Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 1
Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands Björgunaraðgerð Eftir að neyðarkall barst fóru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar af stað. TF-GNA sótti skipverja með hugsanlega reykeitrun og flaug með hann á Ísafjarðarflugvöll í gærkvöldi. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Eldur kom upp í vélarrúmi togarans Frosta ÞH229 í gær er hann var staddur á Halamiðum, norðvestur af Vestfjörðum. Stjórnstöð Landhelg- isgæslu Íslands barst neyðarkall frá togskipinu um þrjúleytið og voru tvær þyrlur Gæslunnar sendar af stað ásamt varðskipinu Tý. Björgunar- skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var einnig beðið um að halda rakleið- is á vettvang auk skipa í grenndinni. Togarinn Sirrý ÍS36 var kominn að Frosta rúmum þrjátíu mínútum eftir að neyðarkall barst. Tólf voru þá um borð og eru þeir allir heilir á húfi að sögn Landhelgisgæslunnar, en gæsluþyrlan TF-GNA flutti einn úr áhöfn togarans undir læknishendur vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Þyrlan lenti með skipverjann á Ísafjarðarflugvelli um sexleytið og beið þar sjúkraflugvél sem flutti hann á Land- spítalann. Þyrlan TF-SYN flaug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins og var hlutverk þeirra að kanna hvort eldur lifði enn í vélarrúmi skipsins. „Guði sé lof að allir eru heilir“ Þórgunnur Inga Sigurgeirsdóttir er eigandi út- gerðar Frosta ÞH ásamt sonum sínum. Hún segir mikilvægast að áhöfnin hafi sloppið heil frá atvik- inu. Frosti ÞH er eini bátur útgerðarinnar og var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa verið í slipp síðastliðinn ágúst. Aðspurð segist Þórgunnur Inga ekki geta metið tjónið fyrir útgerðina að svo stöddu. „Þetta er dálítið kjaftshögg eins og maður segir en guði sé lof að allir eru heilir,“ segir Þór- gunnur Inga og bætir við að ekki sé hægt að leggja mat á tjónið fyrr en búið er að koma togar- anum í örugga höfn á Ísafirði. Mannbjörg á Halamiðum  Eldur í togara NV af Vestfjörðum  Skipverji fluttur með TF-GNA vegna hugs- anlegrar reykeitrunar  12 manna áhöfn heil á húfi að sögn Landhelgisgæslunnar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson M I Ð V I K U D A G U R 3. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  232. tölublað  106. árgangur  FÓR MEÐ ÞJÓÐ- LÖGIN Í FERÐALAG JARÐVEGSVINNA HAFIN DREGUR FRAM SVIPBRIGÐI OG SÉRKENNI FÓLKS NÝR LANDSPÍTALI 6 HELGI MÓTAR FÓLK Í LEIR 12ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 30  Rétt tæplega fimm þúsund íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæð- inu samkvæmt nýlegri talningu Samtaka iðnaðarins og hefur íbúð- um í byggingu fjölgað um átján prósent frá því í mars þegar síðasta talning fór fram. Langflestar íbúð- anna eru í fjölbýli, eða um 4.466 af þeim 4.854 íbúðum sem eru í bygg- ingu. Hlutfall nýbygginga af heild- arfjölda íbúðarhúsnæðis er hæst í Mosfellsbæ þar sem það er 15,1 prósent af heildarfjölda íbúða í sveitarfélaginu í ársbyrjun, meðal- talið er 5,6 prósent á höfuðborgar- svæðinu. »10 Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir Í Mosfellsbæ er hlutfall nýbygginga af heildaríbúðafjölda 15,1%. Tæplega fimm þús- und íbúðir í byggingu  Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, sem hætti starfsemi í gær eftir 14 ár í rekstri og óskaði eftir greiðslu- stöðvun, segir að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði. „Sárast er þó að sjá þetta uppbyggingarstarf hverfa, fyrir allt þetta góða starfs- fólk sem hefur unnið að þessu þetta lengi,“ segir Andri. Hann segir að það hafi ekki orðið ljóst fyrr en á mánudaginn kl. 14 hvernig færi, en bæði hafi verið leitað eftir því að auka eigið fé félagsins með skuldabréfaútboði upp á 40 m. evra, auk þess sem viðræður hafi staðið yfir við nýjan kjölfestufjár- festi. „Við vorum í viðræðum um að fá kjölfestufjárfesti inn í félagið, sem okkur leist mjög vel á.“ »16 Þrot félagsins sagt gríðarleg vonbrigði Þrot Andri M. Ingólfsson, eigandi Primera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.