Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
halda, fyrir það verð ég þér ævin-
lega þakklátur.
Ég mun fyrst og fremst minn-
ast þín sem traustrar og góðrar
manneskju. Ég get sannarlega
sagt að ég hef lært mikið af þér.
Þá var ávallt hægt að leita til þín
þegar á þurfti að halda. Þú varst
góður afi barnanna okkar og þótti
þeim sérstaklega gaman að kíkja
í bústaðinn til ykkar Siggu í
Grímsnesinu.
Kæri vinur, hvíl þú í friði.
Minning um góðan mann mun
lifa.
Þinn tengdasonur,
Kristján Jón Jónatansson.
Elsku afi, það var leitt að þú
dóst. Ég vonaði að þú myndir lifa
lengur en þú gast það ekki því þú
varst svo veikur. Ég vildi að þú
hefðir getað kennt mér golf. Þú
veiddir ekkert smá stóran flottan
lax.
Alexander Erlar.
Elsku afi minn, ég trúi því ekki
enn að þú sért farinn. Enginn á
skilið að fara svona snemma, sér-
staklega ekki þú. Þú varst svo
góðhjartaður og skemmtilegur
og þú varst líka alltaf til staðar
fyrir mig.
Mér líður svo illa að geta ekki
hitt þig lengur eða heyrt í þér.
Mér finnst eins og ég eigi eftir að
vakna af vondum draumi en svo
er víst ekki.
Þegar ég heyrði fyrst að þú
værir með krabbamein fékk ég
sting í hjartað og mig langaði
helst að fara að hágráta.
Bestu minningarnar mínar um
þig eru þegar ég og systkini mín
vorum alltaf að sitja í tröppunum
hjá ykkur og láta þig reyna að ná
í tásurnar okkar og við fórum
alltaf í hláturskast. Þú gerðir líka
besta hakk og spagettí í heimin-
um. Ég man líka þegar við fórum
í sumarbústaðinn ykkar og byrj-
uðum að byggja hundakofa fyrir
Garp og þegar þið fluttuð í Lyng-
prýði var ég svo glöð af því að þá
gæti ég alltaf farið að heimsækja
ykkur í strætó og hjálpað með
Garp og í garðinum.En nú ertu
farinn og eina sem ég get gert er
að hugsa um þig og hvernig væri
að knúsa þig aftur og heyra í
röddinni þinni. Ég vil að þú vitir
að ég elska þig svo mikið og að þú
áttir skilið að lifa lengur.
Elska þig alltaf,
þín afastelpa
Birta María Huld.
Elsku afi minn, ég trúi ekki að
þú sért farinn, þú varst einn góð-
hjartaðasti maður sem ég hef
kynnst og á ég þér svo margt að
þakka.
Við deildum saman hestaáhug-
anum og varst það einmitt þú
sem fórst með mér og keyptir
fyrsta hnakkinn minn ásamt því
að gefa mér beisli, múl og taum.
Þú reddaðir mér hesti í láni frá
vini þínum sl. vetur sem ég er enn
með og er meira að segja búin að
keppa á honum einu sinni og varð
í 2. sæti og þú komst að sjálf-
sögðu að horfa á mig og varst svo
stoltur af mér. Fyrir þetta verð
ég ævinlega þakklát, elsku afi
minn.
Það var ekki bara ég sem naut
góðmennsku þinnar því þú varst
alltaf að gleðja alla og gast alltaf
komið öllum til að hlæja.
Við barnabörnin þín elskuðum
þegar þú söngst fyrir okkur, þeg-
ar þú sagðir okkur sögur eins og
geiturnar þrjár og Rauðhetta og
úlfurinn og við héldum niðri í
okkur andanum því þú lékst það
svo vel. Einnig þegar við sett-
umst á efstu hæðina þegar þú og
amma áttuð heima í Berg-
smáranum og við létum fæturna
hanga fram yfir brúnina og þú
fórst niður og stökkst svo til að
grípa okkur og við hlógum og
hlógum.
Svo má ekki gleyma því að þú
gerðir heimsins besta hakk og
spagettí og deildir því alltaf með
okkur fjölskyldunni og við
fengum aldrei nóg af því, en okk-
ur var alltaf boðið alla vega einu
sinni í mánuði í það, við eigum öll
eftir að sakna þess.
