Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir
og þú færð heitan pott með í kaupunum
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Vitað er um 1.357 manns sem létu lífið
í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni á
eyjunni Sulawesi á föstudaginn var,
að sögn almannavarnastofnunar
Indónesíu í gær. Óttast er að enn
fleiri hafi farist í hamförunum því að
ekki hefur verið leitað í öllum rúst-
unum. Mikil örvænting er meðal íbúa
á hamfarasvæðinu vegna skorts á
matvælum og hreinu drykkjarvatni.
Jusuf Kalla, varaforseti Indónesíu,
kvaðst óttast að þúsundir manna
hefðu farist náttúruhamförunum.
Rauði krossinn telur að rúmlega 1,6
milljónir manna hafi orðið fyrir ein-
hvers konar skaða af völdum hamfar-
anna, að sögn fréttavefjar breska rík-
isútvarpsins. Embættismenn OCHA,
Samræmingarskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í mannúðarmálum, sögðu að
hátt í 200.000 manns þyrftu á tafar-
lausri aðstoð að halda, þar af 46.000
börn og 14.000 aldraðir íbúar Sula-
wesi. Meira en 600 skólar og tugir
þúsunda íbúðarhúsa eyðilögðust eða
stórskemmdust í náttúruhamförun-
um.
Stöðva gripdeildir
Fregnir hermdu að lögreglumenn
hefðu hleypt af byssum upp í loftið og
beitt táragasi til að koma í veg fyrir að
fólk léti greipar sópa um verslanir í
borginni Palu þar sem hamfarirnar
ollu miklu tjóni.
Lögreglan sagði í gær að fyrstu
dagana eftir hamfarirnar hefði hún
ekki reynt að stöðva fólk sem braust
inn í verslanir á Sulawesi til að verða
sér úti um matvæli þegar þær voru
lokaðar. „Fyrstu tvo dagana voru
engar verslanir opnar. Fólkið var
svangt og leið mikla nauð,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Ari Duno Suk-
manto, aðstoðarríkislögreglustjóra
Indónesíu. Hann bætti við að lögregl-
an hefði nú aukið eftirlitið við versl-
anir til að koma í veg fyrir að fólk not-
færði sér glundroðann til að ræna og
rupla. Tugir manna hefðu verið hand-
teknir fyrir að stela tölvum og fleiri
tækjum eða reiðufé. Her- og lög-
reglumenn fylgja einnig flutningabíl-
um sem eru notaðir til að flytja mat-
væli og önnur hjálpargögn á
hamfarasvæðið.
Fólk klöngrast um rústir húsa í leit
að hlutum sem hægt væri að bjarga
eða nýta og biðraðir hafa myndast við
fjöltengi í þeim fáu byggingum sem
urðu ekki rafmagnslausar. Fólk bíður
einnig í röðum eftir vatni, reiðufé og
bensíni. „Ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar og forsetinn hafa komið hingað en
það sem við þurfum er matur og
vatn,“ hefur AFP eftir Burhanuddin
Aid Masse, 48 ára íbúa Palu. Sums
staðar hefur fólk þurft að bíða í rúm-
an sólarhring eftir bensíni, að sögn
fréttaveitunnar.
Voru treg til að fallast á aðstoð
Skortur er einnig á salernum og
hreinlætisaðstöðu. Hætta er á út-
breiðslu sjúkdóma, m.a. vegna þess
að líkin rotna fljótt í húsarústunum í
hitanum sem er í Indónesíu. Sjálf-
boðaliðar eru byrjaðir að bera lík í
stóra fjöldagröf í fjallshlíð nálægt
Palu.
Björgunarstarfið hefur gengið
hægt vegna skorts á vinnuvélum,
skemmda sem urðu samgöngumann-
virkjum og vegna þess að stjórnvöld í
Indónesíu voru treg í fyrstu til að fall-
ast á erlenda aðstoð. Her Indónesíu
hefur stjórnað björgunarstarfinu en
alþjóðleg samtök hafa sent hópa á
hamfarasvæðið eftir að Joko Widolo,
forseti landsins, samþykkti aðstoðina
með semingi.
Á meðal þeirra sem létu lífið eru 34
nemendur sem fundust látnir í rúst-
um kirkju sem varð fyrir aurskriðu
þegar skjálftinn reið yfir. Þeir höfðu
verið á biblíunámskeiði ásamt 52 öðr-
um nemendum sem er enn saknað, að
sögn BBC.
Talið er að fimmtíu manns hafi ver-
ið í hóteli í Palu, Hotel Roa-Roa, þeg-
ar það hrundi. Tólf þeirra höfðu fund-
ist í rústunum í gær, þar af voru
aðeins þrír á lífi.
Þar sem sjúkrahús skemmdust í
hamförunum hefur þurft að veita
slösuðu fólki aðhlynningu utandyra
og herinn hefur komið upp a.m.k. einu
færanlegu sjúkrahúsi.
