Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Andri Már Ingólfsson eigandi flug- félagsins Primera Air, sem hætti starfsemi í gær eftir 14 ár í rekstri og óskaði eftir greiðslustöðvun, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði. „Sárast er þó að sjá þetta uppbygg- ingarstarf hverfa fyrir allt þetta góða starfsfólk sem hefur unnið að þessu þetta lengi,“ segir Andri. Hann segir að það hafi ekki orðið ljóst fyrr en á mánudaginn síðasta kl.14 hvernig færi, en bæði hafi ver- ið leitað eftir því að styrkja stöðu fé- lagsins með skuldabréfaútboði upp á 40 milljónir evra, auk þess sem viðræður hafi staðið yfir við nýjan kjölfestufjárfesti. „Við vorum í við- ræðum um að fá kjölfestufjárfesti inn í félagið sem okkur leist mjög vel á.“ Horfur fara ekki batnandi Spurður nánar um ástæður þess að svo illa fór, segir Andri að bæði hafi félagið þurft á brúarfjármögn- un að halda í vetur, auk langtíma- fjármögnunar fyrir félagið. „Undan- farna mánuði hafa horfur á flugmarkaði ekki farið batnandi, þvert á móti. Það eru ansi miklar blikur á lofti víða. Olíuverð hefur tvöfaldast á síðustu 12 mánuðum og verðlækkun á mörkuðum hefur ver- ið miklu hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Við hófum þetta endurfjár- mögnunarferli í júní, til að komast í gegnum veturinn og fara í þessa stóru aukningu næsta sumar [inn- sk.blm.: beint áætlunarflug frá meg- inlandi Evrópu til Ameríku á 10 nýj- um langdrægum Boeing Max-9 LR vélum]. Þegar menn skoðuðu horf- urnar og sáu að það þyrfti verulega mikið aukið eigið fé til að hrinda þessu í framkvæmd, þá áttuðu menn sig á að það myndi hafa enn alvar- legri afleiðingar að halda áfram rekstri en ekki. Grunnhorfurnar voru ekkert að fara að breytast, hvorki hjá Primera Air né öðrum flugfélögum. Ef við hefðum átt að halda sjó í gegnum þetta næstu tvö árin hefði þurft gríðarlega djúpa vasa. Ég taldi það ekki forsvaran- legt.“ Andri segir að ákvörðunin hafi verið erfið. „Þetta er nú sú erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í viðskiptum í 25 ár, og mjög sár.“ Engir strandaglópar Spurður um áhrifin á ferðaskrifstofuna Primera Travel Group, sem er með starfsemi um alla Skandinavíu og á Íslandi, segir Andri að gjaldþrotið hafi blessunar- lega, eins og hann orðar það, ekki haft neikvæð áhrif á það félag. „Það tókst að finna flug til að sinna öllum sem keypt höfðu ferðir hjá Primera Travel Group. Þar eru engir strandaglópar. Til dæmis tókst Heimsferðum á Íslandi að fá flug- félagið Travel Service til að fljúga fyrir sig í allan vetur. Það sama gildir um Bravo Tours í Danmörku. Það var smá birta í myrkrinu. Nú þarf samt kannski að endurskoða fókusinn í þeim rekstri því eðlilega er flugfélagið farið og þá þarf að horfa á hlutina öðruvísi.“ En er Andri með einhver skilaboð til fólks sem orðið hefur stranda- glópar erlendis vegna gjaldþrotsins? „Ég get ekkert annað en lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart því fólki. Ég bið fólkið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur lent í.“ Danska flugmálastjórnin hefur nú tekið yfir mál farþega Primera og mun aðstoða þá eftir megni næstu daga, að sögn Andra. „Gríðarleg vonbrigði“ Flug Horfur á flugmarkaði verða áfram erfiðar að sögn Andra Más.  