Þó svo að þú værir fullorðinn
nenntir þú alveg eins og amma
alltaf að kenna okkur eitthvað og
eitt af mörgum skiptum þegar við
komum að gista hjá ykkur upp í
bústað að þá langaði mig, Birtu
og Árna svo að smíða hundakofa
fyrir Garp ykkar og þú hjálpaðir
okkur alveg þangað til að við
höfðum gert geggjaðan kofa fyrir
hann.
Það eru endalaust margar
minningar eins og þær sem ég
hef sagt frá og svo margt sem þú
ert ómissandi hluti af, söngur í
öllum afmælum... það þarf þig til
þess, bíóferðir með þér og ömmu
sem enduðu í hláturskasti, hlutir
eins og þegar þú fórst með okkur
að skoða hestana þína sem voru
nýkomnir úr haga og þú fórst
með okkur í vitlaust hesthús.
Svo öll skiptin þegar við fórum
til Akureyrar og keyrðum í báðar
áttir að skoða fallega landið okk-
ar og þú sagðir okkur sögur af
öllum þeim stöðum sem við kom-
um við á.
Þú hefur kennt mér svo margt
og hjálpað mér svo mikið í nátt-
úrufræði o.fl. enda fæ ég alltaf 10
í henni. Þú varst líka glaður að ég
hafði löngu verið búin að ákveða
að fara til Noregs eins og þú og
læra dýralækninn, sem þú byrj-
aðir á en kláraðir aldrei.
Elsku besti afi minn, ég elska
þig og mun sakna þín svo mikið.
Þín
Katrín Embla.
Elsku besti afi minn, ég er svo
leiður að þú hafir þurft að deyja
og mér finnst það svo ósann-
gjarnt.
Þegar ég vissi að þú værir með
krabbamein þá hugsaði ég alltaf
að þú myndir vinna það því þú
varst svo sterkur og hafðir aldrei
verið veikur áður.
Þegar þú varst dáinn og ég
kom að sjá þig þá vildi ég óska að
það væri martröð.
Ég var svo heppinn að vera
skírður eftir þér og það segja líka
allir að við og líka Elmar litli
bróðir séum svo líkir þér.
Elsku bestu afi minn, sofðu
rótt og ég mun alltaf dreyma þig.
Árni Dagur
Kristjánsson.
Elsku afi minn,
þar sem ég er bara þriggja ára
og er ekki að skilja þetta allt sam-
an og er síspyrjandi um þig og vil
fá að heimsækja þig. Þá ætlar
mamma að gera sitt besta í að út-
skýra með tímanum að vegir
guðs eru órannsakanlegir og þér
hlýtur að hafa verið ætlað eitt-
hvað stærra og meira því þú
varst svo sannarlega einstakur
afi og hafa langflestir líkt mér við
þig.
Mamma hjálpaði til við að
finna þetta ljóð.
Elska þig afi minn.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt,
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt,
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann.
Í himnaríki fer hann nú,
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Því þar getur hann vakið yfir okkur dag
og nótt
svo við getum sofið vært og rótt.
Hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Þinn
Elmar Elí.
Mig langar til að minnast
elsku bróður míns hans Árna
sem nú er fallinn frá eftir stutta
en erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Það kom eins og reið-
arslag þegar hann veiktist
skyndilega fyrir rúmum fjórum
mánuðum síðan, hann sem hafði
alltaf verið svo hraustur og nán-
ast aldrei kennt sér meins. En
nýlega tók hann ákvörðun um að
hætta að vinna og fara að njóta
lífsins nú um áramótin. Ég tel þó
að hann Árni hafi sem betur fer
verið duglegur að fara og vera
með sínum nánustu hvort sem
var upp í sumarbústað, að spila
golf innanlands eða í sólinni á er-
lendri grundu. Slíkar minningar
eru dýrmætar nú þegar hann er
farinn frá okkur. Árni er ári eldri
en ég og því vorum við mikið
saman sem börn og unglingar.
Margs er að minnast frá þeim ár-
um. Vorum við send sem dæmi í
sveit að Katastöðum stutt frá
Kópaskeri átta og níu ára gömul.
