Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fátt sem kemur á óvart í bréfi SA  Formaður VR kveðst ekki vera bjartsýnn á framhaldið í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samtök atvinnulífsins (SA) sendu seint í fyrrakvöld bréf til allra við- semjenda sinna í komandi kjaravið- ræðum, eins og greint var frá á for- síðu Morgunblaðsins í gær. Í bréfinu var athygli vakin á því sem talið var mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins huguðu að og jafn- framt óskað eftir formlegum viðræð- um við verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði m.a. í frétt Morgunblaðsins í gær, að nálg- un atvinnurek- enda væri sú að næstu samningar snerust um að bæta lífskjör og lífskjör væru samsett úr fleiri þáttum en launa- liðnum. Í bréfinu bentu SA einnig á versnandi sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, meðal annars vegna mikils launa- kostnaðar. Á síðustu árum hefði launakostnaður á Íslandi hækkað um 55% umfram erlenda keppinauta og innlent verðlag um 31% umfram verðlag í viðskiptalöndum Íslands, allt mælt í sömu mynt, samkvæmt bréfi SA. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í gær spurður hvort bréf SA gæti verið innlegg í þá veru að við- ræðuaðilar mættust á miðri leið, sett- ust niður og hæfu formlegar viðræð- ur: „Ef miðjuleiðin felur ekkert í sér, þá er ég ekki bjartsýnn. Hvað varðar málflutning Samtaka atvinnulífsins í þessu bréfi, þá er þar fátt sem kemur á óvart. Hann hefur verið með þess- um hætti undanfarið,“ sagði Ragnar Þór. Hann segir að það sé alveg sama hvað honum og Halldóri finnist um einstök atriði. Ragnar Þór sagði að hann og fleiri fulltrúar verkalýðsfélaga hefðu rætt við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins um sum mál, sem aðilar virtust vera sammála um, ekki síst um þá neyð sem væri uppi í húsnæðismálum. „Húsnæðismálin eru vitanlega risa- stórt hagsmunamál, bæði fyrir bygg- ingariðnaðinn, fyrir atvinnustigið og síðast en ekki síst fyrir okkar fé- lagsmenn, sem þurfa nauðsynlega á því að halda að húsnæðiskostnaður lækki,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar Þór segir að þótt verka- lýðsforystan og Samtök atvinnulífs- ins séu ekki ósammála um alla hluti, þá liggi það alveg ljóst fyrir að allt of mikið beri í milli. „Ég veit ekki alveg á hvaða tímapunkti maður getur reiknað með að bæði stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fari að taka þessa grafalvarlegu stöðu alvarlega. Ég bendi bara á að fyrir kjarasamn- ingana 2015 fór ekkert að gerast, fyrr en stéttarfélögin voru búin að sam- þykkja að fara í allsherjarverkfall. Þá fyrst breyttist tónninn og viðhorfið og menn gátu sest niður og byrjað að ræða saman,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Neytendastofa hefur bannað fyrir- tækjunum Origo hf., Sahara Media ehf. og tveimur bloggurum á trend- net.is að nota duldar auglýsingar. Þetta kemur fram í ákvörðun Neyt- endastofu sem send var á fyrir- tækin í lok síðasta mánuði. Neytendastofu bárust ábendingar vegna bloggfærslna á vefsíðunni Trendnet þar sem fjallað var um vöru Origo hf. Neytendastofa krafði fyrirtækin og bloggarana um upp- lýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, aðkomu fyrirtækjanna að undirbúningi um- fjöllunarinnar og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu. Við með- ferð málsins kom fram að ein- staklingarnir höfðu þegið vöru að gjöf frá fyrirtækinu sem telst vera endurgjald. Engin sekt var lögð á neina aðila í málinu en að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttir, lögfræðings hjá Neyt- endastofu, yrði sektað ef fyrirtækin myndu ekki láta af þessum við- skiptaháttum. „Þetta er bara bann við því að notast við duldar auglýs- ingar almennt og merkja ekki. Það hefur yfirleitt verið þannig hjá okk- ur, nema brotið sé þeim mun alvar- legra, þá hafa það aðallega verið ítrekunaráhrif sem gera það að verkum að það sé sektað,“ segir Þórunn. Myndavél á trendnet.is Um var að ræða auglýsingu á Canon EOS M100-myndavél í bloggi á vefsíðunni trendnet.is. Neytendastofa benti á að ágæti um- ræddrar myndavélar væri tíundað í færslum tveggja bloggara sem skrifi á vefsíðunni, auk þess sem þar væri að finna hlekk á vöruna og tekið