Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útgerðum sem ráða yfir afla-hlutdeild hefur fækkaðtalsvert á síðustu árum. Íyfirliti á vef Fiskistofu kemur fram að fyrirtækin voru 382 á nýliðnu fiskveiðiári, en voru 946 fisk- veiðiárið 2005-2006 og er fækkunin nálægt 60%. Handhafar bæði afla- markshlutdeilda og krókaaflamarks- hlutdeilda eru taldir með hvert fisk- veiðiár. Fækkunin er áberandi meiri í síðarnefnda flokknum. Í greinargerð með frumvarpi um veiðigjald, sem sjávarútvegsráðherra lagði nýlega fram á Alþingi, er m.a. fjallað um fækkun sjálfstæðra at- vinnurekenda í sjávarútvegi á næst- liðnum árum. „Til þessa teljast bæði útgerðir með aflamarki og krókaafla- marki en langstærstur hluti þessarar breytingar liggur í smábátaútgerð- inni. Á fiskveiðiárinu 2013-2014 voru krókaaflamarksbátar 354 talsins en við upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs [2016-17] voru þeir 258 talsins. Þeim hafði fækkað um fjórðung á fjórum árum. Samtímis fór hlutdeild 50 stærstu handhafa krókaaflahlut- deildar vaxandi og er nú um 83%. Raunar virðast margir krókaafla- marksbátanna hafa litlar aflaheimildir eða eru ekki í rekstri. Auk innri og ytri aðstæðna er líklegt að lagabreyt- ing vorið 2013 hafi hér haft sitt að segja en þá var stærðarmörkum bátanna lyft úr 15 brúttótonnum í 15 metra hámarkslengd og 30 brúttó- tonn, sem skóp aukna eftirspurn eftir krókaaflamarki.“ Stærðarmörk að þolmörkum Komið er inn á þessi sömu atriði í kafla um stærðarmörk fiskiskipa og áhrif þeirra í niðurstöðum starfshóps um faglega heildarendurskoðun á regluverki í sjávarútvegi, sem nýlega var skilað til ráðherra. Í umsögn Landssambands smá- bátaeigenda um stærðarmörk fiski- skipa segir meðal annars: „LS telur stærðarmörk krókaaflamarksbáta vera komin að þolmörkum. Þær við- varanir sem LS kom með í umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dags. 16. júní 2013 hafa því miður gengið eftir. Stærð bátanna og umfang hefur orðið til að veiðiheimildir hafa færst til báta sem eru efstir í stærðarmörkum. Aðgangur útgerða minni báta að fjár- magni til kaupa á veiðiheimildum er ekki jafn greiður og þeirra sem stærstir eru.“ Inn í krókaaflamarkið hafi komið stór útgerðarfyrirtæki og bátarnir hafi nægar veiðiheimildir til að fiska tvö þúsund tonn. Bátum í krókaafla- marki hafi fækkað um 77 frá því stækkunin var heimiluð eða um fjórð- ung. Umferðarstjórnun Í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir um sama efni: „Fyrir liggur að hin ýmsu stærðar- mörk og takmarkanir sem þeim fylgja hafa orðið til og þróast á löngum tíma og er í raun „pólitísk“ niðurstaða í mörgum tilfellum í framhaldi af átök- um ólíkra sjónarmiða um svæðaskipt- ingu og aðgengi tiltekinna skipaflokka og veiðarfæra. Þannig má halda því fram að stærðarmörkin séu liður í ákveðinni „umferðarstjórnun“ á mið- unum allt í kringum landið. Þótt ef til vill megi halda því fram að vel sé hægt að framfylgja markmiðum um stjórn fiskveiða án allra stærðarmarka skipa þá er það engu að síður mikil einföld- un á flóknum raunveruleika.“ Í umsögn Sjómannsambandsins kemur fram að þar sem lítill munur sé orðinn á krókaaflamarki annars vegar og almennu aflamarki hins vegar, auk þess sem krókaaflamarkið sé ekki lengur bundið við smábáta, „telur Sjó- mannasamband Íslands að breyta ætti krókaaflamarkinu í almennt afla- mark“. Fyrirtækjum hefur fækkað í útgerðinni Fjöldi útgerðarfyrirtækja með aflahlutdeild Fiskveiðiárin 2005-2006 til 2017-2018 og úthlutuð þorskígildistonn 946 818 676 603 580 548 528 508 515 492 438 407 382 Fjöldi útgerðarfyrirtækja Þúsundir þorskígildistonna Þús. tonn: Heimild: Fiskistofa ’05-’06 ’06-’07 ’07-’08 ’08-’09 ’09-’10 ’10-’11 ’11-’12 ’12-’13 ’13-’14 ’14-’15 ’15-’16 ’16-’17 ’17-’18 500 400 300 200 100 0 1.000 800 600 400 200 0 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífyrradag varþess minnst íKatalóníu- héraði á Spáni