Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 34
Á efri hæðinni er hátt til lofts og gömlu bitarnir í loftinu fá að njóta sín. Gólfborðin eru upprunaleg frá 1859. Ísland besta land í heimi til að lesa Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, og eiginmaður henn- ar, Halldór Lárusson hagfræðingur, festu kaup á Gamla Apótekinu á Akureyri í fyrra. Þau kalla staðinn „Place to Read“ þar sem samspil ís- lenskrar hönnunar, náttúru og bókmennta skapar einstakt andrúmsloft og upplifun. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Gamla apótekið stendur á besta stað á Akureyri. H úsið er hannað með það í huga að þangað sé dásam- legt að koma og gefa sér tíma til að lesa. Húsið er leigt út undir þessum formerkjum. Ég starfaði sem prófessor í vöru- hönnun við Listaháskóla Íslands og í tengslum við það starf stofnaði ég og rak Spark Design Space sem var farvegur fyrir framúrskarandi ís- lensk hönnunarverkefni. Við hjónin lesum mikið og höfum mikinn áhuga á húsum. Þess vegna má segja að „Place to Read“ sé staður þar sem við setjum saman allt sem við höfum áhuga á.“ Sigríður bendir á hversu stór hluti hagkerfisins byggist nú á ferðaiðn- aðinum. „Við vorum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum að Ísland væri í raun besta land í heimi til að lesa bækur. Bókmenntaarf- urinn er jú okkar helsti menningar- arfur og það að lesa bækur er orðið svo mikill lúxus. Vont veður er plús frekar en mínus því það er fátt betra en að sitja inni við arineld með góða bók í brjáluðu veðri. Hingað ætti fólk að koma til að lesa. Þegar við fréttum að gamla apó- 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.