Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 18

Morgunblaðið - 28.09.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Viltu hita í gólfið þitt? Fræsing aðeins 7.000 krónur fm2. golfhitalausnir@golfhitalausnir.is · Sími: 899 1604 golfferðir á ári og svo stunda ég göngur og geng mikið í kringum El- liðavatnið með hundinn minn. Síðan borða ég hollan mat og rækta líkam- ann eins vel og ég get.“ Þetta er langur listi af góðum hlut- um, þú hlýtur að vera góð að setja mörk? „Ég reyni. Ég er ekki allan sólar- hringinn í vinnunni en ég er í krefj- andi vinnu sem endar ekki endilega klukkan fimm. Ég hef góða þekk- ingu á mínu sviði, hef starfað í banka í mörg ár.“ Hvaða ráð getur þú gefið tengt fjármálum? „Ég hef lagt í vana minn að eiga fyrir því sem ég geri. Það hefur reynst mér vel. Ég fer ekki út í búð að kaupa hluti nema að ég eigi fyrir þeim. Eins fer ég vel með peninga, ég held að það sé lykillinn að heil- brigðum fjárhag.“ Hún er alin upp í Bretlandi og er breskur sveitastíll áberandi heima hjá henni. Kolbrún er hrifin af þessum einstaka bleika lit sem fer vel með öðrum litum í húsinu. Borðstofuhúsgögnin voru keypt í Tekk Company. Að vera amma er það allra dýrmætasta í þessu lífi að mati Kolbrúnar. Kolbrún er mikill fagurkeri. „Dóttir mín málaði og gerði herbergið fallegt eftir sínu höfði.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.