Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði. Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú verður þú að sinna eigin málum, því þú getur ekki stólað á það að aðrir sjái um þau. Notaðu tímann til samstarfs við aðra og farðu jafnvel í ferðalag með einhverjum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þeir eru margir sem vilja ná athygli þinni en þú veist vel að ekki er hægt að gera svo öll- um líki. Leitaðu að kjarnanum, ekki síst í mál- um sem viðkoma fjölskyldunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru svo mörg tilboð í gangi í kring um þig, að þú mátt hafa þig allan við að henda reiður á þeim. Mundu að hafa eðlilega fyrirvara á öllu sem þú sérð og heyrir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert menningarlega sinnaður þessa dagana og skalt skoða hvað er í boði og njóta þess sem best þú getur. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit á dag þinna nánustu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt eiga mikilvægar samræður við fjölskyldu þína og vini á næstu vikum. Kynntu mál þitt af hógværð og þá færðu fólk til að hlusta á þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Þótt þér séu allir vegir færir þarft þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver öfund gæti komið upp í sam- skiptum svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. Láttu úrtölur vinnufélaga ekki draga úr þér kjarkinn, þú ert á réttri leið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leitaðu leiða til að auka tekjur þínar og finndu kjark til að gera hugmyndir þínar að veruleika. Hið óvænta gerir vart við sig í samskiptum þínum við aðra í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og þú þarft að halda sjálfsstjórn. Taktu þér tíma til þess að sjá hvernig landið liggur og taktu svo til þinna ráða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt auðvelt með að vera heillandi og samvinnufús í dag. Leyfðu öðrum að njóta sín eins og þú vilt fá að njóta þín sjálfur. Hafðu samt allan vara á þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að búa þig undir breyt- ingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka þér ný vinnubrögð. Það er létt að missa stjórn á sér út af smávægilegum hlutum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur sterka löngun til þess að ræða við yfirmenn þína eða aðrar mikilvægar per- sónur í dag. Þér verður hrósað fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Hér verður fram haldið meðhugleiðingar Ólafs Stefáns- sonar þar sem Þormóður í Gvendar- eyjum lýsir allri sjóferðinni þegar hann er búinn að tíunda nísku Bárð- ar í fyrstu sex erindunum. Segir nú ekki meira af Bárði, en aðeins af Þorvarði syni hans, sem var ung- lingurinn í sjóferðinni frægu. Hann gerðist prestur og hlaut gott kvon- fang, hélt Kvíabekk og þar andaðist kona hans 1743. Tók þá prestur fljótlega vinnukonu sína, blásnauða, fyrir konu. Um það var kveðið: Misjafnt hefur gæfan gang, girðir hún suma banni. Nú er Lauga lögst í fang á lærðum kennimanni. Og enn fór vísa af stað, er Lauga eignaðist fyrsta barnið of snemma. Í Ólafsfirði fundið var fréttaefni valið. Kvíabekkjarkvígan bar kálfinum fyrir talið. Þorvarður prestur var kallaður göldróttur og komst það orð oft á menn, ekki síst presta, sem höfðu áhuga og einhverja kunnáttu í nátt- úrufræðum. Hann átti að hafa vakið upp danskan ungling, sem hafði drukknað. Sá var kallaður Eiríkur góði. Til marks um að sr. Þorvarður hefði vakið upp drauginn Eirík er vísa sem ort var til Stígs sonar prests. Ertu bróðir Eiríks góða upp sem vakti faðir þinn? Áttu von á arfagróða eftir þrælinn, Stígur minn? Svona geta sagnir, sannar eða lognar, geymst í snjöllum vísum.“ Pétur Stefánsson sagði frá því á Leir fyrir helgi að hann hefði að undanförnu verið að fylla frysti- kistuna af allskyns góðgæti fyrir veturinn: Ég á nóg að brenna og bíta, birgðastaðan virðist fín. Í frystinum er ljúft að líta á lömbin, kjúlla, naut og svín. Björn Ingólfsson svaraði: Full er kælikistan þín, keti fyllt er smuga hvur: Hani, krummi, hundur, svín, hestur mús og tittlingur. Og Ólafur Stefánsson: Mörg er gjöf af guði léð, jafnt grís og kálfur. Kaupir þú á fæti féð og fargar sjálfur ? Alltaf gott að heyra bjartan tón, – Magnús Geir Guðmundsson yrkir: Þó út vetur brjótist brátt, brjálað gerist veður. Sunna enn á himni hátt, hjarta mannsins gleður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn fór vísa af stað „HVERSU STÓR ER LÍKAMINN?“ „ÉG GAF VITLAUSUM KÚNNA SAMLOKUNA ÞÍNA. VILTU HANA SAMT ENNÞÁ?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú grætur af gleði yfir bréfinu hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EFTIR ÞVÍ SEM ÉG ELDIST VERÐ ÉG GÁFAÐRI AF HVERJU ERU EKKI BÚNIR TIL BÍLAR ÚR PAPPA? EÐA AÐRIR VERÐA HEIMSKARI REISIÐ HRÓLF VIÐ! ÞETTA ER REISUGILLI AÐ MÍNU SKAPI! Leikarinn Valur Freyr Einarssonhefur lengi verið í miklum met- um hjá Víkverja. Hann leikur nú í leikritinu Allt sem er frábært eftir enska leikskáldið Duncan Macmill- an. Víkverji ætlar ekki að gera lítið úr því að standa á stóru sviði fyrir framan hundruð áhorfenda, en hon- um finnst þó mun meira til koma þegar leikari stendur umkringdur áhorfendum, sem eru í seilingar- fjarlægð, og þarf einn síns liðs að halda sýningu gangandi í eina og hálfa klukkustund líkt og í þessu verki Macmillans. x x x Verkið er heldur ekki árennilegt.Það fjallar um baráttuna við lífs- leiðann, dapurleikann og hugleið- ingar um að svipta sig lífi. Efnið er sett fram í formi uppistands þar sem sögupersónan rekur hvernig erfið- leikar móður hans hafa markað ævi hans frá barnæsku. x x x Sýningin er þó ekki eintal, heldurdregur Valur Freyr áhorfendur inn í sýninguna og fær þá til að vera með. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að vera æstir í að stökkva fram í sviðsljósið óundirbúnir, sérstaklega ekki bláedrú, en Vali Frey tekst með einstöku næmi sínu og þægilegri nærveru að láta áhorfendum líða eins og þeir séu heima í stofu. Ekki var nóg með að hann fengi áhorf- endur til að koma út úr skelinni á þeirri sýningu sem Víkverji sá held- ur stóðu þeir sig með mikilli prýði. x x x Í sýningunni er fjallað um erfitt málaf hispursleysi. Það er ekki reynt að finna ódýrar lausnir og um leið vakin athygli á því hugsunarleysi, sem iðulega einkennir umfjöllun um sjálfsvíg. Í þeim efnum hvílir ekki lít- il ábyrgð á fjölmiðlum. x x x Skilaboð leikritsins eru að samahvað svartnættið er mikið er um að gera að þrauka. Aðrir ganga í gegnum það sama og það er hægt að ná landi. Og aldrei má gleyma öllu því sem er frábært, allt frá því að fá sér ís með dýfu til þess að drekka kók með lakkrísröri. vikverji@mbl.is Víkverji Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálm: 34.9)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.