Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 2

Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is, Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir, kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Art Gray Á sama tíma og við erum að ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna eru aðverða miklar breytingar á búsetuformi fólks og hugmyndum þess umlífsgæði. Fólk kýs minna og skipulagðara húsnæði. 500 fm einbýli er til dæmis ekki sama stöðutákn og það var fyrir 30 árum. Í gamla daga flutti fólk inn í hálfkláruð hús, notaði alla peningana sína til að gera smátt og smátt fínt í kringum sig og borðaði naglasúpu þegar peningur mánaðarins var búinn. Og til þess að geta búið í svona stóru húsi vann fólk myrkranna á milli því það þótti svo fínt. Þá var ekkert Instagram og enginn þurfti að vita þegar naglasúpan var borðuð á hverjum degi í viku. Auðvitað er alltaf ákveðinn hópur sem er ennþá fastur með þessar gömlu og úreltu hugmyndir en upp er að spretta ný kynslóð sem kýs að búa minna og hafa heimilið betur skipulagt. Í gegnum tíðina hef ég oft hnotið um umræður um gott skápapláss. Ég hef oft velt fyrir mér hvað fólk eigi við og hvers vegna það þurfi að geyma svona mikið. Hvað er fólk að geyma? Þegar ég hannaði eldhúsið heima hjá mér reyndi ég að hafa passlegt skápapláss, ekki of mikið og ekki of lítið. Bara pláss fyrir það sem notað er dags daglega. Ég vildi hafa stóra eyju með góðu vinnuplássi því það er á þeim stað sem hlutirnir gerast. Ég sperrti því eyrun þegar Erla Dögg Ingjaldsdóttir, eigandi Minarc- arkitektastofunnar í Los Angeles, ræddi um skápapláss hér í blaðinu og að þeirra kúnnar vildu miklu minna af því en áður. Sjálf á ég alltaf í innri baráttu. Fagurkerinn sem býr innra með mér hrífst endalaust af einhverju fallegu og vill breyta og bæta á meðan þessi níska vill eiga sem minnst og eyða sem minnstu. Þessi samsetning er hlægileg á köflum. Núna er ég með æði fyrir gömlu og klassísku dóti. Ég elska munstraðar gardínur og myndi vilja hafa þær út um allt hús og svo er ég komin með dellu fyrir persneskum mottum. Einhver myndi kannski benda mér kurteislega á að ég væri að eldast sem er reyndar rétt. Þessi níska fer reglulega í Góða hirðinn til að hnjóta um gull og gersemar en kemur svo óvart við í Epal á heimleiðinni … Þegar kemur að heimilinu er nauðsynlegt að taka áhættu. Ekki apa allt eftir næsta manni heldur prófa sig áfram. Kaupa furðulega hluti á nytjamörkuðum eða á netinu og leyfa leikgleðinni að ráða ríkjum. Ég lendi alveg í því að gera eitthvað heima sem er skrýtið, stundum venst það og ef það venst ekki þá breyti ég því eftir einhvern tíma. Ef við tækjum aldrei áhættu í lífinu þá væri nú ekki sérlega gaman að vera til. Er það nokkuð? Hlægilega níska nútímakonan Marta María Jónasdóttir Uppáhaldsmorgunmaturinn? „Á virkum dögum borða ég ekki morgunmat en hins veg- ar drekk ég æðislegan extra heitan „latte“ sem ég bý til í vinnunni. Kaffið drekk ég þessa dagana úr bolla sem er kallaður „heiti potturinn“ en viðurnefnið gefur hugmynd um stærðina á bollanum. Ég er búin að vinna í Landsvirkjun í fimm ár og hef á hverjum morgni æft mig í að flóa mjólk. Árangurinn lét lengi á sér standa en núna er loksins kominn vísir að laufi í mjólkina. Samstarfsfólk mitt hrósar mér mikið fyrir lagnina og ég er bara virkilega stolt, enda drakk ég marga vonda bolla í þessu lærdóms- ferli.“ Áttu þér uppáhaldsflík? „Já, ég er mjög hrifin af samfest- ingum og ánægð með þessa sam- festingatísku sem verið hefur und- anfarin ár, því í mörg ár var ekki hægt að fá samfestinga. Uppáhaldið mitt er gallasamfestingur sem ég keypti í Madewell fyrir nokkrum árum. Ég minni sjálfa mig alltaf á Formúlu 1 starfsmann þegar ég er í honum, en finnst ég bara aðeins meiri töffari fyrir vikið.