Örvænting vegna skorts
á matvælum og vatni
Á annað þúsund manns fórust í náttúruhamförunum í Indónesíu
20 km
200
100
10
40
Su lawes i
350.000
íbúar
Þéttleiki byggðar
Fjöldi íbúa á hvern
ferning sem er
250 x 250 m
Heimildir: Maps4news/framkvæmdastjórn ESB/USGS/almannavarnastofnun Indónesíu/*Samhæfingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum
Palu
Afleiðingar hamfaranna
Óttast er að um 40 manns séu í
rústum hótels í Palu
Á annað þúsund lík hafa fundist
Um 1.200 fangar sluppu úr
að minnsta kosti þremur
fangelsum á hamfarasvæðinu
Hotel
Roa-Roa
Flóðbylgja
skall á borginni
eftir skjálftann
A.m.k. 48.000 misstu heimili sitt
191.000 manns þurfa á tafarlausri
hjálp að halda, þar af 46.000
börn og 14.000 aldraðir íbúar,
að sögn OCHA*
Um 540 slösuðust alvarlega
og varð á10 km
dýpi Donggala-
hérað
28. sept.
kl. 10.03
Poboya
Makassar-sund
Skjálftinn var
7,5 stig
Jarðskjálfti og flóðbylgja í Indónesíu
INDÓNESÍA
SULAWESI
Skortur er á matvælum
og hreinu drykkjarvatni á
hamfarasvæðunum og
sjúkrahús gátu ekki
tekið við öllu því fólki
sem slasaðist
AFP
Svöng Íbúar borgarinnar Palu taka við lifandi kjúklingum sem lögreglu-
menn dreifðu í gær. Mikill skortur er á matvælum á hamfarasvæðinu.
Óvenju há flóðbylgja
» „Öldurnar voru a.m.k.
tveggja til þriggja metra háar
og hugsanlega tvisvar sinnum
hærri en það,“ sagði Baptiste
Gombert, breskur sérfræð-
ingur í jarðskorpuhreyfingum.
» Flóðbylgjan var óvenju há,
miðað við styrk jarðskjálftans,
m.a. vegna lögunar flóa sem
borgin Palu liggur við. „Lögun
flóans réð miklu um það að
flóðbylgjan magnaðist,“ sagði
franski jarðskjálftafræðingur-
inn Anne Socquet. „Flóinn var
eins og trekt sem bylgjan fór
inn í.“
Andreas Norlén, forseti sænska
þingsins, fól í gær Ulf Kristersson,
leiðtoga hægriflokksins Modera-
terna, að mynda nýja ríkisstjórn.
Kristersson fékk tvær vikur til að
ræða við leiðtoga annarra flokka um
stjórnarmyndunina.
Kristersson kvaðst stefna að því
að mynda ríkisstjórn með Mið-
flokknum, Kristilegum demókrötum
og Frjálslynda flokknum, sem hafa
verið í bandalagi með Moderaterna.
Hann sagðist ekki ætla að ræða
stjórnarmyndun við Jimmie Åkes-
son, leiðtoga Svíþjóðardemókrat-
anna, sem urðu þriðji stærsti flokk-
ur landsins og fengu 17,6%
atkvæðanna í þingkosningunum í
Svíþjóð 9. september.
Kristersson kvaðst hins vegar
vilja ræða við Stefan Löfven, fráfar-
andi forsætisráðherra og leiðtoga
Sósíaldemókrataflokksins. Hann
viðurkenndi að mjög erfitt yrði að
mynda ríkisstjórn þar sem engin
fylkinganna fékk meirihluta á
þinginu og sagði að ef allir flokk-
arnir stæðu við yfirlýsingar sínar
um stjórnarmyndunarviðræðurnar
yrði engin ríkisstjórn mynduð.
Mið- og hægriflokkarnir fengu
143 sæti af 349. Löfven hefur sagt að
ekki komi til greina að Sósíaldemó-
krataflokkurinn styðji minnihluta-
stjórn þeirra á þinginu.
AFP
Viðræður Andreas Norlén og Ulf
Kristersson í sænska þinghúsinu.
Falið að
mynda
nýja stjórn
Donna Strickland
hlýtur Nóbels-
verðlaunin í eðlis-
fræði í ár ásamt
tveimur öðrum
vísindamönnum
og er fyrsta kon-
an til að hljóta
verðlaunin í 55
ár. Strickland er
kanadísk og að-
eins þriðja konan
sem hlotið hefur verðlaunin. Hún
fékk þau ásamt Frakkanum Gerard
Mourou og Bandaríkjamanninum
Arthur Ashkin fyrir störf sín á sviði
leysitækni.
NÓBELINN Í EÐLISFRÆÐI
Fyrst kvenna til að
fá verðlaunin í 55 ár
Donna Strickland