lífinu og til að takast á við tilvistarspurningar.
Kærleiks- og siðferðisboðskapur Jesú Krists
sem og róttæk samfélagssýn hans, hugrekki
og réttlætiskennd höfðaði til mín strax í barn-
æsku. Það að rækta trúna hefur þroskað mig
og gert mig umburðarlyndari, sjálfsgagnrýnni
og siðferðilega meðvitaðri en ég hygg að ég
hefði annars orðið.“
Helgidómur allra
Við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykja-
vík síðastliðinn sunnudag, setti sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkur-
prófastdæmi vestra, sr. Elínborgu Sturludótt-
ur í embætti prests við kirkjuna. Saman munu
þau sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur
sinna þjónustu við kirkjuna og söfnuðinn í
sókn sem afmarkast af Vesturbæ norðan
Hringbrautar og hluta af gamla Austur-
bænum. Þess utan hefur Dómkirkjan nokkra
sérstöðu í trúarlífi landsins; meðal annars sem
kirkja biskupsins yfir Íslandi. Þá hafa prest-
arnir skyldur svo sem við prests- og djákna-
vígslur, setningu Alþingis, þegar forseti Ís-
lands er settur í embætti og svo framvegis. Þá
er aftansöngur í Dómkirkjunni klukkan 18 á
aðfangadagskvöld sem jafnan er útvarpað og
er einn af föstum póstum í þjóðfélaginu; nokk-
uð sem aldrei breytist.
„Þetta gerir Dómkirkjuna að helgidómi
allra landsmanna. Hún er ekki bara kirkja
biskupsins eða kirkja dómkirkjusafnaðarins,“
segir sr. Elínborg sem í vetur heldur utan um
fermingarfræðslu kirkjunnar. Að öðru leyti
muni þau sr. Sveinn skipta verkefnum með sér
eins og verkast vill, þó þannig að álagið verði
sem jafnast.
Dreymdi um Dómkirkjuna
Undanfarin ár hefur sr. Elínborg verið
sóknarprestur í Stafholti í Stafholtstungum í
Borgarfirði og þjónað fólki í sveitunum þar.
Þar áður var hún sóknarprestur Grundfirð-
inga.
„Það er góður undirbúningur fyrir dóm-
kirkjuprest að hafa fjölbreytta reynslu. Dóm-
kirkjan er þjóðarhelgidómur sem margir Ís-
lendingar hafa taugar til. Því er æskilegt að
prestarnir sem þjóna þar hafi góða innsýn í
fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags.
Vitaskuld er sveitin og þorpið frábrugðið borg-
inni, þó að fólk sé samt við sig bæði til sjávar
og sveita. Bæði í Grundarfirði og í Stafholts-
prestakalli þekkti ég nánast öll mín sóknar-
börn með nafni, en ég er ekki viss um að mér
takist að kynnast söfnuðinum mínum í Dóm-
kirkjunni svo vel, enda eru sóknarbörnin mun
fleiri,“ segir Elínborg og bætir við að sér og
sínum hafi liðið einkar vel í Borgarfirðinum.
Að verða prestur við Dómkirkjuna hafi hins
vegar í sínum huga verið draumaembættið.
„Dómkirkjan og miðbærinn hafa átt stóran
sess í mínu hjarta síðan ég kom 15 ára til
Reykjavíkur í menntaskóla. Skólasetning við
Menntaskólann í Reykjavík var í Dómkirkj-
unni og ég hef alltaf verið mikil miðbæjar-
manneskja. En svo er það líka klemma alls
landsbyggðarfólks að horfa á eftir börnunum
sínum til Reykjavíkur í nám. Elsta dóttir mín
fór að heiman 15 ára eins og ég og sannleikur-
inn er sá að ég var ekki sérlega spennt yfir því
að sjá á eftir öllum börnunum mínum í burtu á
viðkvæmum aldri. Það var því margt þess
valdandi að fjölskyldan setti stefnuna til
Reykjavíkur,“ segir Elínborg sem er gift Jóni
Ásgeiri Sigurvinssyni. Börnin er þrjú.
Jákvæð afstaða
Sr. Elínborg er uppalin í Stykkishólmi, dótt-
ir Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi ráðherra
og bæjarstjóra, og Hallgerðar Gunnarsdóttur
lögfræðings. Æskuárin í Hólminum segir hún
að hafi í alla staði verið góð, enda haldi sam-
félagið þar vel utan um alla sína.
„Í Stykkishólmi var mjög öflugt kirkjulegt
starf í minni barnæsku. Við krakkarnir nutum
þess að St. Franciskus-nunnurnar settu svip á
bæinn og hjá þeim var barnastarf sem og í
þjóðkirkjunni og Hvítasunnusöfnuðinum. Þá
byggðist starf barnastúkunnar á kristnum
grunni og allt þetta mótaði okkur þannig að ég
ólst upp við mjög jákvæða afstöðu til kirkju og
kristni,“ tiltekur Elínborg og segir að síðustu:
Fiskur í vatni
„Ég hugleiddi að fara í guðfræðinám rúm-
lega tvítug, en ég ákvað frekar að fara í heim-
speki. Áhuginn á á guðfræðinni var samt sem
áður til staðar. Þegar svo urðu mjög svipleg
dauðsföll í kringum mig þegar ég var í heim-
spekideldinni fór ég að hugsa mikið um tilgang
lífsins, þjáningu og sorg. Þessar pælingar
leiddu mig inn í guðfræðina og ég fann fljótt að
þar var ég bókstaflega eins og fiskur í vatni.
Námið átti vel við mig og ég var þess fullviss
að prestskapur myndi eiga við mig líka. Sú
hefur líka orðið raunin.“
Ég er mikil miðbæjarmanneskja
Elínborg Sturludóttir er nýr
prestur við Dómkirkjuna. Rót-
tækni Jesú Krists höfðaði til
hennar strax í æsku og þannig
varð brautin mörkuð. Fólk er
samt til sjávar og sveita, segir
Elínborg sem áður var prestur í
Grundarfirði og Borgarfirði.
Morgunblaðið/Eggert
Presturinn „Í mínum huga ætti það að vera partur af almennri klassískri menntun að þekkja til Biblíunnar,“ segir sér Elínborg Sturludóttir