Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 54

Morgunblaðið - 28.09.2018, Page 54
H vað getur þú sagt mér um Reykjavikbutik? „Ég og tvíburasystir mín Drífa Skúladóttir opn- uðum netverslunina Reykjavikbutik- .is um miðjan október 2014 og fögn- um við því fjögurra ára afmæli núna í næsta mánuði. Reykjavikbutik selur hönnunarvörur fyrir heimilið auk þess sem við bjóðum upp á fallega hluti í barnaherbergið. Myndirnar hjá okkur hafa verið hvað vinsæl- astar. En við seljum falleg veggspjöld frá þekktum ljósmyndara sem heitir Vee Speers, auk mynda frá Love Warriors og Ruben Ireland.“ Þegar netverslanir verða að búðum Dagný segir að það sé áhugamál að fylgjast með helstu straumum og stefnum í hönnun. Þær systur séu að auka vöruúrval fyrir börnin og það séu spennandi tímar framundan. „Netverslanir voru frekar nýtt fyr- irbæri hér á landi fyrir rúmum fjór- um árum og það er gaman að sjá hvað margar netverslanir eru komnar á markaðinn og eins að sjá verslun eins og Snúruna fara úr því að vera net- verslun í það að opna glæsilega búð.“ Dagný og fjölskylda hennar búa í fallegu húsnæði í Akrahverfinu í Garðabæ. Aðspurð hvað einkennir falleg heimili segir hún að fólkið skipti miklu máli og persónulegur stíll þeirra sem búa á heimilinu. Hver er uppáhaldshluturinn heima? „Panton-lampinn minn hvíti er allt- af í uppáhaldi.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Grá- an bekk frá Modern.“ Hefurðu alltaf haft áhuga á heim- ili og hönnun? „Nei, ég hugsa að það hafi komið með tímanum. En ég hef alltaf haft gaman af að skoða heimili annarra og spá í þau.“ Er mikið að breyta heima Dagný er ein af þessum ofur- duglegu konum og segist vera lítið fyrir að kjarna sig heima fyrir. „En ef mér dettur í hug að slaka á þá er það uppi í rúmi.“ Ertu mikið fyrir að breyta heim- ilinu? „Já, ég var mikið fyrir að breyta. Hér áður varð ég fljótt leið á hlut- unum en núna með tímanum hef ég aðeins róast. Ég er farin að vanda valið betur og kaupa veglegri og tímalausa hönnun með árunum.“ Uppáhaldshornið hennar heima er við eldhúseyjuna með góðan kaffi- bolla og gesti í heimsókn. Hvaða litir verða vinsælir heima fyrir í vetur? „Ég myndi segja svartur litur og steingrár í bland við musku bleik- an.“ Dagnýju dreymir um nýtt borð- stofuborð, stóla og ljós við. „Það er allt í vinnslu og verður vonandi klárt fyrir jólin. Annars er drauma- húsgagnið eggið eftir Arne Jacob- sen.“ Eggið er draumahúsgagnið Dagný Skúladóttir, ferðaráðgjafi og flugfreyja, rekur netverslunina Reykjavikbutik ásamt systur sinni. Hún á von á sínu fjórða barni og er dugleg að sinna áhugamálum sínum sem tengjast hönnun. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Hari Hillur með fallegum hlutum er líkt og lista- verk eins og Dagný setur hlutina upp. Blóm færa hlýleika inn á heimilið. Lítill vínbar frí- standandi á góð- um stað í stofunni. Dagný segir að uppáhaldsstaðurinn heima sé við eldhúseyjuna góðu. 54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Einfaldur og stílhreinn Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn. Verð 29.900 kr. Fjölbreytt litaúrval.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.