fram að hún fengist í verslun Origo. Við meðferð málsins kom fram að einstaklingarnir höfðu þegið vöru að gjöf frá fyrirtækinu sem telst vera endurgjald. Málið hófst hjá Neytendastofu í kjölfar ábendingar og segir Þórunn það algengt að fólk sendi skjáskot og ábendingar um mögulegar duld- ar auglýsingar. Neytendastofa fylg- ist hins vegar einnig með sjálf en þetta er þriðja ákvörðun stofnunar- innar um duldar auglýsingar á skömmum tíma. Duldu auglýsingar í bloggi  Origo hf. og Sahara ehf. bannað að nota duldar auglýsingar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tillaga Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn á rúmlega 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík var hafnað án atkvæðagreiðslu á borgarstjórn- arfundi í gærkvöldi. Lagði meirihlutinn til málsmeðferðartillögu um að innri endurskoð- un Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var það samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10. Á borgarstjórnarfundinum lagði Vigdís til að óháðir aðilar myndu rannsaka hverjir hefðu haft umsjón með verkinu, hverjir skrifuðu upp á reikninga og hverjir veittu heimildir fyrir því að framkvæmdir á bragganum fóru svo langt fram úr kostnaðaráætlun. Í samtali við Morgunblaðið segir Vigdís að með því að vísa málinu til innri endurskoðunar borgarinnar sé verið að setja það undir pilsfaldinn. Að sögn Vígdísar situr innri endurskoðandi fundi borgarráðs og hefði því verið í lófa lagið að hefja rannsókn þegar viðvörunarbjöllur voru farnar að klingja. „Hann er armslengd frá borgarráði og borgarstjóra,“ segir Vígdís. „Þetta er bara þessi þöggun og það er verið að grafa niður mál. Þetta er ekkert persónulegt til þessa manns sem sinnir þessu starfi.“ Hún segir málið alvarlegt enda stefnir í það að bragginn gæti endað í að kosta um hálfan millj- arð og því sé þörf á að óháðir aðilar rannsaki hvernig kostnaður fór upp úr öllu valdi. „Þau [meirihlutinn í borginni] þora aldrei með málin í atkvæðagreiðslu, þeim er vísað annað. Þannig heldur Dagur þessum meiri- hluta saman, með því að vísa málum í ráð og nefnd fyrir lokuðum dyrum þannig að enginn veit hvernig hver greiðir atkvæði. Því hann þorir ekki með nein mál í gegnum atkvæða- greiðslu.“ Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður- inn við að gera upp braggann yrði um 157 millj- ónir. Í sundurliðuðum kostnaði Reykjavíkur- borgar vegna endurbyggingarinnar kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er kominn vel yfir 400 milljónir. Er þar t.a.m. að finna rúm- lega 129 milljónir í smíðavinnu, 20,9 milljónir í frágang lóðar, 36,4 milljónir í múrverk, 28 milljónir í arkitektavinnu og 29,8 milljónir í rif á bragganum svo dæmi séu tekin. Marta Guðjónsdóttir, bogarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sagði á fundinum í gær að fé úr vösum skattgreiðandi væri betur nýtt í þarf- ari verkefni eins og skólamál og skuldaði Reykjavíkurborg skattgreiðendum svör. Skoðað í samhengi innkaupareglna Vigdís benti á að innkaupaferlum Reykja- víkurborgar hefði ekki verið fylgt hvað varðaði kaup á þjónustu, vörum og verklegum fram- kvæmdum. „Hvað er eiginlega í gangi á skrif- stofu borgarstjóra að vera ekki búið að stoppa verkið? Væri þetta einkageirinn væri búið að reka alla ábyrga aðila,“ sagði Vigdís. Vinna við náðhús braggans virðist einnig hálfkláruð en upphaflegt ástandsmat Eflu á náðhúsinu var að sögn Vigdísar um 34 til 36 milljónir króna en hefur nú kostað um 46 milljónir. „Og er það varla fokhellt. Það er virði þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík.“ Höfnuðu óháðri rannsókn  Meirihluti borgarstjórnar hafnaði óháðri rannsókn á bragganum í Nauthólsvík án atkvæðagreiðslu  Málinu vísað til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar  Verið að grafa málið, segir borgarfulltrúi Morgunblaðið/Árni Sæberg Náðhúsið Svo virðist sem þónokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu náðhúsi við braggann í Nauthólsvík, líkt og vel sést á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í gær. Verkið í heild hefur kostað yfir 400 milljónir og er tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður vegna náðhúss er í 46 milljónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.