Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skattframtöl ársins 2018 vegna
tekna einstaklinga á árinu 2017
bera vitni um mikinn uppgang í
þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í yf-
irliti Páls Kol-
beins rekstrar-
hagfræðings í
Tíund, blaði Rík-
isskattstjóra.
„Fólk flykktist
til landsins, laun
og tekjur hækk-
uðu og verðmæti
eigna jókst.
Skuldir jukust en
þær jukust
minna en eignirnar og eigið fé ein-
staklinga óx því. Það hefur aldrei
verið meira. Það ætti því að vera
óhætt að segja að á árinu 2017 hafi
blásið byrlega fyrir landsmönnum,“
segir Páll.
Árið 2017 voru landsmenn með
1.754 milljarða í tekjur, sem var 148
milljörðum eða 9,2% meiri tekjur að
raungildi en árið áður. Um 85,7%
tekjuaukans voru laun, hlunnindi,
lífeyrir og tryggingabætur en um
14,3% tekjuaukans voru fjármagns-
tekjur. Fjármagnstekjur eru að
aukast en enn vantar talsvert mikið
upp á að þær verði jafn háar og þær
voru á „gullaldarárum íslenskrar
fjármálastarfsemi,“ eins og Páll
orðar það.
Fasteignir í eigu einstaklinga
voru metnar á 4.492,5 milljarða í
árslok 2017. Á móti stóðu eftir-
stöðvar skulda vegna kaupa á íbúð-
arhúsnæði upp á 1.335,2 milljarða.
Skuldir vegna íbúðarhúsnæðis juk-
ust um 3,8% á sama tíma og verð-
mæti fasteigna jókst um 15,3%.
Skuldlaus eign íbúðarhúsnæðis var
3.157,2 milljarðar og eigið fé lands-
manna í íbúðarhúsnæði hefur aldrei
verið hærra. Um 30% verðmætis
fasteigna voru í skuld og hefur
þetta hlutfall lækkað hratt. Þetta er
þveröfug þróun frá því sem var eftir
fall bankanna.
Landsmenn fengu rúmlega 134
milljarða greidda úr lífeyrissjóðum
á árinu 2017. Alls fengu 59.026
manns greiðslu úr lífeyrissjóðum
það ár eða 1.927 fleiri en árið áður.
Frá árinu 2010 hefur lífeyrisþegum
í landinu fjölgað um tæp 31%.
Árið 2017 hélt uppgangur síðustu
ára áfram, segir Páll. Á skatt-
grunnskrá voru 297,676 ein-
staklingar eða tæplega 11 þúsund
fleiri en árið áður. Framteljendur á
skattgrunnskrá hafa aldrei verið
fleiri í sögunni. „Fjölgun á skatt-
grunnskrá er nú farin að minna á
árin í aðdraganda hrunsins,“ segir
Páll Kolbeins.
Mikill uppgangur í þjóðfélaginu
Skattframtöl ársins 2018 bera með sér að fólk flykktist til landsins, laun og
tekjur hækkuðu og verðmæti eigna jókst Skuldahlutfallið fer lækkandi
Morgunblaðið/Hari
Framkvæmdir Álagning á einstaklinga vegna tekna ársins 2017 ber með sér mikinn uppgang í þjóðfélaginu.
Páll Kolbeins
Alls voru 44.850 erlendir ríkis-
borgarar á skattgrunnskrá á
árinu 2017. Voru þeir rúmlega
15% einstaklinga sem greiddu
skatt það árið. Árið 2016 var
þetta hlutfall 12,2%.
„Það þarf auðvitað ekki að
fjölyrða um að erlendir ríkis-
borgarar hafa aldrei verið fleiri.
Þeir voru nær helmingi fleiri,
49,2%, en árið 2007 og nær
þriðjungi fleiri að tiltölu en þá,“
segir Páll Kolbeins.
Erlendum ríkisborgurum á
skattgrunnskrá fjölgaði um
9.782 í fyrra eða um 27,5%. Á
sama tíma fjölgaði íslenskum
ríkisborgurum í skattgrunnskrá
aðeins um 1.166, eða 0,5%, ívið
minna en árið áður. Erlendum
ríkisborgurum hefir því fjölgað
átta sinnum hraðar á skránni en
íslenskum.
