Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Margar útgáfubækur Hóla á árinu henta til dægrastyttingar og skemmtunar, en einnig gefur for- lagið út fræðibækur. Skammt er síðan bókin Víkingur – sögubrot af aflaskipi og skipverj- um eftir Skagamanninn Harald Bjarnason kom út, en í henni er rakin saga þessarar miklu happa- fleytu allt frá því hún kom nýsmíð- uð til Akraness árið 1960 og þangað til hún lagði af stað í sína hinstu för – í brotajárn – 2014. Sjómenn koma einnig við sögu í annarri bók sem kom út fyrr á árinu, Laggó! Gam- ansögur af íslenskum sjómönnum, sem Guðjón Ingi Eiríksson tók saman. Einnig komu út gaman- sögur að norðan, 104 „sannar“ þing- eyskar lygasögur, í samantekt Jó- hannesar Sigurjónssonar, ritstjóra á Húsavík. 130 vísnagátur er eftir hagyrð- inginn Pál Jónasson frá Hlíð á Langanesi og þar leita menn að ákveðnu orði í hverri vísu út frá vís- bendingum sem þar er að finna. Önnur gátubók ber heitið Geggj- aðar gátur og góðar og þar er glímt við gamlar þrautir og nýjar, erfiðar og auðveldar. Tvær spurningabækur koma út á vegum Hóla. Fótboltaspurningar 2018 er eftir feðgana Bjarna Þór Guðjónsson og Guðjón Inga Eiríks- son og Spurningabókin 2018 er eftir þann síðarnefnda. Hann er líka skrásetjari bókarinnar „Ekki mis- skilja mig vitlaust!“ – mismæli og ambögur. Í henni eru fleyg mismæli eftir ýmsa og má þar nefna Guð- bjart á Vagninum á Flateyri, Lása kokk og Vigdísi Hauksdóttur. Hvítabirnir á Íslandi eftir Rósu Rut Þórisdóttur er yfirgripsmikið rit um þá bessa sem borist hafa hingað til lands. Í bókinni, sem að stórum hluta er unnin upp úr heim- ildasafni föður Rósu, Þóris heitins Haraldssonar, lengi menntaskóla- kennara á Akureyri, er sagt frá eig- inlegum landgöngum hvítabjarna allt frá landnámi til okkar dags og raktar munnmæla- og þjóðsögur sem þeim tengjast. Talandinn – er hann í lagi? er eft- ir dr. Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur talmeina- og raddfræðing og er heildstætt fræðsluefni um líffræði framburðar, en bókin, sem er með fjölda skýringarmynda, er jafnt ætluð almenningi sem fræðimönn- um. Gaman og alvara  Gamansögur, fróðleikur og fræði Rósa Rut Þórisdóttir Haraldur Bjarnason Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Páll Jónasson Bókaútgáfan Ugla gefur út 25 titla á þessu ári. Af þeim eru nokkrar bækur komnar út, aðallega glæpa- sögur sem voru lunginn af útgáf- unni fram eftir ári. Væntanleg er ævisaga Jóns Gunnarssonar eftir Jakob F. Ás- geirsson, en Jón var verkfræð- ingur frá MIT, forstjóri Síld- arverksmiðja ríkisins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og stofnaði nánast af eigin ramm- leik stórfyrirtækið Coldwater í Bandaríkjunum. Landnámssögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson komu út í vor, en í bókinni slæst fræðaþulur- inn Jón R. Hjálmarsson í för með lesandanum um byggðir landsins. Ferðalagið hefst í Reykjavík, þar sem fyrsti landnámsmaðurinn sett- ist að, og síðan er haldið vestur, norður, austur og suður eftir hringveginum og ýmsum leiðum út frá honum og Jón rekur sögur af þeim sem námu landið. Saga tveggja borga eftir Charles Dickens er einnig nýkomin út í þýðingu Þórdísar Bachmann. Saga tveggja borga er eitt af helstu verkum Dickens og jafnan talið eitt af meistaraverkum heims- bókmenntanna. Í Sögu tveggja borga lýsir Dickens með mögn- uðum hætti og af einstöku innsæi þeim vonum sem margir báru í brjósti við upphaf frönsku bylting- arinnar og þeim hryllingi sem hún leiddi til. Judith Perrignon byggir skáld- söguna Þetta var bróðir minn … m.a. á bréfum bræðranna Vincents van Goghs og Théos sem og sjúkraskýrslum Théos, en hann lést aðeins sex mánuðum eftir að Vincent svipti sig lífi. Judith Per- rignon hlaut bókmenntaverðlaunin Marianne árið 2007 fyrir bókina. Rut Ingólfsdóttir þýddi. Á síðasta ári kom út bókin Hvísl hrafnanna eftir Malene