Áttu í viðræðum við nýjan kjölfestufjárfesti  Primera Travel Group endur- skoði áherslur sínar  Versnandi horfur í flugrekstri á komandi mánuðum Áhrif » Arion banki var einn af við- skiptabönkum Primera Air. Bankinn sendi frá sér afkomu- viðvörun í gærmorgun vegna ófyrirséðra atburða sem hefðu 1,3-1,8 milljarða króna áhrif, án þess að nefna flugfélagið á nafn. ar á fyrrnefndri starfsemi 365 miðla. Aðaleigandi 365 miðla er Ingi- björg Stefanía Pálmadóttir. Salan á bréfunum í Sýn kom fram hjá Kauphöll Íslands fyrir opnun markaða í gærmorgun. Á sama tíma var ljóst að viðskipti upp á 1.753 milljónir króna höfðu átt sér stað með bréf í Högum. Frettabla- did.is, sem er í eigu 365 miðla, greindi frá því skömmu síðar að þau viðskipti hefðu tengst kaupum 365 miðla á ríflega 3% hlut í Högum. 365 miðlar seldu í gær nær alla hlutabréfaeign sína í Sýn hf. Hlut- inn eignaðist fyrirtækið þegar það seldi bróðurpart starfsemi sinnar, þ.m.t. starfsemi Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, til Sýnar á nýliðnu ári. And- virði sölunnar nú nam tæpum 2 milljörðum króna en 365 hélt á 10,9% hlutafjár í Sýn. Félagið skuldbatt sig til þess að losa um eignarhlut sinn í Sýn, eða eignar- hald sitt á Fréttablaðinu, innan til- tekins frests þegar sátt náðist við Samkeppniseftirlitið um kaup Sýn- 365 hf. fara út úr Sýn og inn í Haga  Seldu hlutinn á tæpa 2 milljarða Morgunblaðið/Ómar Miðlar 365 á enn Fréttablaðið og Glamour en starfsemin hefur verið til sölu. ● Rekstrartekjur íslenska upplýsinga- tæknifyrirtækisins Endor tífölduðust á milli ára og námu 1.550 milljónum króna árið 2017. Í tilkynningu frá Endor kemur fram að 60% veltu fyrirtækisins sé tilkomin vegna verkefna fyrir erlenda viðskiptavini. Rekstrarhagnaður fyrir- tækisins var 100 milljónir króna og hagnaðurinn 70 milljónir. Í lok ársins 2017 nam eigið fé Endor 133 milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið var 55%. Ekki er gert ráð fyrir útgreiðslu arðs fyrir ár- ið 2017. Fyrirtækið var stofnað árið 2015 en fjárfestingafélagið Óskabein gekk frá kaupum á fjórðungshlut í því áárinu 2017. Rekstrartekjur Endor tífaldast á milli ára 3. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 110.76 111.28 111.02 Sterlingspund 144.47 145.17 144.82 Kanadadalur 86.55 87.05 86.8 Dönsk króna 17.238 17.338 17.288 Norsk króna 13.596 13.676 13.636 Sænsk króna 12.429 12.501 12.465 Svissn. franki 112.59 113.21 112.9 Japanskt jen 0.9712 0.9768 0.974 SDR 154.54 155.46 155.0 Evra 128.54 129.26 128.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.9312 Hrávöruverð Gull 1185.3 ($/únsa) Ál 2011.0 ($/tonn) LME Hráolía 82.79 ($/fatið) Brent Ursus ehf., félag í eigu Heiðars Guðjónssonar, stjórnarformanns Sýnar, keypti 3.250.000 hluti í síðarnefnda fé- laginu í gær á genginu 61,5 krónur hlutinn. Eru það viðskipti upp á tæpar 200 milljónir. Þetta kemur fram í til- kynningu til Kauphallar. Sýn er móðurfélag Vodafone, Stöðvar 2, Vísis og fleiri fyrirtækja. Hlutabréf að andvirði tveir millj- arðar voru seld í gær í Sýn, sem eru um 11% hlutur í félaginu. Eru kaup Ursus ehf. um 10% af þeim við- skiptum. peturhreins@mbl.is Kaupir hluti í Sýn Heiðar Guðjónsson  Heiðar keypti fyrir 200 milljónir í Sýn ● Bréf Arion banka tóku snarpa dýfu í Kauphöll Íslands í gær og lækkuðu bréf fyrirtækisins um tæp 5,8% í ríflega 345 milljóna króna viðskiptum. Lækk- unina má rekja til afkomuviðvörunar sem bankinn sendi frá sér. Þá lækkuðu bréf Eimskipafélagsins um 1,7% í tæp- lega 21 milljónar króna viðskiptum. Hins vegar hækkuðu bréf Origo um tæp 5,4% í tæplega 87 milljóna við- skiptum í kjölfar þess að tilkynnt var að fyrirtækið hefði slitið viðræðum og haf- ið nýjar um mögulega sölu á tals- verðum hlut í dótturfélaginu Tempo ehf. N1 hækkaði um 1,9% í ríflega 331 millj- ónar viðskiptum og Skeljungur fylgdi fast á hæla þess með 1,8% hækkun í tæplega 72,5 milljóna viðskiptum. Köflóttur dagur hjá fé- lögunum í Kauphöllinni STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.