Árið 2017 fjölgaði Pólverjum
mest allra á skattgrunnskrá,
eða um 4.144. Fjölgunin var
28,6%. Pólverjar sem borguðu
skatta árið 2017 voru alls
18.633. Litháar á skrá voru
4.139 og Lettar 1.757. Mest
fjölgaði Króötum milli ára, eða
120%. Þeim fjölgaði um 240.
Mikil fjölgun
útlendinga
SKATTGRUNNSKRÁIN
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Origo hf., sem áður hét Nýherji,
hefur slitið einkaviðræðum við fyr-
irtækið HPE Growth Capital um
sölu á þriðjungs hlut í dótturfélag-
inu Tempo ehf. Tikynnt var um við-
ræður fyrirtækjanna tveggja þann
14. ágúst síðastliðinn.
Samhliða tilkynningu um að fallið
hefði verið frá viðræðunum milli
fyrirtækjanna tveggja hefur verið
greint frá því að Origo eigi nú í
einkaviðræðum við fjárfestinga-
félagið Diversis Capital, sem starf-
rækt er í Los Angeles. Viðræð-
urnar miða að því að Origo selji
55% hlut í Tempo. Samkvæmt til-
kynningu frá Origo er stefnt að
bindandi samningi um kaupin en að
viðræðurnar byggist á forsendum
og skilmálum samkomulagsins að
teknu tilliti til niðurstöðu áreiðan-
leikakönnunar sem nú verður ráðist
í.
Tempo er fyrirtæki sem sérhæfir
sig í gerð hugbúnaðar á sviði tíma-
stjórnunar.
Í viðræðunum milli Origo og Di-
versis Capital er miðað við að heild-
arvirði Tempo sé 62,5 milljónir doll-
ara, jafnvirði 7 milljarða króna. Það
jafngildir því að 55% hlutur í félag-
inu sé metinn á 34,4 milljónir doll-
ara, jafnvirði tplega 3,9 milljarða
króna. Gangi viðskiptin eftir er
stefnt að því að þau verði gengin í
gegn í lok þessa mánaðar. Í tilkynn-
ingu frá Origo kemur einnig fram
að fyrirtækin tvö, sem standa munu
að Tempo, gangi salan eftir, hyggist
sameiginlega leggja Tempo til vaxt-
arfjármagn að fjárhæð 2 milljónir
dollara, jafnvirði 224 milljóna króna
og að það fjármagn muni greiðast í
hlutfalli við eignarhlut aðila.
Þegar greint var frá einkaviðræð-
um HPE Growth Capital og Origo í
ágúst kom fram að stefnt væri að
því að leggja Tempo til fimm til tíu
milljónir dollara í formi vaxtarfjár-
magns og að stærstu hluti þess
myndi koma frá fyrrnefnda félag-
inu. Bréf Origo hækkuðu um 5,4% í
Kauphöll í gær eftir að tilkynnt var
um viðræðurnar við Diversis Capi-
tal. Mjakaðist markaðsvirði félags-
ins yfir 10 milljarða múrinn við
hækkun dagsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þreifingar Líkt og í viðræðunum í ágúst er gengið út frá því að heildarvirði
félagsins Tempo sé 62,5 milljónir dollara, jafnvirði ríflega 7 milljarða króna.
Nýjar viðræður
um sölu á Tempo
Origo hyggst selja meirihluta í félaginu
Fulltrúi Fjarðalax (dótturfélags Arnarlax) og Arctic Sea
Farm (dótturfélags Arctic Fish) hafa óskað eftir því að
úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fresti réttar-
áhrifum nýfallinna úrskurða sinna þar sem rekstrarleyfi
Matvælastofnunar um laxeldi í Patreksfirði og Tálkna-
firði voru felld úr gildi. Þetta upplýsir skrifstofa nefndar-
innar.
Úrskurðarnefndin mun fjalla um málið á fundum síðar í
vikunni og eftir atvikum má vera að afstaða nefndarinnar
til beiðninnar liggi fyrir undir lok vikunnar.
Heimildir til að fresta réttaráhrifum úrskurða er ekki
að finna í lögum um úrskurðarnefndina. Skrifstofan bend-
ir á að ólögfestar reglur stjórnsýsluréttar geti átt við en
til þess hafi ekki verið tekin afstaða.
Nýir úrskurðir á morgun
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til sama
laxeldis var kærð á sama tíma og rekstrarleyfin. Stefnt er
að því að úrskurða í þeim málum á morgun, fimmtudag.
helgi@mbl.is
Óskað eftir frestun réttaráhrifa