Sølvsten, fyrsta bindið í þríleik um Önnu sem er ófresk og flækist inn í morðmál þar sem yfirnáttúrleg öfl koma við sögu. Væntanlegt er ann- að bindi þríleiksins sem heitir ein- faldlega Hvísl hrafnanna 2. Tvær ungmennabækur til eru væntanlegar frá Uglu, Hyldýpið eftir mæðgurnar Camillu og Vi- vecu Sten og Ætíðarþjófurinn eftir Clive Barker með myndskreyt- ingum höfundarins. Einnig gefur Ugla út barnabæk- ur um fílinn Elmar eftir David McKee og barnabækurnar Bold- fjölskyldan eftir breska háðfuglinn Julian Clary með teikningum eftir David Roberts og Ropandi Rúna eftir Rosen og Ross. Væntanleg er svo nýjasta bók metsöluhöfundarins Mary Higgins Clark, Alein. Lunginn glæpasögur  Ugla gefur út glæpasögur í úrvali, en einnig barna- og ungmennabækur Judith Perrignon Jón R Hjálmarsson Clive Barker Malene Sølvsten RIFF - Reykjavík International Film Festival Stuttmyndir frá Eystrasaltinu Bíó Paradís 13.00 Barbara Rubin og New York neðanjarð- arsenan Bíó Paradís 13.00 Íslenskar Stutt- myndir 1 Bíó Paradís 15.15 Gullna eggið 1 Bíó Paradís 15.15, 15.30 Bilið brúað Bíó Paradís 17.00 Á reki Bíó Paradís 17.15 Sixtís Kvartettinn Bíó Paradís 17.15 Lukkulendur + Þýð- ingar Bíó Paradís 19.00 3 dagar í Quiberon Bíó Paradís 19.30 Sovéskir hippar Bíó Paradís 20.00 Maðurinn sem stal Banksy Bíó Paradís 20.45 Hnífur í hjartað Bíó Paradís 21.45 Sýruskógur Bíó Paradís 22.00 Westwood: Pönkari, íkon, róttæklingur Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 22.30 Night School 12 Metacritic 76/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 17.30, 19.50, 22.40 Sambíóin Álfabakka 17.40, 19.30, 20.00, 21.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Peppermint 16 Metacritic 29/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 19.40, 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.15 Loving Pablo 16 Metacritic 42/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Juliet, Naked 16 Metacritic 67/100 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.20, 20.40 Little Italy 12 Metacritic 55/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 The Nun 16 Metacritic 46/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.20 The Meg 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 46/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Kringlunni 21.50 The House with a Clock in Its Walls Metacritic 57/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.20 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Crazy Rich Asians Metacritic 74/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 19.20 The Predator 16 Metacritic 49/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Smárabíó 20.10, 22.50 Mission: Impossible - Fallout 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.40 Alpha 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 63/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 17.40 Mæja býfluga Laugarásbíó 17.20 Smárabíó 15.20, 17.40 Össi Smárabíó 15.20, 17.30 Christopher Robin Metacritic 59/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Kringlunni 17.00 A Simple Favor 12 Smárabíó 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,7/10 Háskólabíó 18.00 Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.10 Smárabíó 15.50, 16.30, 19.00, 19.30, 22.30 Háskólabíó 17.50, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30 Lof mér að falla 14 Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagnakenndri dýrategund, manninum Percy. Metacritic 58/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.50, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.50 Háskólabíó 18.10 Mamma Mia! Here We Go Again Sophie rekur nú gistiheim- ilið og lærir um fortíð móður sinnar en er ófrísk sjálf. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 20.30 Borgarbíó Akureyri 17.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.