Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 F jölskyldan fór í talsverðar framkvæmdir til að opna eld- húsið en allt húsið er í þeim stíl að hægt er að ganga úr einu rými í annað í góðu flæði. Sólveig lýsir verkefninu í upphafi á eftirfarandi hátt. „Eldhúsið var frekar lítið og alveg lokað af og því þótti okkur góð hug- mynd frá byrjun að opna frá stofunni inn í það. Þannig myndi eldhúsið, sem var mjög falið áður, verða sýnilegra. Eins yrði hægt að ganga í hring um eldhúsið.“ Hvað hafðir þú í huga við val á inn- réttingum og borðplötum? „Þar sem það var annað gólfefni í eldhúsinu þurftum við að taka flotið sem fyrir var og setja parket. Sem betur fer átti húsráðandi smávegis aukaparket í skúrnum sem hægt var að nota en það þurfti svo að bæta við parketi sem ekki var til á landinu. Við fengum snillingana hjá Parketútliti til að púsla þessu saman. Þeir sérsmíð- uðu parketið sem upp á vantaði til að Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innanhússarkitektinn Sólveig ásamt eigendum hússins ákváðu að opna inn í eldhúsið frá stofu. Blóm og sleifar í glugganum. Blöndunartæki og vaskur úr rósagulli frá Ísleifi Jónssyni. Ljósakrónan er skemmtileg. Hægt er að taka glösin af henni og drekka úr þeim.  SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.