að eitt ár er liðið frá því að umdeild at- kvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins fór fram. Yfirvöld í Madríd voru vægast sagt andsnúin at- kvæðagreiðslunni, töldu þá sem börðust fyrir henni og sjálfstæði Katalóníu land- ráðamenn, og spænska lög- reglan reyndi, án árangurs, að koma í veg fyrir kosn- inguna með fruntalegri vald- beitingu. Munu aðfarir lög- reglunnar, sem sáust meðal annars slá með kylfum til fólks sem hafði ekki unnið sér annað til sakar en að vilja kjósa, hafa frekar orðið til þess að ýta undir málstað sjálfstæðissinna en hitt. Þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni var dræm, innan við helmingur Katalóna kaus, en níu af hverjum tíu sem þátt tóku sögðu já við sjálfstæði. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar, sem raunar var ýms- um annmörkum háð, varð til þess að leiðtogar héraðsins ákváðu einhliða að lýsa yfir lýðveldisstofnun, sem aftur kallaði á enn harðari við- brögð yfirvalda. Spænskir dómstólar tóku til sinna ráða og fóru að sækja helstu for- kólfa aðskilnaðarsinna til saka fyrir uppreisnartilburði og setja þá á bak við lás og slá, en enn á eftir að rétta í málum þeirra. Þó að réttarfarið veki furðu og framferði dómstól- anna lykti einna helst af póli- tískum ofsóknum, hefur það til þessa verið látið óátalið af Evrópusambandinu, enda vilja menn þar síður styggja stjórnvöld Spánar. Er nú svo komið málum að margir af leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sitja nú annað- hvort inni eða hafa flúið land. Þetta þætti Evrópusamband- inu ekki gott ef það gerðist austar í Evrópu og ekki þarf að efast um að þá yrði rætt um refsiaðgerðir. Þögnin nú er þeim mun meira æpandi. Sjálfstæðissinnar ákváðu að minnast þessara atburða meðal annars með því að stífla vegi og járnbrautar- teina í héraðinu, auk þess sem um 180.000 manns gengu fylktu liði um götur Barselóna til þess að ítreka kröfuna um sjálfstæði eða sjálfsákvörðunarrétt. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að flestar kannanir til þessa hafa bent til þess að stuðn- ingsmenn þess að héraðið tilheyri Spáni séu fleiri en aðskilnaðarsinn- ar, en hinir síðar- nefndu hafa feng- ið mikinn byr í seglin á undan- förnum mán- uðum. Ekki þarf að efast um að harkaleg framganga spænskra stjórnvalda hefur ýtt mjög undir þá þróun. Þó að þáverandi ríkis- stjórn Spánar hafi tekist að koma í veg fyrir að sjálf- stæðisyfirlýsing Katalóna næði tilgangi sínum, er ljóst að einhvers konar samræða þarf að fara fram á milli rík- isstjórnarinnar og héraðs- stjórnarinnar um fram- haldið. Þegar ríkisstjórn Marianos Rajoy hrökklaðist frá vegna spillingarmála í vor bundu ýmsir vonir við það að næsta ríkisstjórn, sem sósíalistinn Pedro Sánc- hez leiðir myndi reyna að bera klæði á vopnin. Staða Sánchez á spænska þinginu er hins vegar ekki sterk og engin leið er að vita hvort hann hafi pólitískan styrk til þess að semja við Katalóníuhérað um aukna sjálfsstjórn og koma þeim samningi í gegnum þingið. Segja má að öll spjót standi á honum, þar sem Quim Torra, núverandi forseti Katalóníu- héraðs, lýsti því yfir í gær að flokkar aðskilnaðarsinna myndu draga til baka stuðn- ing sinn við ríkisstjórn Sánc- hez, verði hann ekki búinn að tryggja Katalóníu aukna sjálfstjórn fyrir upphaf nóv- embermánaðar. Á sama tíma hafa íhaldsmenn á spænska þinginu krafist þess að Sánc- hez bindi enda á allt sjálf- stæðisbrölt Katalóna, en boði ella til almennra þing- kosninga sem fyrst. Sjálfstæðismálið hefur rekið fleyg í katalónskt sam- félag sem skiptist nú með og á móti aðskilnaði við Spán. Um leið hefur það valdið al- varlegum klofningi á Spáni. Brýnt er að núverandi for- ysta, bæði í Madríd og í Barselóna, hafi hugrekki til þess að rökræða málin og komast að niðurstöðu sem allir geti fellt sig við. Aðfarir eins og þær sem sáust fyrir ári munu aldrei skila neinu öðru en biturð og gremju. Spænsk