Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Forsætisráðherra, Katrín Jakobs-
dóttir, hefur skipað nefnd sem
leiðir fyrir hönd stjórnvalda
sáttaviðræður við fyrrverandi
sakborninga í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu, sem sýknaðir
voru með dómi Hæstaréttar í end-
urupptökumáli 27. september, og
aðstandendur þeirra.
Nefndin er skipuð í samræmi
við samþykkt ríkisstjórnar Ís-
lands frá 28. september.
Kristrún Heimisdóttir lögfræð-
ingur gegnir formennsku í nefnd-
inni sem fulltrúi forsætisráðu-
neytisins. Aðrir nefndarmenn eru
Bryndís Helgadóttir, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu, og Magnús Óskar Haf-
steinsson, sérfræðingur í
fjármála- og efnahagsráðuneyt-
inu.
Á vef stjórnarráðsins kemur
fram að verkefni nefndarinnar sé
nánar tiltekið að koma fram fyrir
hönd stjórnvalda í viðræðum og
sáttaumleitunum við aðila málsins
og aðstandendur þeirra og gera
tillögu til forsætisráðherra og
ríkisstjórnar um hugsanlega
greiðslu miska- og skaðabóta eða
eftir atvikum sanngirnisbóta til
aðila málsins eða aðstandenda
þeirra. ge@mbl.is
Sáttaviðræður við fyrrverandi sakborninga
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20% afslátturaf öllum CHANELvörum
Chanel kynning í
Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ miðvikudag til
föstudags
Kynntir verða fallegu nýju
varalitirnir ásamt nýja
farðanum Les Beiges
Healthy Glow gel
Verið velkomin
Samtök íbúa og hagsmunaaðila í
Mýrdal leggjast gegn nýrri veglínu
þjóðvegar 1 með Dyrhólaósi og
göngum í gegnum Reynisfjall. Sam-
tökin afhentu Sigurði Inga Jóhanns-
syni, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, ályktun á opnum fundi í
Vík á mánudagskvöld. Einnig fengu
sveitarstjóri og þingmenn Suður-
kjördæmis ályktunina.
Í ályktuninni segir m.a. að harðar
deilur hafi staðið um samgöngumál í
Mýrdal á undanförnum árum. „Ræt-
ur þeirra átaka eru áform um
breytta veglínu um Mýrdalinn og
þau margþættu neikvæðu og óaftur-
kræfu áhrif sem hún hefði – ef til
framkvæmdar kæmi – á votlendi,
landslag, fuglalíf, landbúnað, ferða-
þjónustu og búsetuskilyrði íbúa.“
Samtökin segja að aldrei muni
nást samstaða um nýja veglínu. Hún
muni valda óafturkræfu tjóni á nátt-
úruperlum í Mýrdal og rýra gildi
hans sem ferðamannastaðar. Vegur-
inn muni fara yfir eitt stærsta vot-
lendissvæði Mýrdalsins við sjávar-
leirur Dyrhólaóss sem er á náttúru-
minjaskrá. Hann muni og raska
mikilvægum búsvæðum fugla, vot-
lendissvæðinu sem einni heild og
ásýnd Mýrdalsins. Ný veglína mun
rýra ásýnd Víkurfjöru og gildi henn-
ar til náttúruskoðunar og útivistar,
að mati samtakanna. Þá muni veg-
urinn slíta þorpið úr samhengi við
ströndina. Fjaran sé eitt helsta að-
dráttaraflið sem dregur ferðamenn
til Víkur en National Geographic út-
nefndi hana sem eina af tíu fegurstu
fjörum heims.
Áformin um nýja veglínu gangi
einnig gegn leiðarljósi UNESCO,
Kötlu jarðvangs, sem Mýrdals-
hreppur er hluti af. Nýja veglínan
verði eins og hraðbraut í gegnum
Mýrdalinn og muni stytta dvalar-
tíma ferðamanna á svæðinu.
Mun rýra mörg eignarlönd
Loks benda samtökin á að „ný
veglína mun fara yfir ótal mörg eign-
arlönd í Mýrdal, og þar með hefta og
rýra landbúnaðarland og búsetuskil-
yrði bænda og annarra íbúa sveitar-
félagsins. Öll andmæli þessara fjöl-
mörgu hagsmunaaðila hafa hingað
til verið með öllu hunsuð.“
Þau benda einnig á að ströndin við
Vík sé á stöðugri hreyfingu. Flutn-
ingur þjóðvegar 1 niður á óstöðuga
brimströnd á tímum hækkandi sjáv-
arstöðu sé „tilræði við öryggi allra
vegfarenda“. Vegstæðið liggi utan
skilgreindrar varnarlínu og þurfi að
færa það frá íþróttamannvirkjum
miðað við núverandi uppdrætti.
Þá sé vel þekkt að suðvestan-
stormar færa hluta Víkurþorps á kaf
í sand á hverju ári. Þá daga yrði
ófært um veginn vegna sandfoks. Ný
veglína sé óhagkvæm því með henni
þurfi að sinna tvöföldu vegakerfi um
Mýrdalinn.
Samtökin hvetja til „ábyrgra end-
urbóta á núverandi þjóðleið í sam-
ræmi við áður fram komnar vel
ígrundaðar tillögur Vegagerðarinn-
ar og í sátt við umhverfi og sam-
félag“. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Samgöngumál Fjölmenni var á fundinum í Vík og voru allir þingmenn Suðurkjördæmis á meðal fundargesta.
Mótmæla veglínu og
göngum í Reynisfjalli
Hart deilt um samgöngumál Vilja laga núverandi veg
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mótmæli Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, afhenti Sigurði Inga Jóhanns-
syni ráðherra ályktun Samtaka íbúa og hagsmunasamtaka í Mýrdal.