Það var mikið ferðalag og mikil
lífsreynsla fyrir okkur en minn-
ingar frá þeim tíma eru blendnar,
annars vegar söknuður eftir for-
eldrum og bróður en einnig
kynntumst við lífinu í sveitinni
sem var talsvert öðruvísi en í
borginni. Við fórum til að mynda
út í haga og litum á hrossin sem
þar voru geymd, fundum okkur
snærisspotta og ákváðum að
bregða okkur á bak á honum
Litla Jarpi, við þurftum að vísu
að teyma klárinn að næstu þúfu
svo við kæmumst á bak. Fannst
okkur þessi fyrstu kynni okkar af
hestamennsku ótrúlega
skemmtileg og var sagan ósjald-
an rifjuð upp. Hesturinn kastaði
okkur að vísu af baki en við létum
það ekkert á okkur fá og príluð-
um bara aftur á bak. Við vorum
einnig í alls konar vinnum með
pabba frá unga aldri í skógrækt, í
fræsöfnun og laga til garða svo
eitthvað sé nefnt. Einnig fylgd-
um við honum þegar hann var að
setja niður kartöflur í Grindavík í
landi Magnúsar bónda á Hrauni.
Þetta var ansi stór jarðspilda
sem pabbi hafði til umráða þar og
drjúgur tími sem fór í bæði að
girða, setja niður kartöflur o.fl.
því tengt. Vorum við oft ansi
þreytt eftir langan dag en það
var líka oft glatt á hjalla hjá okk-
ur, mikið sungið og trallað í bíln-
um á leið til og frá, en oftar en
ekki voru með í för þau Maggi,
Kata og Gunna, barnabörn
Magnúsar á Hrauni. Í seinni tíð
þá höfum við hist fyrir jólin í
laufabrauðsgerð sem er gömul
hefð í okkar fjölskyldu og höfum
við systkinin haldið í þá skemmti-
legu hefð. Árni var öflugur í bæði
útskurði og steikingu á kökum,
hann naut þessara stunda eins og
við öll. Árni kynntist Siggu sinni
ungur en það var fyrir mína milli-
göngu sem þau náðu saman. Árni
13 ára gamall hafði frumkvæði að
því að stofna stelpulið í körfu-
bolta og vorum við Sigga að sjálf-
sögðu settar í liðið. Þetta voru
skemmtilegir tímar sem ég minn-
ist með mikilli ánægju. Hún
Sigga skólasystir og vinkona hef-
ur verið honum bæði stoð og
stytta allt frá því að ég kynnti
þau á sínum tíma. Þau eiga sex
mannvænleg börn sem hafa verið
honum afar dýrmæt og barna-
börnin eru alls orðin tólf og er
það mikið ríkidæmi. Votta ég
þeim öllum mína innilegustu
samúð. Elsku Árni bróðir, hvíl í
friði og Guð veri með þér.
Aðalheiður Guðmundsdóttir.
Hann Árni mágur minn var af-
ar hrifinn af lagi John Lennon og
texta Tom Odell sem fjallar um
þýðingu þess að fá að eldast sam-
an með ástvinum sínum. Til stóð
að fara að hægja á sér hvað vinnu
og verkefni varðar og njóta lífsins
í meira mæli með Siggu systur.
Vera meira í bústaðnum. Ferðast
meira. Lifa og njóta. En lífið er
hverfult. Eftir afar stutta og
snarpa baráttu við krabbamein
hefur hann kvatt þennan heim.
Að fá að eldast með sínu fólki og
njóta ávaxta erfiðisins er ekki í
boði. Það er einstaklega sárt fyrir
alla.
Á kveðjustund er gott að líta
yfir farinn veg og minnast allra
góðu stundanna sem við áttum
saman. Árni kom inn í fjölskyldu
okkar sem kærasti Siggu systur
fyrir um 48 árum síðan. Sigga og
Árni voru einstaklega falleg hjón,
góðir vinir, stóðu saman og vógu
hvort annað upp. Þau voru rík,
eignuðust sex börn. Allt gott og
fallegt fólk. Barnabörnin eru orð-
in 12. Frá fyrstu kynnum náðum
við Árni afar vel saman og urðum
nánir trúnaðarvinir og félagar.
Við Vala áttum góðar stundir
með þeim hjónum í ferðalögum,
golfi, matarboðum og á ýmsum
gleðistundum. Ógleymanlegar
eru ferðirnar til Flórída þar sem
við héldum fund í „félaginu“ á
hverju kvöldi þar sem Árni sagði
oft skemmtilegar sögur. Við vor-
um fjölmenn stórfjölskyldan þeg-
ar saman var komið til hátíða-
brigða. Og börnin okkar halda vel
hópinn, sem skiptir miklu máli.