stjórnvöld verða að hverfa af þeirri braut og hefja vinnu við að græða sár- in. Að öðrum kosti geta þau búið sig undir að standa frammi fyrir sívaxandi sjálf- stæðiskröfu. Harka spænskra stjórnvalda hefur orðið til þess að lausn er ekki í sjónmáli í deilunni um Katalóníu} Sitja fastir við sinn keip Þ ann 26. sept. sl. mælti Ólafur Ís- leifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, fyrir þingsálykt- unartillögu um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu skatta- og skerðingalaust. Þingmálið var áður lagt fram sem 474. mál á 148. löggjafarþingi (skattleysi launatekna undir 300.00 kr.). Hvað varð um þá góðu þingsályktun? Ég segi ykkur í algjör- um trúnaði að hún gufaði upp í nefnd. Það kom ekki til frekari umræðu í þingsal. Ég tileinka ykkur, sem þurfið á þessari kjarabót að halda, greinina mína í dag. Svona gengur það fyrir sig: „Alþingi álykt- ar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að beita sér fyrir því að mánaðartekjur ein- staklinga undir 300.000 kr. verði undanþegnar skatt- greiðslum og gera með laga- og reglusetningu viðeigandi ráðstafanir í því efni fyrir árslok 2018.“ Þingsályktunartillagan felur í sér að tekjur ein- staklinga undir 300.000 kr. verði undanþegnar skatti. Þau skattfrelsismörk samsvara 106.387 kr. persónu- frádrætti. Um tvöföldun skattleysismarka er því að ræða. Markmið tillögunnar eru tvö: 1. Að jafna skattbyrði milli tekjuhópa þannig að þátt- taka ríkra og fátækra í rekstri samfélagsins verði líkari því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. 2. Að hlífa þeim sem eru með tekjur undir fram- færslumörkum við að greiða samfélaginu skatta af þeim tekjum. Tillagan stuðlar að tilfærslu fjár inn- an skattkerfisins sem kemur fram í lægri skattheimtu hjá tekjulágu fólki og hærri hjá þeim sem hafa háar tekjur. Með tillögunni er undið ofan af langvarandi þróun þar sem skattbyrði hefur flust frá tekjuháum til tekju- lágra. Til þess að mæta kostnaði við þessa breyt- ingu er lagt til að persónufrádráttur verði stiglækkandi eftir því sem tekjur eru hærri og falli hann alveg niður við 970 þús. kr. Til- lagan eykur ráðstöfunartekjur um 70% skatt- greiðenda, sérstaklega þeirra sem eru á lág- um launum á vinnumarkaði eða á lífeyri. Þarf að spyrja að því hvort það sé sann- gjarnt og eðlilegt á toppi hagsveiflunnar að allir fái að njóta ávaxtanna? Mér finnst ótrúlega dapurt hvað sjálftaka, einkavina- og græðgisvæðing heldur stöðugt völdum. Við lærum ekki einu sinni af hruninu fyrir 10 árum. Hver skyldi svo meðferð málsins verða fyrir þinginu? Ætli það verði í takti við meðferð þingsins á afnámi krónu á móti krónu skerðinga á öryrkja? Í takti við af- nám frítekjumarks á launatekjur eldri borgara, sem var svæft í nefnd á síðasta löggjafarþingi? Ég efa ekki að meðferðin verður nákvæmlega í takti við það, þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnarflokkanna í síðustu kosningabaráttu. Inga Sæland Pistill 300.000 kr. á mánuði án skerðinga Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í greinargerð Hafrannsókna- stofnunar með umsögn um stærðarmörk fiskiskipa segir: „Takmarkanir á stærð fiski- skipa eru ekki öflug stjórn- tæki við fiskveiðistjórnun. Útfrá fiskifræði sem og náttúruverndarsjónarmiðum eru takmarkanir á stærð og gerð veiðarfæra, ásamt svæðalokunum öflugri stjórn- tæki. Í mörgum tilfellum er betra að nota stærri skip til veiða þar sem orkunotkun fyrir gef- inn afla getur verið minni. Jafnframt er aðstaða um borð, bæði fyrir áhöfn sem fyrir vinnslu og geymslu afla oft betri í stærri skipum. Þá eru stærri skip yfirleitt örugg- ari en minni. Oftast hafa reglur um stærðarmörk veiðiskipa verið settar til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra ólíkra flota/útgerða en ekki útfrá fiskverndarsjónarmiðum.“ Oft betra að skipin séu stærri HAFRANNSÓKNASTOFNUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.