“ Hver er uppáhaldsliturinn þinn? „Ég veit ekki. En uppáhaldsmunstrið mitt er röndótt. Ég á mikið af röndóttum flíkum og svo á ég röndóttan sófa og stól. Mig hefur alltaf dreymt um röndótt veggfóður.“ Hvað þýðir tíska fyrir þér? „Stíll frekar en tíska fyrir mig. Ég ætla þó ekki að halda því fram að ég hreyfist ekki í tískunni því tíska er skemmtileg. En ég vel úr, flíkurnar þurfa að passa stíln- um mínum og ef um er að ræða föt þá þurfa þau að klæða mig, annars verða þetta bara mistök sem taka pláss í fataskápnum. Sama gildir með heimilið, en ég passa mig sérstaklega á hlutum sem allir eru vitlausir í. Það eru talsverðar líkur á því að maður verði þreyttur á þeim.“ Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn? „Ég vildi að ég gæti svarað þessu. Ég er nýbúin að setja íþróttafötin inn í geymslu því þau voru alveg óhreyfð og tóku bara pláss.“ Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni? „Hypnose-maskarinn frá Lancome bjargar stuttu augn- hárunum mínum.“ Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið? „Nýjasti hluturinn á heimilinu er nú reyndar gjöf, fer- tugsafmælisgjöf frá foreldrum mínum. Það tók sinn tíma að finna út hvernig ég ætti að verja afmælispeningnum. Ég þoli nefnilega illa að gera kaupmistök og vil bara helst ekki bæta neinu inn á heimilið nema að ég sé algjörlega sannfærð um að ég eigi eftir að elska hlutinn um ókomna tíð. Louis Poulsen-borðlampi varð fyrir valinu, eigulegur og klassískur gripur sem mig er búið að langa í lengi.“ Hvaða hlutur er ómissandi? „Sá hlutur sem fer með mér út um allt er japönsk skipu- lagsbók úr leðri. Í hana skrifa ég listana mína, en það heldur mér við efnið og ég kemst yfir miklu meira. Ég fæ um leið meiri ró í hugann við að hafa yfirsýn yfir það sem ég þarf og ætla að gera. Ég flyt bækurnar inn frá Japan og býð upp á þær í Heimilisfélaginu. Bækurnar er ekki bara gullfallegar heldur er þetta sniðugt fyr- irkomulag því hver og einn raðar bókinni saman eftir sín- um þörfum. Sumir gera þetta að dagbók, aðrir að huga- myndabók, matreiðslubók og sumir eru með þetta allt saman í einni bók.“ Uppáhaldssmáforrit? „Ég nota Instagram langmest fyrir Heimilisfélagið og þar finnst mér skemmtilegast að skoða það sem við- kemur fallegum hlutum, heimilum og tísku. Ég fylgist með fullt af sænskum fasteignasölum á Instagram en þar er mikil vinna lögð í stíliseringar á húsnæði fyrir mynda- töku, sem skemmtilegt er að skoða. Svo á ég alltaf reglu- lega gæðastundir á Pinterest.“ Hvað heillar þig mest í lífinu? „Persónulegur vöxtur, þroski og hamingja. Að staldra við og skoða hvað það er sem mann langar, hvert maður stefnir og hvaða skref maður þarf að stíga til að láta sér líða vel. Svo er lífið auðvitað í mörgum köflum og þess vegna finnst mér svo áhugavert að skoða stöðuna reglu- lega en láta lífið ekki bara sigla framhjá. Í dag er ég markþjálfi og fæ kikk út úr því að styðja við aðra og sjá fólk þannig vaxa, efla sjálft sig og ná árangri.“ Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Fagurkerinn Selma Svavarsdóttir er eigandi Heimilisfélagsins. Hún er markþjálfi og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Sambýlismaður hennar er Þorsteinn I. Valdimarsson. Hún á tvö börn, Lísu Ólafsdóttur og Ara Þorsteinsson. Elínrós Línal | elinros@mbl.is Selma Svavars- dóttir er mikill fagurkeri. Selma er hrifin af röndóttu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Selma á mikið af samfest- ingum og er ánægð með að þeir hafa verið fáanlegir víða. Japönsk skipulags- bók sem fæst í Heimilisfélaginu. Það getur tekið fagurkera tíma að ná tökunum á því að búa til lauf úr froðunni í morg- unkaffinu. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU Þessar gardínur fást í H&M home.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.