Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 „Ég legg mikið upp úr ferskum blómum og kertum, það er grunn- urinn.“ Byrjuð að undirbúa jólin Inga Bryndís er mikið jólabarn að eigin sögn og því ekki að undra að hún er byrjuð að skipuleggja jólin í Magnólíu. ,,Í ár verður „Out of Af- rica“-þema. Ég er svo mikið jólabarn og vil gefa jólunum góðan undirbún- ing. Eins finnst mér svo mikilvægt að njóta aðventunnar með börn- unum og fjölskyldunni. Þess vegna leitast ég við að skreyta snemma. Ég er kannski ekki með mikið skraut, en ég legg hugsun og vinnu í það sem ég geri fyrir jólin. Hlýleg stemning á aðventunni skapar minn- ingar sem lifa inn í framtíðina.“ Hvernig lýsir þú þessu þema? „Það er góð spurning. „Out of Af- rica“ tengist í rauninni art deco- tímabilinu. Þar koma þessi áhrif frá grímunum, formunum, litunum, ilm- inum og sögunni í Afríku. Það eru þessir töfrar; sandurinn, myrkrið, dýrin, þessi villta náttúra sem hefur svo ótrúlega mikla fegurð. Þannig eru kransarnir og hjörtun okkar hrá eins og náttúran. Engir tveir hlutir eru eins heldur fær handverkið að njóta sín. Áferðin verður innblásin frá þessu tímabili.“ Inga Bryndís leggur áherslu á að við hönnun og stíl á húsum sé ekkert eitt rétt eða fullkomið. „Allt það sem sprettur frá hjartanu, í hvaða formi sem er, mun ávallt skila sér.“ Eldhúsið er einfalt og bjart. Það minnir á ítölsk sveitaeldhús. Eldhús- innréttingin var sérpöntuð í Byko. Gangurinn niður á jarðhæðina er fallegur. Hvernig teppið tekur við af flísunum er bæði praktískt og smart. Blöndunartækin á baðherberginu eru bresk. Þau eru handsmíðuð í London. Á þessu baðherbergi innan af svefnherbergi þeirra hjóna hefur verið komið fyrir spegli við enda baðkarsins sem gerir rýmið opnara í ásýnd. Svefnherbergið er stór svíta, þar sem þrjú svæði liggja saman. Inngangur að svítunni er stór, til hægri liggur fataherbergið og baðherbergið. Til vinstri er rými þar sem rúm þeirra hjóna er staðsett. Fallega snyrt kisan situr með brothætt- um glösum í gluggakistunni að virða fyrir sér manlífið í Þingholtunum. ,,Í ár verður „Out of Africa“-þema. Ég er svo mikið jólabarn og vil gefa jólunum góðan und- irbúning. Eins finnst mér svo mikilvægt að njóta aðventunnar með börnunum og fjölskyldunni. Þess vegna leitast ég við að skreyta snemma.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.