Árni var fyrsti starfsmaður fyr-
irtækisins Securitas og helgaði
því starfskrafta sína. Með fullri
virðingu fyrir öðrum var hann
hryggjarstykkið í starfsemi
fyrirtækisins í áraraðir, fram-
kvæmdastjóri og einn af eigend-
um þess. Hann bar hag og fram-
gang fyrirtækisins og starfs-
manna þess alla tíð fyrir brjósti
og var virtur og elskaður af sam-
starfsfólki sínu. Árni var sann-
kallað prúðmenni, vingjarnlegur,
traustur og áreiðanlegur og lagði
aldrei illt orð til annarra. Við
göntuðumst oft með sparsemi
hans en hún var fyrst og fremst
tilkominn vegna uppeldis í æsku
og síðar mikils barnafjölda sem
kallaði eðlilega á aðhald og spar-
semi á stóru heimili. Árni var
góður pabbi og fylgdist vel með
börnum og barnabörnum sem
hann var stoltur af. Nú er hann
horfinn af vettvangi, þessi öðling-
ur, þessi góði drengur, til annars
heims og við kveðjum hann með
söknuði. Við Vala og krakkarnir
sendum elsku Siggu systur og
börnum, mökum og barnabörn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Ykkar missir er mikill.
Árna fylgja óskir um blessun
Guðs á nýjum vegum.
Stefán Snær Konráðsson.
Bróðursonur minn Árni Guð-
mundsson verður borinn til graf-
ar í dag.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar frá því að við sáumst fyrst.
Þú komst fljúgandi frá Noregi
með Skymaster-vél frá norska fé-
laginu Braaten. Ástæðan var að
það hafði kviknað í húsi foreldra
þinna, þótti því rétt að senda þig
þá aðeins tveggja ára gamlan til
afa Árna og ömmu Ingíar í
Barðavogi á Íslandi, á meðan
fundið væri nýtt húsnæði.
En þegar þar var komið vant-
aði sárlega vagn til að þú gætir
sofið úti, þá var talað við Guðrúnu
frænku en hún bjó hjá afa sínum
og ömmu á Langholtsveginum,
hún átti Silver Cross dúkkuvagn
sem var fenginn að láni og þú
svafst í.
Einnig hafði ég sagt þér að
kalla mig pabba sem þú og gerðir
en Svava systir mín sem þá var
níu ára var fljót að svara þessu,
hann er ekki pabbi þinn! Hann er
asni!
Þú fórst út til Noregs aftur um
tvítugt og tókst stúdentspróf frá
Tunsbergi. Af minnisverðum
SJÁ SÍÐU 24
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍNBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Boðahlein 22, Garðabæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 1. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku konan mín, dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR MARGRÉT
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 1. október.
Útför fer fram frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 9. október
klukkan 15.
Björn Ragnarsson
Kristín Anna Claessen
Birna Anna Björnsdóttir Peter Niculescu
Lára Björg Björnsdóttir Tryggvi Tryggvason
Björn Óttar Oddgeirsson
Ólafur Benedikt Tryggvason
Katrín Lára Niculescu
Lára Alexandra Niculescu
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GYLFI MATTHÍASSON,
Hofslundi 1, Garðabæ,
lést mánudaginn 1. október.
Útför auglýst síðar.
Kristín Sveinbjarnardóttir
Sigurður, Erla og Þórdís
og fjölskyldur þeirra
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN AÐALHEIÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að Þórðarstöðum á
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
föstudaginn 21. september.
Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6. október
klukkan 14.
Kjartan Jóhannesson
Dalrós Hulda Kjartansdóttir Ólafur Jón Héðinsson
Þórður Kjartansson Steinunn Hrund Jóhannsdóttir
Vilhelmína Á. Kjartansdóttir Vigfús Sigurðsson
Sigrún Kjartansdóttir Sigurður Gíslason
Árni Óskar Kjartansson
Aðalheiður Kjartansdóttir Jón Ingason
Rósa G. Kjartansdóttir Jónas Jónasson
Berta J. Kjartansdóttir Jóhann Garðar Ólafsson
Aðalsteinn Kjartansson Stella Árnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn